Vísir - 05.12.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 05.12.1957, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir, Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefnl heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Fimmtudaginn 5. desember 1957 Pekingstjórn kvíðin vegna nauð- ungarffutninga námsmanna. Þrjár milljónir hraktar af skóla- bekknum. Akureyri með jólásvip. Akureyri í morgun. I fyrrakvöld gerði snjóföl á Akureyri, svo að nú er þar grátt í rót. f morgun var hið fegursta veður, bjart og heiðríkja, en heldur kaldara en. verið hefur. Inflúenzan gerir enn vart við sig á Akureyri og nokkur brögð að því að mönnum slái niður aftur. Rétt áður en inflúenzan kom norður voru ýmsir starfs- hópar bólusettir gegn flenz- unni og bar.það góðan árangur eða í meir en 90 tilfellum af hverju hundraði. Og þeir fáu hinna bólusettu, sem tóku veik- ina, lösnuðust aðeins lítilshátt- ar. Jólasvipur er að koma á bæ- inn, flestar verzlanir eru með jólaskreytingar í gluggum sín- um og nokkurar hinna stærri verzlana hafa éinnig götuskreyt ingar. Nýlega fóru tveir Akureyr- artogaranna, Kaldbakur og Harðbakur, til útlanda með afla sinn, en áður hefur verið skýrt frá því hér í blaðinu að afli þeirra hafi verið tregur. Ástralíuheimsókn Kishis lokið. Kishi forsætisráðherra Jap- ans er lagður af stað frá Astra- líu til Manilla á Filippsieyjum. Að aflokinni hinrii opinberu heimsókn í Ástralíu birtu þeir Kishi, og Menzies, forsætisráð- herra Ástralíu, sameiginlega tilkynningu. Kváðu þe'ir við- ræður hafa verið vinsamlegar og mundu þær koma að góðu gagni. Skuldbundu þeir sig til nánari kynna og samstarfs. Viðræðum v. Brentanos í London lýkur í kvöid. Von Brentano utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands held- ur í dag áfram viðræðum sín- um í London. Hann heldur heimleiðis í kvöld. Hann ræðir við brezka ráðherra mál, sem verða til umræðu á Natofundinum fyr- irhugaða, sennilega einnig kostnaðinn við brezka setulið- ið í V.-Þ. o. fl. Hainimafrskiöld í Pasnasktfis. Dag Hammarskjöld er kom- inn til Damaskus í Sýrlandi og ræðir þar við sýrlenzlcu stjórn- ina ágreiningsmál Sýrlands og fsraels. Hammarskjöld kom því til leiðar meðan hann dvaldist í Amman, að ágreiningur Jord- aníu og ísraels jafnaðist. '0 Spilavíti í Nevada í Banda- ríkjunum liggur undir ákæru fyrir að hafa svildn spilatæki. Fregnir frá Peking herma, að mikil ólga sé ríkjandi meðal þeirra 3.000.000 kínverskra stúd- enta og annarra námsmanna, sem fluttir séu nauðungarflutn- ingi til f jarlægra héraða, til þess að starfa í landbúnaði — til frambúðar. Fyrst var frá þessum áform- um sagt í tilkynningu frá Hisn- huafréttastofunni 11. nóv. s.l. — Þar var sagt, að auk náms- manna, hefðu menn ýmissa stétta í borgum, þeirra meðal opinberir starfsmenn og mennta menn brugðist vel við hvatningu til að taka upp landbúnaðarstörf. Stúdentar, sem þegar eru komnir til fjarlægra héraða munu hafa gert sér einhverjar gyllivonir um framtiðina við þessi störf, en þegar þeir kom- ust að raun um að þeirra beið strit i vinnumennsku alla ævina, kom annað hljóð í strokkinn. Auk þess, sem þeir eru mjög gramir yfir að yfirgefa heimili sín og skyldmenni og . hætta námi, eru þeir beiskir í lund vegna þess, að þeirra bíða erfið lífskjör og lægra kaup en verka- menn fá í verksmiðjum borg- anna. Af hálfu stjórnarvaldanna er tekið fram, að á sviði iðntækni séu Kinverjar alllangt á eftir, og innan skamms tíma verði ekki unnt að sjá landbúnaðinum fyrir nútíma vélum, og verði því enn alllangt fram í tímann, að leggja megináherzlu á að nota mann- lega orku við framleiðslustörfin í sveitunum. Léleg uppskera og aukin matvælaþörf hefur neytt stjórnarvöldin til þeirra úr ræða, sem að ofan greinir, en óánægjan meðal námsmanna er svo megn orðin, að stjórnar- völdin líta á hana sem alvarlegt vandamál. 1 opinberri tilkynn- ingu segir, að námsmenn hafi ekki gert sér glögga grein fyrir hvað I húfi sé, og megintilgang- urinn með aukinni menntun í Kíria sé að koma því til leiðar að verkamenn landsins verði menntaðir og socialistiskir í hugs unarhætti, en þjálfun og mennt- un sérfræðinga væri ekki eins ofarlega á dagskrá. Þar var og tekið fram, að 85 af hverjum 100 íbúum landsins ættu heima í sveitunum, og loks var tekið fram, að aðeins mjög takmark- aður fjöldi nemenda gæti fengið að halda áfram við æðra nám. Rannsóknarlögreglan hefur uppiýst síðustu dagaiía nokkur iirþihrot og þjófhaðartilraunfr tveggja ungra manna, 19 og 21 ára gamaila. Alls eru þetta 9 innbrot og þjófnaðartilraunir og var á sumum stöðunum allmiklum verðmætum stol'ið, einkum. í vörum og þá fyrst og fremst tóbak'i og sælgæti, en einnig fatnaði og fleiru. í tveimur tilfellunum af níu brutust þeir inn saman, en 1 öllum hinum tilfellunum stálu Lélegur afii togara. Akureyri, í gær. Afli Akureyrartogaranna, sem til hefur frétzt, hefur verið ára tregur undanfarið. Á mánudaginn var Harð- bakur búinn að afla 110 lestir og Kaldbakur 135 lestir eftir alllanga útivist og var búist við þeim til hafnar þá og þegar. Óvíst var hvort aflanum yrði landað á Akureyri eða fluttur út. Þessar fögru konur bera suma dýrmætustu skart- gripi sem til eru. Það var bandarísfö skartgripasalinn Winston og Parísar tízku- kóngurinn Jaaues Heim, sem efndu tii sýningar á þeim, og var hún haldin í Mannheim, og aðeins boðið þýzkum stóriðjuhöldum og frúm þeirra. Skartgripirnir sem ein stúlknanna ber eru um 5 millj. króna (ísl.) virði. • Chile hefir slitið stjórnmáia- sambandi við Venezuela, því að sendisveitarmaður frá Chile var handtekinn í Cara- þeir og brutust inn sitt í hvoru lagi og var sá yngri þeirra fé- laga öllu athafrasamari. Innbrotin, sem þeir stóðu að sameiginlega var í Adlonbar á Laugavegi 11 í júnímánuði síð- astliðnúm og í Herratízkuna á Laugavegi 27. Á fyrrnefnda staðnum stálu þeir 18 lengjum af vindlingapökkum og tölu- verðu magni af sælgæti, en í Herratízkunni stálu þeir þrenn um karlmannsfötnuðum, tveim ur frökkum, tvennum stökum buxum, nokkrum skyrtum og einhverju fleira. Á hvorugum staðnum stálu þeir samt pen- ingum. Þá brauzt annar þeirra einn síns liðs aftur inn í Adlonbar snemma í nóvembermánuði s.l. og stal þá 51 lengju með vindl- ingapökkum. Mesti þjófnaður hins piltsins, sem hann stóð einn að, var í sumar, er hann brauzt inn í sælgætisbúð á Laugavegi 8 og stal þaðan allmiklu sælgæti og vindlingum. Hiriir þjófnaðirnir eru allir veigaminni. Sn'ifiwlzicasi ©g byltingin. Prestur einn í háskólanum í Leipzig', A.-Þýzkalandi, hefur verið dæmdur fyrir andbylfingítr starfsemi, Hafði prestur heitið á menn að hlýða jafnan samvizku sinni, þegar þeir væru í vafa um, hvernig þeir ættu að breyta- og fyrir það var hann dæmdur í 5 ára þrælkun. SiKdveiðitilraununa verli fíaEdlð álrais. Þessi mál voru afgreidd á Fiskiþingi í gær: Síldveiðitilraunir, frá fisk- iðnaðar- og tækninefnd. Mælir Fiskiþingið eindregið með því, að síldveiðitilraunum verði haldið áfram líkt og verið hef- ur. Grænlandsmál, frá allsherj- arnefnd. Svofelld ályktun sani þykkt í eínu hljóði: „24. Fiskiþing, 1957, telur rétt og vill styðja það, að stjórnárvöld íslenzka ríkisins hefjist handa nú þegar um að fá opnun Grænlenzkra hafna og! atvinnuréttindi þar viðurkennd til handa íslenzkum útvegs- mönnum, svo fljótt sem verða má.“ Tillögunni fylgdi nokkur greinargerð, sem lýkur með þessum orðum: Fiskiþingið fagnar því stofnun landssani- bands Grænlandsáhugamanna 1. des. 1957 og árnar því heilla. Beitumál, frá fiskiðnaðar- og tækninefnd. Svofelld ályktun samþykkt: „Fiskiþingið skorar á stjórn Fiskifélagsins að vinna að því, að tekið verði upp mat á frystri beitusíld þannig, að við afhendingu síldarinnar verði seljanda gert að láta mats vottorð fylgja. í reglugerð um matið verði meðal annars sett- ar reglur um hve mikill ís megi vera með sildinni, þegar hún er afhent “ Á dagskrá - Fiskiþings í dag eru 15 mál. ------4------ líarSakórlsisi GeysSr 35 ára. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri, í gær. Karlakórinn Geysir á Akur- eyri minntist 35 ára afmælis síns með hófi í Hótel Kea sl. Iaugardagskvöid. Við það tækifæri flutti söng- stjóri Karlakórs Akureyrar Geysismönnum kveðju frá kórnum. Jóhann Ögmundsson á Akureyri flutti gamanvísur um kórfélaga, en Karl Guð- mundsson frá Rvík hermdi eft- ir og Gísli Jónsson mennta- skólkennari las gamankvæði. Geysismenn tóku lagið á milli hins talaða orðs, og skemmtu menn sér hið bezta. Ingimundur Árnason var söngstjóri kórsins í 30 fyrsíu árin, en þá tók Árni sonur hans við og hefur stjórnað kórnum síðan. cas. Tveir piftar uppvísir ai innbrot- um og fsjólnabartiEraunum. Stálu m.a. vindlingum, sælgæti og fatnaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.