Vísir - 04.11.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 04.11.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Mánudaginn 4. nóvember 1957 fljtlRISTBE 0í» itiUr lifflja tii... 60 Það var raunar stórfurðulegt, hversu margvíslegar hugsanir gátu skotizt um heila manns á örfáum sekúndum. Maður þurfti eiginlega alls ekki að hugsa. Sannandin knúðu bara dyra. Maður skildi allt með fullkominni vissu. Og verið gat, að maður hefði vitað það undir niðri um langan tíma, þótt flóðgáttin opnaöist ekki fyrr cn seint og um síðir.... En þótt þetta rynni nú allt upp fyrir Viktoríu í einu vetfangi, og henni skildist, að hún hefði aldrei elskað Edward, gætti ein- hver taug sjálfsbjargarhvatarinnar þess, að svipbrigði gerðust engin á andliti hennar, hún starði á hann með sama aödáunar- ibrosinu og þegar þau settust þarna í byrjun. Því að hún skildi, ósjálfrátt, að hún var nú í mikilli hættu stödd. Það var aðeins eitt, sem gat bjargað henni, aðeins eitt spil, sem hún hafði á idendinni. Hún flýtti sér að beita því. „Þú vissir það alltaf!“ næstum hrópaði hún. „Þú vissir, að eg í mundi koma til Bagdad, leita þig uppi. Þú hiýtur að hafa búið svo. um hnútana sjálfur! Ó, Edward, þú ert dásamlegur!“ Andlit hennar, þessi þjála, svipbrigðaríka ásjóna, lýsti aðeins einni tilfinningu — næstum væminni aðdáun og lotningu. Og hún sá samstundis viðbragð Edwards — dálítið hæðnislegt bros Æærðist um varir hennar, er honum létti við heimsku hennar og' trúgirni. Henni fannst næstum, að hún gæti heyrt hann segja Viö sjálfan sig. „Dæmalaust flón getur hún verið! Hún gleypir allt, sem að henni er rétt! Eg get gert við hana hvaðeina, sem mig langar til!“ „En hvernig fórstu að því að koma þessu þannig fyrir?" spurði hún. „Þú hlýtur að vera mjög mikill áhrifamaður. Þú hlýtur að vera annað og meira en þú þykist vera. Þú ert — það er eins og jþú sagðir um daginn — þú ert kóngur í Babylon.“ Hún sá, hvernig andlit hans ljómaöi allt af rembingi og mikil- Sæti. Hún sá valdið, þrekið, fegurðina og grimdina, sem hafði leynzt bak við geðþekkan svip þessa unga manns. „Og eg er aðeins kristin ambátt,“ hugsaði Viktoria í áfram- 'haldi af því, sem þau höfðu talaö í Babylon forðum. Svo sagði Mn fljótt og áhyggjusamlega, eins og ,til þess að gera sigur hans enn meiri, þótt hún yrði að brjóta odd af oflæti sínu vegna þess: ..En þú elskar mig, er þaö ekki?“ Hann gat varla leynt fyrirlitningu sinni, er hún sagði þetta. Dsemalaus asni er hún, hugsaöi hann — dæmalausir asnar eru ■allar konur! Það var sannarlega ekki miklum vandkvæðum toundið að telja þeim trú um, að maður elskaði þær, og þær höfðu engan skilning á mikilvægi þess, að nýr heimur risi af grunni — þær ýlfruöu aðeins eftir ást! Þær voru ambáttir, og það átti ■að nota þær sem ambáttir, til þess að greiða götuna að markinu. 5,Vitanlega elska eg þig,“ svaraði haim. Cfár nohkta 4a$a heíst ný framhaldssaga. JijlcjM piet kenhi frá kijtjun „En hvað er eiginlega um að vera, Edward? Segðu mér það! Leyfðu mér að skilja það,“ sagði Viktoria biðjandi röddu. „Það er nýr heimur, sem er í sköpun, Viktoria," svaraði hann. „Nýr heimur, sem risa mun af ringulreið og rústum þess gamla, sem við höfum lifaö í.“ „Segðu mér meira frá því.“ Hún þurfti ekki að hvetja hann öðru sinni, og þótt hún fyndi til andúðar á öllu, sem hann snerti, gat hun varla varizt því að hrífast með af draumi hans. Allt hiö gamla og vonda í heimin- um yrði að eyða hvert öðru. Þessir akspikuðu öldungar, sem hugsuðu aðeins um að safna auði og tefðu þróun framfaranna. Þröngsýnir, heimskir kommúnLstar, sem vildu stofna himnaríki sitt. Algert stríð yrði háð, og því mundi fylgja alger eyðileggmg. Og þá — þá mundi rísa himnaríki og nýtt jarðríki, þar sem lítill hópur æðri vera, vísindamanna á öllum sviðum — ungir menn eins og Edward — mundu segja fyrir verkmn. Þeir mundu allir véra ungir, og þeir mundu trúa því, ao forlögin vildu, að þeír stjórnuðu sem ofurmenni. Þetta var vitfirring, en hún stefndi þó að uppbyggingu. Þetta gat aðeins gerzt í heimi, sem var sundurtættur og í algerri upp- lausn. „En hugsaðu þér,“ mælti Viktoria, er hann lauk töiu sinni, „hugsaðu þér allan þann fjölda fóiks, sem hlýtur að bíoa bana við þetta." „Þú skilur þetta ekki,“ svaraði Edward. ,Það er algert auka- atriði.“ „Algert aukaatriði" — það var trúarjátning Edwards. Og þá mundi Viktoria allt i einu eftir pottbrotunum, sem hún hafði verið að fást við að setja saman aðeins degi áður, og henni skildist, að þar væri hluti aðalatriðanna — lítilfjörlegir, daglegir hlutir og atvik, fjölskyldan, sem matbúa þyrfti fyrir, veggimir fjórir, sem voru heimilið, einn eða tveir hlutir, sem eigandinn tók ástfóstri við. Og þúsundir óbreyttra borgara, sem unnu margvísleg störf sín, brostu, hlóu og grétu. Það voru þeir, sem voru aðalatriði, ekki þessir svipljótu englar, er vildu skapa nýjan heim, og sinntu því ekki, þótt allir þjáðust vegna þess. En Viktoriu var Ijóst, að dauðinn gæti verið nálægur þarna á inilli trjánna, svo að hún þreifaði sig áfram með gætni og mælti: „Þú ert óviðjafnanlegur, Edward. En hvað um mig? Hvað get eg gert?“ „Langar þig til að — hjálpa?“ spurði liann. „Hefur þú trú á þessu?“ En hún var hyggin. Hún ætlaði ekki að láta sannfærast á augabragði. Það mundi enginn telja sennilegt. „Eg held, að eg hafi aðeins trú á þér!“ sagði hún. „Eg skal gera hvaðeina, sem þú segir mér að gera.“ „Ágætt — fyrirtak," sagði hann. „En hvers vegna fórstu með mig hingað til að byrja með?“ spurði Viktoria nú. „Þú hefur ekki gert það að ástæðulausu?" „Nei, auðvitað," svaraði liann. „Manstu eftir myndinni, sem eg tók af þér í London forðum?" „Já,“ mælti Viktoria, og álasaði sjálfri sér í huganum fyrir að hafa gengizt upp við það. „Vangasvipur þinn hafði vakið athygli mína — þú varst svo lík konu, sem eg kannast við. Eg tók myndina, til þess að ganga úr skugga um, að þið væruð eins líkar og mér sýndist.“ „Hverri líkist eg?“ spurði Viktoria. „Konu, sem hefur gert okkur margvíslegan óleik upp á síð- kastið — Önnu Scheele." „Önnu Scheele.“ Viktoria starði á hann forviða. Hún hafði átt von á öllu öðru en þessu. „Áttu við, að hún sé lík mér?“ „Já, á vangann eruð þið nauðlíkar. Og það einkennilega er, að þið hafið báðar dálítið ör vinstra megin á efri vör, og það er mikilvægt atriði. Þið eruð líkar á hæð og í vaxtarlagi, en hún er fjórum eða fimm árum eldri en þú. Hárið eitt frábrugðið, því að hún er ljóshærð, og greiðir hár sitt öðru vísi. Augu þín eru að vísu blárri, en því má bjarga meg dökkum gleraugum.“ „Var það af því, að eg er svo lík henni, sem þú vildir fá mig til að koma hingað?" spurði Viktoria. „Svo að þú lézt Clipp- hjónin hjálpa mér.“ „Þau gera aðeins það, sem þeim er sagt,“ svaraði Edward. „Eg gerði ráð fyrir, að það gæti komið að góðu haldi, ef þú kæmir hingaö.“ Það var eitthvað við rödd Edwards, sem gerði það að verkum, að Viktoriu rann kalt vatn milli skinns og hörimds. Þaö var eins E. R. Burroughs - TARZAN 24ss i ICom ll.j Lli.fRu,Cgrfouj-.vInc —Tm n-i V jr Unlitil Ftalure Syndicatf. Þú hafðir fylgdarmann, hinn hvíta veiðimann, spurði Tarzan. Já, svaraði stúlkan, en hann veiktist og liggur veikur nokkrar míl- ur héðan. Förinni var stefnt til tjaldbúða stúlkunnar og þar lá hinh hvíti veiðimað- ui mco oraoi ax voxaum hitaveiki. kvöldvökunni Hann reis úr dáinu læknin- um til mikillar undrunar. Þér virtust vera dauður, sagði læknirinn. Dauður? Nei, eg vissi að eg var ekki dauður. Mér var ískalt á fótunum og sársvangur. Hvað kemur það þessu máli við? Jú, sjáið þér læknir, ef eg hefði verið á himnum, hefði Sankti Pétur ekki látið mig vera svangan. Og úr því að mér var kalt á fótunum þá gat eg ekki verið í helvíti. k Hann hafði ákveðið að hengja sig. Hann keypti sér reipi, fór til herbergis síns og kastaði öðrum endanum yfir ljósakrón- una og ætlaði að fara að hoppa ofan af stólnum. Þá rakst einn vina hans inn. Hvað ertu að gera? Hengja mig. Hvers vegna hefir þú reipið um magann? Af því, að þegar eg set það um hálsinn, ætla eg alveg að kafna. ★ Þeir voru á ferð yfir Sahara eyðimörkina og voru orðnir ör- magna, svangir og þyrstir, þeg- ar einn þeirra féll niður í gló- andi sandinn. Hvað er að þér? spurði sá er gekk við hlið hans. Eg þjáist svo af heimþrá x þessum hita. Já, en það gerum við allir. Nei alls ekki eins og eg. Fað- ir miim er nefnilega bruggari. * Klukkan er um tvö að nóttu til, á grafhljóðri og kyrri götu. Afsakið. Getið þér sagt mér, hvort það er nokkur lögreglu- þjónn í nágrenninu? Nei, enginn. Hvar getur maður náð í lög- reguna? Því miður, eg veit það ekki. Hafið þér ekki séð neinn ný- lega? Nei. Þá er engin hætta á, að við verðum truflaðir. Vilduð þér gera svo vel að rétta mér skjala- töskuna yðar? ★ Hann er að koma úr ferðalagi. Kona hans faðmar hann að sér og' hvíslar: Hefirðu haldið fram hjá mér? Nei. Ljúgðu ekki. Nú .... jú, eg gerði það víst. Með hverri? Með vinkonu þinni og stofu- stúlkunni á hóteinu...... En elskan mín, hefir þú haldið framhjá mér? Hvernig dettur þér það í hug? Mér dettur það ekki í hug. Ljúgðu ekki. Nú, eg gerðí það víst. Hve oft? Tvisvar. Með hverjum? Jazzhljómsveitinni og fót- boltaliði frá Ítalíu. # Segðu mér, hver var það eig- inlega, sem sigraði Hitler? Fyrirgefðu, en eg veit ekkert um það. Eg er ekki búinn að lesa Pravda í morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.