Vísir - 02.12.1957, Blaðsíða 9

Vísir - 02.12.1957, Blaðsíða 9
Mánudaginn 2. desember 1957 VÍSIR Frh. af 4. s. III. Byggingar til að leigja út. IV. Byggingar til að selja íullgerðar. V. Byggingar til að selja fokheldar eða í sumum tiifell- um hálfiullgerðar. VI. Byggingar til að koma í stað herskálaíbúða og annara hliðstæðra óhæf'ra íbúða og þá í flestum tilfellum handa þeim, sem verstar og erfiðastar heim- ilisástæður hafa vegna fjöl- skyldustærðar e'ca annarra erfiðleika. Fyrsta atriðinu heíur þegar verið gerð skil, en í því felst framlag bæjarfélagsins til að gera byggðahverfin byggileg og. útvegun á sandi og möl til múr- verks húsanna. Bygging bráðabirgðahúsnæð- is hefur sem betur fer ekki ver- ið óumflýjanleg nauðsyn, því reynslan hefur orðið sú, að þótt slík hús ættu aðeins að standa fá ár, þá er yfirleitt ekki verið farið að f jarlægja þau enn sém komið er, og þau sem byggð hafa verið standa enn á sama stað. Bygging Höfðahverfis. Á árinu 1941 voru reistar Afbrot __ Frh. af 4. s. arinnar var ákveðið að taka rannsóknina aftur upp. Scotland Yard gerði út mann til Frakklands, til þess að gera rannsóknir á staðnum. Hann gekk beint að efninu. Hann vildi fá að vita nákvæmlega hvað sagt hefði verið við Stewart McMatt i símanum, þetta kvöld, sem hann flýði æðisgenginn úr gisti- húsinu. Það kom í ljós, að enskir ferða- menn í Nizza vildu fá að tala við enska vini, sem höfðu ráðgert að gista þarna í gistihúsinu, en höfðu tafizt vegna veðurs. Þeg- ar þeim var sagt, að enskur mað- ur væri þarna í gistihúsinu, verð ur skiljanlegt hvernig þeir mis- skildu þetta. „Þá," sagði leynilögregluþjón- inn, „hefur gistihússeigandinn sótt Englendinginn. Er það?" „Já, monsieur," svaraði síma- stúlkan. „Nú vildi ég fá að vita ná- kvæmlega monsieur. Fyrst bað ég hann að bíða. „Attendez un instant," sagði ég við hann. Þá talaði ég við simaþjónustuna i Nizza og sagði þeim að hann væri við linuna og biði eftir því að tala. „Þakka yður fyrir, mademoi- sell," sagði maðúrinn frá Scot- iand Yard. Þér haf:ö sagt mér allt sem ég þarf að vita." Edward Langiey myndi verða á annarri skcðun en Shakespeare þegar hann sagði, að rós myndi anga jafn sætlega hvaða nafn sem hún bæri. Þvi að sannleikur- inn er sá, að ef hann hefði heitið monsieur Smith eða monsieur Jones, eða i rauninni hvaða nafn sem væri annað en Langley, þá hefði slæm samvizka ekki getað skotið honum slíkan skelk í brigu, sem hún gerði, þegar hann heyrði sig kallaðan „mon- sieur l'anglais." • • • 104 eins og tveggja herbergja íbúðir við Höfða, eða hið svo- nefnda Höfðahverfi. Þetta eru timburhús og miðuð við að flytjast í burtu, en þau eru enn- þá á sama stað. Það er athyglis- vert í þossu sambandi, að þetta er á því tímabili, sem innflutn- ingur til bæjarins var sem örastur vegna hinna miklu at- vinnu fyrir herinn. sem þá var j í hámarki og einnig var veriö að koma upp flugvellinum og vegna hans urðu ýmsir að flýja hús sín vegna þeirra fram- kvæmda. Þýddi þar ekki að deila við dómarann, en þetta hverfi var sem sagt óumflýjan- leg bráðabirgðaúrlausn þá. Sem betur fer hefur ekki verið gert meira að byggingum á slíkum brái'abirgðahúsnæði, því bæði er það að slíkt er tiltölulega alltof kostnaðarsamt, ef mörg slík hverfi hefðu verið reist, sem miðuð' voru við stuttan tíma og hefðu svo verið látin standa áfram til stórlýta fyrir útlit bæjarins, en það sem bjargaði því, voru einmitt her- skálarnir, sem losnuðu þegar hernámsliðið fluttist burtu,- en nú er unnið markvisst að' því að fjarlægja þá af bæjarland- inu og mun enginn sakna þess, þegar seinasti bragginn er horfinn, en ég kem að því síðar. Fjölbýlishús viS Hringbraut. Þá voru byggð fjölbýlishús- in með 2ja og 3ja herbergja ibúðum við Hringbrautina, sem síðan voru seld einstaklingum. Segja má, að þær byggingar hafi markað tímamót, fyrir hvað vel var vandað til þeirra. Þá voru og byggð eins—tveggja herbergja íbúðir vi3 Skúlagötu, sem hafa verið leigðar út, en hvort reynslan í sambandi við meðferð og umgengni í þeim húsum hefur orðið eins góð og vonast var eftir er önnur saga, sem ekki verður rakin hér. Það er ekki þeirra sök, sem af góð- um hug tóku þá ákvörðun, að hafa þetta fyrirkomulag á til að hjálpa þeim sem áttu í mestum erfiðleikum vegna húsnæðis- vandræoa. En reynslan er sú, að frá þessu fyrirkomulagi var horfið og þær íbúðabyggingar, sem bæjarfélagið hefur síðan reist haía ýmist verið seldar full- gerðar eða fokheldar, eða á mismunandi byggingarstigi, eftir því hvort margar íbúðir voru á sömu stigagöngum eða ekki. En þá hefur sá háttur verið hafður að fullgera þann hluta sem margar fjölskyldur þurftu að ganga um, en þá var eftir einhver hluti af frágangi inni í ibúðunum sjálfum. Fjölbýlisíiús yiS Lönguhlíð. í framhaldi af því sem ég sagði um fullgeroar íbúðir í fjölbýlishúsum nefni ég hinar myndarlegu 2ja og 3ja her- bergja íbúðir í fjölbýlishúsun-' um við Lönguhlíð til viðbotar húsunum við Hringbrautina. í sambndi við fullgerðu hús- in minnti eg á Bústaðahverfis- húsin. Þar auk , bæjarfélagið við það sem gert var ráð fyrir að væri helmingur af bygging- arkostnaði húsanna, og lánaði það með 3% vöxtum til 50 ára. Það mega teljast vildarkjör á þessum tímum hárra vaxta. Þetta hverfi var að öllu leyti skipulagt af bæjarfélaginu fyr- irfram, þar sem verzlanir, leik- vellir og barnagarðar voru staðsett áður en byrjað var á iramkvæmdum. Þá má minna á þátt bæjar- félagsins í byggingu smáíbúða- hverfisins. Þar var fyrir for- göngu borgarstjóra og Jóhanns Hafstein, bankastjóra, því kom- ið í kring, að menn sem sýndu fulla sjálfsbjargarviðleitni ,og vildu leggja á sig mikla vinnu, gátu notið hennar í sambandi við íbúðarbyggingar, ef þeír unnu að sínum eigin íbúðum í aukavinnu. Smáíbúðahverfið við Sogaveg og Grensásveg cr árangur þessarar framsýni þeirra, sem voru brautryðjend- ur þess, að mjög mikil sjálffj- bjargarviðleitni f jölda manai I var þá leyst úr læðingi, bæði I með áðurnefndum skattaíviln- unum og margskonar fyrir- greiðslu í sambandi við þessar framkvæmdir. > Hér var einnig um það lítil hús að ræða, að það varð að- gengilegra fyrir þá, sem ekki höfðu mikil ráð, að hafa sam- vinnu við að koma húsunum upp með gagnkvæmri hjálp. Algengt var að sjá heilar fjöl- skyldur hjálpar þar að við að koma upp íbúðunum yfir sig, en vafasamt er • að margar þeirra fjölskyldna hefðu nokk- urn tíma fengið það tækifæri, ef það hefði ekki einmitt verið með þessu móti. V. Raí *-iúsin. Þá er komið að aðalátakinu, sem gert hefur verið til að upp- ræta heilsuspillandi íbúðir. Hins vegar hafa þær aðgerðir sem hér hafa verið taldar, bæði beint og óbeint hjálpað til við að fækka þeim. En aðalátakið er í sambandi við 600 íbúðir, sem ákveðið var að byggja í því augnamiði. Við athugun á stærð fjölskyldna, sem bjuggu í herskálum eða öðrum sam- bærilegum heilsuspillandi íbúð um, kom í ljós, að nauðsynlegt var að byggja alls 600 íbúðir fyrir fjölskyldur, sem í slíkum íbúðum bjuggu. Það kom í ljós við athugun, að af þeim þurftu að vera 50 íbúðir 5 herbergja, 190 ibúðir 4 herbergja, 180 þriggja herbergja og 180 tveggja herbergja íbúðir. Fyrsta hverfið af þessari gerð var. staðsett við Bústaða- veg og Réttarholtsveg. Þar var ákveðið að reisa 175 tvegga hæða einnar fjölskyldu raðhús. Þar af sér bærinn um byggingu á 144 húsum en aðrir aðilar sjá um 31 hús. Þessi hús eru stað- ! sett þannig, að þau mynda ramma utan um sameiginlegan ,garð, en þar fyrir utan eru einkalóðir við innganginn í öll |húsin. í öllum húsunum eru 4 herbergi, bað og eldhús með' rúmgóðum borðkrók. Til að i minnka byggingarkostnaðinn var ákveðið að afhenda húsm uppsteypt með þaki og glugg- um með tvöföldu einangrunar- gleri, útidyrahurðum, rmð- stöðvarkerfi og máluð að utan. Mikil vinna einstakl.inga. Það hefur komið í ljós, að mikill hluti þeirra manna, sem þegar þafa flutt inn í þessi hús, hafa afkastað ótrúlega mikilli vinnu sjálfir eða með hjálp vina sinna og þannig sparað sér stórfé við byggingarkostnaðinn. Þar kemur og að fullum notum skattaívilnunin í sambandi við aukavihnu í eigin frítímum. Þetta hverfi er skipulagt sem sérstakt hverfi með nauðsyn- legum verzlunum, barnaleik- völlum og sennilega barnagarði líka. Það liggur engin umferð- aræð í gegnum hverfið, svo það verður engin óeðlileg umferð nema frá og að húsunum. Fyrir öll þessi hús hefur verið sett upp sameiginlegt hitakerfi með sérstöku ketilhúsi, sem kynt er með olíu, en það verð- ur einnig sett í sarriband við Reykja-hitaveituna. Með þessu vinst tvennt, heita vatnið nýt- ist betur'en hingað til og íbúar hverfisins fá ódýrari hita en ella yfir vormánuðina, sumar- mánuðina og haustmánuðina. því ekki þarf að noía olíu við upphitunina nema köldustu vetrarmánuðina. Þetta fyrir- komulag hefur þannig margs- konar þægindi í för með sér fyrir íbúa hverfisins. Þá er alltaf heitt vatn til þvotta pg. til baða í húsunum og fyrir- komulagið verkar eins og alltaf sé heitt uppsprettuvatn til upphitunar. VI. Gnoðaryogsfjölbýlishúsin. í vorbyrjun árið 1956 var byrjað á byggingarundirbún- ingi á fimm 4ra hæða fjölbýlis- húsum við Gnoðarvog. í þeim verða alls 120 íbúðir. Það er 60 íbúðir tvegga herbergja og með öllum nýtízku þægindum. Hár kjallari með rúmgóðu auka. herbergi fyrir hverja íbúð. Einnig verða í þeim 60 þriggja herbergja íbúðir að öllu leyti eins úr garði gerðar. í þeim verður útidyrasími frá' hverri íbúð og sameiginlegt loftnets- kerfi og hátalarakerfi. íbúðirn- ar verða afhentar kaupendum tilbúnar undir málningu að inn- an. Þar sem bæði hreinlætis- og hitakerfin og utanhússmáln- ing fylgir með í kaupunurn. Það þótti ekki heppilegt að af- henda húsin uppsteypt með þaki o. s. frv. eins og við rao- húsin, þar sem eigendurnir eru jafnháðir hver öðrumí húsun- um, en inngangur er sameigin- legur í 8 íbúðir í húsunum og mundi það því valda óþægind- um í sambandi við frágang íbúðanna inni. En þau óþæg- indi eru ekki fyrir hendi við raðhúsin. íbúðirnar verða því afhentar í þannig ástandi, að eigendurnir geta óhindrað - haldið áfram við fráganginn án . tillits til annarra íbúa húsanna. (Framh. greinarinnar kemur í nœsta blaði). Harmsaga - London, að Natasha gæti feng- ið landvistarleyfi í Englandi, til þess að grenhslast eftir ógild- ingu hjónabands síns — ef hún fengi rússneskt vegabréf með árituðu brottfaraleyfi. Framh. af 3. síðu. Eg elska hann enn og eg mun veita honum frelsi, ef það er það, sem hann vill. Eg bið um það eitt í staðinn, að hann veiti mér mitt, með því að krefjast þess opinberlegá, að eg fái rúss- neskt brottfararleyfi sem kona hans. Á því augnabliki, sem hann gerir það, get eg yfirgefið Rússland. Eg er vinnufær og get séð fyrir mér í Englandi, ef nauðsyn krefur, og þarf ekki að þiggja fé af honum." Og að lokum sagði hún af svo djúpri einlægni, sem ekki varð efazt um: „Segið honum, að ef hann hjálpi mér ekki, muni eg leita dauðans." Hverju 'iiasm svaraði. Og Rhona Churchill heldur áfram sögu sinni: í London í gærkvöldi átti eg tal við Clifford Whitehead. Hann strauk hið brúna hár sitt, sem er allmjög tekið að þynnast, og sagði: „Mér finnst nóg komið. Fyrr- verandi kona mín í Rússlandi hefir lengi vitað, að eg er kvæntur aftur. Það er; ekkert, sem eg get gert til hjálpar nú." Hann hlustaði fölur á, er eg sagði honum, að Natasha hefði sjálfsmorð í huga. Hann hristi höfuðið. „Það er ekki á mínu valdi lengur. Það eru svo mörg ár liðin — lífshamingja annara kemur einnig til greina nú." Aftur strauk hann hár sitt. „Eg kvæntist aftur. Eg á tvö börn. Vissulega er það eina svarið, sem eg get gefið nú eða í framtíðinni." í sl. ágústmánuði var því lýst yfir í utanríkisráðuneytinu í Skilyrðisbundin aðstoð. — Nokkrum dögum eftir að • Rhona Churchill hafði birt grein sína skýrði Clifford Whitehead frá því, að hann vildi gera allt sem í hans valdi stæði til að hjálpa Natöshu að byrja nýtt líf, en eitt skilyrði yrði hann að setja, — að hann væri á engan hátt ábyrgur fyr- ir henni eftir að hún væri kom- in til Englands. — Hann lýsti því hversu flókið þetta mal væri ' fyrir sig, vegna konu sinnar og barna þeirra. Það, sem aðallega er þrándur í götu' er það, að lögum samkvæmt verður hann að taka ábyrgð á. Natöshu, eftir að hún er komin til Englands, en hann kveðst: ekki geta tekið á sig fulla á— byrgð, af fyrrgreindum ástæð- um, fjárhagslega og að öðru' leyti, en svo fremi leið fyndist- fram hjá þessum lagabókstaf,. væri hann fús til þess að hjálpa henni að komast til Englands: og byrja nýtt líf þar, en fjöl- skyldu sinnar vegna gætu þau- enga samleið átt eftir komu: hennar þangað. Aðcins konan. — Whithead sagði, að hann- hefði ekki getað um þetta rætt við aðra en konu sína. Hún hefði borið þessar byrðar með honum. „Eg taldi, að blaða- fregnir um málið gætu skaðað Natöshu, en hafði falið lög- fræðingi mjnum að vinna að því í kyrrþei, að Natasha kæm- ist frá Rússlandi. — Hún verð- ur að fá tækifæri til þess að byrja nýtt líf. Til þess verður að finna einhverja leið.'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.