Vísir


Vísir - 02.12.1957, Qupperneq 4

Vísir - 02.12.1957, Qupperneq 4
A VÍSIR Mánudaginn 2. desember 1957 Ms&rimtu ag bœjarbúar: IbúHabyggingar og fyrir •reidsla bœjarims © Á árunum 1937-56 voru byggð hér bæjarhverfi fyrir 30.400 manns. áður en nýtt byggingarsvæði er orðið íbúðahæft. I. Inngangur. Eitt þeirra höfuðmála, sem mjög snerta hagsmuni íbúa bæjarins, er sú aðstaða sem íbúum hans er sköpuð til að koma upp íbúðum yfir sig. í þeirri aðstöðu felst það, hvort markvisst er unnið að því, að úthluta byggingalóðum og gera þau svæði, sem ákveðið hefir verið að taka undir byggðar- hverfi, íbúðarhæf með nauð- synlegum vatnsleiðslum, frá- xenslisæðum og raflögnum og ennfremur götum og götulós- um. Þessi mál hafa oft verið not- uð til árása á þá aðila, sem far- ið hafa með stjórn Reykavíkur- bæjar, enda viðkvæm mál, því þegar vöxtur bæja er eins ör og hann hefir verið hér í Reykjavík, er erfitt að full- nægja öllum þeim kröfum, sem borgararnir gera um bygginga- lóðir vegna þeirrar feikna .vinnu, sem leysa þarf af hendi,1 er á við meðalbæ á íslandi. f* II. Íbúíohverfi skipulögð og byggð milli áranna 1937 til 1946. Ný liverfi reist eftir 1937. Eg mun hér á eftir leitast við að gera nokkra grein fyrir því, sem gert hefir verið af hendi Reykjavíkur á því sviði, en verð fyrst að fara nokkur ár til baka allt tii ársins 1937. Eft- ir 1937 er farið að byggja upp ný hverfi, sem voru alveg ó- byggð áður, að öðru leyti en því, að einstaka býli voru á þessum svæðum, þar sem stund aður var landbúnaður í ein- hverri mynd. Öll þessi svæði varð því að skipuleggja að öllu leyti og leggja um þau akbrautir og gangstíga, raftaugar, vatns- leiðslur og frárennslisæðar. — Einnig varð að koma fyrir götulýsingu o. fl. Öll hafa þessi hverfi það sameiginlegt, að íbúafjöldi þeirra hvers og eins íbúa- Flatar- Götu- fjöldi: mál: lengd: I. Skjólin: . 1400 10.5 ha. 2 km. II. Melarnir: . .2100 10.5 — 2.5 — III. Hlíðar, Holt og Norður- mýri: . 6200 53.0 — 6.6 — IV. Túnin: . .1800 6.0 — 1.6 — V. Teigar: . 2300 22.0 — 4.3 — VI. Langholt: . 1900 13.0 — 2.6 — •rw* ! \\ fegf . 1600 13.5 — 2.5 — Þessi nýju hverfi eru því með 15.800 íbúum, 125,5 ha. að flatarmái og götulengd 22,1 km. l III. íbúðahverfi skipulögð og byggð á árunum 1947 til 1956. íbúða- Flatar- Götu- fjöldi: mál: lengd: I. Skjólin . . 100 2.5 ha. 0.3 km. II. Melar og Hagar . .3300 36 — 6.2 — III. Hliðar og Holt ..2700 45 — 5.0 — | IV. Laugarnes, og Laugarás . .1800 51.5 — 6.0 — | V. Vogar . .1500 18.0 — 1.6 — VI. Sogamýri og Smáíbúðir ..4600 66 — 8 — í VII. Skúlagata . . 600 1.5 — 0.2 — 1 Á árunum 1947 til 1956 eru því reistar íbúðir fyrir 14.600 manns, sem taka yfir 219.5 ha. svæði og lagðar nýar götur 27.5 kílómetra langar í þessum hverfum með öllum raflögnum, vatnsleiðslum og frárennslis- æðum, ásamt götulýsingu eða á tíu ára tímabili. En frá 1937 til ársins 1956 eru byggð upp ný hverfi fyrir 30.400 íbúa, sem ná yfir 348 ha. svæði og lagð- ar í þeim nýjar götur 49.6 kíló- metra langar, ásarnt öllu öðru sem því fylgir, eins og áður er getið. En þetta er hartnær helmingur alls íbúafjölda Reykjavíkur í árslok 1956. Það liggur í augum uppi, að það er feikna átak fyrir ekki stærri bæ en Reykjavík, að hafa á 20 árum skipulagt og undirbúið byggðarsvæði fyrir yfir 30.400 manns í nýjum hverfum, þar sem allt verður að byggja frá grunni, þegar þar að auki er á sama tíma unnið að því að endurbyggja ýmsar höfuðum- ferðaræðar bæjarins, svo sem Lækjargötuna, Hringbráutina og nú Miklubrautina, svo að nefnd séu nokkur dæmi. Útvegun byggingarefnis. En nú er þetta ekki nema einn liður í þeirri fyrirgreiðslu, sem veitt hefir verið. Það ligg- Ur í augum uppi, að í sambandi við svo stórkostlegar bygging- ar, sem farið hafa fram hér í Reykjavík, þá er þörf feikna- fyrirgreiðslu í sambandi við útvegun byggingarefnis. Einn stór liður er þar möl og sandur til steinsteypunnar og margt fleira. í þessu hefir bæjarfé- lagið haft forgöngu, þar til nú allra seinustu ár, að einstak- lingar eru farnir að hefja sand- nám til sölu á byggingarefni. En þessi forganga bæjarins á þeim vettvangi hefir mjög auð- veldað mönnum allar bygging- arframkvæmdir. III. Ný byggfnrsvæði í unclir- búningi. Þá er nú verið að vinna að skipulagningu íbúðasvæða fyr ir allt að 3000 íbúðir, að því erj mér hefir skilizt, á svæðunum sem þegar eru að nokkru byggð, inn að Elliðaám, svo að vonir ættu þá að standa til, að hinir mörgu umsækjendur um bygg- ingarlóðir ættu á næsta ári eða næstu árum að geta fengið úr- lausn. En eins og áður er sagt er það skilyrði þess að hægt sé að úthluta lóðum til bygginga,' að búið sé að ljúka nauðsynleg- j um undirbúningsframkvæmd- um. Það er: Að leggja bráðabirgðavegi, raftaugar, vatnsleiðslur og frá- rennslisæðar. Því sú leið hefur verið valin og talin sjálfsögð að ljúka þessu af fyrst. í stað þess að segja mönnum að byggja þarna, eða á hinum staf num, þótt ekkert þessara nauðsyn- legu og óhjákvæmilegu verka væri aflokið fyrst. En þegar þetta er haft í huga, og menn hafa gert sér grein fyrir nokkr- um staðreyndum, þá fer að verða skiljanlegur sá , langi tími, sem oft líður hjá ýmsum mönnum, frá því þeir senda umsókn um byggingarlóðir, þar til þeir fá þær. Byggt yfir helming íbúanna. En staðreyndirnar eru: íbúa- tala Reykjavíkur hefur tvö- faldast að mestu leyti á 20 ár- um eða að minnsta kosti hefur verið byggt yfir fullan helm- ing íbúa Reykjavíkur á þeim tíma í nýjum hverfum, sem skipulögð hafa vérið alveg að nýju og því hefur orðið að ljúka áður getnum, óhjákvæmileg- um framkvæmdum. Það er skiljanlegt, að þegar til dæmis auglýst er úthlutun byggingar- lóða, í nýju hverfi fyrir 1500 íbúðir, en 3000 aðilar sækja um byggingaidóðir, þá hljóta 1500 að ganga bónleiðir til búðar. En þá verðum við að vonast til, að þeir hinir sömu fái sitt tæki- j íæri við næstu úthlutun, ef I þeir senda þá umsóknir nógu fljótt. j Ilér hef ég nú drepið á nokk- ur atriði í sambandi við hið ó-' trúlega og, mér liggur við að: segja, ævintýralega, átak, sem gert hefur verið af hálfu bæj- arfélagsins í sambandi við hina öru fólksfjölgun í bænum á sviði byggingarmálanna, eða með öðrum orðum að hafa komið því í verk, á ekki lengra tímabili, að inna af hendi nauð- synlegustu undirbúningsráð- stafanir, til að gera öll hin ó- byggðu svæði, sem hér hafa verið talin upp í byrjun þessæ tímabils, hæf til bygginga. En til áherzlu því atriði má benda á að á þessum svæðum hafa verið reistar íbúðir, sem eru 46,4% af öllu íbúðarhúsnæði í bænum frá áramótum 1940 til ársloka 1956. Þær aðgerðir sem þessu átaki fylgja eru svo stór- kostlegar, að æfintýri getur talist, að bæjarfélaginu hefur verið unnt að leysa það af hendi, þegar haft er einnig í huga, að á sama tímabili hafa verið ótal aðrar stórstígar fram kvæmdir af hálfu bæjarfélags- ins, og þar á meðal sumt óhjá- kvæmilegt, vegna hinnar öru fólksfjölgunar. Má þar minna á hin stóru og mörgu skólahús og margt fleira. í næsta kafla mun ég leitast við að draga upp mynd af öðr- um framkvæmdum af hálfu bæjarfélagsins, sem miða að því að bæta úr húsnæðisþörf bæj- arbúa. IV. Aðalframkvæmdir bæjarins í jhúsnæðismálum Reykvíkinga. Eins og bent hefur verið á hér á undan, eru framkvæmdir bæjarins til beinnar og óbeinn- ar fyrirgreiðslu í byggingar- málunum hinar mestu, sem þekkjast í sögu þessa lands og þótt víðar væri leitað, enda vöktu skýrslurnar í þeim mál- um, sem lagðar voru fram á fundum ráðstefnu höfuðborga Norðurlanda, sem haldin var hér í sumar, hina mestu furðu og óskipta athygli fulltrúa hinna höfuðborganna. Ef á að sundurgreina það, sem lögð hefur verið áherzla á hér í Reykjavík af hálfu bæjarfé- lagsins, þá er hægt að skipta því í 6 flokka: I. Undirbúningsstörf til að létta undir með einstaklingum og félögum við íbúðarbygging- ar. II. Bygging bráðabirgðahús- næðis. Framh. á 9. síðu símann, lét hann undan síga með jllu þó, og elti stúlkua ofan í skrifstofuna. Gistihúseigandinn var bæði sigri hrósandi og örvæntingár- fullur og með því lagi sem Frakk ar hafa á þvi að gera mikið úr litlu ýtti hann heyrnartólinu i McWatt og gerði honum ljóst, að nú þvæði hann hendur sinar af þessum óþægilega atburði.. „Halló,“ sagði McWatt á ensku. „Hver er það sem þér viljið tala við?“ Þá hvarf hver blóðdropi úr andliti hans, augun urðu stór, kringlótt og skelfd og hann reik- aði eins og hann hefði verið barinn. „Það er ekki satt‘„ muldraði hann. „Það getur ekki verið satt. Enginn veit að ég er hérna. Það er ómögulegt. Hann er dauður, ^egi ég. Dauður, grafinn og gleymdur. Þvi er veröið að spyrja mig um hann?“ Tvær manneskjur horfðu á McWatt meðan á þessum erfiðu augnablikum stóð, og þær báru það síðar að þær hefðu horft á það hvernig hann missti heyrn- artólið úr máttlausri hendi sinni, og furðuðu sig á þvi, er þær gerðu það, hvaða skelfingarboð- skapur honum hefði borizt, gegn- um þessa dimmu og hvössu nótt. Þá ruddist hann út i veðrið, ærð- ur af hræðslu, steig inn i bílinn sinn, ók ofsalega hratt og hvarf í myrkri næturinnar. Hér um bil fjórum mílum í burtu, fyrir neð- an mjög bratta hæð, rann vagn- inn til og rakst á tré rétt hjá. Hann varð ruglaður af árekstr- inum, hirti ekkert um að það var hellirigning, sté út úr bílnum og skjögraði út í myrkrið. Enginn sá hann hér, þvi að slysið hafði viljað til á afskekkt- um stað og þarna var enginn mannabústaður i þriggja milna f.jarlægð. Hann hljóp eftir brattri geitagötu ofan í dalinn, altekinn af þeirri hugmynd, að láta eins mikið bil eins og mögu- legt væri, vera milli sín og bölv aðs simans. Fjárhirðir rakst á McWatt svo sem 12 klukkustundum síðar, var hann þá röltandi og með há- an hita. Lögreglan, sem hafði heyrt eitthvað um þetta hjá gisti húseigandanum og hafði fundið hinn skaddaða bíl, sem var skrá- settur í Bretlandi, ákvað að hér væri verkefni fyrir brezka kon- súlinn. Þar af leiðandi var brezk- um konsúl gert viðvart og sjúkra vagn sótti svo McWatt niður á ströndina og lcom honum fyrir á brezk-amerísku sjúkrahúsi i Nizza. Hér skildu menn óráðshjal hans, sem var á ensku. Og því meira sem hann neitaði að vera Edward Langley þess undarlegra þótti það. Aftur og aftur endur- tólc hann það sama. ,,Eg heiti Stewart McWatt, heyrið þið það? Edward Langley er dauður, dau.ður, heyrið þið það.“ Þegar siminn hringdi varð hann óður af hræðslu og varð i stundum með valdi að halda hon um frá því að fara úr rúminu. 1 | Aðalefni þessa máís var sent I til Lundúna af konsúlnum og var j það gert samkvæmt ósk um að I hafa upp á skyldmennum hins ókunna manns til þess að láta þá ( vita hvernig komið væri fyrir ^ honum. Lögreglan.var beðin um^ samstarf og það var lögreglu- ( maður með velþroskaða forvitni,' sem beitti sér fyrir þ\ú að kom- ast að því, hvers vegna maður, ! sem héti Stewart McWatt full- yrti svo ákveðið að hann værí ekki Langley, því að EdwarcJ Langley væri dauður. Þá kom- það í ljós að þetta síðara nafrr var nafn manns þess, sem hafðí farizt í eldi, í húsi sem Henry Ansell átti í Willesden. 1 skýrslu lögreglunhar um eldinn, sem hafði orðið að bana þeim Henry Tnsell og Edward Langley var aðeins ein grunsam- leg athugasemd. Ein setning að- greindi sig frá hinum og var rit- uð með barnalegri rithönd leyni- lögregluþjónsins, sem sá um rannsókn málsins. „Hinn látni,. Henry Ansell var lengi grunað- ur um að vera hylmari og var vitað að hann geymdi háar pen- ingaupphæðir í húsi sínu. Ert þegar peningaskápur hans var opnaður var þar lítið fémætt.“ Þrátt fyrir úrskurð rannsókn- Frh. á 9. síðu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.