Vísir - 02.12.1957, Side 7

Vísir - 02.12.1957, Side 7
Mánudaginn 2. desember 1957 Vf SIB 7 Rak bókaverzluntita frekar sem menningarfyrirtækí en atvinnu. Víðtal vi5 Snæhjörn Jénsson skjalajtýðara, er stofnsetti bókaverzlsirs stna fyrir 30 árum Á morgun, þriðjudaginn 3. desember eru þrjátíu ár liðin frá því er Bókaverzlun Snæ- bjarnar Jónssonr (Engíish Bookshop) var opnut' og bæk- urnar seldar, ásamt ull og lopa og bandi, í lítilli búðarholu í Bankastræti 7. Frá þeim tíma hefir verzl- unin dafnað með hverju árinu sem líður og er nú í röð hinna stærri bókaverzlana bæjarins, þar sem hún er til húsa í Hai’n- arstræti 9. Hefir frá öndverðu verið lagt kapp á útvegun :r- lendra úrvalsbóka og höfuð- áherzlan lögð á að reka fyrir- tækið sem menningarfyrirtæki, ekki síður en sem atvinnufyrir- tæki. í vikunni sem leið hitti fréttamaður Vísis Stofnanda fyrirtækisins og eiganda um 20 ára skeið, að máli, en Snæbjörn varð sjálfur sjötugur á þessu ári. ..Það hefir mörg lygin verið sögð um mig,“ Sagði Snæbjörn, en sú fyrsta stendur í Kirkju- bók Saurbæjarkirkju á Hval- fjarðarströnd, þar sem eg er talinn fæddur 20. maímánaðar 1887, en það rétta er bæði sam- kvæmt vitnisburði foreldra minna og vinnuhjúa á heimil- inu, að eg er fæddur daginn áð- ur — 19. maí — en þann dag var kuldi og norðankóf og þá allagði Reykjavíkurtjörn þótt langt væri komið fram á vor. Þetta var og 57. afmælisdagur Steingríms Thorsteinsson’s skálds. — Hvenær fekktsu áhuga fyrir bókum? — Frá því er eg man fyrst eftir mér hafði eg áhuga fyrir bókum og' það áður en eg Iærði að lesa. Fyrstu bækurnar, sem mér voru gefnar, voru smásögur Torfhildar Hólm, Eskifjarðar- útgáfan að Ijóðum Jóns Ólafs- sonar og gömul sálmabók frá Leirárgörðum (Leirgerður) en á henni lærði eg gotneska letrið*. Örlög ljóðmæla Jóns Ólafsson- ar urðu þau, að eg lánaði þau vinnuhjúum á heimilinu; þau höfðu bókina með sér í fjósið, misstu hana í flórinn og eftir það var hún ekkí bók heldur mykja. Aftur á móti var fvrsta ingu. Þá vantaði Boga einnig umboðsmann fyrir Fræðafélgið hér á landi. en velgengni þess félags bar hann mjög fyrir brjóst'i. Við stofnun bókaverzl bókin, sem ég lærði spjaldarína! unarinnar tók ég við umboö- milli utanbókar ljóðmæli Gríms mu fyrir félagið og hafði það Thomsens frá 1880. Síðan hef ég haft mikið dálæti á Grími. Á 8. aldursári Iærði ég barnalær- dómskverið. Það gerði ég aftur á mótli með ólund og hef haft á því andúð síðan. Þánnig fórust Snæbirni Jóns- á meðan ég rak fyrirtækið. — Þú hefur svo látið tilleið- ast? — Þeir lofuðu mér báðir að- stoð sinríi Bogi og Craigie og ég þáði það. Sumarið 1927 fór ég utan til að hitta þá báða syni orð um fyrstukynni hans af að máli, Boga í Kaupmanna- bókum. Snæbjörn ólst upp í föðurhúsum til 19 ára aldurs, fór þá í Flensborgarskólann og lauk þaðan gagnfræðaprófi en árið 1912 sigldi hann í fyrsta skipti til útlánda, gekk þá í heima- v'istarskóla í London, var þar skaríima hríð, en árið éftir sigldi lfann að nýju til Eng- lands, gekk þá að nýju í skóla, vann á skrifstofu, að landbún- aði og loks um nær þriggja ára skeið hjá brezka hermálaráðu- neytinu. í maí 1919 fór Snæ- björn til Khafnar og kom svo til íslands 1920. — Hvenær byrjaðir þú að fást við bókaverzlun? — Það var áilð sem ég kom heim frá Khöfn. Þá lekk ég at- vinnu í bókaverzlun Ársæls Árnasonar á Laugavegi 4 um nokkurt skeið. Jafnframt vann ég hjá atvinnumálaráðuneytinu og skipti tímanum milli þess og Ársæls unz ég hætti um ára- mótirí 1920—21. Eftir það vann ég fyrst hjá ráðuneytinu, en seinna hjá Helga Magnússyni kaupmanni og hjá honum vann ég i nokkur ár áfram eftir að ég setti bókverzlunina á lagg- irnar. — Hver voru tildrögin til þess að þú stofnaðir sjálfstæða bókaverzlun? — Tveir ágætir menntamenn og menningarfrömuðir, þeir Bog'i Th. Melsteð og Sir Willi- am Craigie færðu í fal við mig, hvort ég vildi ekki koma bóka höfn og Craigie í Englandi. Tóku þeir báðir mér mjög vel, Bogi gekk í ábyrgðir fyrir mig í Danmörku, en Craigie lagði tryggingu inn í banka fyrir mína hönd og talaði fyrir mig við útgefendur. Meðal annars varð ég fyrir tilstilli hans um- boðsmaður fyrir Oxford Uni- versity Press, sem er mesti heið ur sem unnt er að sýna bóksala og ekki hvað sízt þetta umboð lagði grundvöllinn að bóka- verzlun minni hér heima. Sem betur fór þurfti ég trausti hvorugs þessara ágætu manna að bregðast. Pen'inga Craigie notfærði ég mér aldrei og eng- in ábyrgð féll á Boga. En þess skal enn fremur geta Boga Melsteð til verðugs. lofs og heið urs að hann greiddi för mína að öllu leyti úr eigin vas. — Og svo þegar heim kom? — Þá var fyrst hugsað fyrir húsnæði. Ég taldá nJig hafa tryggt mér sæmilegt húsnæði en það brást á síðustu stundu. Þá kom Helgi Mágnússon, minn ágæti húsbndi mér til hjálpar og bauð mér ef ég vildi vera með öðrum í verzlun í Bankastræti 7, en það hús átti Helgi. Þar var fyr'ir umboðs- verzlun, sem Sigurður Sigurz rak fyrir ullarverksmiðjuna Gefjun á Akureyri og seldi lopa, ull og vafalaust einnig dúka. Salan var ekki mikil og Sigurður kvaðst auðveldlega geta rýmt helming'inn af hús- verzlun á laggirnár, sem hefði nænniu' ^>arna setti ég svo upp ekki hvað sízt úrvalsbækur enskar á boðstólum.'Bogi hafði bókaverzlun og höfðurn við báð ir sömu afgreiðslustúlkuna. Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar við opnun í Austurstræti 4 þann 7. apríl 1928. Þá voru bókabirgðirnar ekki meiri en svo að ekki var unnt að fylla allar hillurnar. mikinn áhuga fyi'ir enskum bók: sem kafði þó ekki of mikið að menntum og taldi að íslendingl =eia- ar hefðu sérstaklega gott afj — Reyndist sambýlið vel? því að kynnast enskri menn-j — Ágætlega. Sigurður var ! afbragðsmaður og mér líkaði | mjög vel vlð hann. Samt varð sambýlið skammvinnt, því mér bauðst húsnæði, þar sem ég gat verið einn cg á enn betri stað í bænum. — ITvar var það? —- Það var í Austurstræti 4 í húsnæði Thorvaldsensfélags- ins. Höfðu féiagskonur ákveðið að gera nokkra breytingu á ! verzlun sinni og skipta húsnæð- ýinu í tvennt. Bogi Melsteð j kcmst á snoðir um að þetta stæði fyrif dyrum, gerði mér aðvart um það og bað mig vera skjótráðan. Þangað flutti ég svo bókaverzlun mína og opnaði þar 7. apríl 1928. Ekki voru bóka- birgðir mínar þó meiri en svo, daginn sem ég opnaði, að hill- urnar voru hvergi nærri full- ar. Úr þessu rættist þó skjótt. — Varstu heppinn með starfs fólk? $ns&Jcia;í;mss««í?t!Í Útstilling frá Bókabúð Snæbjarnar í Skemmuglugganum. — Ég hef verið það yfirleitt. Þegar ég flutti bókaverzlun- ina niður í Austurstræti haíði ég til að byrja með tvær ágætar stúlkur, Dórótheu Breiðfjörð og Áslaugu Borg. Árið 1931 réði ég til mín danska afbraðs- stúlku, sem var hjá mér í 8 ár og einnig síðan hef ég haft gott starfslið. — Hvers konar bækur verzl- aðir þú aðallega með?? — Ég reyndi frá úpphafi að reka bókaverzlun mina meir sem menningarfyrirtækí held- ur en sem atvinnu og reyndi af fremsta megni að hafa aðeins þær bækur á boðstólum, sem eitthvert gildi höfðu og ég taldi vera til aukinnar menningar. Það sago'x líka einn merkur Is- lendingur, Sigurður skólameist ari Guðmundsson, að hann teldi bókaverzlun mína í röð fremstu menningarstofnana landsins. Og hafi hún verið það þá, er hún það margfalt frekar nú. — Svo seldirðu? — Já. í árslok 1947 komst verzlunin að fullu og öllu úr eigu minnji og kaupandinn' var Ólafur B. Erlingsson bókaút- gefandi og félagar hans. Mér þótti vænt um að verzlunin komst í þeirra hendur — því hún hefur verið rekin með menningarbrag og í öllu eftip mínu höfði. Með þessu. lauk samtalinu Við Snæbjörn Jónsson, stofnanda verzlunarinnai' fyrir 30 árum, og eiganda um 20 ára seið. En. við þetta bæta að Snæ- björn gaf út nokkrar ágætar, bækur á þeim árum sem hann rak bókaverzluríina og; gerði það með þeim ágætum og af þvílíkri smekkvísi að t'il sannr ar fyrirmyndar var. Má*- þar Framh. á 11. síðu. mm BffcífíSfíf Élfcft Óvenjuíega skemmtileg, karlmannleg og fullkomlega hreinskilin minningabók, sem sameinar alla höfuð- kosti góðrar, vioburðaríkrar ævisögu og fræðandi ferða- PETERfREUCHEH \ tireinskilni Hinn nýlátni íslandsvinur, landkönnuður og ferðalangur hefur frá mörgu skemmtilegu að segja. Hann segir frá barnæsku sinni heima í Nýköbing á Falstri, námsárum sín- um í Kaupmannahöfn, kynnum sínum af fjölda frægra manna, ferðum sínum um Grænland, veiðum sela, rostunga og ísbjarna, skemmtu'num og' veilzlugleði eskimóanna, mat- argerð þeirra og móral. *: í IIREINSKILNI SAGT er bók fyrir alla, unga sem gamla, karla sem konur. Peter Freuchen kann þá list að segja sögur og enginn annar en hann getur skrifað á þennan. sérstæða, skemmtilega hátt um líf sitt og lífsviðhorf. B O K A U T G A F Töðuu^

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.