Vísir - 02.12.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 02.12.1957, Blaðsíða 6
6 VlSIB Mánudaginn 2. desember 1957 wssxss. DAGBLAÐ Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hérsteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. i4ýstárleg fræðibdk á vegum Setbergs Fjölfræðibókin með mörgum myndum. Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út mjög nýstárlega bók. Heitir hún Fjölfræðibókin, og liafa líkar bækur verið gefnar út í mörgum löndum. í þessari bók eru 1800 mynd- ir og eru þar af 900 litmyndir. Lesmál bókarinnar hefur Frey- að finna á hvaða blaðsíðu það er, sem menn v'ilja öðlast fræðslu um. Má sækja í bók þessa geysi- mikla fræðslu um hin marg- víslegustu efni og er að henni bæði gagn og gaman fróðleiks- fúsum lensendum, hvort sem þeir eru ungir eða g'amlir. Bókin er á þriðja hundrað blaðsíður á stærð og kostar 198 kr. Er verðinu mjög í hóf stillt. Forstjóri Setbegs er Arn- björn Kristinsson. „Senn koma jótin .. Símanúmer vort á æfingastöðinni í Sjafnargötu 14 er 1 Símanúmer Símahappdrættisins í Aðalstræti 9 C er 1-62-88 Pantið itiiða í síma. Pantið miða í tíma. Við sendum miða beim. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Geymið auglýsinguna. Það er sannarlega illa gert af Tímanum að hæða hann Þórð Björnsson, bæjarfull- trúa framsóknar. Hann á það sannarlega ekki skilið af Tímamönnum, að um hann sé talað í kersknitón, eins og gert var á annari síðu Tímans á laugardaginn. Þar segir á einum stað: „Þórður Björnsson hefir verið manna skeleggastur í baráttunni við íhaldið.“ Já, hann hefir meira að segja verið svo skeleggur, að þegar sam- herjar hans innan stjórnar- flokkanna hafa haft tök á að koma í veg fyrir, að hann talaði meira, þá skrúfa þeir fyrir hann eins og útvarps- tæki eða svipaðan malanda. Gera þeir þett.a af um- hyggju fyrir íhaldinu, se.n hann Þórður er alltaf að bífa og slá — eða gera þeir þetta af umhyggju fyrir Þórði og öðrum andstæðingum íhalds ins? Finnst mönnum íhalds- ástin svo mikil, að sennilegt sé, að hún ráði? flugvélar, bíla, járnbrautir og skip. Lokakaflinn fjallar uin kvikmyndir. Svo sem áður er sagt, fylgir þessu fjöidi mynda. Frágangur bókarinnar er með afbrigðum: góður. Aftast í bókinni er orða- og nafnaskrá og er þar auðvelt Það er því engin furða, þótt menn spyrji, hvers hann Þórður eigi að gjalda. Og hann getur sagt, laun Tím- ans eru vanþakklæti! | STáL-SI(ÁPAR með færanlegum hillum cg skilrúmum Fyrir bifreiðavarahluti, járnvörur o. fl. Sími 1-12-75. STÁL- SKJALASKÁPAR með færanlegum hillum Nú styttist óðum til jólanna, og vafalaust eru þeir ekki fáir, sem farnir eru að hugsa um það, hvað þeir eigi nú helzt að gefa vinum sínum og venzlafólki í jólagjöf að þessu sinni. Blessuð börnin eru vafalítið farin að telja dagana til jólanna — þau, sem eru þá komin svo á legg, að þau kunni að telja — og öll þykjast þau vita, að hugs- að verði til þeirra á réttan hátt, þegar tíminn kemur eftir rúmar þrjár vikur. Jól- i in fara yfirleitt að ná æ meiri tökum á öllum almenningi, og allir verða þess varir á einhvern hátt, hversu mikill þáttur þau eru orðin í lífi flestra ef ekki allra manna Andrúmsloftið breytist, er þau nálgast. Á kærleiksheimili stjórnarinn- ar var jólanna einnig minnzt í fyrra — eins og vera ber og allir hljóta að muna, þótt mikið vatn sé runnið til sjávar síðan. Blessuð rikis- stjórnin hefði lofað kjósend- um því, að þeir skyldu fá góðar gjafir, og þær áttu að endast eitthvað lengur en til næstu jóla — já, þær áttu að endast árum saman og koma í veg fyrir, að almenn- ingur hefði áhyggjur af afkomu sinni fyrst um sinn. En því miður var barnið — þjóðin — svikið um gjafirn- ar. Þegar til átti að taka sneri stjórnin gjöf sinni upp í það, að taka af þjóðinni í stað þess að færa henni það gull og þá grænu skóga, sem hún hafði verið búin að lofa. Þótti mörgum það ómaklegt, þar sem þjóðin var sannar- lega búin að fá á sig mikla bagga áður, þótt ekki væri á þá bætt. En stjórnarherrarn- ir tóku það ekki nærri sér, því að með þessu voru þeir að tryggja sér setu í ríkis- stjórninni áfram um nokkurt skeið, og þeir skeyttu því engu, þótt eitt svikið loforð bættist ofan á þau, sem þeg- ar höfðu verið svikin gagn- vart kjósendunum. Það verður að viðufkenna, að ríkisstjórnin skammast sín fyrir það, hversu lítið hún hefir gert eftir kokhreystina fyrir kosningar. Hún forðast eins og heitan eldinn að minnast á það, að hún hafi nokkru sinni haft á Orði að hún vissi um einhver varan- leg ráð til að koma efna- hagsmálum þjóðarinnar í lag — og þaðan af síður, að nú skyldi brotið í blað að þessu leyti. Ráðherranefn- urnar roðna — þær, sem eru ekki svo rauðar fyrir, að slíkra litbrigða gæti ekki — ef á það er minnzt, að þeir hafi ekki getað staðið við neitt af því, sem þeir lofuðu forðum. Og nú er rætt um það innan ríkisstjórnarinnar, að ekki verði komizt hjá „jólagjöf“ af sama tagi og á síðasta ári, því að sú í fyrra er upp et- in og vel það. En ráðherrarn- ir eru hræddir við, að önnur samskonar gjöf muni verða afdrifaríkari en sú fyrri, því að í janúarlok verður efnt til kosninga um land allt, og þær verða að miklu leyti ráðnar af framferði stjórn- arinnar og afstöðu kjósenda til hennar. Eru því mikil á- höld um það, hvort ríkis- stjórnin treystir sér til að gera neitt á sviði góðgerðar- starfsemi fyrr en komið er fram í febrúar. Deyfðin yfir þingstörfunum virðist einn- ig benda til þess, því að þar gerist bókstaflega ekkert, að því er helztu mál snerr.1.:’, eins og fjárlögin. Það talar sínu máli. Freysteinn Gunnarsson. steinn Gunnarsson skólastjóri þýtt og staðfært að ýmsu leyti. Bókin er upphaflega rituð af 40 fræðimönnum en 30 teikn- arar teiknað myndir í hana. Er þetta stór bók í smíðum og eru fallegar myndir á spjöld- um hennar og á saurblöðum, eru litmyndir af ýmsum þjóð- flokkum í þjóðbúningum. Eru myndirnar prentaðar í Svíþjóð • og pappírinn síðan sendur hing- að, en lesmál prentað hér og bókin einnig bundin hér. Bók þessi hefst á fræðslu um jörðina og mennina, sem byggja hana, en þá er fjallað um ein- stök lönd og álfur, jarðeðlis- fræði, veðurfræði, himingeim- inn, uppruna lífsins, dýrin og \ lifnaðarhætti þeirra, jurtaríkið, eðlisfræði, náttúruöflin, vélar, samgöngur, tæki, mannvirki, Hvers á hann aS gjafda? Hentugir fyrir skrifstofur, skjala- og bókasöfn o. fl. —- Hagstætt verð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.