Vísir - 18.10.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 18.10.1957, Blaðsíða 10
vísm Föstudaginn 18. október 1957 W Agatha Phristie jUlat letíi? lifflja til... 47 Stuttan spöl framundan og lítið eitt fyrir utan veginn var hæð eða hóll, sem gnæfði talsvert yfir umhverfið. Þegar Viktoria tók eftir honum, sneri hún af veginum og gekk upp á hólinn, sem var allbrattur. Þaðan sá hún vel yfir umhverfið, en það hafði ckki önnur áhrif á hana en þau, að hún fann aftur, hvernig skelfingin nísti hjarta hennar eins og um nóttina. Því að hvernig sem hún skimaöi í allar áttir, sá hún ekkert, sem virtist gefa minnstu von um, að hún gæti átt von á skjótri hjálp eða gæti leitað á náðir nokkurra siðara manna.... Viktoria gat ekki ann- að en játað fyrir sjálfri sér, að umhverfið var mjög fagurt í döguninni. Ýmsum litum sló á landið, en hingað og þangað bar skugga á. Þetta var fögur sjón, en hún var einnig ægileg. „Nú veit eg, við hvað menn eiga,“ hugsaði Viktoria, „þegar þeir segja, að þeim hafi fundizt, að þeir væru einir síns liðs í heiminum______“ Á einstaka stað mátti sjá dökkar skellur, og reyndust það vera grasblettir, er betur var að gáð, en annar gróður var aðeins kræklóttir runnar, sem voru á strjálingi út um auðnina. Annars kom Viktoria ekki auga á neina ræktun af manna völdum, og yfirleitt ekkert merki um líf. Hún var þarna ein og yfirgefin. Hún sá heldur ekkert til þorpsins, sem hún hafði flúið frá um nóttina. Hún greindi að vísu langan kafla af veginum, sem hún hafði komið eftir, en hann hvarf í móðu í fjarska. Viktoriu fanhst það eiginlegt ótrúiegt’ að hún skyldi hafa komizt svo langa leið, að þorpið skyldi vera alveg úr augsýn. Hún hafði ékki átt von á því, þegar hún reyndi að gizka á, hversu langt hún hefði komizt. Rétt sem snöggvast varð ótti hennar og kvíði svo mikill, að það flögraði að henni að snúa við, fara sömu _ leið aftur og leita á náðir þorpsbúa. Hún átti ekki aðra ósk! heitari en að komast í samband við einhverjar mannlegar verur,' hverjar sem þær væru annars. En svo tók hún sig á, tók sjálfri sér tak, ef svo má að orði kveða. Hún hafði veriö staðráðin að íiýja úr prísundinni, og henni hafði tekizt að komast undan, en það voru ekki miklar, horfur á því, að vandræði hennar væru á enda, þótt hún hefði getað flúið nokkrar mílur frá fjandmönnum sínum og fanga- vörðum. Bifreið, jafnvel þótt hún væri gömul og úr sér gengiiy mundi ekki verða lengi að skjótast þenna spotta. Menn mundUj samstundis gerðir út til að leita hennar, þegar upp kæmist um það, að hún væri á bak og brott úr fangelsinu. Og hvernig átti hún að fara að því að finna hæli eða skjól? Hún fékk ekki séð, > að hægt væri að leynast á nokkrum stað á þessari eyðilegu' flatneskju. Hún hélt enn á skikkjugarminum, sem hún hafði rekizt á í herberginu við hliðina á því, sem húiyhafði verið^ höfð í haldi í. Hún steypti flíkinni yfir sig, og reyndi að láta' hana hylja sig að öllu leyti, og til allra hamingju var hægt að( draga blæju fyrir andlitið. Hi^i hafði ekki hugmvnd um, hvernig, 'hún væri útlits í þessum búningi, þvi að hún hafði engan spegil.j Færi hún úr sokkurn og skóm, sem voru auðvitað með Evrópu-j sniðið og gengi berfætt, væri kannske ekki vonlaust, að hún kæmist klakklaust leiðar sinnar. Viktoria vissi, að enginn dirfð-j ist að ávarpa arabiska konu, sem var með blæju fyrir andliti, eins og skylt var, og skipti það þá ekki máli, þótt konan væri l bersýnilega fátæk og umkomulitil. Það þótt fyrir neðan allar : hellur, er karlmenn ávörpuðu konur, sem þeir þekktu ekki. Enj mundi dulargerfi þetta geta blekkt Evrópumann, er kynni að leita hennar í bifreið? Viktoria var ekki alveg sannfærð um það, en hún geröi sér einnig grein fyrir því, að nú var ekki margra kosta völ, svo að hún varð að gera sér þetta að góðu, eða auka hættuna, sem hún var í, til mikilla muna ella, Hún var altof örmagna til þess að geta farið lengra að sinni. Auk þess var hún alveg að sálast af þorsta, en engin leið var til þess að bæta úr því, hvað sem hægt var að taka til bragðs að öðru leyti. Hún sagði við sjálfa sig, að hún gœti ekki gerfc annað eins og á stæði en að leggjast til hvíldar þarna í brekkunni. Hún hafði heyrt í bifreið rétt í þessu, og var þvi ekki seinna vænna að leita skjóls í örlitlum gilskomingi, sem var utan í hæð- inni. Hún vonaðist til þess að geta séð bifreiðina, er hún færi hjá, og gengið úr skugga, um hverskonar maður væri í henni. Hún beið því ekki boðanna, heldur lagðist fyrir í skorningi, sem var á þeirri hlið hæðarinnar, er snéri frá veginmn. Annars var einnig á það að lita, að hún þurfti nauðsynlega að komast sem fyrst í samband við siðaða menn, og hún sá ekki aðra leið til þess, eins og högum hennar var háttað, en að stöðva bifreið með Evrópumönnum, og biðja þá ásjár til að komast til Bagdad eða annarrar borgar. En áður en hún leitaði á náðir slíkra ferðamanna, yrði hún að ganga úr skugga um, að þeir fylltu ekki flokk fjandmanna hennar. Og hvernig í ósköp- unum atti hún aö íara að því? j Viktoria hugsaði lengi um þetta fram og aftur, og steinsofn- aði allt í einu, þótt það hefði alls ekki verið ætlun hennar, enda var hún þreytt af langri og erfiðri göngu, svo og af miklu hugar- stríði. Hún vaknaði ekki aftur, fyrr en sól var komin í hádegis- stað. Hún var öll lurkum lamin, henni var ákaflega heifct, hún fann til svima, og þorstinn var alveg að gera út af við hana. Viktoria stundi hátt, þegar hún gerði sér grein fyrir öllum að- stæðum, en stunan var varla komin fram á þurrar, sprungnar1 varir hennar, þegar hún heyrði hljóð, sem gerði það að verkum, að hún settist upp, og lagði við hlustirnar. Hún heyrði gnauðið í bílhreyfli, dauft að vísu, en ekki var um það að villasfc, að bifreið var á ferð mjög fjarri. Hún litaðist um með gæfcni, Bif- reiðin kom ekki úr átt frá þorpinu, sem hún hafði verið í haldi í, heldur stefndi hún þangað. Það virtist gefa ótvírætt til kynna, að ekki væri um leitarmenn að ræða í bifreiðinni. Hún var enn aðeins lítill svartur díll á veginum, langt undan. Viktoria lagð- ist fyrir aftur, svo að ekki bæri á henni, og hafði ekki augun af bifreiðinni. Hún'‘óskaði þess innilega, að hún hefði sjónauka í fórum sínum á þessari stundu. t Bifreiðin hvarf nú ofan í lægð, sem varð á vegi hennar, en birtist síðan á næsta ás við hana. Hún var þá svo mikiu nær en áður, að Viktoria greindi, að arabískur maður var við stýrið, en við hlið hans sat maður í Evrópufötum. „Nú er annað hvort fyrir mig að hrökkva eða stökkva," hugsaði Viktoria. Var þarna tækifærið fyrir hana, til þess að komast aftur til siðaðra manna? Átti hún að hlaupa niður að veginum, og gefa bifreiðarstjóranum merki urri að nema staðar? Hún ætlaði einmitt að fara að spretta á fætur, þegar efasemdir leituðu á hana, og hún hreyfði sig ekki. Setjum svo, liugsaði hún, setjum nú svo, að það sé einmitt einn úr.hópi fjandmanna minna, sem er í bifreiðinni? Hvernig átti hún að geta gengið úr skugga um það, hvort maðurínn í bifreiðinni mundi fús. til að hjálpa henni eða mundi færa hana í fangelsi á ný? Vegur- inn þarna var bersýnilega mjög fáfarinn. Enginn bifreið hafði vakið Viktoriu með skrölti sínu og engin bifreið hafði farið þarna um, síðan hún vaknaði. Hún hafði ekki oröiö vör við svo mikið sem asnalest. Þessi bifreið þarna var kannske einmitt á leið til þorpsins, sem hún hafði strokið úr um nóttina.... Hvað átti hún eiginlega að taka til bragðs? Það var ægilegt að þurfa að taka svo mikilvæga ákvörðun næstum alveg um- hugsunarlaust. Ef þarna var um fjandmann að ræða, mundi hún ekki þurfa að spyrja um það, hver leikslokin yrðu. En ef þarna væri ekki fjandmaður á ferð, gæti það riðið á lífi hennar, að hún fengi hann til þess að rétta sér hjálparhönd. Enginn vafi lék á því, að hún mundi deyja drottni sínum þarna á auðn- inni — annað, hvort af þorsta eða öðrum orsökum — ef hún fengi ekki hjálp þegar í stað. Hvað átti hún að gera? Viktoria lá þarna í hnipri, magnvana að heita má vegna efa- í Luton, Englandi, var Thom- as D. Bolter sýknaður af því að hafa verið ölóður og haft ó- spektir í frammi er hann sagði réttinum að hann gæti drukkið 9 lítra er hann sæti. „En ef þér standið upp?‘e spurði ákærandinn. „Þá dett eg,“ svaraði hinn.“ í ljós kom við skoðanakönn- un í fx-önskum skólum að hatje barnanna nr. 1 er ennþá Napó- ieon. * Majorie Wright, Los Angeles, var handtekin, grunuð um fjár- drátt sem nam um 20.000 doll- urum. Henni sagðist svo frá, að hún hefði eytt 5000 dollurum í föt en brennt afganginum til að kunningjar hennar grunuðu hana ekki ef hún eyddi meiru. Fyi’sti Englendingur: — Hefurðu heyx-t skrýtluna um egypzka leiðsögumanninn, sem sýndi nokkrum ferðamönnum tvær hauskúpur af Kleópötru? Eina af henni, er hún var barn, og aðra af henni fullorðdnni. Annar Englendingur: — Nei, hvernig er hún? ★ — Kokkurinn segir mér, að þú hafir verið mjög ölvaður í gær og að þú hafir verið að reyna að velta tunnu upp úr kjallaranum. Er þetta virkilega satt? — Já, lávai’ður minn. — Og hvar var eg meðan á^xessu stóð? — í tunnunni, lávarður minn. ¥ Bóndi einn í Kalifoi'níu kvartaði undan því að maður nokkur hefði tekið hjá sér 3 melónur. Hefði hann komið á bæ hans, tekið melónurnar og hraðar sér brott — í helikopter! E. R. Burroughs - TARZAN - 2473 Jim Cross hélt að sér J j hlyti að heppnast að stinga j ! Tai-zan í næstu tilraun og einbeitti sér því ekki sem skyldi. Hann ætlaði að reka hnífinn í hann ofan frá, en Tarzan átti auðvelt með að bera af sér höggið. Á næsta andartaki sveiflaði hann hægri hendi sinni og rak hnífinn í brjóst Jim Cross. Manndi'ápsfetili hins illvíga glæpamanns var á enda. Ölvun var orsök slyssins. Umferðarslys nr. 555/1956. Sunnud. 29. apríl, 1956, kl. 00,10 ók jeppabifr. með miklum hraða inn á Melatoi'g og valt á hliðina. í bifr. voru 4 fai'þegar auk bifi'eiðarstjórans. Þeir stubbarnir á götunni, aftan við skrámur, en bifreiðarstjói'inn missti 2 fingur og lágu fingur- stubbarnir á götunni, aftan við bifreiðina. Bifreiðarstjórinn var ölvað- ur. Sjálfur sagði hann síðar við lögi’eglurannsókn: „Er slys þetta skeði, þá var ég' talsvert mikið ölvaður, enda hafði ég neytt áfengis umrætt kvöld og alveg þar til skömmu áður en slys þetta skeði. Ennfremur: „Eg geri mér ljóst ,að við cngan er að sakast í máli þessu nema við mig sjólfan, þar sem eg veit, að orsök slyssins er sú, að eg ók bifreiðinni xnidir áhrifum áfengis og of iiratt.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.