Vísir - 07.12.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 07.12.1957, Blaðsíða 7
 Laugardaginn 7. desember 1957 VlSIB — Fyrir fáeinum mánuðum fannst þér gaman að' henda rijósn- aranum hennar ömmu í vatnið. Þegar John kom hingað varstu hræddur um ao hann mundi kóma mér til að langa til Englands — en nú viltu losna við mig sem fyrst! Næint andlit Emilios varð .undir eins alvarlegt og hann tók báðum höndum um hönd hennar. — Bjáninn þinn, sagði hann. — Þú Veist að riiér þykir vænt um þig og finnst þú vera systir mín. Og þú veist að þú ert alltaf velkomin hingað, hvenær sem þig langar til að koma. En það er margt sem hefur breyst hérna síðari John kom. Það er hverju orði sannara. Eg er nærri því búinn að borga „Pegasus“ og hér verður mikið að gera þegar gestakoman hefst í alvöru. Eoraldrar Francesc'u eru farin að telja mig efnaðan. En Colette lét engan bilbug á sér finna. Hún var gröm hon- um ennþá. — Og nú, þegar þú keirist af án mín, sendir þú mig glaður og ánægður til ömmu minnar. Fyrir tveimur mánuðum var allt öðru vísi. Þá hefðuð þið ekki getað komist af án mín hérna í veitingahúsinu. Og börnin.... Hún klökknaði er hún minntist á þau. — Þér var ekki um að eg færi til Englands þá. Emilió tók báðum höndum um höfuð hennai’ og kyssti hana fast á báðar 'kinnarnar. — Það varst þú, sem sagðist ekki vilja eiga heima hérna eftir að eg giftist, sagði hann. — Og það varst þá sém hjálpaðir mér að afla peningá, svo að eg gæti gift mig bráðum. Okkur þykir feikn vænt um þig, carrissima, Francéscu þykir líka vænt um þig og vill hafa þig hérna ef þú vilt.... Hann sagði henni ekki að hann hefði boðist til að selja „Pegasus" til þess að borga læknishjálþina, en John hefði neitað að taka á möti nokkrum eyri. Emilio haíði fengið alveg nýtt álit á Englendingnum, og hann áleit að hann væri Colette góður vinuf — sem mundi verða henni hjálparhella þegar hún kæmi til ættingja sinna í Erig- landi. Það hefði verið allt annað að sleppa henni til framandi lands þegar hún átti engan að og var ómissandi fyrir veitinga- húsið og Fionettifjölskylduna. — Við gleymum aldrei, því sem þú liefur gert fyrir okkur, sagði hann um leið og hann sleppti henni. Hún brosti. — Hafi eg gert eitthvað fyrir ykkur, þá er það ekki nema greiðsla á skuld, sagði hún hægt. — Skuld við Maríu frænku, sem eg get aldrei borgað að fullu. — Þú veizt að mamma vildi að þú æ.ttir heimili hérna um aldur og ævi, sagði Emilio og stóð upp. — En eigi að síður getur þú skroppið til hennar ríku ömmu þinnar. Því ekki það? Þegar vélbáturinn var farinn með Emilio og Biöncu settist Colette og fór að lesa bréf ömmu sinnar aftur. Ástkœra Colette: — Mér er mikil gleði að skrifa þér bréf, sem eg veit að þú lest — loksins Eg get ekki lýst hve ömurlegt það hefur verið fyrir mig í öll þessi ár, að geta ekki náð sambandi við mömmu þína — þú verður að trúa mér er eg segi þetta, og svo reynum við að gleyma fortiðinni. Eg er svo glöð vegna þess að þú hefur fállist á að koma og heimsœkja mig hingað, á þitt raunverulega heimili, og eg vona að þú unir þér vel hérna. Eg hlakka til að sjá þig — John segir að þú sért svo lík henni mömmu þinni — og mér finnst eg varla geta trúað, að þessi draumur sé að rœtast. Eg sendi þér mínar hjartans kveðjur. Þín einlœg amma. Þarna var eftírskrift um ávísunina og að hún gæti fengið meiri peninga lánaða hjá John ef hún þyrfti. Hann fengi pen- inganá aftur undir eiris óg þau kæmi t'il Castleton.... Þvi að vitanlega 'vérður þu hönum samférð'a. Eg felli mig ekki við að þu farir þessa löngu leið ein. Colette sat léngi með bréfið í hendinni og blá augun störöu út í fjarskann. BréfiÖ var skrifað á þykkan, dýran pappír og heimilisfangið Osterley House greypt efst á örkina. — Mamma! Mamma! hvíslaði hún hrygg. — Hvers vegna gat þetta ekki komið fyrir þig, fremur en fyrir mig? Henni fannst kaldhæðni örlaganna áð þetta bréf óg ávísunin kæmi mörgum áru.m of seint. FERÐALAGIÐ UNDIRBÚIÐ. — Hvað er að, Colette? John hafði tekið eftir stúlkunní, sern sat í hnipri á þrepinu — hann hafði séð hana út um gluggann og kom riiður til aö spyrjast fyrir um hvað hefði komið fyrir. — Gcða Coietté mín, þarftu á öxlinni á mér að halda til þess að hugga þig? spurði hann vingjarnlegá. í staö þess að svara rétti hún honum bréfið og ávísunina. — Þetta er ekki hægt, sagði húri grátandi og þurrkaði sér í framan. — Eg get það ekki! Hún amma mín veröur hrædd við mig, eg verð ósvífin við vinnufólkið, og ef það meðhöndlar mig eins og krakka þá rek eg út úr mér tunguna! — Nú finnst mér þú tala éins og krakki, sagði John. — Þú þarft ekki að kvíöa neinu. Við getum farið í lok næstu viku. Pietro er bráðum albata, og önnur hjúkrunarkonán getur orðiö hérna þangað til Emilio giftist. Hún starði á hann og reyndi að jafna sig. — Þú skammast þin auðvitað fyrir mig, eg veit ekkert hvernig eg á að haga mér eða hvernig eg á að vera til fara, og kann enga mannasiði. Eg hefði ekki átt að segja að eg skyldi koma — eg verð eins og villidýr í búri. — Ósköp litið villidýr. Hann hló að henni og þá varð hún reið. Svo bætti hann viö, þurrlega: — Hættu nú þessu bulli, Colette. Farðu og þvoðu þér í framan, og svo skulum við fara í bankann og sækja þessa peninga. Hún horfði efasemdaraugum á ávísunina. — Eg hef aídrei átt svöna mikla peninga á ævi minni, sagði hún allt í einu. —- Og eg veit ekki hvernig maður á að haga sér í banka. Ætlarðu að koma með mér? Svo bætti hún við: — Þeir skrifa í blöð- unum að þú sért ríkur og frægur, og þá hlýtur þú að hafa vit á peningum. John brosti. — Eg er ekki mjög frægur, og alls ekki ríkur — minnsta kosti ekki í sairianburði við hana ömmu þína, sagði hann. — Eg á aðéins það sem eg vinn fyrir sjálfur, en á eng- ari arf. — En það er miklu betra! Nú birti yfir Colette. — Mér er ómögulegt að hugsk til þess að maður bíði eftir að fólk deyi, svo að maður geti erft það! En það eru góðir peningar, sem maður vinnur fyrír sjálfur. — Maður þarf alltaf á þeim að halda, hvort sem þeir eru góðir eða vondir. Én eg veit þó álltaf svo mikið um banka, að eg get hjálpað þér til að fá þessa ávísun greidda, Colette. Og svo getum við keypt farmiða um leið. Og á eftir geturii við athugað hvort við fáúm hentug föt til ferðarinnar handa þér. — Ætlar þú að hjálpa mér að kaupa föt? spurði hún barns- lega. — Eg hef ekkert vit á fötum. Hún leit á bátinn, sem lá bundinn fyrir neðan þrepin — bátinn sem henni þótti svo vænt um og hafði gefið henni tækifæri til að komast leiðar sinnar um vatnið frjáls — heila veröld. — í bát þarf maður ekki að vera í sparifötum, sagði hún döpur. — Eg er hræddur um að eg komi að litlu gagni með að hjálpa þér til að velja föt, sagði John hikandi. — Væri ekki betra að Dagblaðið VÍSIR óskast sent undirrituðum. Áskrifstargjaldið er 20 kr. á mánuði. Nafn ............................................. Heimili .......................................... Dagsetning................ Sendið afgreiðslunni þetta eyðublað í pósti eða á annan hátt, t. d. með útburðarbarninu. Fyíktu Eíði á Frá fréttaritara Vísis. Akranesi í morgun. Unglingar í gágnfríeðaskóla- ATiráness 200 talsins, ásamt- kennuruni, skólastjóra, Ragnari Jólíannéssyni og fræðshiiifefnd.. gengu fylktu liði frá skólanum inn í VaHholt í gær. Þár sem Guðmundur Véstenis- son nemándi i 4 bekk og úmsjón- armaður skólans stakk fýrstu skóflustunguna á lóðinni, þar sem hinn nýi gagnfræðaskóli á að rísa. Fundur m réUarstöSu GrænSands. Nk. þriðjudagskvöld gengst Stúdentafélag Reykjavilair fyrir almennum félagsfundi urn rétt- arstöðu Grænlands. Frummælandi verður dr. Jón Dúason, sem allra manna mest. og bezt veit um þau mál, og um áratugi hefir barizt öfuíli bar- áttu fyrir rétti Isiendinga til Grænlands. Ýmsum merkum baráttumönn- um í Grænlandsmálinu verður boðið sérstákiega að sitja fund- inn. Fundurinn verður haldinn 1 Sjálfstæðishús'inu, og. hefst kL 8,30. Ekkert framboð af rjupu. Eftir upplýsingum er blaðið hefur aflað sér víðsvegar að riiun ekkert framboð nú vera á rjúpu. Flestar kjötverzlanir eiga enga rjúpu og frystrhús heldur ekki. Þessu mun valda bæði, að núi fer rjúpnastofninum fækkandi og snjólétt hefur verið undan- farið. Nokkuð var skotið af' rjúpu í snjónum um daginn, en síðan ekkert eða þá mjög! lítið. Ef nú snjóar eitthvað að ráði er ekki loku fyrir skotið að rjúpan færist nær manna- byggðum og verði þá skotin. Vart mun það þó auka fram- boðið mikið þar eð friðunar- tíminn hefst eftir hálfan mán- uð eða 20. þ.m. og eftirspurn. er geysimikil eins og jafnan- •fyrir jólin. Rita Hayworth, sem enn er í giftingarliuglciðingum, ætlar a® hætta áð Icika í kvikmyndum eftir 2—3 myndir. V og M8NN8IMGAÍI Gefið vinum yðar erlendis góðá og ódýra jólágjöf. — Verð k'r. 90.00. mmmmm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.