Vísir


Vísir - 07.12.1957, Qupperneq 8

Vísir - 07.12.1957, Qupperneq 8
Ekkert blað er ídýrara I áskrift en Vísir. Litið hann fœra yður fréttir og annað lestrarefnl heim — án fyrirhafnar af yðar hélfu. Sími 1-16-60. WXSZlt Laugardaginn 7. desember 1957 Munið, að beir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðíð ókeypis til mánaðamóta. Simi 1-16-60. Mikill framkvæmdahugur K.R. Er að feisa stærsta skíðaskálann. 'Aðalfundur K. R. var haldinn I iþróttaheimili félagsins við Kaplaskjólsveg á miðvikudags- kvöld. Fundarstjóri var Einar Sæm- undsson og ritari Hermann Hall- grímsson. Stjórn félagsins gaf ítarlega skýrslu um starf þess á liðnu ári. Var það mjög víðtækt að venju og margir sigrar unnir í ýmsum íþróttum á árinu. Eru stundaðar 7 íþróttagreinar á vegum félagsins og standa allar með miklum blóma. Skíðadeild félagsins er að Jjúka byggingu stærsta og glæsi- legasta skíðaskála landsins, sem tekinn verður í notkun í vetur. Stendur hann í Skálafelli. Ný vatnslögn hefur verið lögð í Iþróttahús félagsins og fjárfest- ingarleyfis er beðið fyrir gufu- bað o. fl. Iþróttavellir félagsins hafa verið endurbættir og á- kveðið er að rækta skóg í kring- um völlinn til skjóls. Gjaldkeri las upp reikninga fé- lagsins og voru þeir samþykktir einum rómi. Formaður félagsins þakkaði stjórnum deilda þess fyrir mikið og gott starf. Minnt- ist hann þess að 10 ár væru liðin frá þvj að K. R. tók upp deilda- skipun, þar sem hver deild rseður sínum málum og hefði þessi skip an reynzt mjög vel. Samþykkt var þakklæti til bæjarstjórnar Reykjavíkur fyrir að hefja fram kvæmdir við sundlaug í vestur- bænum. Að lokum hylltu fundarmenn gamla K. R. inga með ferföldu húrrahrópi. Stjórn félagsins var endurkjörin og er Erlendur Ó. Pétursson formaður. Sjómaður á síldarbáti dró 180 ufsa yfir sólarhringinn. Fékk 2340 kr. fyrir aflann. Frá fréttaritara Vísis Grlndavík í gær. Menn bjuggust við að síldveið- In myndi glæðast við þennan Btraum, en þær vonir ætla ekki ekki að rætast. í»rír bátar lönd- uðu hér nokkrum tunnum, sá Sem mest hafði var með 16 tunn- ur. Þrír bátar komu ekki að Iandi. Ef ekki breytist til batnaðar með veiðina eru lokin í nánd og eru tveir bátar að ta!ka upp netin og gera má ráð fyrir að fleiri hætti innan skamms. Ofbefdið í Imté- nesíu. Nato-ráðið kvatt til, fundar. Hollenzka stjórnin hefur óskað eftir því, að ráð Norður-Atianz- hafsráðsins, komi saman til fund ar, vegna ofbeidisaðgerða Indo- nesa í garð Hollendinga í Indo- nesíu. Ráðið mun koma saman til þess að ræða þetta mál þegar í dag. Ofsóknum í garð hollenzkra manna þar eystra linnir ekki og eru almennt fordæmdar í hin- um frjálsa heimi. Þrátt fyrir lítinn síldarafla var þó einn af bátverjum með 2340 króna hlut eftir sólarhringinn, og aðrir nokkru minna. Báturinn landaði 952 ufsum, sem voru samtals 10,810 kg. Meðalþyngd hvers ufsa var 11,4 kg. og er stykkið selt á 13 krónur. Þegar skipverjar á bátum, sem gerðir eru út á síld, draga ufsa eða annan fisk á handfæri, tekur bát- urinn engan hlut, en sá sem dregur á allan fisk óskertan. Sá sem minnst dró í þessari veiði- ferð var með 37 ufsa og var verð- mæti þeirra um 480 krónur, en það er svipaður hlutur og há- seti fær úr 70 tunnum síldar. Þegar heppnin hefur verið með hafa margir sjómenn haft góðar aukatekjur af handfæraveiðum, á síldarleysisdögum. Á þeim tíma sem brást algerlega í haust eru þess dæmi að útgerðarmað- urinn lánaði skipverjum bátinn endurgjaldslaust til handfæra- veiða, og var með því tryggt að mennirnir færu ekki úr skips- rúmi og væru til taks þegar sild fór að veiðast að nýju. Maður slasast á Kjalarnesi. Um hádegisleytið í dag varð slys uppi á Kjalarnesi, sem vildi til með þeim hætti að maður féll ofan af vinnupalli og lenti á grjótvegg. Slys þetta varð á bænum Sjávarhólum á Kjalarnesi og maðurinn sem slasaðist heitir Þorgrimur Jónsson. Hann meiddist mikið, brotnaði á báðum handleggjum og skarst í andliti. Sjúkrabíll úr Reykjavík var sendur eftir manninum og maðurinn fluttur hingað til að- gei'ðar. Lenti í sögunarvél og fótbrotnaÖi. Frá fréttaritara Vísis. — Húsavík í gær. Það slys vildi til á bænum Arnarnesi í Kelduhverfi að sonur bóndans þar, Jón Gunn- arsson, lenti í reim af sögunar- vél, Hlaut hann af þessu opið fótbrot mjög slæmt. Var hann fluttur í bifreið til Akureyrar og lagður þar á sjúkrahús. fif VarSarkaffi í VaihöII í dag kl. 3—5 s.d. Merkjasöludagur hjá Flugbjörgunarsveitinnr. Flugbjörgunarsveitin efnir til merkjasöludags á morgun. Þeir sem ætla að selja merkin, eru beðnir að koma á eftirtalda staði, þar sem merkin verða af- hent: Laufásvegur 73, Laugarnes veg 43, Mávahlíð 29, Njálsgötu 40, Verzlun Egils Jakobsen í Austurstræti og Holtsgötu 39. Flugbjörgunarsveitin hefur á að skipa mönnum, sem lagt hafa á sig mikið erfiði til sérþjálfunar og fórnað tíma og fé til þess að sveitin geti gegnt starfi sínu, þegar á þarf að halda. Stofnun Flugbjörgunarsveitarinnar var merkur þáttur í sögu slysavarna á íslandi og til þess að halcla þeirri starfsemi virkri þarf sam- tök fjöldans. Foreldrar leyfið börnum yðar að selja merkin. ■ Á mynd þessari sést Guðmundur Einarsson frá Miðdal mála. mynd úti í náttúrunni. Myndin er tekin við Brennisteinsöldu, skammt frá Landmannalaugum. Sýningu Guðmundar frá Miðdal Sýkur á morgun. Nær helniingur listaverka þeirra sem eru á myndlistarsýn- ingu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal á Skólvörðustíg 43 hafa selzt eða samtals 17 myndir. Á morguu er síðasti dagur sýningarinnar og verður þá opið til kl. 12 á miðnætti. Guðmundur mun breyta um sýningarmyndir að allverulegu Ieyti þessa tvo síðustu daga sýn- ingarinnar og bæta við allmörg- um nýjum myndum. Meðal ann- ars sýnir hann þar 40 teikning- ar, sem skreyta nýútkomna bók eftir hann og nefnist „Bak vio fjöllin". Hér er því að verulegu leyti um nýja sýningu að .ræða. Aðsókn hefur verið góð. Nýtt íslendingafélag stofnað í V.-Þýzkalandi. Samkomustaður þess gamla eyði- lagðist í stríðinu. Úr kvikmyndinni „Meira rokk“, amerískri dans- og söngva- mynd, sem nú er sýnd í Stjörnubíó. Hinn 29. nóvember s. 1. komu íslendingar, staddir í Hamborg, saman á Hotel Reichshof til skrafs og ráðagerða um reglu- bundnar samkomur eða stofn- un félags íslendinga í Hamborg. Frumkvöð þessarar ágætu hug- myndar og^nestan þátt að fram- kvæmd hennar átti dr. Magnús Z. Sigurðsson. Samkoman fór hið bezta fram, eins og við er að búast, þegar Islendingar erlend- is koma saman. Ákveðið var að stofna félag og voru kosin í stjórn þau dr. Magnús Z. Sigurðs son formaður, Birgir Þorgilsson gjaldkeri, og Sigrún Sveinsson, ritari. Aðalræðismaður í Hamborg, Árni Siemsen, sem kunnur er fyrir aðstoð sína við íslendinga liér, heiðraði fundinn með nær- veru sinni og ræddi ég við hann nokkur orð. „Mörgum mun kunnugt um starfsemi Islendingafélags hér í borg fyrir stríð. Gætir þú sagt nokkur orð um það?“ „Fyrir stríð var starfandi | félag Islendinga í Þýzkalandi, með aðalbækistöð í Hamborg og deildum i hinum ýmsu borgum landsins. Stjórnendur voru Björn Kristjánsson, Björn Sv. Björnsson og ég. Við höfðum reglubundnar samkomur, sem voru mjög vel sóttar og virtust mér þær vinsælar meðal landa. Við höfðum ákveðinn samkomu- stað í „Restaurant Patzenhofer“, þar sem mynd Jóns Sigurssonar jók hið íslenzka andrúmsloft. Því miður eyðilagðist þessi staður í styrjöldinni, en gaman hefði verið að geta haldið núverandi samkomur innan veggja gamla félagsins." „Hvernig fór svo eftir stríð?" „Þá lagðist starfsemi félagsins niður af ýmsum ástæðum. Is- lendingar voru ekki margir hér, nema ferðamenn til stuttrar dvalar. Fyrst nú hefur dr. Magn- ús staðið fyrir því að koma á reglubundnum mótum meðal Is- lendinga í Hamborg. Mér finnst ánægjulegt að verða var við hinn íslenzka anda, sem ríkir hér og minnir á liðna tíð. Mig lang- ar að bera dr. Magnúsi mínar innilegustu þakkir fyrir for- göngu hans í þessu máli; þvi hvergi var ákjósanlegra en ein- mitt- hér að auka samheldni Is- lendinga með stofnun félags. Eins og allir vita, er Hamborg miðdepill Isiendinga í V.-Þýzka- landi —- burt séð frá ferðafólki — og auk þess aðal verzlunar- og hafnarborg landsins. Enginn mun koma til Þýzkalands án þess að fara um Hamborg." S. S.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.