Vísir - 17.10.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 17.10.1957, Blaðsíða 7
í’iinmtudaginn 17. október 1957 VÍSIB ^GATHA PhríSTIC jUlat leiiit lifflja tii... jafnóðum, tókst henni að gera örlitla rennur undir hurðina og út í herbergið við hliðina á. Þegar þvi var lokið, var mikils- veröum áfanga náð, en björninn var ekki unninn samt. Viktoria lagðist nú á gólfið, og reyndi að rýna eftir rennunni inn í her- bergið, en sá ekkert, enda var birtu mjög farið að bregð'a, en sjónarsviðið heldur ekki vitt. Hún bretti því upp aðra ermina, renndi hendinni eftir rennunni, og þreifaði síðan fyrir sér. Lengi vel bar það engan árangur, en loks fann hún, 'að fingurgómarnir snertu eitthvað málmkennt. Hún var því búin að finna lykilinn, en það var ekki nóg, því að hún gat ekki komið handleggnum eftir rennunni til að ná honum. En hún íann samstundis ráð til að bæta úr þessu. . ! Hún losaði lásnælu, sem hún hafði notað til þess að festa bilaöan hlýra við bolinn, rétti hann síðan upp, og geröi að því búnu krók á oddinn. Til þess að betra væri að halda um krók- inn, sem hún hafði búið til með þessu móti, stakk hún iásnum á nælunni inn í bita af flatkökunni, sem hún hafði ekki torgaö, og þá fór hún aftur að hurðinni og byrjaði aö dorga. Pyrst í stað varð hún ekki vör, og hún var að því komin að fara aö skæla af gremju, en þá festist krökurinn í lyklinum og hún dró hann — Æigri hrósandi — inn í herbergið til sín. j Viktoria settist flötum beinum á gólfið andartak, stórhrifin af ráðsnilli sinni, en svo spratt hún á fætur aftur, og stakk lyklinum í skrána. En ekki þorði hún þó að snúa honum alveg strax, því að him mundi.eftir því, hversu hátt haíði iskrað í. skránni, þegar íangavörðurinn lauk upp lijá henni, en éftir slcanuna bið lieyrðist hundgá mikil út fyrir og greip hún þá tækifærið og sneri lyklinum í snatri. Skráin lét samstundis undan, og Viktoria opnaði hurðina með gætni. Hún gægðist inn í hitt herbergið. Á því voru einar dyr og voru þær lokaðar. Viktoria beið andartak og síðan læddist hún fram að dyrunum og lauk þeim upp, undur-varlega. Handan þeiiTa tók við stigi,! sem var utan á húsinu, og lá ofan í garðinn. Viktoria þurfti ekki að sjá meira að sinni. Hún læddist aftur til herbergis þess, sem hafði verið fangelsi hennar til skamms 1 tíma. Það virtust harla litlar líkur á því, að nokkur maður mundi koma þangað til að vitja hennar það sem eftir var dagsins, og sennilega mundi engin hyggja að henni mn nóttina. Hún ætlaði að bíða unz nóttin væri skollin á, og þorpsbúar yfirieitt gengnir ( til náða. Þá ætlaði hún að fara sina leið. Hún hafði tekið eftir því, að í einu horni fremra herbergisins lá flík úr svörtu klæði. j Henni sýndist, að það mundi vera gömul dba eða skiklcja af því ; ..tagi. sem konur höfðu fyrir yfirhöfn á þessum slóðum. Hún | mundi koma að góðum notum, til þess að hylja hin vestrænu klæði hennar, þegar iíún hæíi flóttann. Viktoria hafði ekki hugmynd um, hversu lengi hún beið. Hún vissi það eitt, að henni fannst eilífö liða, unz henni þótti óhætt að bæra á sér. Þá var hún svo að segja hætt að heyxa til manna- ! ferða í húsinu eða grennd við þáð. Síðast heyröi hún Arabalög leikm á grammófón, en svo var þeírri hljómlist hætt, hún heyrði engar hásar raddir lengur, og enginn virtist framar hafa þörf fyrrir að ræskja sig og hrækja. Skrækir konuhlátrar heyrðust ekki framar og barnagráturinn var hljóðhaður. Loks heyrði hún villidýr góla langt í fjarska, og gerði ráð fyrir, að þær væru sjakalar á feíð á auðninni fyrir utan þorpið. Ein- staka sinnum lieyrðist húndgá, er rakkarnir börðust um matar- j leifar, sem fleygt hafði verið. Viktoria vissi, að hundgáin mundi heyrast við og við alla nóttina. Jæja, nú er ekki til setu boðið lengur,“ sagði hún við sjálfa sig og reis á fætur. Hún fór fram í fremra herbergið, og eftir örstötta umhugsun afréð hún að læsa fangaklefanum að utan- verðu og skilja lykilinn eftir í skránni. Síðan þreifaði hún sig frám að dyrunum, fann skikkjuna á leiðinni, og gekk síðan út á þrepin, sem lágu meðfram húsveggnum niður á jafnsléttu. Tungl ) var komið á loft, en þó ekki mjög hátt enn. Birtan var þó svo mikil, að Viktoria sá vel til á leiðinni niður stigann. Hún lædd- ist niður hann, og nam staðar, þegar hún átti fjögur þrep ófarin ofan í garðinn. Hún var þá komin niðnr á móts við leirvegginn, sem gerður hafði verið umhverfis garðinn.'Héldi hún áfram ofan ' í garðinn, yrði hún að ganga fram með luishliðinni, en innan úr því heyrðust hrotur miklar. Sennilega væri hyggilegra að fara eftir veggnum, enda var hann nægilega breiður til þess að hægt væri að ganga á honum. Viktoria afréð að fara eftir veggnum. Hún gekk eins hratt og hún þorði, unz hún kom að horni á veggnum, en þá litaðist hún ' um. Hún var komin að pálmagaró'i, og var veggurinn umhverfis hann farinn að hrynja á einum stað. Viktoria renndi sér ofan í garðinn, gekk rakleiðis þvert yfir hann, og að þeim stað, þar sem svo mikið hafði brotnað ofan af veggnum, að auðvelt var að komast yfir hann. Handan veggjarins tók við mjó gata, svo mjó, að hún var ófær bifreiðum. Viktoria hraðaði sér eftir henni allt hvað af tók. Allt í einu jókst hundgáin til mikilla muna, og varð ærið grimmileg. Tveir Ijósleitir rakkar, er drógu fram lifið á sorpi því, sein bæjarbúar fleygðu, komu þjótahdi út úr húsi, og virt- ust ætla að ráðast á Viktoriu. Hún þreif handfylli sina af sandi og möl á göttunni, og lét grjóthriö bylja á þeim. Þeir ýlfruðu og lögðu samstundis á flótta. Viktoria hraðaði sér leiðar sinnar. Hún kom að götuhorni, og virtist þá komin á aðalgötu þorpsins. Hún var að vísu mjó og holótt, en virtist liggja enda á milli í þorpinu, og húsiji við hana voru öll einkennilega gulleit í tungls- skímunni. Pálmakrónur gægðust yfir veggi til beggja handa, hundar urruðu og geitu. Viktoria dró djúpt andann, og tók á sprett í annað sinn. Rakkarnir sendu henni tóninn við og við, en enginn mannleg vera virtist hafa minsta áhuga fyrir ferðum hennar á þessum tíma sólarhringsins. Hún var brátt komin á ber- svæði, bar sem hrörleg brú lá yfir kohnórauðan læk eða ár- sprænu og fór yfir hana. Hún hafði enga hugmynd um, hvert vegurinn lægi handan brúarinnar, en hún létti þó ekki sprett- inum, fyrr en hún stóð alveg á öndinhi. Þegar liún nam staðar, til þess að kasta mæðinni rétt sem snöggvast, var þorpið langt að baki, og tunglið .komið all-hátt á loft. Til vinstri, til hægri og beint framundan var grýtt auðn, að því er virtist óendanleg. Viktoria sá þar engin merki jarð- rækfcar af neinu tagi eða mannabústaði. Landið virtist marflatt, en var þó smáhæðótt. Viktoria gat ekki komið auga á nein kennileiti, og hún hafði enga hugmynd um það, í hvaða átt vegurinn eða slóðin lá. Hún þekkti heldur ekki stjörnumerkin svo vel, að hún gæti áttað sig þarna á auðninni, eða í hvaða átt hún hafði gengið undanfarið. Það var eitthvað ógnvekjandi við þessa lifvana eyðimörk, en ekki kom til mála að snúa við, og leita á náðir manna á því eina byggða bóli, sem hún vissi um á þessum slóðum, þorpinu, sem hún hafði verið höíð í haldi i. Hún átti ekki annars úrkosta en að halda áfram, hvað sem íramundan væri. Hún staðnæmdist aðeins stutta stund. eða þangað til hún var búin aö kasta mæðinni. Á ineðan litaðist hún um, leit um öxl, en sá engin merki, að menn hefðu veitt flótta hennar eftirtekt og hafið eftirför. Síðan gekk hún af Stað á hý, fór greitt og stefndi í áttina til þeirra ókunnu staða og atburða, sem fram- undan kunnú að vcra. Þegar dagur rann eftir langa mæðu, var Viktoria orðin sár- fætfc í meira lagi, dauðuppgefin óg næstum viti sinu fjær af skelfingu. Þó var hún svo róleg, að hún gat gert sér grein fyrir því, þegar hún sá hvar hiniinuinn roðnaði fyrs't, að hún iiafði sfcefnt til suðvesturáítar, en þar sem hún haíei enn enga hug- inynd um, hvar hún væri niður komin i landinu, kom sú vifcneskja henni að litlu haldi. Kveikjarar Kveikjaralögur Reykjapípur Reyktóbak mikið úrval. SÖLUTURNINN í VELTUSUNDI Sími 14120. -J\aupi Íjuíl o(ý siÍj'ur M.$. Skj’sidbreið vestur um land til ísafjarðar hinn 22. þ.m. Tekið á móti i’lutningi til Snæfellsnesshafna, Flateyjar og Vestíjarðahafna ó föstudag og ái'degis á laug- ardag. — Farseðlar seldir á mánudag. « E. R. Burroughs 2472 Baráttá app á Mf Og dauða var nú eiih fram- tindaii og Jilii Cross stóð örvæntingaríullúr andspæí>- is konungi frumskógarins. Hann bjó sig undir að léggja til atlögu, en Tarzan beið rólegur færis. Skýndi^ lega stökk Cross fram mcð hnífinn reiddan og hugðist reka hatin í brjóst apa- mannsins, en stungan géig- aC.i, því Tarzan tókst að smeygja sér undán. M.s. DroMWM Alexandrine fer föstudaginn 18. október til Kaupmannahafnar (um Græn- lar.d). — Flutningur tilkynnist sem fyrrst. Skipaaígreiösla Jes Zimscn. Erlenclui' Pétursson. - , t i p tTfT ;*é' = • a'ostur um land i hringferð iiinn 23. þ.'ra. Tekið á mótt flutningi til Fi Reyðarfjafðat', Norðfjarðar, Seyðisfjárðari Ráufarhafriár íi 'trúðíifjarðarj, Fskiíjarðáf, Mjóirfjarðar. Þórshafnar,- Kópaskers ög Húsavíkur á- wr, runy fröstttdág. Farseðlgr' seídir. á: mánudiág,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.