Vísir - 04.11.1957, Page 1

Vísir - 04.11.1957, Page 1
II. árg. Mánudagiim 4. nóvember 1957 259. tbl.. il ufsaveiði fyrir ;s> Sumir drógu á þriðju lest í gær. — Lóðað á síld. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi í morgnn. Engar fregir hafa borizt af síhl veiði, enda munu bátar ekki hafa róið í gær. Hinsvegar fréttizt af bátum, sem voru að ufsaveiðum fyrir sunnan Reykjanes, í morg- un og voru þeir þar í óðum ufsa. 1 gær drógu margir á 300 ufsa, en það er nokkuð á þriðju lest og stóð aðeins á höndum að inn- byrða fiskinn. Töldu sjómenn á þessum slóðum sig haía lóðað á síld og er nú mikið liflegra í Grindavikursjó, en verið hefur i haust. Agnar Guðmundsson skipstjóri fór með flugvél vfir sildarmiðin í gær. Var þar að sjá nokkuð af hval, sem ekki hefur látið sjá sig þar í langan tíma. Fsnnkoma, ófærð í Eyjaffrði. Snjóað hefur í Eyjafirði frá þvi fyrir helgi og er þyngsla- færð komin víða, einkum á fjallvegum. í gær snjóaði látlaust allan daginn og talsvert á laugar- daginn, en í morgun var upp- stytta. Er nú svo komið snjóalög- um, að þynsgslafærð er víðast hvar í Eyjafirði. Áætlunarbíll- inn, sem kom frá Reykjavík í gærkvöldi, kvartaði undan mjög þungri færð á Öxnadals- heiði í gær, en ætlaði samt að freista þess að komast suður yfir heiðina aftur í dag. Vaðlahniði var talin annað hvort illfær eða ófær. í gær- kveldi. Krani fé!l í sjóinn | Á laugardaginn féll stór upp- skipunarkrani út af bryggju hér j á Akrane"'. Festist kjaftur kran- I ans í ferjunni, sem kippti honum I út af bryggjunni. Manninum, er stjórnaði krananum tókst að hlaupa út úr Imanahúsinu á síð- asta augnabliki. Erfitt verður að ná krananum upp. Hann er tahnn vega um 20 lestir og liggur á djúpu vatni. Talað hefur ver'ð um að fá Fjall- foss til að reyna að ná kranan- ,um upp. Fjallfoss er sagður hafa sterkari bómur en önnur íslenzk skip. Á laugardag fengu trillur héð- an 1000 kg. af ýsu S róðri. Er það meiri afli, en áður hefur veiðzt í haust Gæftir eru hins vegar erfiðar fyrir trUlnrnar. Forstjðra sldpti. Ingimai' Sigurðsson, sem frá byrjun hefur veitt Hótel Akra- nes foiv.iöðu, hefur látið af því ; starfi en í stað hans hefur verið ráðin : Þorgeir Pétursson. In fíúenzufaraldurinn virðist jvera í rénun. Eitt af þvi, sem ungversku frelsissinnarnir höfðu mesta andstyggð á í sambandi við stjdrn kommúnista, var sovét- stjarnan, sem hvarvetna var i tekin upp í merki ríkisins. Það fannst mönnum fullmikil •þjónkun við húsbændurna í Kreml, og bví voru stjörnurnar jafnan slitnar úr þeim fánum, sem frelsisvinir náðu á sitt vald. En nýlega ákvað ung- verska bingið að taka sovét- stjörnuna unp aftur og liér sést skjaldarmerki migverskra kom múnista eins og það er nú. Þrír fangar strnku af Litla-Hrauni í gær. Meðal þeirra er Jóhann Vígiundsson frá Akureyri. Þremur ' föngum tókst að strjúka af Litla-Hrauni í gær. Komust þeir út með því að beygja járnrimla, sem ern fyrir dyrunum og smjúga síðan út. Einn af strokuföngunum er J6- lianti Víglundsson frá Akureyri. Það var um 6 leytið, sem þeim tókst að komast út. Var vörður þegar settur við Ölfusárbrú og við Iðubrú. Voru varðmenn á báð um stöðum í alla nótt, en þeir félagarnir létu ekki sjá sig á þeim slóðum. Seint í gærkveldi hringdi bórid- Inr. á Ragnheiðarstöðum S Gaul- verjabæjárhreþpi, að þremenn- ingarnir hefðu gert sér heim- sókn, en væru farir. Áttu þeir kunningja þar á bænum, einn af þeím sem dæmdir voru fyrir á- 3’ásina á Tlieodór Simsen kaup- mann. Strokufangarnir höfðu komizt yfir brfreið, en ekki er vitað hver er eigandi hennar þar eð enginn hefur kært til sýslumanns yfir bifreiðarstuldi. | Ekkert liefur sézt til ferða ! strokufanganna i morgun. Forstjóri vinnuhælisins liggur ; veikur í Reykjavík. SÍÐUSTU FRÉTTIR. Laust fyrir hádegi heyrðist frá strokuföngunum. Símuðu jþeir til .yfirvaidanna á Selfossi i og buðu upp á samninga. — ,Vísi cr eklci kunnugt, hvað þeir samningar áttu að fela í ’ ser, en strokufangarnir voru hiriir bröttustu. Svar sýslumannsins var að senda mer. íil. að reyna að handsamá fangana, sem gi?tu 1 í Gaulverjabæ í nótt. Skipl snúlð víi vegna flenzu. Togarinn Oranus kom til Rvík ur í gærkveldi með 18 menn veika af inflúenzu. Margir voru með 40 stiga hita. Skipstjórinn, stýrimaður og vélstjóri veiktust allir samtímis eftir að skipinu hafði verið snú- ið við til hafnar. ( Úranus var búinn að vera viku á veiðum. Er þetta annað skipið sem leita verður hafnar vegna inflúenzu um borð. Braut rúður fyrlr þúsund:r króna. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Smkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur borið óvenju inikið á ölvun á almaimafæri að undanfömu. í nótt greip berserksgangur vegfaranda nokkurn, sem réð- ist á tvær stórar rúður, aðra í verzlunarhúsi, hina í banka, braut þær báðar og olli þar með þúsunda króna tjóni. Aðra rúð- I una braut maðiírinn með steyptum steini 1 verzluninni Markaðnum, en hina braut hann j í húsi Útvegsbankans og var sú rúða ein sögð mörg þúsund króna virði. Lögreglan hefur nú handtek- , ið mann, talsvert undir áhrif- um, sem hún hefur grunaðan . um að vera valdan að athæfi þessu og verður hann leiddur j fyrir rétt í dag. tasiys i Sexfán ára pllfuvr varlS undlr drátfarvél í Eyjafjarðará. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. A laugardaginn varð bana- :lys í Eyjafirði er 16 ára pilí- ir varð undir dráttárvél og er alið að hann muni liafa Iátizt amstundis. stundarfjórðungs var búið að ná líkinu upp. Var það flutt til Akureyrar. Helgi Jónsson hafði verið tvö undanfarin sumur í Kaup- angi, en ætlaði næstu daga austur á Eskifjörð til systur Siysið varð skammt norðan við býlið Kaupangsbakka, sem1 stendur rétt sunnan við þjóð- veginn frá Akurejrri og aust- ur yfir Eyjafjörð, en Kaupangs- bakki er nú í eyði. Höfðu tveir ungir piltar far- ið á dráttarvél frá bænum Kaupanjji og niður að Kaup- angsbakka, sem eru austan við austustu kvísl Eyjafjarðarár. Snjór var á þessum sióðum og á heimleiðinni þræddu þeir slóð sína, sem lá á blábakka ár- innar. En dimmt hríðarél gerði þegar þeir voru á heimleiðinni um hádegisbilið á laugardag- inn. Munu þeir þá hafa lent út af slóðinni og fram af árbakk- anum. Að vísu er áin þarna mjög grunn, en samt atvikaðist það þannig, að pilturinn, sem stýrði dráttarvélinni, varð und- ir henni, lenti hann á grúfu of- an í ánni en dráttarvélin lenti ofan á höfði hans og lá þar þeg- ar björgunarlið kom á vettvang. Er talið að pilturinn, Helgi Jónsson frá Fróðhúsum í Mýra- sýslu, hafi látizt svo að segja á samri stundu. Pilturinn, sem var á drátt- arvélinni ásamt Helga, gat stokkið af vélinni þégar hann sá hvað verða vildi og sakaði hann ekki. Maður, sem var að starfa við fjárhús þarna á næstu slóð- um, Björn Halidórsson lög- fræðingur og bóndi á Knarar- bergi, sá þegar slvsið skeði, brá hann hið skjótasta við í jeppabíl sínum og sótti hjálp, auk þess sem hann kvaddi til lækni og sjúkrabíl og innan LintoEn Cíty fer í stipp. Brezki togarinn Líncoln City ,sem strandnði við Eng- ey á sunnudngsmorgun, á að fara í slipp til skoðunar. Skipið er talið hafa laskazt eitthvað við strandið, en það skeði kl. 6 á sunnudagsmorgun, nokkru eftir að hafnsögumaður hafði yfirgefið skipið. Hálffallið var út þegar Lin- coln City strandaði sunnan megin á Engey. Kl. 1 e. h. dró brezka eftirlitsskipið Hound togarann á flot. Lincoln City hefur oft komið til Reykjavík- ur. sinnar, sem þar er búsett. Frá Haustmótinu: Ksri efstur eftir 6 umferóir. Sjötta umfcrð í Haustmóti Taflfélagsins var tefld í gær. Þar fóru leikar þannig að Guðmundur Aronsson vann Hauk Sveinsson, Kári Sólmund arson vann Guðmund Magnús- son og Ólafur Magnússon vann Ragnar Emilsson. Sveinn Krist insson og Gunnar Gunnarsson gerðu jafntefli, en tvær skák- ir fóru í bið. Eftir þessar sex umferðir er Kári Sólmundarson efstur með 4 vinninga og biðskák, en næstur Sveinn Kristinsson með 3Vz vinning. Mikið er af ó- tefldum biðskákum og verða þær tefldar í lcvöld, en 7. um- ferð á miðvikudagskvöldið. AðaEfuudur VarS- ar annað kvöld. Aðalfundur Varðar verður haldinn annað kvöld í Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll og hefst kl. 8.30. Þegar venjulegum aðalfund- arstörfum verður lokið, mun próf. Ólafur Björnsson, alþing- ismaður, flytja ræðu, sem nefn ist „Hvað er framundan í efna- hagsmálum?" og síðan munu verða umræður um þau mál. Þarf ekki að efa, að fjölmenni verður á fundinum, bæði vegna aðalfundarstarfanna en einnig af því, að efnahagsmálin eru ofarlega á baugr um þessar mundir og snerta afkomu hvers manns að meira eða minna leyti. Skslar iokaðlr til 7. itóvember. Barnaskólar og gagnfræðasból ar í Reykjavík verða lokaðir til fimmtudagsins 7. nóv. n. k., en þá hefst kennsla samkv. stunda- skrá. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi skólastjóranna, borgar- læknis og fræðslustjóra á laugar- dag.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.