Vísir - 26.10.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 26.10.1957, Blaðsíða 5
•liaugardaginnv26. október 1957 FfSIB 9 : !Ls>Bgaytda%ssagpa Jack Kent: ■ j Eg vár yissulega ánægður með sjálfan mig, þegar eg fór á. fætur unx morguninn. Þessi ánægjan mín og hreykni var þó þess eðlis, • aði eg gat engum skýrt frá því. Kvöldið áður hafði niér tékist áð fremja hið fullkomna mórð. Það mundi ekki finnast nein ástæða fyrir morðinu, engin spor og yfirleitt ekkert, sem hægt var að fara eftir. Innan skamnis mundu morg- unblöðin koma út og birta fregnina um lát hins fræga sakamálasagnahöfundar Sam- úels Adamsons, sem látist hefði úr hjartaslági um nóttina. Þannig mundi það verða skráð í bókmenntasögunni. Það var aðeins eg éinn, sem þekkti sannleikann: að eg myrti hann. Engin mundi nokkru sinni fá að vita hið sanna. Eg hitti Samuel Adamson í fyrsta sinn þegar Iiann kom á safnið, sem eg vann við. í safn- inu var sérstök deild, sennilega sú merkilegasta, sem þar var, og voru þar einvörðungu munir frá dvergættflokki i belglska Kongo. Eg gætti einn þessarar deildar. Það var um morgunn, sem Adamson kom. Hann sagðist hafa í hyggju að skrifa skáld- sögu, sem ætti að nokkru leyti að gerast í Kongo. Hann þurfti margs að spyrja og það var ýmislégt, sem hann þurfti að rannsaka. Eg leysti úr 'vanda hans eftir beztu getu og svo fór hann leiðar sinnar. Nokkrum mánuðum seinna sendi hann mér eitt eintak af bókinni og bauð mér til eftirmiðdags- drykkju, sem útgefandi hans efndi til, i tilefni af útkomu bókarinnar. Þannig hófst kunningsskap- ur okkar. Að vísu urðum við aldrei neinir vinir og hefðum aldrei getað orðið það. Mér féll ekki í geð hrokaleg framkoma hans og sú lítilsvirðing, sem hann sýndi öllum og öllu, né heldur lifnaðarhættir hans — hann var latur og kærulaus. Þö hafði eg ekki svo mikla and- styggð á hönum, að það nálg- aðist hatur, en eg gat ekki að því gert, að mér bauð við hon- um og sennilega hefur gætt ein- hverrar öíundar hjá mér. Það var allt og sumt. Hann kom nú aftur nokkrum sinnum til mín í safnið og fékk margskonar upplýsingar, sem eg lét honum í té umyrðalaust. Eftir eina heimsóknina til mín stakk hann upp á því, að eg kæmi með honum heim til hans og þægi glas af víni. Hann bjó á friðsömum stað., einn síns liðs, í gömlu húsi í Chelsea. Hann hafði ráðskoniy, en hún bjó ekki í húsinu. Hún vann þar til klukkan 4 á dag- fnn, ea fór þá heim til sín. Hún sá mig aldrei. Þegar við höfðum. drukkið (tvö glös hvor, gerðist Adamson all skrafhreifinn. Hann talaði miklð um ritverk sín, en sér- staklega var það eitt efni, sem honum dvaldist lengst við: hið fullkomna morð. Hann var _ þeirrar skoðunar, að ekkert slíkt væri hugsanlegt. Fyrr eða síðar mundi hinn fullkomni morðingi, sem svo væri nefnd- ur, íáiia á sínu eigin bragði. Hann sagðist aldrei hafa skrif- að neina sögu um hið fullkomna morð, því það mundi aldrei tak- ast, að gera hana svo úr garði, að ekki yrði hægt að sjá í gegn- um. hlutina — og mistökin.. Þetta orðagjálfur hans um hið fullkömna morð fór í taug- arriár á mér. Eg vai’ líka á ann- ari skoðun. Það hlyti að vera tii maður, sem væri svo snjall, að hann gæti skipulagt verknaðinn svo vel, að fullkomið gæti tal- ist og ekki kæmist upp um hann. Svar Adamsons var einkennandi fyrir hann: Auðvitað væri sá maður iil, en hann mundi alárei fremja morð. Þar sem eg er piparsveinn, og bý einn í íbúð, og bækur, eru minn eini sanni og tryggi' félagi og. vinur, hafði eg nægan tíma til heilabrota. An þessað gera mér það ljóst, höfðu þessi' orð Adamsons þau áhrif á mig, að eg fór að brjóta heilann um hið fullkomna morð, og því lengur, sem eg hugsaði um þetta, þeim ffiun fjarstæðu- kenndari fannst mér álit Adam- sons. . Svo var það einn dag, þegar eg var að sýna skólafólki vopn þau, sem dvergarnir nota í or- ustum og við veiðar, að mér datt dálítið í hug, sem eg gat ekki hætt að brjóta heilann um. Þegar eg kom heim um kvöldið, hélt eg áfram að* hugsa um þetta og samdi loks áætlun, sem var hin nákvæmasta í öll- um smáatriðum. Eg átti að hitta Adamsön eftir nokkra daga og á meðan hélt eg áfram áð velta þessu fyrir mér og reyna að finna hugsanlegar vei'lur í á- ætlun minni. En mér var ekki unnt að finna nokkur missmíði. Þetta var allt svo einfalt og ó- aðfinnanlégt. Þegar eg kom heim til hans, íórum við inn í dagstofuna, og Harin tók fram veitingarnar. Þégar við höfðum drukkið tvö glös aí -vVhisky sagði eg honum, að eg væri búinn að hugsa mér, hvernig framkvæma mætti hið fullkomna morð. Adamson hristi höfuðið og heiti aftur í glasið sitt og bað mig að leyfa sér að heyra. Eg hallaði mér fram á borðið og hóf að segja írá: —■ Hugsið þér, að maður í minni stöðu hyggðist fremja morð. Eg hef sérstaklega góðan aðgang að morðvopnum. Eg er einn. ábyrgur fyrir minni deild í saíninu, sem hefúr að geyma rnorðvopn frá ' tiltölriléga Slítí jþekktum þjóðflokki. Á meðal þessara vopna eru örvar — eitr- aðar örvar. Ein tegundin er mjög lítil — aðeins nokkrar tommur — og ætluð til að skjóta henni úr röri, sem bíásið er í. Við eigum líka eitrið, sem nota skal. Auðvitað er það lok- að inni, en eg hef lykilinn og eg get tekið baukinn, sem eitrið er geymt í og látið hann aftur á sinn stað, án þess að nokkur hafi hugmynd um. ■— Þetta er gott, sem komið er, sagði Adámson. — Jæja, hélt eg áfram. Eg ætla að myrða mann. Kvöld eitt tek eg örina og baukinn með eitrinu með mér. Eg ber eitrið á örina nokkru áður éri eg á að hitta manninn. Við röbbum svo saman. Þegar eg ætla að kveðja og fara, tek eg í höndina á honum og held um leið á örinni á milli fingranna. Um leið stings örin inn í hönd- ina á honum. Það þarf ekki að vera mikið sár og sennilega finnur hann ekki til sársauka. Ef hann kynni að finna til get eg kennt hringnum mínum um, og svo deyr hann um nóttina í svefni. Daginn eftir læt eg ör- ina og baukinn á -sinn stað. Hver ætti svo að gruna mig? Adamson sat kyrr andarkorn og braut heilann. — En mundi læknarnir ekki finna það út, hvaða eitur var notaS? spurði hann svo. — Eitrið, sem eg mundi nota, drepur eftir fimm til sex tíma. Engum lækni mundi koma til hugar, að um annað væri að ræða en hjartaslag. Adamson var nú hálf vand- ræðalegur og auðsjáanlega ekki ánægður, að geta ekki rifið uppástungu mína niður eins og vanalega. En svo sperrti hann sig upp og sagði, að hann mundi áreiðanlega finna veiluna í þessu, ef hann mætti hugsá um það í svo sem hálftíma. Það var eins og fyrri daginn. Hroki hans og sjálfsálit fóru í taugarnar á mér og það var þetta kvöld, sem eg tók þá ákvörðun, að myrða hann á þenna hátt. Ekki af því. að eg hataði hann, heldur eingöngu vegna þess, að eg vildi sanna, að eg- hefði á réttu að standa og gæti þaðy sem hann taldi ó- gjörlegt. . Þá var það sem hann sagði: — Það væri gaman að fá einu sinni áð sjá örina. Getur þú ekki komið með hana hingað eitthvert kvöldið? — Ekkert væri auðveldara. Og svo kom eg eitt kvöldið með örina. Hann skoðaði hana vandlega. — Þetta er djöfullegt, sagði hann. — Ein rispa — og mað- ur er dauður. — Ekki nema það sé búið að bera á hana eitrið, sagði eg. Framh. á 7. síðu. Fermingar á morgun- Ferming í Fríkirkjunni sunnu daginn 27. október 1957. Prest- ur séra Þórsteinn Björnsson. — Drengir: Ásmundur Karls- son, Kirkjuteig 31, Bjöm Sverr- isson, Hæðai’garði 22. Einar Oddsson, Laugarnesveg 102. Sigfús Svavarsson, Hverfisgötu 53. Sigurjón Bolli Sigurjónsson, Sporðagrunni 5. Sigurður Sig- urjónsson, Sporðagunni' 5. Sig- urður Johansen, Baltkagerði 2. Stúlkur: Björg Sverrisdóttir, .Hæðargarði 22. Esther Breið- fjörð Valtýsdóttir, Sólbakka við Breiðholtsveg. Friðleif Valtýsdóttir, Sólbakká við Breiðholtsveg. Guðný Sigurð- dóttir, Sólbakka við Laugar- nesveg. Jenný Ásgeirsdóttir, Suðurlandsbraut 24. Jóna Ólafía Jónsdóttir, Týsgötu 4. Málfríður Haraldsdóttir, Gunn- arsbraut 36. Sigrún Geirsdóttir, Karfavogi 29. Sigríður Sigurð- ardóttir, Sólbakka við Laugar- nesveg. Vigdís Pálsdóttir, Tunguveg 26. Þórunn Péturs- dóttir, Sógabletti 8. rún Guðbrandsdóttir, Skóla^ vörðustíg- 19. Drengir: Gylfi Harðarsoijr Meðalholti 7. Eðvarð Sigurðuií' Ragnarsson, Stórholti 33. Jóm Rúnai’ Ragnarsson, Stórholti 38., Óháði söfnuðurinn (Sr. Emil Björnsson); Fermingarmessa í Iíáskólakapellunni kl. 2 e. h.: Stúlkur: Elfa Björg Gunnars- dóttir, Árbæjarbletti 40. Hrafn- hildur Vera Rodgers, Unuhúsi, Garðastræti 15. Kristín Þor- steinsdóttir, Barmahlíð 4. Sig- Ferming í Laugarneskirkw' sunnud. þ. 27. okt. kl. 10,30 f. h. (Sr. Garðar Svavarsson): Drengir: Árni Larsson, Silf- urteig 6. Björn Haraldsson,J Hraunteig 24. Guðmunduri’ Kristinn Sigurðsson, Múla- camp 7. Hákon Hákonsen, Há« túni 25. Hilmar Bjarni Ingólfs- son, Laugalæk 9. Reynir Svav« ar Sigurðsson, Múlacamp 7. Sigurður Ingimarsson, Kirkju- teig 23. William Þór Disoný Laugarási við Múlaveg. Stúlkur: Brynhildur Ósk Sigurðardóttir, Rauðaæk 53. Elsa Schiöth Haraldsdóttir, Skúlagötu 60. Guðrún Helge. Hauksdóttir, Herskólacamp 22. Guðrún Kolbrún Tliomas, Laugarási við Múlaveg. Jóníne Ebeneserdóttir, Rauðalæk 65, Kristín Guðrún Hjartardóttii/ ! Sogamýri 14 við Rauðagerði. María Heggeseth, Kárastíg 11.‘ Oddný Bergþóra Helgadóttiry Suðurlandsbraut 94 B. Sólveig’ Erlendsdóttir, Miðtúni 46. Victoría Þórey Ström, Laugav- nescamp 65. Þóra Kjartansdótt- ir, Kirkjuteig 23. Fræðslumyndasýningar á vegum sendiráðs Breta. M*ter heígast nú aftur otg er hin ff/rsta i tfatj. Á vegum brezka sendiráðs- ins verða sýndar kvikmyndir í Tjarnarbíói kl. 2 í dag. Slíkar sýningar á vegum sendiráðs- ins undangcngna vctur hafa reynst mjög vinsælar og jafn- an verið húsfyllir, cnda hefur verið sérstaklega vel til mynd- anna vandað. Meðal myndanna, sem nú verða sýndar eru þessar: Illjómleikahátíðin í Edin- borg. Þetta er kvikmynd í lit- um, stutt,' en veitir glögga hugmynd um þessar heims- frægu hljómleikahátíð, sem haldnar eru árlega síðsumars í Edinborg, „Aþenu Norður- Evrópu“. Það gæti verið þú. Flest umferðarslys verða af völdum kæruleysis. Þetta er athyglisverð mynd, sem sýnir hvérjar eru orsakir al- gengr’a umferðarslysa. Windsor- konungsættin. Einskonar 50 ára yfirlit, með smáköflum úr fréttamyndum, af atburðum, þar sem menn og konur af- Windsor-konungs- ættinni koma við sögu. Feðgarnir. Saga, af ungiun manni, sem kemur heim að afloknum þjónustutíma í flotanum. Hann er bóndason í Afríku, og vill koma á ýmsum nútíma umbót- Tanganyiks 1 ] i nú á dögum. í Tanganyika búa 5 milljónire manna, afrískir, indverskir og evrópskir. Brelar fara með stjórn í umboði Sameinuðw þjóðanna. — Stórfróðleg mynd, * sem veitir glögga hugmynd túri1 borgirnai- Dar og Salaam, vötn- in miklu og strendur landsins: við Indlandshaf. Almenningi er heimill áð- gangur meðan húsríun leyfir og er ókeypisi Slíkár sýningar á veguia brezka sendiráðsins murni verða í vetur þegar við verður ' komið, og tilkynnt um þa'ð - fyrirfram hverju sinni. d , H austskák: 2. umferð í fyrrakvöld. Önnur umferð var tefld S Haustmóti Taflíélags Reyltjavík ur í fyrrakvöld. Þar vann Guðmundur Ársæls* ♦ son Gunnar Gunnarsson og Sveinn Kfistinsson varin Gunnar ' Ólafsson. Jafntefli gerðu ICrÍstj- án Silverisson og Reimar Sig- urðsson og ennfremur Kristján, Theódórsson og Guðmundur Magnússon. . .. Tvær skákir fóru i bið. Þriðja umferð. í meistavafloitki- ' verður tefld á morgun kl. 2 e.h*.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.