Vísir - 28.11.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 28.11.1957, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 28. nóvember 1957 VÍSIB Það rann allt í einu upp fyrir honum þarna í hlýju eldhús- inu, að hann var einstæðingur. Cranford læknir, sem hafði stundað hann í legunni, sagði að hann iegði allt of mikið á sig — ynni svo mikið að hann gleymdi að lifa. Þegar hann gerði sér ferð inn i stórborgirnar var það annað hvort til að gera upp- skurð eða til að sitja læknafundi. Það var ár og dagur síðan hann hafði lifað nokkuö skemmtilegt. Samt hafði hann jafnan talið sig gæfumann, áður en hann veiktist. Hann hafði ekki sinnt kvenfólki, svo orð væri á gerandi, síðan Fay yfirgaf hann og giftist Ameríkumanninum. En meðan hann lá veikur hafði hann hugsað til hennar beiskulaust. í kvöld mundi hann að hann hafði elskað hana innilega forð- um, og dreymt um að eignast heimili og börn með henni, og hann brosti í kampinn og vorkenndi sjálfum sér. Hann haíði fengið skaðabætur fyrir sínar brostnu vonir. í starfi sínu haíði hann komist lengra en hann hafði nokkurn tíma dreymt um: að verða frægur skurðlæknir. En það var meðan hann lá á sjúkrahúsinu og hlustaði á und- aríegu grammófónplötuna, sem hann hafði orðið eirðarlaus og órór. Var lífið að strjúka frá honum? Fór hann einhvers á mis? Fór hann á mis við gleðina, sem fylgir því að stofna heimili? Fór hann á mis við ást, sem var dýpri en draumurinn, sem hann hafði dreymt í sambandi við Fay? Og þegar hann var að brjóta heilann urn svona spurningar kom alltaf þetta Iag, sem svar við öllum spurningum: „Svölunhar leið hlýt eg halda — heimkynni svölunnar jimia“. Fyrst í stað hafði þetta lag farið í taugarnar á honum. En svo fór hann ao hlusta eftir orðunum, smátt og smátt, og heillaðist af angurblíðunni í laginu. Þegar læknirinn hafði skipað honum að taka sér frí, var hann ferðbúinn á svipstundu. í hans var komin þrá eftir aö upplifa eitthvað nýtt. Ef til vill vav það löngun eftir ást og gleði eftir öll þessi ár, sem hann hafði ekki hugsað um neitt annað en starfið. Hann hafði fundið gæfuna þarna í Albergo Fionetti. Einfalda heimilisánægju. Þarna gat hann ert krakkana, slegið Luciu gömlu gullhamra og setiö í sólinni og talað við Colette. í kvöld rann allt í einu upp fyrir homnn að hann var hamingjusamur — og að innan skamms mundi þessi hamingja ekki verða annað en gullin endurminning. Hann horfði á Colette, sem sat og var hugsi. Nú vissi hann að hún ætlaði ekki að giftast Emilio — en hvað ætlaðist hún þá fyrir? FRAMTÍÐARDRAUMAR COLETTE. — Hvað ætlar þú að gera ef Emilio giftist Francescu. Hvert ætlar þú að fara, Colette? Hún brosti og baðaði aftur mjóum sólbrenndum höndunum. — Mig langar til að gera alveg það sarna og pabbi gerði — áður en hann giftist mömmu. Mig langar til að ferðast um veröldina og mála. — Þáð virðist nú hálf flónslegt. Hann gat ekki annað en vor- kennt þessu zigaunabarni, sem langaði til að flakka um Evrcpu fjölbreytt úrval. Dömubúðin LaufiB Aðalstræti 18. Hornafjarðarrófur alltaf beztar. Leitið fyrst til okkar. ið k.f. Vesturgötu 20. a'!--i - 1-9625. getur fengið atvinnu nú þegar. TJppl. í síma 1-3812 kl. 4—6 í dag. 2 mm, 3 mm, 4 mm í heilum kössum og skorið eftir máli. E. R. Rurrougbs T4RZ4N Farið með fangana ( vinnuhellinn, en farið með Tarzan í fangahellinn, skip- aðl Remu, sem nú tók.' við hvíslaði í eyra nans. bjrm- særismennirnir halda fund í helli nr. fimm eftir stutta stund og komið þangað með ! stúlkuna. kvöldvökunni stjórninni og sýndi sig þá hver hann var. Farið síðan til Leera, drottningar og segið henni frá afrekum mínum og tryggð minni við hana. >egar Tarzan var fluttur á brott, sneri Remu sér að einum mannanna og Hvernig fékkstu þetta glóð- arauga? Eg kyssti brúðina eftir gift- ingarathöfnina. Nú, er það ekki siður? Jú, en þetta var þrem árum á eftir. ★ Hvers vegna syndir fiskurinh aftur á bak? Til þess að hann fái ekki vatn. í augun. ★ Er allt í lagi að taka Jón með í veiðiferðina? Já, blessaður vertu. Auk þess að elda í matinn hugsar hann. upp veiðisögur fyrir okkur alla. ★ Getur nokkur ykkar, drengir, sagt mér hvernig net eru búin. til? Já, ja-á, það eru mörg göt fest saman með snæri. ★ Er maðurinn yðar bókaorm- ur? Nei, bara venjulegur ormur. ★ Hvernig veiztu að þú hittir gæsina? Eg hitti hana bæði í fótinn og hausinn. Hvernig í ósköpunum gaztu það? Hún var að klóra sér í höfð- inu. ★ Jósep. Eru hinir strákárnir' komnir? Já. Allir með tölu? Já, allir með tölu. Og heilu og höldnu? Já. Ja, þá hefi eg skotið hreindýr. ★ Er það satt, að þú hafir gefið rakaranum tuttu krónur í þjór- fé? Já. Og hann, sem skar þig fjór- um eða fimm sinnum og setti pappírssnepla yfir skurðina. Hvers vegna? Maður, sem er allt í einu xak- ari, slátrari og veggfóðrari á- sannarlega skilið 20 króntir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.