Vísir - 02.12.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 02.12.1957, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Lúíið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Mánudaginn 2. desember 1951 Vöriur ræSir atvinnu- og hafnarmál annað kvöicl. Síðasfi fim'dur að sinrei um framfíð Reykjavíkur. Annað kvöld kl. 8.30 hefst fundur í Varðarfélaginu og verður rætt unv atvinnu- og hafnarmál borgarinnar. Er þetta fjórði fundurinn, sem félagið efnir t'il um „fram- tíð Reykjavíkur", en á hinum hefur verið raétt um orkuþörf bæjarins, skipulagsmál og þar fram eftir götunum, og að þessu sinni verður rætt um þau málefni, sem eru undirstaða allrar velmegunar hér í borg. I atvinnumálanefnd félags- ins, sem hefur lagt fram tillög- ur um atVinnu- og hafnarmál, eru þessir menn: Svavar Páls- son, viðskiptafræffdngur, formað ur, Gunnar J. Friðriksson fram- kv.stjóri, Gunnar Guðjónsson skipamiðlari, Ingvar Vilhjálms- son útgerðarmaður, og Önund- tir Ásgeirsson, viðskiptafræð- ingur. Munu þeir Svavar, Gunn ar Guðjónsson og Önundur reifa málin, sem á dagsrá eru að þessu sinni, en síðan verða frjálsar umræður, svo að mönn- um gefst kostur á að setja fram sjónarmið sín eða gera fyrir- spurnir varðandi atriði, sem þeir óska frekari skýringa á. Sjálfsævisaga Giglis a íslenzku. Kvöldútgáfan á Akureyri hef ur gefið út ævisögu Giglis, söngvarans heimsfræga. Hefir hann ritað bók þessa sjálfur, en íslenzkað hefur Jón- as Rafnar yfirlæknir á Akur- eyri, og er nafn hans trygging fyrir góðu máli. Þetta er 14 arka bók, prýdd mörgúm mynd um. Hún er prentuð í Prent- smiðju Björns Jónssonar á Ak- ureyri. Varðarfélagar eru hvattir til a5 fjölmenna á fundinn, þar sem til umræðu eru hin mikil- vægustu mál fyrir heill og fram tíð bæjarins og um leið afkomu allra bæjarbúa. Tito veikur á Brioni-ey. Tito forseti er veikur og dvelst á heimili sínu á Brioni- ey í Adriahafi. Auk lækna hans eru varafor- setarnir Kardelj og Rankovics hjá honum. Ekkert var kunnugt í nokkra daga hvar Tito var niður kominn og ýmsar getgát- ur komu fram. í blöðum er rætt um hvort Tito muni afsala sér völdum eða létta á sér störfum að ein- hverju leyti og hallast menn að því, að hann muni ekki afsala sér völdum fyrr en hann sé neyddur heilsu sinnar vegna, en varaforsetarnir muni taka á sig nokkurn hluta starfa hans. Herskip tók við farþeg- um Shackletons. Brezka herskipið Protector hefur tekið við öllum farþeg- um, sem voru á eftirlitsskipinu Shackleton, er rakst á jaka á Suðuríshafi. Flutningurinn átti sér stað í skjóli borgarísjaka. -—¦ Hval- veiðiskipið Southern Lily, sem hafði fylgt Shackleton, þar til Protector kem, fer nú til móð- urskips síns, en Protector fylg- ir Shackleton til Suður-Georg- íu. Grænlandsáhugamenn stofna landssamband. Tvö hundruð menn voru á f undi um málið í gær. í gær var stofnað hér í Keykja vík Landssamband íslenzkra Grænlands áhugamanna. Fór stofnfundurinn fram í Iðnó og voru stofnendur um 200. Formaður var kosinn Henry Hálfdánarson.en gjaldkeri Þor- kell Sigurðsson. ðrir í stjórn eru Jón N. Sigurðsson hrlm., Sturla Jónsson stórkaupmaður, Elling Ellingsson forstjóri, Jósef H. Þorgeirsson stud. jur. og Ragn- ar Sturluson verkamaður. Formenn voru kosnir fyr- ir landsfjórðunga. Fyrir Vest- firðingafjórðung Arngrímur Fr. Bjarnasqn kaupmaður, fyrir Norðlendingafjórðung Þorsteinn Stefánsson skipstjóri, Akureyri, fyrir Austfirðingafjórðung Thul- In Johnsen og fyrir Sunnlend- ingafjórðung Björn Sigurbjörns son gjaldgeri, Selfossi. Endurskoðendur voru kosnir Gísli Sigurbjörnsson forstjóri og Hallgrímur Jónsson vélstjóri. Á fundi 28. nóv. var stofnuð deild í Bolungavík og voru stofn endur 50. Þar var kosinn form. Friðrik Sigurbjörnsson, ritari Finnur Th. Jónsson og gjaldkeri Bernódus Halldórsson. Deildir hafa verið stofnaðar eða eru í undirbúningi á Akur- eyri, Isafirði, Akranesi og Sel- fossi. Á stofnfundi Landssambands- ins i Iðnó var Jón Dúasongerð- ur að heiðursfélaga. Margir tóku til máls á fundin- um og ríkti þar mikil eining og áhugi. Að vestan: En veiBlst í þorskanel í Djúpi. Einn bátur, v.b. Valdís, stund ar nú þorsknetaveiðar í ísafjarð ardjúpi. Valdís hefur stundað þessar veiðar í vikutíma og aflað sem svarar 100 kg. í net í lögn. Utflutningur á lýsi. E.s. Þyrill tók fyrir helgi til útflutnings um 130 smálestir af lýsi frá Fisk..imjöl h.f. á ísattrði. Síldveiffitilraunir. Vélb. Ver og Valdís gerðu nýlega tilraunir með síldveiði í ísaíjarðardjúpi. Báru þær eng -n árangur. Aflabrögð í Vestfjörðum hafa yfirleit verið góð síðan haustvertíð hófst og gæftir sæmilegar. Uppscgn samninga. Hásetar á vélbátum hafa sagt upp kjarasamningum við Útgerðarmannafélag ísfirðinga frá og með 31. des. næstk. Þjófur tekinn í kassa. Um helgina voru tvö innbrot f ramin hér í bænum og auk þess brotnar þrjár stórar rúður i verzlunum, en ekki er vita að neinu haf i verið stolið úr sýning- argluggunum. Innbrotin bæði voru framin í fyrrinótt. Annað var í Tjarnar- barinn og þaðan stolið 4—6 lengjum með vindlingapökkum og 200 kr. í peningum. Hitt inn- brotið var í Naustið og þar stolið 8 flöskum af áfengi og 2500 kr. í peningum. Rúður voru brotnar í nótt í verzlun Náttúrulækningafélags- ins að Týsgötu 8, í skartgripa- verzlun Jóns Sigmundssonar að Laugavegi 8 og hjá Andersen & Lauth á Laugavegi 39. 1 grennd við síðastnefnda staðinn fundu lögregiumenn mann, sem hafði falið sig í kassa. Var hann tand- tekinn og fluttur í geymslu lög- reglunnar í nótt.en í morgun tók rannsóknarlögreglan mál hans til meðíerðar. Ný, egypzk áætlun um iðnframkvæmdir. Egypzka stjórnin kom saman. á fund í gœrkveldi og stóð hann 5 klukkustundir. Rœtt var um nýja iðnaðarmálaáœtlun, sem ráðgert er að framkvœma á 3 árum. Áætlun þessi mun vera sam- in með hliðsjón af væntanlegri efnahagsaðstoð frá Rússum, og er ráðgert, að iðnaðarmálaráð- herrann fari til Moskvu bráð- lega og hefnd manna með hon- um. enoingar — si asta bindið koniið út. Bdkfeilsúfgáfan sesidir sex bæknr á jóBamarkaðinn í ár. I gær, 1 des., kom út sjöíta og síðaísa bindi af ritsafninu „Merkir íslendingar", sem Bókfellsútgáfan hefir gefið út. Dr. Þorkell Jóhannsson rekt- or hefir séð um útgáfu bókar- innar eins og hinna fyrri binda. Þetta bindi hefir að geyma 22 ævisögur og er á sjöunda hundr að blaðsíð'ur að stærð. í því er efnisskrá yfir öll sex bindi verksins auk nafnaskrár og telur hún um 4200 nöfn. Eftir- taldar ævisögur eru í bindinu: Eggetr Ólafsson, Finnur Jóns- son biskup, Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, Hannes Finns- son biskup, Árni Þórarinsson biskup, Þórður Björnsson sýslu maður, Steingrímur Jónsson biskup, Síra Árni Helgason, Björn Auðunsson Blöndal sýslum., Baldvin Einarsson, Stephan G. Stephensen skáld, Jón Magnússon ráðherra, Ein- ar H. Kvaran rithöf., Valtýr Guðmundsson alþingism., Sig. Eggerz ráðherra, Hallgrímur Kristinsson forstjóri, Jón Þor- láksson ráðherra, Jón Bald- vinsson bankastj., Tryggvi Þór- hallsson ráðherra og Sveinn Björnsson forseti. Myndir fylgja öllum ævisög- unum, ýmist af viðkomandi mönnum, eða rithandarsýnis- horn þeirra. Bókin er bundin í vandað band. Ritverkið Merkir íslendingar er þá komið allt út. Mun það lengi verða talið meðal ís- lenzkra öndvegisrita þeirra, er fjalla um þjóðleg fræði. Hefir það að geyma 100 ævisögur forustumanna þjóðarinnar á ýmsum öldum. Stærð ritsins er 3000 blaðsíður. Um leið og þessu mikla rit- safni lýkur hefst útgáfa á öðr- um bókaflokki þjóðlegs eðlis, 'sem hlotið hefir heildarheitið íslenzk sendibréf" og Finnur Framh. á 11 síðu. Bardagi við landa- mæri Tunis. í frönskum fregnum er sagt frá bardaga skammt frá landa- mœrum Tunis. Réðust Frakkar þar á flokk, sem var að lauma hergögnum inn í Alsír. Mannfall varð nokkurt í flokknum, og var hann hrakinn á flótta. Árekstur á Stapa: Tvær konur voru einu far- þegarnir, sem meiddust. Varnarliðsmaðurinn meiddist lífs- hættulega og var fluttur til Englands S.I. föstudagskvöld ók banda- rískur varnarliðsmaður fólksbif- reið á áætlunarbifreið Steindórs á Reykjanesvegi með þeim af- leiðingum að hann slasaðist lifs- hættulega og var fluttur til Eng- lands í sjúkrahús. Fregnh- hafa ekki borizt um líðan hans. Þegar bifreiðin VLE 406 ók út úr hliðinu á Keflavíkurflugvelli með miklum hraða var lögregl- unni gert aðvart og hóf hún þeg- ar eftirför. Þegar bifreiðarnar nálguðust Stapann var varnar- liðsmaðurinn 200 metrum á und- an lögreglunni, sem sá bíl með ljósum koma á móti. Síðan hurfu ljósin og reykjarmökkur gaus upp. Bifreiðin hafði ekið á áætl- unarbifreiðina. Farþegar, sem voru í áætlunar- bifreiðinni bera að hún hafi ver- ið stöðvuð eða í þann veginn að stöðvast þegar áreksturinn skeði. Stóð áætlunarbifreiðin út á brún á vinstra vegar helmingi, en varnarliðsmaðurinn hafði verið á hægra vegarhelmingi. Vél bif- reiðarinnar hentist aftur að framsæti við áreksturinn og voru aðrar skemmdir eftir því. Bif- reiðarstjórinn, höfuðkúpubrotn- aði, fótbrotnaði, fékk heilahrist- ing og margháttar önnur meiðsli. 32 fárþegar voru í áætlunar- bifreiðinni. Bifreiðarstjóri áætl- unarbifreiðarinnar meiddist ekki, en tvær konur meiddust, fékk önnur heilahristjng, en hin meiðsli andliti. Aðra farþega sakaði ekki. Telur lögreglan varnarliðsbif- reiðina hafa verið á 75—80 km. hraða þegar áreksturirn varð, sagði fulltrúi lögreglustiórans á Keflavíkur\reIIi Vísi i morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.