Vísir - 05.11.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 05.11.1957, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskriít en Vísir. Látið hann færa ySur fréttir eg annað lestrarefni heiin — án fyrirhafnar af yðar hálfa. Sími 1-16-60. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Þriðjudaginn 5. nóvember 1957 Verður stytta Ingólfs reist í Noregi? Tillaga um það komin fram á jsingi. 1 Eftirfarandi tillaga var lögð ii’ram á Alþingi í gp'r. Flutnings- menn hennar eru Bjarni B«;n- eðiktsson, Gylfi I>. Gíslason, Mannibal Valdimarsson o. fl. Tii- llagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að tela ríkis- stjórninni að gera nauðsynlegar ráðstafanir til, að afsteypa af styttu Einars Jónssonar af Ing- ólfi Arnarsyni verði reist i Rive- dal, Dalsfirði í Noregi og afhent Norðmönnum að gjöf frá Is- Sendingum sem tákn óbrot- gjarnrar vináttu þjóðanna Greinargerð: Fyrsti landnámsmaður Islands, Ingólfur Arnarson, átti áður Jheima í Dalsfirði í Noregi. Þar tim slóðir hyggja menn, að heim- kynni hans hafi verið i Rivedal þar í firðinum. Viða í Noregi yerður vart einlœgrar vináttu til íslendinga og hvergi þó fremur en í hinum fornu heimkynnum Ingólfs Arnarsonar. Islendingar finna og hvergi betur til hinna nánu banda ætternis: og vin- áttu, er tengja þá norsku þjóð- inni,; Þykir íara vel á því, að hin sama inyndastytta af Ingólfi Arnar-?yni sem gnæfir yfir bæjar stæði hans i Reykjavik verði einnig reist í Rivedal til merkis um og staðfestingar á vinarhug Islendinga til sinnar norsku frændþjóðar. I upphafi fundar í Samein- uðu þingi i gær las forseti úpp bréf frá Hannibal Valdimárssyni. Var bréfið þess efnis að Adda Bára Sigfúsdóttir tæki sætí hans á þingi, meðan Hannibal væri er- lendis. Hannibal mun fara til Moskvu og vera viðstaddur liá- tíðahöld í tilefni af byltingar- afmælinu. Umræðu var frestað og kjörbréfinu vísað til kjör- bréfanefndar. Fjöltefli við Pilnik í kvöld. Herman Fiiiiik, stórmeistari ,í skák teflir fjöitefli í kvöld og verður það sennilega síóusla ftækifærið, sem isIenKÍaun skálc- unönmim gefst að tefla við liann að sinni. Fjölteflið verður háð í Þórs- kaffi og hefst kl. 8 í kvöld. Tafl- félag Reykjavíktu- gengst fyrir. því og er öllum heimil þátttakas á meðan rúm leyfir, en alls munu 40—50 manns geta tekið þátt í mótinu. Pilnik hyggst fara af landi fourt einlivern næstu daga. Biðskákir lefldar í Hðustmóti T J. Biðskákir ái* fyrri uoiférðum Haustmóts Taflfélags Eeykjavik ur vorú tefldar i gær og er nú öilúm biðskúkum lokið nema eiuni. : Leikar fóru, sem nér séglr: Gunnar Gunnarsson vaún Kára pólriiunds'sön, Reimar SigUi’ðSs; Kristjári Théödórssón, ! Harikur* Sveinsson varin Kristján Syiveri- jússon, Haukllr vann einriig Óláf* Magnússon, Rágriar ÉriiiÍsSöfri v'ahri Hauk og Guðm. Mághússon várin Hárik. Ragnar Emilsson og Grirmar Ólafsson gerðu jafntefli,' sörriuleiðis Kristján Sylveríussóri óg Gunnar Ólafsson og Guðrri. Magriússón og Guðm. Arónssóri. Eirini skák er ólökið óg er hún milli Hauks Sveinssonar og Gunnars Gunriarssonar. il ' H ' Staðari er nú þannig að efstir eru þeir Kári og Reimar með 4] vínninga irvor eftir 6 leiki, Gunri ar Gunnarsson með 3V2 vinning og biðskák, einnig eftir 6 leiki, Sveinn Iíristjánsson með 3Vs; v. ,eftir 5 leiki og Guðm. Ársælsson með 3 vinninga eftir 5 lerki. Aðr- ir .hafa færri vinninga. Sjöunda umferð verður tefld annað kvöld. Slys á Týsgötu um helgina. Skotwargar rjúfa friðhelgi Þingvalla. Það yirðist vera • að komast í tízku, að efnt sé til sýningar á barnafatnaði í stórverzlunum erlendis. Þessi kjóll var nýlega sýndur á slíkri sýuingu í Kaupmannalhöfn. í Bandaríkjunum eru 76 mem, er eiga meira en 75 millj*. d. Sn aisíðugasiti á mílli 700 og 1000 milli. dollara. I Banðaríkjunum eru nú 76 menn, sem eiga 75 milljónir doll- ara eða meira, að því er segir í kaupsýslutímaritinu Fortune. Hefur tímaritið birt nöfn allra þessarra manna, og eru þar mörg þekkt nöfn innan um, svo sem hálf tylft af Rockefellerum eða jafnvel fleiri. Astor, du Pont, Ford, Mellon og fleiri, sem allir Vita að eiga mikinn auð. En efst- ur á blaði er maður, sem er lítt þekktur í Bandaríkjunum og að kalla algerlega óþekktur utan þeirra. Heitir hann Jean Paul Getty, og eru eignir hans taldar Binhvers staðar milli 7000 milíj. og milljarðs dollara, og er hann auðugasti maður Bandaríkjanna samkvæmt því. Getty var staddur í London, þegar skráin um auðkýfingana var bii't, og leituðu blaðamemv hann þegar uppi, til að leggja fyrir hann ýmsar spurningar. „Það skiptir engu máli“, sagði hann meðal annars, „hvort ég .á fimm milljónir ,eða 200 milljónir, einn milljarð eða nokkra millj- arða. Annars veit ég ekki aj- mennilega, hvað ég á mikið. En menn verða Iíka að muna, að mjlljarður er ekki eins mikils virði og áður. Lélegur afli Mur- eyrartogara. Frá fréítariíara'Vísis r— Akureyri í morgun, Akureyrartogararnir hafa aflað illa að uiidanförau og er þar hvorttveggja unx að kenna fiskileysi og harðviðri á mið- unum. Sval’oakur köm á föstudag- inn með aðeins 100 lestir eftir 12 daga útivist og var hann bæði frieð upsa, þorsk og karfa. Fór aflinn í hraðfrystihúsið til vinnslú. Harðbakur kom á sunnudag- inn með 150—160 lestir af sams konar fiski, einnig eftir 12 daga útivist. Lengur en 12 daga mega togararnir ekki vera á veiðum í ís til þess að koma aflanum til vinnslu í frystihúsi. Togararnir Kaldbakur og Sléttbakur eru á veiðum og hafa aflað illa. Er Kaldbakur væntánlegur til Akureyrar ann aðhvort í dag eða á morgim. Togarinn Jörundur er á veið- um fyrir erlendan markað og hefuy honum einnig gengið veiðin illa. Hanri er-væntanleg- ur til Akureyrar á fimmtudag- inn. Atvmmjmálafuiidur i Hafnarfirli Verkamannafóiagið Hlíf í Hafn arfirði liélt s.l. sunnudag fund um atvinniunálin i bænum. Bæj- arráði bæjarins og útgerðarráði Bæjarútgerðarimiar var boðið á fundinn. Á fundinum, sym var fjöl- mennur, voru gerðar 3 tillögur. Ein mun bann við siglingum tog- aranna, önnur um hafnarmann- virki í bænum og su þriðja um hitaveitu og nýtingu hverahitans í Krýspvík- Aliar tillögumar voru samþykktar eiriróma. Á laugardaginn varð slys á Týsgötu með næsfca óvenjuleg- um hætti. Þannig atvil-caðist slysið að tveir drengir gerðu sér leik að því að strengja snæri yfir þvera götuna. En bifreið, sem átti þarna leið um, ók á snærið og við það slengdist annar drengj- anna í götuna í áttina til bifreið- arinnar og ienti með handlegg undir hjóli hennar. Drengurinn mun ekki hafa brotnað, en mar- izt allmikið og var fárið með hann tii Iæknis. Annað slys varð í Stúdenta- garðinum aðfaranóít sunnudags- ins, er maður hrasaði þar í stiga og var hann fluttur í slysavarð- stofuna til læknisskoðunar. Meiðsli hans neyndust .ekki al- varleg, Ikvfknairiir. Slökkviliðið var tvívegis kvatt á vettvang á laugardaginn en .í bæði skiptin. af litlu .tilefni. 1 annað skiptið að Sætúni, vegna elds sem kveiktur háfði verið í rrisli, og hitt skiptið áð Tryggva- götu 10 af ótta við eld. Hafði myndast mikiil reykur út frá rauðglóandi ofni á verkstæði, en engin hætta samt verið á 'ferð- um. Þá var lögreglunni gert að- vart um eld sem krakkar höfðu kveikt, bæði á bak við liús á Ljósvailagötu og eins við Nóa- tún. Lögreglan fór á báða stað- ina og slökkti eidana. Friðhelgí rofln. Þjóðgarðsvörðurínn á þing- völlum, séra Jóhann Hannesson, tjáði Iögreglunni i Reykjavík að nokkur brögð hafi verið að því á sunnudaginn að skyttur hafi verið á ferli um hið friðlýsta svæði Þíngvalla og skotið þar rjúpur. Lögregian fór til móts við nokkurra bíla, sem komu að austan á sunnudagskvöld og yfir- heyrði sökudólgana. Ölvim við akstur. Um helgina tók lögregian tvo utanbæjarmenn, sem voru öivað- ir við akstur og einn ölvaðan hjólreiðamann tók hún einnig. Sæmileg færð norður. Sæmileg færð var á þjóð- vegunum milli Akureyrar og Reykjavíkur í gær að því er á- ætlunarbílstjóri Norðurleiða h. f. tjáði Vísi í morgun. Taldi hann hvergi hafa ver- ið þungfært að ráði nema í Bakkaselsbrekunni í Öxnadal. Þar varð ýta að fara á undan bílnum upp brekkuna en úr því var ekki um neinar tálmanir að ræða. Á Öxnadalsheiði sjálfri var sæmileg færð og mjög góð færð á Vatnsskarði, enda hafði það verið rutt í fyrrinótt. Á Holtavörðuheiði skóf lítiishátt- ar í gær en hvergi hafði rennt í skafla sem orsökuðu tafir á veginum. Héðan ur Reykjavík er autt. nokkuð upp í Borgarfjörð en þar tekur fyrsti snjórinn við og er snjór úr því alla leið norður. Má búast við að ef hvessir aö ráði, verði leiðin norður fljötlega fær. Dráttur hjá DAS: Ibúöin kom á nr. 18799. í gær vár dnegið í 7. flokkí í liappdrætti DÁ..S. Viririingar féllu á þessi númer: Fuligerð þriggja herbérgja íbúð í Álflieiriium 72, kom á miða nr. 18799, seldur í Vest- urveri. Eigandi Þorvaldur Bryrijólfsson, Laugateig 58. i Vélbáturinn kom á miða nr.' 52311, umboð Vesturver. Mið- inn .var óendurnýjaður. Pobeda bifreið (í stgð Volga- bifreiðar, sem ekki er komin'á markaðinn) kom á miða nr. 54500, umboð Vesturver, eig- andi Jóhannes Jónsson, Kópa- vogsbraut 6A. Fiat 600 multipla, fólksbif- reið, kom á miðarir. 24103, um- boð Vesturver. Húsgögn fyrir kr. 25.000 kom á miða nr. 55760 Zimmermann píanó kom á miða 30348, báðir miðarnir seld ir í Vesturveri. Hornung og Möller píanó kom á miða nr. 23435, seldur í umboðinu á Akranesi. Heimilistæki fyrir kr. 15.000 kom á miða nr. 35610, umboð Vesturveri. Heim ilistæki fyrir kr. 12.000 á nr. 47133, seldur í Bolungarvík. Húsgögn fyrir kr. 10.000 á miða nr. 15431, eínnig seldur í Bol- ungavík. Sótt um tvö embætti Prósessorsembættl i sögu við Háskóla íslands var auglýst til umsóknar 3. október s.l. með umsóknarfresti til 3. nóvember. Um.sækjendlu• eru: Dr. Björn Sigfússon, háskóla- bókavörður, Björn Þorsteinsson, cand. mag., og dr. Guðni Jónsson skólastjóri. Umsækjendur um embætti þjóðskjalavarðar, er einnig vsir auglýst til umsóknar 3. október s.l. með umsóknarfresti til 3. nóvember, eru: Albert Sigurðsson, cand. mag., Bjarni Vilhjálmsson, cand. mag., dr. Guðni Jónsson, skólastjóri, Jóhann Sveinsson, cand. mag., Jónas Kristjánsson, cand. mag., Lárus H. Blöndal, bókavörður, og Stefán Pétursson, skjalavörður. Menntamálaráðuneytið, 4. nóv. 1957.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.