Vísir - 03.12.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 03.12.1957, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 3. desember 1957 VÍSIR | 10 bækur koma út hfá Leiftri þessa dagana. JEn tsSis geíur ILeiftur út 30 bseiiur ú úrinu. Þessa dagana eru að koma íit á vegum Leifturs h.f. 10 nýj- ar bækur. en á þessu ári, sem er að líða hefur Leiftur gefið út 30 bækur. ' Aðeins þrjár bækur eru ókomn ar frá Leiftri, en þær eru Sýnir við dánarbeði, eftir William Barrett, Bardaginn við Bjarkar- gil, eftir Karl May og Yfir blik- andi höf, ljóðabók, eftir Sigurð Einarsson. Meðal þeirra bóka, sem koma út þessa dagana er Guðfræðinga- tal 1847—1957, eftir Björn Magn- ússon prófessor. Er hér um að ræða endurrit á minningarritinu Islenzkir Guðfræðingar, 1847 til 1947 sem kom út á aldarafmæli Prestaskóla Islands árið 1947, en með viðaukum og leiðrétting- um. Þá er bók, sem nefnist 1 hendi -Guðs, og eru það prédikanir eftir dr. theol. Eirik V. Albertsson.1 Eru þessar predikanir valdar úr Ællstóru prédikanasafni, sem varð til á hartnær þriggja ára- tuga prestferli höfundarins. Fyrsta ræðan er nýjársdagshug- vekja, en sú síðasta predikun, flutt á gamlárdagskveldi. Þá er Eyjan græna ferðaþætt- ir frá Irlandi, eftir Axel Thor- steinsson. Skiptist bókin í fjóra þætti: Um Irland og Irlendinga, Ferðaþættir frá Norður-lrlandi, Dagur í Dyflinni og þar sem ástin átti sér ekkert griðland. Enn má nefna bókina Flugeld- ar I., nokkrar ritgerðir eftir Pét- ur Jakobson og hafa sumar þess- ar í’itgerðir birst áður í blöðum. Þá er ljóðabók, eftir Ingólf Kristjánsson, Og jörðin snýst . . . og er þetta 4. bók höfundarins. Loks má nefna nokkrar barna og unglingabækur. Meðal þeirra eru Matta-Maja í dansskólanum eftir Björg Gaselle, Hanna í hættu, eftir Brittu Munk, Gull- tárin, barnasögur með myndum. eftir Guðrúnu Jacobsén og Blómálfabókin, sem Freysteinn Gunnarsson hefur þýtt. Málflutningsskrifstofa MAGNÚS THORLACIUS hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. Sími 11875. HáskóSafyrfrlestur um Hermann Hesse. Annað kvöld kl. 8% flytur þýzki sendikennarinn við há- skólann, dr. Hermann Höner fyrirlestur um þýzka skáldið Hermann Hesse. Hermann Hesse varð áttræð- ur 2. júlí síðastliðinn. Hann hefir unnið mikið og merki- legt ævistarf og á sér fjölmarga lensendur víða um heim. Bók- menntaverðlaun Nóbels hlaut hann árið 1946, en 1955 voru honum veitt friðarverðlaun þýzka bóksalasambandsins. Skáldskapur Hesses virðist í fljótu bragði síður nýtízkuleg- ur en verk margra annarra þýzkra skálda. Hann brýtur ekki í bág við allar erfðavenj- ur og viðurkennd skáldskapar- form; í Ijóðum hans og lausu máli hans eru mikil áhrif frá þýzkri rómantík og klassik. Þrátt fyrir það er Hermann Hesse nútímaskáld, enginn byltingamaður að visu, en skarpskyggn, vitur og lífs- reyndur áhorfandi mannlífsins í neyð þess og þrengingum. í skáldskap sínum stefnir hann að því að vísa mönnum veg til samræmis, friðar við sjálfa sig og heiminn. «taur> Fyrirlesturinn verður fluttur á þýzku í 2. kennslustofu og er öllum heimill aðgangur. Minningarsýning um Nonna. Á laugardag var opnuð í ðlinningarsýning í tilefni af aldarafmæli Jóns Sveinssonar. Bogasal Þjóðminjasafnsins Er hún á vegum Menntamála- ráðs. Formaður Menntamálaráðs, Helgi Sæmundsson opnaði sýn- inguna að viðstöddum mennta- málaráðherra og nokkrum boðs- gestum. Sýningin var opnuð al- ■ menningi kl. 5. Haraldur Hannesson, sem hefur safnað saman mjög miklu af verkum Jóns Sveinssonar á mörgum tungumálum, sýndi fréttamönnum sýninguna. Eru þar m. a. æskubréf Nonna til foreldra sinna, dagbækur föður hans, prédikanir, bréfasafn, blaðaúrklippur, ferðasögur, rit- skrá og ýmislegt fleira, en meginhluti sýningarinnar eru bækur Nonna á mörgum málum. Fyrsta sýning 65 ára ntáíara. Opnuð verður í dag sýning á málverkum eftir. Kristján Sig- urðsson í Sýningarsalnimi við Hverfisgötu. Kristján Sigurðsson er fædduf árið 1892. Byrjaði seint að mála enda voru engin tækifæri í þeirri grein lengi vel. Fékk hann íyrst tilsögn í kévöldskóla þeirra' Finns Jónssonar og Jóhanns Briem. Síðar varð hann einn af stofnendum Myndlistarskólans í Reykjavík og að jafnaði verið í stjórn hans og notið þar hand- leiðslu ágætra listamanna. Krist- ján hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum áhugamanna bæðí hér og erlendis, þar á meðal tveimur alþjóðasýningum póst- manna í London og Briissel. Þetta er fyrsta sjálstæða sýning Kristjáns. Eru á henni 20 myndir allt olíumálverk. Fyrirmyndir tekur listamaðurinn hvaðan æva að. Allar eru myndirnar vel unn- ar og litauðg mikil og samsetn- ing þeirra mjög smekkleg. Sýningin er opin frá kl. 10—12 og 2—10 daglega til 11. þ. m. Æfingar eru nú að hefjast að nýju hjá Taflfélagi Reykjavíkur. —. Verður sú næsta á miðviku- dagskvöld kl. 8 í Þórscafé.; Verður þá nýjum félögum veitt viðtaka. Þá er nú í þann mund að byrja úrslita- keppnin á haustmótinu, en þar urðu, sem kunnugt er, þrír menn jafnir urn efsta sætið. Tefla þeir tvöfalda umferð innbyrðis. Jólakjóllinn á dótíurina verður fallegur og ódýr ef þér saumið hann sjálf BUTTER1CK- sniði AUSTDRSTRÆTI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.