Vísir


Vísir - 08.11.1957, Qupperneq 12

Vísir - 08.11.1957, Qupperneq 12
Ekkert blað er ódýrara i áskrift en Vísir Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heirn — ón fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími í-16-60. vlunið, að fíeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers manaðar. fá blaðift okeypis til mánaðamóta. Föstudaginn 8. nóvember 1957 Máii njösnaforingja Rússa í Bandaríkjunum senn íokiS. Bandarískur undirforingi játaði og á sig njósnir. Þegar Elisabet drottning og f.jölskylda hennar hefur tóm til að skreppa frá London, er haldið til Balmoral-kastala 1 Skotlandi, bar sem drottning hefur nokkurn búskap. Og börnin hafa að sjálfsögðu gaman af skepnum eins og „venjuleg“ börn. Nýjar Gyðingaofsóknir í Ráðstjórnarríkjunum. Unglmgum af Gyðfngastofni meinað að stunda nám við æðri menntastofnanir. Enn eiga sér stað Gyðinga- ofsóknir í Ráðstjórnarríkjunum og koma þær m. a. fram í því, at> skipulega er komið í veg fyrir, að ungmenni af Gyðinga- stofni fái að stunda nám við æðri menntastofnanir. Og mið- að er á annan hátt að því að uppræta menningarleg áhrif meðal Gyðinga. Samtímis er reynt, að koma í veg fyrir, að Gyðingar flytjist úr landi, svo sem til Israel, svo að hinu nýja ríki þar verði ekki not að alkunnum dugnaði og gáfum þeirra(sbr. aðra fregn hér í blaðinu um sama efni, eftir New York Times). I nýbirtri skýrslu bandarísku Gyðinganefnd. segir, að haldið sé uppi sókn af ofurkappi í Ráðstjórnarríkjunum. til þess að uppræta þjóðerniskennd rúss- neskra Gyðinga. Segir varafor- seti stofnunarinnar, að upplýs- ingar um þetta séu samkvæmt áreiðanlegustu heimildum rúss- neskra Gyðinga, sem nýkomnir eru til hins frjálsa heims, M. á. er „kyrrlátléga en skipulega" 'jvinsaðar úr allar umsóknir námsmanna af Gyðingastofni, um leyfi ti náms í æðri skólum“. Þá er því haldið fram í skýrsl unni, að þrátt fyrir fullyrðdngar sovétstjórnarinnar um að bætt verði fyrir misrétti og of- sóknir í garð Gyðinga í Stalin- tímabilinu, og láta þennan þjóð ' ernisminni hluta aftur njóta fé- lagslegra efnahagslegra og menningarlegra réttinda á borð við aðra borgara þjóðfélagsins, sé unnið að framkvæmd ofao- greindra upprætingarstefnu, en þrátt fyrir það, hafi þetta mis- itekist, vegna þess, að Gyðinga- æskan í enn ríkara mæli en fyrr, sé staðráðin að láta engan bilbug á sér finna, og varðveita með sjálfri sér allt það í fari Gyðingastofnsins, sem aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefir tek- ist að uppræta, þrátt fyrir alda ofsóknir. Umferð um Kefla- víkurvöJJ. f októbermánuði 1957 höfðu samtals 120 farju ih. véJar viðkomu á Keflavííc urf3.ugvel J i. Eítirtalin flugfélö.: höfðu íléát- ar iendingar P; ah', ■■• American Airw ' s 23 vélar •Brit ■i&h Over^ sea' ; Aii'ways 20. K;L ,M. Royal Du • ■ Airlines 14 . Sai ntdls foru ure f 1 ugvöllin,!!. 1 .4600 -farþegar'.' 14: .000 : líg. vöru r; 2 5659 kg'. P'‘V ttePíi.S: • • myxr\ f %Íi;R r. Gervitungl og áróður. Rússneskur vísindamaður svaraði í gær fyrirspu.vnum ism gervitunglið í útvarpinu í Moskvu. Hann sagði, að það mundi smám saman ná meiri hraða. Áður höfðu verið birtar fregnir urn, að það færi hægara en ráð hefði verið fj-rir gert, væri á ..eí'tir áæt!un“. Hljóðmerkúi frá gervitungl- inu liafa ekki. Iieyrzt víða þar. sem eftir þeím hefir verið hlust að, en nú fara fram athúganir! ÆFaustmóiið : Kári efstur eftir átta umferðir. Átta umferðum er lokiS í meistaraflokkskeppni Haust- móts Taflfélagsins. í sjöundu umferð vann Hauk ur Sveinsson Kristján Theó- dórsson, en jafntefli gerðu Reimar Sigurðsson og Guð- mundur Ársælsson, Sveinn Kristinsson og Guðmundur Magnússon, Gtmnn Gunnars- son og Gunnar Ólafsson. Tvær skákir fóru í bið. í áttundu umferð, sem tefld var í gærkveldi vann Sveinn Kristinsson Guðmund Ársæls- son, Kári Sólmundarson vann Kristián Theódórssoru og Guð- mundur Ársælsson vann Hauk Sveinsson. Guðmundur Magn- ússon og Gunnar Ólafsson gerðu jafntefli. Tvær skákir fóru í bið. Eftir átta umferðir er Kári Sólmundarson efstur með 5 vinninga og biðskák, Sveinn Kristinsson næstur með 5 vinn- inga, Guðmundur Ársælsson og Reimar Sigurðsson hafa 4 y2 vinning hvor og Gunnar Gunn- arsson hefur 4 vinninga og 2 biðskákir. Næsta umferð verður tefld á sunnudaginn kl. 2 e. h., en biðskákir tefldar á mánudag. Rússinn Rudolf Ivanovich Abel, var sekur fmidinn um njósnir í Bandaríkjunum fyrir Rússa. Verður dómur upp kveðinn yfir honiun 15. þ. m. Abel var talinn hafa verið höfuðnjósnari rússneskra kom- múnista í Bandaríkjunum. Hann notaði mikrofilmur til þess að koma upplýsingum á- leiðis. — Fyrir öflun hemaðar- legra njósna er hægt að dæma hann til lífláts. Engu minni athygli vakti við réttarhöldin, að Rhodes, 40 ára gamall undirforingi í Banda- ríkjaher, sem flæktist í málið, og var leiddur fyrir rétt seit! vitni af stjórninni, játaði a'ð hafa stundað njósnir, er hann var starfsmaður í Moskvu á vegum sendiráðsins þar. Vín og víf. Það var beitt ekki óalgengxi aðferð til þess að koma honum út á njósnabrautina. Er hann var að skemmta sér með tveim- ur rússneskum vélvirkjum gerðust þeir allir þéttir og slóg- ust tvær stúlkur í lag með þeim. Næsta morgun vaknaði Rhodes í herbergi, sem hann kannaðist ekkert við, og var önnur stúlkan í rúminu hjá honum. Hún kynnti hann. „Kremlin-agentum“, sem komu. honum í njósnastarfiöl Hann. kvaðst hafa aflað hernaðarlegra upplýsinga og fengið greidda 2.500 dollara, sem hann notaði ti* 1 áfengiskaupa, og kvaðst hann hafa verið að kalla stöðugt und- ir áhrifum seinustu tvo mán- uðira, sem hann var í Moskvu. Ri odes er nú í herfangelsi £ Fort Belvedere, Virginiu. © Mikla kulda hefur gert í fjallahéruðum I Bi>ndarík,iiin- um o;r ná þeir lansrt suður eftir landi. Meðal annavs. hafa verið miklir kuldar i Texas. þar scm menn eru yfirleitt ekki vanir þeim. Óttast menn helzt að nautpeningur kunni að króknn. hvárvetna á fjarlægð •’ gervi- tungisins frá jöröu. . Kommúnistar noía gervf- tuhglið seiri mest þeir mega í áróðurs skyni. „Skate“ — kjarnorkubátur USA í reynsluferð. Þriðji kjarnorkukafbáturinn, sem Bandraríkjamenn hafa smií'að, „Skate“, hefir farið í reynsluferð. í fregn frá Groton, Con- necticut, segir, að fyrstu tveir kjarnorkukafbátarnir bafi ekki verið tilbúnir til reynluferða fyrr en ári eftir að þeim var hleypt af stokkunum, „Skaíe“ hinsvegar var tilbúinn til reynsluferðar fimm mánuðum eftir að honum hafði verið hleypt af stokkunum, Nautilus, fyrsti kjarnorku- lcafbáturinn, var nýlega, eins og skemmst er að minnast, í rannsóknarleiðangri norðan heimskautsbaugs og var 514 sólarhring undir ísnum i þeim leiðangri. 5 isienzkir nimsmenn f? Briit'nghamstyrk. Nýlega var hér Bandaríkja- maðurmn Thomas Brittinghasn ásamt syni sínum. Erindi þeirra. var að velja 5 íslenzka stúdenta. úr hópi umsækjenda um skóla. styrk Brittinghams. Töluðu þeir við umsækjendur í gær að Hótel Borg.. Kynna þeir sér persónulegar aðstæður um- sækjenda og áhugamál þeirra og taka svo ák,rörðun um, hverjir skuli hljóta .‘••tyrkina. Styrkirnir e-u mjög riflegir og er meðal annars ætluð upphæS til ferðalaga. Fimm íslenzkir námsmenn hlutu þessa styrki S fyrra og eru nú við nám úti, ým- ist við háskóla I Delaware eða Wisconsin. Forseti Islands hefur sæmt Brittingham Fálkaorðunni fyrir þessa starfsemi hans. Héðan halda feðgarnir til Þýzkalands, Holllands, Svíþjóð- ar, Finnlands, og Noregs í sömu erindum, og þeir eru í hér. Nagy leiddur fyrlr réft. Imre Nagy, fyrrverandi for- sætisráherra Ungverjalands, verður leiddur fyrir rétt næstui daga, að sögn Lundúnablaða. Hann mun verða sakaður um að hafa látið vestrænu þjóðun- um uppJýsingar í té, sem þær notuðu til fjandsamlegs áróðurs gegn kommúnismanum. (Dji- las var dæmdur fyrir svipaðar sakii- í 7 ára fangelsi). Hvar er ns. iinar Ólafssoa? Ileldaar Jafaawl áll I&lands bráðlega. Hvað dvelur Eimar Ólafsson? skipið sem Iagði af stáð fatí fs- landi fyrir nær tveimnr árnm með saltfiskfarm tiI Spánar, .r>n staðnæmdist I frlandi og fo'fur verið þar síffaji. Óstaðfestar fregnír hc-rma að Einari Ólafssyni muni bráðlega verða snúið heim á leið. Um tveggia Ara skeið hefur skipið legið 5 vanhirðu í Icondonderrý á írlandi, en nú mun vera í ráði að dubba það upp til heimferðar, Spánarförin var, íiia mesta ! hrakför. Skipið tók saltfiskfarm, ; eins og fyrr getur og lagði af | stað til Spánar. Undan írlands- ströndum kom mikill leki að skipinu og «end var út hjálpar- beiðni. Skipið komst til hafnar og var farminum, sem skemmd- ist skipað þar upp. Áhöfnin gekk af skipinu og hélt heim til Is- laiids. Eigendur skipsins eru Magnús Thorberg 0. fl. Einar Ólafsson er - 300 léstá tréskip, smíðað I Skotlandi á stríðsárunum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.