Vísir - 28.10.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 28.10.1957, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að heir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Mánudaginn 28. október 1957 " W!wéttir aii vftstmn: Þorskvel&in í Djúpi hefsr veril freg a5 undanffirnii. Aðkomubátar eru flestir farnir heim. I Isafirði 21. okt. 25. fjórðungsþing fiskideilda Vesfcfjarða var haldið hér 15. og 16. þ. m. Þingið sóttu fulltrúar frá öll- um fiskideildum á Vestfjörðum. Það tók til meðferðar 30 mál og gerði samþ. um flest þeirra. Að- alfulltrúar á Fiskiþing til næstu 4ra ára voru kosnir: Arngr. Fr. Bjarnason, Einar Guðfinnsson, Ásberg Sigurðsson, Óskar Krist- •jánsson. Varafulltrúar: Sturla Jónsson, Haraldur Guðmunds- son, Hinrik Guðmundsson, Bern- ódus Halldórsson. Fjórðungsstjórn skipa: Arngr. Fr. Bjarnason, Ásberg Sigurðs- son og Haraldur Guðmundsson. Þorskanetaveiðin hér í ísafjarðardjúpi hefur verið treg nú undanfarna viku. 1 síðustu viku komu hingað sam- tals sjö stórir Vestmannaeyja- bátar til þorskanetaveiða. Fengu þeir enga teljandi veiði, sumir ekkert, og munu nú allir farnir heim aftur. Fleiri aðkomubátar munu og hættir veiðum. Vélbáturinn Aðalbjörg frá Reykjavík er nú að hætta veið- um.-Hún hefur aflað 180 smál. í 30 daga. Vélbáturinn Ásdís frá Reykjavík byrjaði þorskaneta- veiði hér fyrst aðkomubáta og hefur aflað 115 smál. í 19 daga. Ásdís fór héðan suður í dag. Heimabátar héðan hafa aflað tregt nú um tíma, en halda samt flestir áfram veiðum. Vélbátur- inn Heklutindur, 5 smál., hefur fengið sæmilegan afla í Jökul- djúpinu undanfarna daga. Sumir álita.að þorskanetaveið- in hafi nú uppurið fiskigengd í Djúpinu. Aðrir segja að fiskur sá, er áður lá við botn og veidd- ist í netin, hafi nú gengið upp í sjó og því hafi netaveiðin verið léleg og lítil undanfarið. Haustróðrar héðan frá ísafirði munu hefj- ast í næstu viku. Róðrar frá ná- lægum veiðistöðvum, Hnífsdal, Bolungarvík og Súgandafirði munu hefjast samtímis eða um líkt leyti. Unnið er af kappi við Reiðhjallavirkjun í Bolung arvík og Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Einnig er mikil vinna á Straumnesfjalli við Aðalvik í þágu varnarliðsins. Atvínna á fsafirði hefur verið sæmileg í sumar Heiðraðir fyrir björgunarstörf. Skipstjórar og skipverjar á einu frönsku skipi og tveim bandariskum hafa verið heiðr- nðir fyrír björgunarstörf. i Er þetta skipstjórarnir á franska hafskipinu Ile de France og bandarísku skipunum Cape Ann og Private William M. Thomas (herflutningaskip), sem fengu viðurkenningu fyrir vask- lega framgöngu við björgun skip .verja skipverja og farþega á Andrea Doria i júlí A s.l. ári. ! og haust. Enn er nokkuð unnið í byggingarvinnu. Er fágætt að j það sé unnið um þetta leyti árs sökum veðurfars. Almennt er vonast, að rækju- veiðar hefjist hér sem fyrst, en það mun þó allt í óvissu enn. : Flugvöllur. Talið hefur verið víst, að nýi ' flugvöllurinn yrði gerður hér í ; námunda kaupstaðarins og að ' byrjað yrði á þeim framkvæmd- I um strax nú í haust. ísfirðingar i hafa hlutfallslega notað flugsam- I göngur manna mest og löngu viðurkennd nauðsyn þeirra fyrir Isafjörð og nærliggjandi staði. Finnst mörgum að bæjarstjórn ætti að beita sér meira í þessu máli en enn hefur orðið vart. I gær var hér norðan-stórviðri með slyddu og snjóéljum, og snjóaði alveg í sjó. 1 dag er sæmilegasta veður. Vélbáturinn Þorlákur í Bolungarvík hóf haustróðra s.l. laugardag og aflaði 4% smál. Nokkuð af aflanum var stór og væn ýsa. Útvarpsumræða um fjárlögin. Fólk hér hlustaði margt á út- varpsumræður um fjárlögin. — Þótti mönnum áberandi ósam- ræmi hjá samráðherrunum Ey- steini og Hannibal. Annar kvart- aði og kveinaði um botnlausan ríkiskassa og ráðþrot að ná í hann aftur. Hinn var kankvís og kotroskinn að vanda og sagði allt í bezta lagi og sá hyergi skugga á lofti, ef stjórnarsam- starfið héldist óbreytt. Skyldu menn orð hans sem sérstaka of- anígjöf til Eysteins og yfirlýs- ingu um hvað sælt væri að vera ráðherra. Bezta fisksala erlendis til þessa. Frá fréttaritara Vísis Akureyri á laugardag. Sala togarans Jörundar í Bret- landi í síðustu viku, mun vera ; bezta íslenzks togara erlendis það sem af er þessu ári. Alls seldi Jörundur 1933 kit. fyrir 8632 sterlingspund, sem svarar til þess að fengizt hafi kr. 3.22 fyrir hvert kíló, sem selt var. Auk þess sem þetta er bezta sala, sem fengist hefur erlendis á þessu ári var lokið sérstöku lofsorði fyrir góða meðferð á fiskinum og var það hvort- tvégg.fa þakkað ágætri meðferð skipshafnarinnar á fiskinum og svo hinu að lestir togarans eru klæddar að innan með aluminí- um. Jörundur var 1.5 daga í þessari veiðiferð og er nú kominn a veiðar að nýju fyrir erlendan markað. £ Mörg en^k fiskiskip hafa ekki komizt lir höíra undanfarna daga vegna Inflðenzu meða! flskimanna. Ungiirigarnir hafa haít n6g að staria undanfarió, þegar örlítinn snjó hefur fest. Hér sjást tveir snáðar við mannvirkjagerð við Lækjargötu nú í vikunni. Senniléga ætla þeir að koma sér upp óvinnandi virki, en hætt er við, að það falli fyrir hlákunni, þótt snjókúlur vinni ekki á því. Ljósm.: Karl Magnússon). Gott veður nyrðra, Fráá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Veðrátta er góð um þessar mundir,. stillur og bjartviðri og allir vegir f ærir um héraðið, em Oxnadalshciði ófær. M Fyrir helgi var kominn tals- verður snjór, en gerði síðan blotá að snjórinn sjatn- aði þannig að nú er storka á honum. Talsverður snjór kom á Vaðla heiði fyrir helgi en snjórinn var ruddur af henni, og nú er færð yfir heiðina sem á sumardegí og norður um alla Þingeyjar» sýslu. Ný smurstöð. Á laugardaginn var á Akur- eyri opnuð ný smurstöð hjá Þórshamri h.f. á Akureyri og er þar betri aðstaða til að smyrjat bíla og fullkomnari útbúnaðar en áður hefur þekkst við riokk- ura smurstöð norðanlands. Sá er vinur ...: Treysti sér ekki til að skrifa um ísL „listina"? Lítið um ísleiiizku deildina á Gautaborgarsýningupniii. Eins og Vísir skýrði frá á sínum tíma, var íslendingum boðið að taka þátt í norrænni listsýningu í Gautaborg nú Þátttaka fslendinga varð meðl þeim hætti, að abstrakt-málar- [ ar óðu uppi, og aðeins tveir eða! þrír, sem mála ekki eftir þeimí kokkabókum, fengu að fljóta! með fyrir náð'. Töldu hinir unguj menn, sem finnst fyrirhafnar-i minnst að mála abstrakt, að, aðrir málarar mundu verða landi og þjóð til lítils sóma og raunar flækjast aðeins fyrir hinum nýju „meisturum" list- Ríkissjóður lagði tugi þús- unda af mörkum, svo að hægt væri að taka þátt í sýn- ingunni, en Gylfa Þ. ( aS»- syni menntamálaráðhcrra láðist alveg að setja skilyrði, er reistu skorður við yfir- gangi abstraktmanna. Hefði hann þó átt að vita, hverja sneypuför íslenzk list fór til Rómaborgar jhér um árið og vilja girða fyrir, að hún færi aðra slíka. En þar sem ekkert mælti svo fyrir, að íslendingar skyldu senda eitthváð annað en nær. eingöngu abstraktmyndir, varð uppskeran eins og til var sáð. Vísi hafa borizt úrklippur úr sænskum blöðum, þar sem var- ið er miklu rúmi til að segja frá sýningunni, og er merkast þess- arra blaða Svenska, Dagbladeí,:! sem nýtur að sumu léyti mests álits sænskra blaða, enda þótt það sé ekki stærst. Það ver að kalla allri öftustu síðu sinni til að birta grein um myndir frá sýningunni. En íjar er aðeins minnzt á íslendinga í 7 línum, svo aö ekki hefir gagnrýnandanum þótt mikið til um íslenzku deildina. Ef til vill er hann einnig sá íslandsvinur, að hann vilji sem minnst á hana minnast. Ber þó öllum að þakka það vinarbragð, en þeim mest, sem sendu „list ina" til Gautaborgar. Þrengt ai kommusi í Dagshrún. Heitar umræður urðu um efnahagsmál á fundi Dagsbrunar* i Iðnó í gaer. Atti stórin mjög i vök að verjast. Fundur þessi stóð i hálfan fimmta tíma. Margir tóku til máls og urðu umræður geysi- heitar. Kom fram mikil gagn- rýni á ríkisstjórnina frá ýmsum félagsmönnum vegna afstöðu hennar í kaup- og kjaramálum. Gagnrýndu Dagsbrúnarmenn mjög álit efnahagsmálanefndar A.S.l. Töldu þeir, að kaupgeta hefði minnkað mjög við aðgerð- ir núverandi ríkisstjórnar. Meðal þeirra er töluðu vora Haukur Hjartarson, Þorsteinn Pétursson, Kristínus Arndal o. fl. Starfsmenn Dagsbrúnar héldu uppi svörum. Að lokum var svo að kommum þrengt að þeir hrutu fundarsköp með þvi að meina mönnum að tala. Var þeim þungur róðurinn á allan hátt. TiBboð Seuds konungs var ekki afturkallað. Allsherjarþingið rællr kæru Sýrlands. Alsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tekur í dag fyrh* af nýju deilu Sýrlands og Tyrk- lands, en umræðunni hefur tví- vegis verið frestað. Tyrkir viljá enn fresta málinu. Fréttaritarar í New York segja, að furðu litið hafi verið rætt um það að þessu sinni bak við tjöld- in. hvernig afgreiða skyldi kæru Sýrlendinga, og hafi verið engu Iikara en menn biði átekta í von um að horfurnar skýrðust. Eitt af þvi, sem menh voru í vafa um, var' það hvört Saod konungur myndi afturkalla mála míðlunartilboð sitt að beiðní Kuwatly forseta Sýrlnds; enfór- sætisráöherra þess kallaði fré,íta menn á sinn fund í'gær og tjjaöi þeim, að Saud konungur hefði orðið við tilmælum Kuwatly. Þessi yfirlýsing vakti eigi litla furðu, þar sem ekkert hafði ver- ið opinberlega tilkynnt í Saudi — Arabíu um afstöðu konungs til beiðninnar. Nú virðist það svo sem forsætisráðherrann hafi ætl- að að knýja fram svar konungs sýrlenzkum kommúnistum i vil, þórt að árangurinn yrði annar en búizt var við, þar sem í morg- un var tilkynnt í útvarpinu í Mekka, — vegna ósamhljóða fregna um afstöðu Sauds kon- ungs, að hann hefði ekki aftur- kállað tHboð sitt. Noklturt lát hefur orðið fi rúss neskum' áróðri af „árðsáráform- um" Tyrkja í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.