Vísir - 10.12.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 10.12.1957, Blaðsíða 1
17. árg. Þriðjudaginn 10. desember 1957^ *1f-| 290. tbl. 4000 kr. sekt fyrir að segja maður hafi kosið. Fram er komið á Alþingi einkennilegt plagg, um breyt- ingar á lögum um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna. Frv. þetta, sem flutt er af ríkisstjórninni, er sett fram í þeirri von, að hin nýju ákvæði geti torveldað Sjálfstæðis- mönnum að vinna næstu bæjarstjórnarkosningar hér í Reykjavík. Frv. ákveður meðal annars, að enginn megi skrifa nöfn þeirra sem kjósa. Enginn má heldur, að viðlögðum 4000 kr. sekítun, segja frá að hann hafi kosið! Þetta er gert til þess aS Sjálfstæðisflokkurinn fái ekki að hafa fulltrúa í kjör- deildum, eins og ætíð hefur tíðkast. Stjórnarflokkunum gerir þetta ákvæði ekki mein, vegna þess, að þeir hafa aldreí haft nægilegan mannafla til að skipa í kjördeildir. Engin „einkenni" mega vera á bílum á kjördaginn, til þess að torvelda Sjálfstæðisflokknum að flytja fólk sitt á kjörstað. Þetta skaðar ekki stjórnarflokkana. Þeir hafa ekki þurft bíla til að flytja á kjörstað þær fáa hræður, seirt kjósa þá. Kosning skal hætta kl. 10 að kvöldi í stað þess að kjördeildir hafa jafnan verið opnar til miðnættis. Allt þetta miðar að því að gera kjósendum sem erfiðast fyrir að nota kosningarrétt sinn og komast á kjörstað. Siík bolabrögö sem þessi hafa sjaldan verið höfð í frammi. Sýnir þetta meðal annars þá hræðslu, sem gripið hefur stjórnarflokkana í sambandi við bæjarstjórnarkosn- ingarnar. Reykvíkingar munu sýna það við kjörborðið, að slíkum brögðum verður ekki tekið með þökkum. Líklegt er. að þetta kosningafrumvarp kommúnistastjórnarinnar muni síórum auka fylgi Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. Ekki rósl siðan á sunnudag. Suðurnesjabátar hafa ekki ró- ið síðan á sunnuðag, en þá urðu þeir að hleypa inn undan stormi. Stöðugar ógæftir hafa verið síð- &n og veðurspáin óhagstæð dag hvern. Einn bátur var þó á sjó í nótt, var það Hólmkell, sem kom með 15 tunnur af síld til Sandgerðis S morgun. Fjórir af bátunum, sem reru írá Akranesi á sunnudag, lögðu netin, en varla gat það heitið að þeir létu reka, því stormur skall á rétt er þeir voru að ljúka við að leggja, svo netin voru dregin eftir stutta stund. Var því tæp- lega hægt að búast við neinum afla, en samt fékk hver bátur 30 til 35 tunnur. Síldin hefur ekki horfið af mið unum enn en heldur sig á tals- verðu dýpi. Eru flestir bátanna tilbúnir að róa þegar gef ur. Gera menn ráð fyrir að róið veðri fram að jólum. Þefarar að verki í Tékkóslóvakíu. Verkalýðssamband Tékkósló- vakíu hefur hafið ákafa sókn gegn áfengisneyzlu. Fregnir, sem borizt hafa til Vinarborgar, herma, að fjöldi manna hafi þegar boðizt til að taka að sér þefarastörf og koma upp um þá, sem vínlykt finnist af á vinnustað. Friðrik efstur í Dallas. í átundu umferð fóru leikar þannig: Friðrik vann Yanovski, Gligoric vann Evans, Najdorf vann Larsen, Szabo gerði jafn- tefli við Reshevski. Staðan er þessi eftir áttundu umferð: Friðrik 5 vinninga, Lar- sen, Szabo, Reshevski og GIi- goric 4% vinning hver, Yan- ovski og Najdorf mcð 3 vinn- inga hvor og Evans meS 2 vinninga. ^¦^y--¦'--:¦¦"'¦¦¦¦¦--''¦¦' .¦.¦-!.".¦ ¦....... -*.- ÞjóSverjinn Waldo Corthes hlýtur að vera með sérstaklega sterkan haus. A. m. k. þolir hann að láta Volkswagen aka þannig upp á höfuðið á sér. Að vísu hefur hann látið kodda við báða vanga sína, til að betur fari um sig, en þeir draga ekki úr þrýstingi á höfuð hans. Hann segist jafnvel ekki fá höfuð- verk af þessu. IsiBibrotsþjófar handsamaéir um helgina. M&bvir rændur í nétt - ntissti örorkiEstyrk sioni. Aðjaranótt sunnudagsins handsamaði lögreglumaður tvo pilta, sem voru að gera tilraun til þess að brjótast inn í verzl- un í Austurstrœti. Lögreglumaður þessi hafði verið um kvöldið að gæzlus- störfum á dansleik í Sjálfstæð- ishúsinu, og var rétt ófarinn þaðan um nóttina, er hann heyrði brothljóð utan að. Flýtti hann sér þá út, og kom að tveimur mönnum, sem voru búnir að brjóta rúðu í hurð verzlunarfyrirtækis eins í Aust- urstræti í því augnamiði að fara þangað inn. Lögreglumaðurinn handtók báða riennina og færði þá á lögreglustöðina. Sömu rióttina hanJitók lög- reglan tvo menn aðra, sem staðnir voru að því að fremja skemmdarverk á bílum. Fengu þeir báðir ókeypis næturdvöl í fangageymslu lögreglunnar og verður að sjálfsögðu gert að bæta tjón það, sem þeir ollu. Maður rændur. 1 gær sótti maður nokkur ör- orkustyrk sinn í Trygginga- stofnun ríkisins, en að því loknu hitti hann kunningja sinn, og drukku þeir saman vín í gær- kveldi. í nótt lögðu þeir leið sína niður að höfn, en þegar þangað kom, fór kunninginn í vasa • örorkustyrkþegans og greip þar veski hans með ör- orkustyrknum, í og hvarf að því búnu sjónum félaga síns. Hefur málið verið kært fyrjr lögreglunni. Almenningur á 3.2 millj. kr. hjá ríkissjóði í ósóttum A og B-vinningum. Margir aðilar hafa ekki hirt um aS sækja 75 þús. kr. vinninga. Það er ekki aS sjá, aS allir hafi þörf fyrir peninga á þess- um „síðustu og verstu tímum". Að minnsta kosti hafa svo margir látið undir höfuð I?ggj- ast að sækja vinninga í happ- drættislánum ríkissjóðs, að það skrá yfir ósótta vinninga frá upphafi vega, og sýnist Vísi við fljóta samlagningu, að þarna sé næstum um 3,2 milljónir króna að ræða — og munar víst um minna. Sumir eru svo rausnarlegir er engu líkara en menn ætli að við ríkissjóð, að þeir sækja ekki gefa ' ríkissjóffd peningana. Mundi víst slíkt vera nýjung hér á landi og víðar, ef satt væri, því að flestum vilja menn heldur gefa en hinu opinbera. í tveim síðustu tölublöðum af Lögbirtingablaðinu er birt 75 þúsund króna vinninga. Ættu eigendur happdrætismiða að fá vinningaskrá og aðgæta fyrir jólin, hvort þeir eigi ekki stórfé hjá ríkissjóði. Þeir ejru margir — skipta víst nokkrum tugum — sem eiga 1000 til 10.000 kr. vinn- inga hjá ríkissjóði, og þeir skipta hundruðum, sem hafa ekki hirt um aS sækjá 500 og 250 krónu vinninga. Má til dæmis geta þess, að ósóttir vinningar í B-flokki, sem dregið var í síðast, þ. e. í júlí, nema næstum fjórðungi úr milljón, og þar er til dæmis stærsti vinningurinn ósóttur — 75 þús. krónur, auk þriggja 10.000 kr. vinn- inga — og þannig mætti lengi telja. Tekjubrestur Samkvæmt yfirliti um tekjur ríkissjóSs til septem- berloka þessa árs, kemur í ljós, að tekjur brestur mjög verulega á nokkrum liðum, sem snerta viðskiptin í land- inu. Mun þar aðallega tvennt koma til greina, skortur á gjaldeyri og mikil hækkun á vöruverð'i. VERÐTOLLUR fystu nítt mánuði ársins varð 109 millj. kr. í staS 140 millj. á sama tíma í fyrra. Mismunur 31 milljón. GJALD AF INNLENDUH TOLLVÖRUM varS kr. 4.955.000.00 í stað kr. 5.762.000.00 í fyrra. Toll- gjald af þessum vörum er nú orSiS svo jhátt að salan fer minnkandi, enda eru tollarnir hærr'i en þekkist í nokkru öðru landi. SÖLUSKATTUR varð 78% millj. í stað 95 millj. kr. í fyrra. Mismunur 16% millj. Samtals nemur tekjubrest- urinn á þessum þremur lið- um 48.3 millj. kr. Sá eini HSur, sem fer veru- lega fram úr áætlun, er hagnaSur af tóbaki og brennivíni, sem er 27 millj. kr. hærri en á sama tíma í fyrra. Ákve&iS í dag um þátttöku Eisenhowers í Natofundi. Ákvörðun verður tekin um það í dag hvort Eisenhower fqr seti situr Parísarfund N.-A.- varnarbandalagsins, sem hefst í París næstk. mánudag. Forsetinn hefur dvalizt und- angengna daga á búgarði sínum við Gettysburg, en er væntan- legur til Washington í dag. Fer þá fram skoðun á honum og segja læknar álit sitt um hvort heilsa h|ans; Ueyijji þátttöku í íundinum. Farnir á NATO- fund í París. Forsæt'isráðherra Hermann Jónasson og utanríkisráðherra Guðmundur í. Guðmundsson fóru utan í dag til þess að sitja fund Atlantshafsbandalagsins, er hefst í París 16. þ. m. (Utanríikisr áð'uney tið, Rvík, 10. des. 1957).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.