Vísir


Vísir - 02.12.1957, Qupperneq 1

Vísir - 02.12.1957, Qupperneq 1
12 síður »7. árg. Mánudaginn 2. desember 1957 12 síður BÉf t. .. wX 283. tbl. Þessi sérkennilega brezka flugvél, sem er sambland af venjulegri flugu og þyrilvængju, getur tekizt á loft lóðrétt eins og síðarnefnda tegundin, og flogið síðan með venjulegum hætti með 48 farbega innan borðs. Flugvélar af bessari tegund kallast „Rotodyne“ og eru smíðaðar af Fairey-verksmiðjunum. Fullhlaðin vegur fluga þessi 17 lestir, og getur náð 300 km. hraða á klst., en enn er flugsviðið aðeins 650 km. Friðrik teflir vii Reshev- ski í Dallas í dag. Ovíst, við hvern hann hefur tefit 1 fyrstu umferðinni. Eins og getið hefur verið hér í blaðinu, var Friðrik Ólafssyni boðið til þátttöku í skákmóti í Dallas x Texas, þegar mótinu í Wageningen í Hollandi var lokið. Mótið i Dallas hófst á laug- ardaginn, og hefur Upplýsinga- þjónusta Bandaríkjanna fengið skeyti um mótið. Skeytið er á þessa leið: Daniel Yanowski frá Kanada, eini skákmaðurinn, sem unnið hefur skák á alþjóðaskákmót- inu í Dallas, teflir , dag við Larry Evans frá New York, í annari umferð mótsins, en auk þess eigast þessir menn við: Laszlo Szabo frá Ungverja- landi og Miguel Najdorf frá Argentínu, Friðrik Ólafsson og Samuel Reshevsky, New York, Bent Larsen og Svetozar Glig- oric frá Júgóslavíu. Leikar fóru þannig á laugar- daginn, að Gligoric og Evans gerðu jafntefli, en skákir þeirra Reshevskis og Szabos og Larsens og Najdorfs fóru í bið, en þeim mun verða haldið á- fram á mánudag. í dag mun verða sýningar- skák fyrir almenning, og eig- ast þá við Pal Benkö frá Ung- verjalandi og Kenneth R. Smith, Dallas.“ Af skeytinu verður ekki séð, við hvern Friðrik hefur teflt í fyrstu umferðinni, en sé aðeins átta menn í hans flokki, virðist mega ráða af því, að hann tapaði fyrir Yanowski. -o- • Um 225 þús. Gyðingar eru í Marokkó, og vilja um 40% þeirra komast til ísraels, en fá ekki fararleyfi. Sjómannafélögin segja upp fiskverðssamningunt. Stöðvun fiskiskipanna fyrirsjáan- ieg, verði ekki samið fyrir nýjár. Fjölmennustu samtök sjó- manna haja sagt upp fiskverð- samningum og er búizt við því að öll sjómannajélög á landinu geri slíkt hið sama. Félögin, sem hafa sagt upp samningum eru: Jötunn í Vest- mannaeyjum, Sjómannafélag Reykjavíkur, sem sagði upp samningum s.l. föstudag, Sjó- mannafélag Hafnarfjarðar, Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur, Sjómannafélag Akraness, Sjómannafélag Ak- ureyrar, Alþýðusamband Vest- fjarða og félögin í Stykkishólmi og Ólafsvík. Ef að líkum lætur, er fyrir- sjáanlegt samningsþóf fram- undan, annarsvegar milli sjó- manna og útgerðarmanna og hinsvegar milli útgerðarmanna og ^ríkisstjórnarinnSr, því eins og kunnugt er, hafa útgerðar- menn hótað að stöðva skipin fáist ríkisstjórnin ekki til að bæta fyrirsjáanlegan reksturs- halla á útgerðinni í vetur. SkögareEdar ná- Eægt stórhorg. Skógareldar haja geisað að undanförnu nærri Los Angeles í Kaliforníu. Hafa þurrkar verið þar mikl- ir síðustu dagana, svo að eld- arnir hafa náð mikilli út- breiðslu, en einnig er það að kenna stormi miklum, er geis- að hefur jafnframt. Þegar síð- ast fréttist, voru eldarnir aðeins 4 km. frá einu úthverfi borgar- inar, og voru menn uggandi af þeim sökum. Ingi R. hraðskák- meistari TR. Hraðskákmóti Taflfélags Reykjavíkur lauk í gær og sigraði Ingi R. Jóhannsson með yfirburðum, hlaut 17y2 vinn- ing í 18 skákum. Með sigri sínum hlaut Ingi hraðskákmclstaratitil Taflfé- lags Reykjavíkur fyrir árið 1957. Næstir Inga að vinningum voru Guðmundur Ágústsson með 14 y2 vinning, Gunnar Gunnarsson 13 V2 vinning, Kári Sólmundarson og Sveinn Kr'ist insson 13 v. og Haukur Sveins- son og Stefán Briem 11 vinn- inga hvor.. Trillan náði landi í gærkvöldi. Lýst var í útvarpið í gæi'kvöldi eftir trillubát, sem liafði farið i róður í gærmorgun. Var báturinn frá Þormóðs- stöðum við Skerjafjörð og var j einn maður á honum. Um 9 leytið í gærkvöldi fóru j menn frá Slysavarnaféláginu út i |á björgunarbátnum Gíslk John-; ' sen og sáu þeir til trillunnar.; ; Hafði orðið vélarbilun, en ekki j var neitt annað að og komst j trillan að landi af sjálfsdáðun á : tólftatimanum í gær. Rjeípnaskytta slasast á Öxnadalsheiði. Rann 200 metra niður harðfenni og lærbrotnaði auk fleiri meiðsia er hann hlaut. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. í gær slasaðist ungur Akur- eyringur á Öxnadalsheiði, er hann rann niður svellaða iijarn- fönn, um eða yfir 200 m. langt unz hann lenti á kletti og lær- brotnaði, auk fleiri meiðsla, er hann lilaut. Árla i gærmorgun fóru fimm ungir Akureyringar í jeppabíl upp á Öxnadalsheiði og hugðust stunda þar rjúpnaveiðar í gær. Óku þeir sem leið liggur vestur heiðina, en námu staðar skammt frá mæðiveikigirðingunni og skiptu sér þar. Yar klukkan þá um 9 og tæplega fullbjart. Rétt á eftir sá einn piltanna, Leifur Tómasson verzlunarmað- ur, 24 ára gamall og kunnur í- þróttamaður á Akureyri, rjúpna- hóp uppi í fjallshlíðinni og hélt hann þangað. Til þess að komast að hópnum þurfti hann að fara yfir allbratta hjarnfönn. Þar varð Leifi fótaskortur og fönn- in svo brött og hörð að Leifur gat ekki stöðvað sig þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að koma fyr- ir sig fótunum og stöðva sig með byssunni. Þegar Leifur hafði runnið um 200 metra niður fönnina lenti hann á steini, sem stóð upp úr hjarninum og skall með svo miklu afli á hann að hann lær- brotnaði og hlaut fleiri meiðsl, skarst m. a. á fæti. Ekki stað- næmdist Leifur þarna að fullu heldur rann enn um það til 15 metra niður og kom þá niðuur í urð. Nærstaddur félagi Leifs heyrði óp í honum og kallaði hann hina félagi sína saman. Fór einn þeirra þegar í stað á bílnum nið- ur að Bakkaseli og ætlaði að síma þaðan eftir sjúkrabíl og lækni til Akureyrar, en lands- símastöðin á Bægisá svaraði ekki, svo að pilturinn varð að aka alia leið þangað til þess að ná í síma til Akureyrar. Fyrir bragðið kom læknir og sjúkra- bíll ekki á slysstað fyrr en kl. að ganga eitt. Á meðan reyndu hinir félagar hins slasaða pilts að hlynna að honum eftir föngum m. a. með þvi að breiða yfirhafnir sínar og annan fatnað, sem þeir gátu við sig losað, kringum hann. Einn piltanna hljóp heim að Bakka- seli, sótti þangað heitt kaffi, sæng og magnyltöflur. Þegar sjúkrabíllinn kom á vettvang með lækninn var Leif farið að líða mjög illa og var m. a. orðið kalt. Varð að bera hann um hálfan km. af slysstaðnum og niður að bílnum. Var hann fluttur í sjúkrahúsið á Akureyri. Hollendingum sýnd megn andúð í Indénesni eftir ósigur á allsherjarþinginu og banatilræði við Soekarno. Allmiklar æsingar eru í Indó- nesíu eftir að tilraun var gerð til þess að ráða Soekarno for- seta af dögum s.I. laugardag. Einnig eru taugarnar í ólagi, eftir að Indónesia beið ósigur á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna, er rætt var að kröfur hennar itl Hollands um Hol- lenzku Nýju Guineu. Soekarnc var að koma úr skólahúsi nokkru ásamt tveim- ur börnum sínum og hafði mai’gt manna safnast saman m.a. skólabörn. Allt í einu var varpað handsprengjum í átt- ina til forsetans, en hvorki hann eða börn hans r.akaði, en 7 biðu bana og 45 særðust af sprengjubrotum, og meðal þeirra, sem biðu bana voru börn og menn úr öryggislög- reglunni. Lítil siEdveiði í nátt. Frá frétaritara Vísis. Akranesi í morgun. Aðeins tveir reknetabótanna fengu sæmilegan afla í nótt, Fróðaklettur frá Hafnarfirði 90 tn og Bjarni Jóliannsson frá Akranesi, 100 tn. Flestir bátarnir höfðu mjög lítinn afla 5—30 tunnur eftír nóttina. Lóðað var á mikla síld, en aflinn reyndist ekki eft- ir því. í gær komu 9 bátar til Akra- ness með 380 tunnur af síld. Flestir reknetabátarnir lögðu í Skerjadýpinu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.