Vísir - 21.11.1957, Page 1

Vísir - 21.11.1957, Page 1
q i V 47. árg. Fimmtudaginn 21. nóvember 1957 274. tbl. Ægir fóiaði á ntikla síld i „Húllinu" í gær. Mikil veiði í Miðnessjó í nótt og síldin færist nær. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi ímorgun. I nótt var afbragsgóð síltlveiði S Miðnessjó og fengu flestir bát- ímna yfir hundrað tunnur. Er þetta geysimikil veiði miðað við Jþað, að bátarnir leggja ekki eins mörg net og- venja er vegna þess að ebm eða tvo menn vantar á marga bátana. Á venjulegum róðrartíma var veðurútlit slæirit og reru því ekki nema tveir bátar frá Akranesi og lögðu seint af stað.Frá ver- stöðvunum við Reykjanes reru flestir bátar og fóru yfirleytt seint út. Til dæmis voru Grinda- Víkurbátar að tínast út fram undir miðnætti. Akrnesbátar og nokkrir aðrir lögðu net sín í Miðnessjó, eða nokkru norðar en undanfarna daga. Síldin er að banga úr Skerjadýpinu og færast nær iandinu. Er það góðs viti, því auðveldara er að fást við veiði í Miðnessjó og í Faxaflóa, en í Skerjadýpinu og við Eldey. Ekki urðu bátarnir varir við miklar lóðningar í Miðnessjó, en þar fundust allsæmilegar lóðningar hér og þar. Varðskipið Ægir var á slóðum bátanna og gaf þeim vísvendingu hvar síld væri helzt að finna, en Ægir hefur nálcvæmari og betri mælitæki en bátarnir. Sildarmagnið virðist vera að aukast og þéttast. Þegar Ægir fór i gærkvöldi í gegnum Húllið, lóðaði hann á mjög mikla síld og einnig varð talsverðrar síldar vai't sums staðar í Miðnessjó. Reknetabátum er að fjölga með hverjum degi. Búizt er við að allir Akranesbátar að fjórum eða fimm undanteknum fari út í dag. Á þá hefur ekki enn feng- izt full áhöfn. Síldai'tökuskip kom hingað í gær. Lestar það 3500 tunnur, eða nær alla síldina, sem söltuð hef- ur verið hér í haust. Skipið tek- ur einnig síld í Keflavik. Nú óttast menn ekki fi-amar beituskort. Sildin, sem veiðzt hefur undanfarna daga liefur verið söltuð, eða fryst til út- flutnings. um mark- aði SA.-Asíu. Japanar ætla að stofna til mikillar vörusýningar í Singa- pore næsta vör. Litið er á þetta fyrirtæki — ekki sízt með tilliti til staðar- vals — sem stórfellda tilraun til markaðsöflunar í allri Suð- austur-Asíu. Þar með munu Japanar taka upp þar harða viðskiptasamkeppni við hið kommúnistiska Kína. Glímdi fáklæddur við innbrotsþjóf í nótt. IrÍÖ Í€íit fi&MBUSt ÍBBinua* BBMBÖUW í f'&ímSM* í nótt var innbrot framið í íbúðarhús að Fornhaga 22, en húsráðandi, Jón Haukur Guð- jónsson, handsamaði innbrots- jþjófinn og átti í ryskingum við hann unz lögreglan kom á vettvang. Um klukkan hálfþrjú í nótt var lögreglunni gert aðvart um að brotizt hafði verið inn í hús- ið nr. 22 við Fornhaga og var hún beðin að koma þegar í stað. Þegar lögreglumennirnir komu að húsinu sáu þeir þar fáklæddan mann, en það var húsráðandi, í miklum átökum við annan mann, en virtist þó hafa í fullu tré við hann. Hafði Jón Haukur þá hlotið nokkura áverka við ryskingarnar. Sagðist Jóni svo frá, að kona sín hefði vakið sig um nóttina og taldi hún sig hafa heyrt grun samlegt þrusk í húsinu. Jón fór þá fram að hyggja betur að þessu og sá mann skjótast út. Jón hljóp út á eftir manninum, elti hann og náði honum og áttu þeir í harðri viðureign, unz lögreglan kom á vettvang. Lögreglan hóf leit í húsinu og fann þá annan mann, falinn í geymslu uppi á efstu hæð hússins. f vösum og fórum þjóf- anna fundust tvær sultukrukk- ur, peysa og ein bjórflaska. Lögreglan flutti báða menn- ina, sem voru útlendingar, á lögreglustöðina og þar voru þeir geymdir í fangageymsl- unni í nótt. Mál þeirra var tekið fyrir í morgun. Stórflóð á N.- Margar borgir einangraðar. Stórkostleg flóð eru á Nýja Sjálandi og hafa valdið géysi- niiklu tjóni. í heiluin héruð- um er allt á floti og þúsundir stórgripa hafa drukknað. — Manntjón mun ekld bafa orðið, svo að vitað sé. I Queenstown er rúmlega meters dýpi á götunmn og borgin algerlega emangruð landmegin. Matarskömmtun liefiu' verið fyrirskipuð. — Fjölda margir bæb' aðrir eru alveg mnflotnir. Flóð þessi orsakast af gaysi legTi úrkomu i fjallaiiéruðun- um. Þau eru sögð hin mestu, sem komið hafa i heila öld á Nýja Sjálandi. Afar víðtæk bjálparstarf- ■>emi hefur verið fyrh'skipuð. Ellefu togarar selja afla erlendis í vikunni. Sum skipín hafa taffzt við veiðar vegna stormar f Hesari viku landa 11 ís- lenzkir togarar afla £ Bretlandi og Þýzkalandi. Að jafnaði hafa ekki verið nema 4 eða 5 sölur í viku hverri, en togararnir hafa tafist á veiðum vegna storma og hafa bví sumir færst aftur í beirri röð, sem þeir sigla. I Fáar aflasölur verða því í næstu viku. Á mánudag seldi Bjarni Ólafsson í Þýzkalandi 210 lestir fyrir 98.000 mörk. Sama dag seldi Hallveig Fi'oðadóttir í Bretlandi 2597 dag seldi Slettbakur 2057 kitt fyrir 6911 pund. í gær seldi Ingólfur Arnarson 2446 kit fyr- ir 7396 pund. I dag selja tvö skip Brimnes og Surprise og á morgun selja Pétur Halldórsson, Sólborg, Vöttur og Askur. Á laugardag selur Svalbakur. Markaðsverð er yfirleitt hátt, en togararnir hafa lítinn afla og teljast sölurnar góðar með tilliti til aflamagns og fiskteg? unda, en mikið er af ufsa í aflanum og selzt hann á lægra • Indónesíustjórn liefir til- kynnt, að hún ætli að kanna efni herforingja á næstunm. Rauðgreni í élallormsstaðaskógi. Sjá grein á 5. síðu, sem birt er í tilefni af hálfrar aldar afmæli laga um skipan skógræktar- mála hér á landi. kitt fyrir 7756 pund. Á þriðju- verði en þorskur eða ýsa. Undanhald Pólverfa á sviði kommúnismans. Eftirlíti með uppskeru mun verða hætt. "'i Pólsk stjórnarvöld eru að'verða undanþegnir þeirri sögn að athuga mögulcikana á skyldu, sem á þeim hefir hvílt að hætta uppskerueftirliti. j undanfarið að afhenda rikis- Jafnframt mundu bændur stjórninni eða fulltrúum hennar tiltekinn hluta uppskerunnar. Hefir það jafnan sætt mikilli mótspyrnu, því að hart hefir verið gengið eftir því, að þessu ákvæði væri fylgt. Fregnir frá Varsjá herma, að stjórn kommúnistaflokksins hafi fallizt á það«, að hætt skuli hömlum og eftirliti með landb., svo að einungis sé eftir að taka ákvörðun um, hvenær eftirlitinu skuli hætt. Vilja sumir, að því verði hætt þegar í byrjun næsta árs, svo að bændur 'leggi sig alla fram við sáningu, en aðrir vilja, að ekkert verði aðhafzt fyrr en á miðju ári, því að verðbólguhætta verði þá minni en ella vegna fyrirsjáanlegrar tekjuaukningar bænda. Þetta er í vestrænum lönd- um talin mikill ósigur fyrir kommúnista, þar sem þeir verða þarna að hverfa frá milcilvægu atriði á stefnu- skrá sinni, að því er Iand- búnað varðar. Stjórnin von- ar, að þetta aukna frelsi leiði til hvorki meira né minna en 700,000 lesta aukningar á kornuppskerunni. Góður afli á Eyjabáta. tar hafa 30 bátar róið undanfarl5. Vestmannæyjum í gær. Um 30 bátar hafa róið undan- farið með línu og handfæri og hafa aflað vel, jiegar gefið hefur á sjó, en tíðarfar hefur verið all- stirt. Aflinn er mestmegnis ýsa og er margt fólk að jafnaði í vinnu í frystihúsum bæjarins við að verka ýsuna til útflutnings. Af þessum 30 bátum, erUjlO trillur og litlir þilfarsbátar hitt eru stórir bátar, sem flestir hverjir myndu hafa verið á rek- netum, ef veiði hefði ekki brugð- izt um langt skeið í haust og í vetur. Nokkrir bátar eru að búast til reknetaveiða, en erfiðlega geng- ur að ráða menn á bátana á rek- net, þar sem nú er farið að styttast til vertíðar, en þar að auki er mikil vinna hér við sjó- sókn og landvinnu. Snyglstöð fannst Finnska lögreglan hefir fundið smyglmiðstöð mikla skammt frá hafnarborginni Turku (Ábæ). Þegar lögreglan lét til skarar skríða á byrjun vikunnar, varð herfang hennar 65 kassar af pólskum spiritus, 8 kassar af frönsku konjaki, 360,000 út- lendar sígarettur og sitthvað fleira. Smyglgóssið var talið fimm milljóna marka virði.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.