Vísir - 12.12.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 12.12.1957, Blaðsíða 1
WE 17. árg. Fimmtudaginn 12, desember 1957 291. tbl. Veríb að reisa um 8S m. háan reykháf á Akranesi Þetia er hæsti reykháfur á lainciinu. Gðmul beita er á öngli Búlganins, Keykháfurinn mikli á Sements verksmiðjunni á Akranesi er nú ©rðinn hæsti reykháfur á land- inu og gnæfir hátt yf ir Akranes- hæ. Hann hækkar enn um 4 metra á degi hverjum og í dag er hann 54 metra hár orðinn. Enn er eft- ir að steypa 10—12 metra-ofan á hann og verður þvi verki lokið í byrjun næstu viku. Það er ýmsum annmörkum háð að vinna að slikri steypu- vinnu í vetrarveðrum hvenær sem er. Hefur hvassviðri þegar komizt upp í 10 vindstig á með- an unnið var að reykháfnum, en kom ekki að sök, sem hetur fór, Friðrik er é í 3ja sætí. f 9. umferð í Dallas fór svo, að Reshevsky sigraði Friðrik Olafsson. í 10. umferð sigraði Reshev- sky Najdorf, en jafntefli varð hjá Friðrik og Evans, Gligoric og Szabo, en biðskák hjá Lar- sen og Yanowski, Að lokinni 10. umferð er staðan þessi: Reshevsky 6%, Gligoric 6, Friðrik 5%, Szabo 5%, Larsen 4% og biðskák, Yanowsky 4 og biðskák, Naj- dorf 4 og Evans 3 vinninga. f 11. umferð munu þessir leika saman: Friðrik og Naj- dorf, Gligoric og Reshevsky, Larsen og Evans, Szabo og Yanowsky. enda tryggilega og vel um allt búið. Auk reykháfsins er unnið að byggingu Kvarnahússins af miklu kappi og áherzla lögð á að koma því upp hið fyrsta. Stærð þess öll verður helmingi stærri en háskólabyggingin í Reykja- vik og geta menn þá farið nokk- uð nærri um stærð þess. 3ja ára þræl -vegna floífa. í Austur-Þýzkalandi hafa verið þyngd ákvæði hegning- arlaga fyrir flóttatilraunir úr landi. Þeir, sem reyna að flytja vestur fyrir tjald, eiga nú yfir höfði sér, að vera dæmdir í þriggja ára fangelsi, ef á þá sannast að hafa undirbúið flótta eða reynt að flýja. En þrátt fyrir síaukna gæzlu og men neigi á hættu, að vera skotnir á flótta, heldur flóttinn áfram. Seðlavelta vex i Bretlandi. EnglandsbanM býst við mikl- um viðskiptum fyrir jólin. Kemur það fram í því, segir bankinn, að seðlaveltan hefir vaxið um 14,4 millj. punda síð- ustu vikur. Hún er nú 95 millj. punda meiri en í fyrra og hefir aldrei verið meiri, er í heild 2 milljarðar. SjálfstæðisféSögiii efna til fundar unt kosningalögin. Fjölmennið á fundinn kl. 8.30. Vörður, Hvöt, Heimdallur og Óðinn halda sameiginlegan fund í kvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishús- inu. Umræðuefni: Að hverju stefna kosningahömlux ríkis- stjórnarinnar? Frummælendur á fundinum verða alþingismennirnir Bjarni Benediktsson og Gunnar Thor- oddsen. Tilefni fundarins er það, að fyrir nokkru lagði rikisstjórn in fram á Alþingi frumvarp um breytingar á kosningalögunum. Miðar það að því að skerða kosn- ingarrétt manna og er að öllu leyti gegn lýðræðisskoðunum vestrænna rikja. Allt Sjálfstæð- isfólk er velkomið á fundinn meðan húsrúm leyfir. Kýpurmál rætt á næturfundi hjá 8þ. Stjórnmálanefnd allsherjar- þingsins ræddi Kýpurmálið á fundi í nótt. Fundi var frestað, án þess nokkur atkvæðagreiðsla færi i fram. Noble fulltrúi Breta lagði til, að reynt yrði að ná samkomulagi á þríveldafundi (þ. e. Breta, Grikkja og Tyrkja). Eisenhower ræðtr bréf hans vs5 trúnaðar- ntenn sína. Eisenhower forseti rseðir í dag við Ihelztu ráðunauta sína bréf Búlganins forsætisráðherra Ráðstjórnarríkjanna, en á morg. un leggur hann af stað til Par- ísar. Bx-éfið var birt í gær, en bréf Búlganins til Gailiards forsætisráðherra Frakklands og Macmillans forsætisráðlierra Bretlands, hafa ekki enn verið birt. Líkiegt er talið. að bréfin til Gaillards og Macmillans séu sama efnis og lík að orðalagi og bréfið til Eisenhowers. í bréfinu til Eisenhowers er ekkert nýtt. Búiganin iofar brottflutningi herliðs Rússa frá fylgiríkjum þeirra, gegn því að Bretar, Frakkar og Bandaríkja- menn flytji allt herlið sitt burt frá V.-Þýzkalandi og öðrum Natolöndum. Gamla beitan. Með þessu væri Vestur- Evrópa svipt mikilvægum vörn um. Rússar losnuðu við Banda- ríkjamenn af meginlandinu, en hefðu sjálfir þá aðstöðu, að geta flutt lið í skyndi inn á þau landsvæði, sem þeir nú yfirgefa, en þá aðstöðu hefðu Banda- ríkjamenn ekki. Þá stingur Búlganin upp á belti, þar sem ekki mætti vera neinn kjarnorkuvígbúnaður, eldflaugastöðvar o. s. frv., þ. e. með öðrum gamla tillagan um hlutlaust belti sem hér kemur fram. Er hér því beitt bæði að því er brottflutninginn varðar og hlutlausa beltið — gamalli beitu. Einnig stingur B. upp á fundi aeðstu manna. Markmiðið er hið sama sem jafnan fyrr: Að losna við her- afla Bandaríkjamanna og veikja varnir Nato. Engar beinar hótanir koma fram í bréfinu, en það er talað um það, að ef sam- komulag náist ekki sé öllum leiðum lokað, að því er virðist um alla framtíð, um sameiningu Þýzkalands. Af hálfu Vesturveldanna eða höfuðleigtoga þeirra hefur sú skoðun verið ofán á, að fundur æðstu manna mundi ekki ná til- gangi sínum ef haldinn væri nú — og það mundi valda meiru illu en góðu ef haldinn væri, án þess tryggt væri fvrirfram eitt- hvert samkomulag. Þekktasti dýratemjari Bertram Mills-hringleikahússins í Lundúnum hefur nýlega gefið út bók um samskipti sín og dýranna. Á útgáfudegi bókarinnar kom hann í skrifstofu út- gefanda með eftirlætið sitt, tígrislæðuna „Begum", sem lagðist þar við eitt skrifborðið. Stúlkan virðist ekki vitund hrœdd viS óargadýrið. Bátarnir fengu ntokafla í Grindavíkursjó í nótt. Margir fengu 150-240 tn. Mikil síld í Miðnessjó en lítíí veiði. Reknetabátarnir voru allir á sjó í nótt og voru þeir ýmist í Grindavíkursjó eða í Miðnessjó. Þeir, sem voru í Grindavíkursjó fengu afbragðs gróða veiði, frá 150 til 240 tunnur á bát. Margiir voru með yfir 200 tunnur. Ullartekjur Ástraiu 9 Frakkar eru sagðir hafa far- ið framá 100 mUU. dollara lán í Bandaríkjunum. íekjur af ullarframleiðslu og sölu í Ástralíu mutiu rýrna, að því er áætlað er, á yfirstand- andi fjárhagsári, sem lýkur í júní næsta ár. Gert er ráð fyrir, að tekju- rýrnunin muni nema 130 millj. ástralskra punda eða um 25% miðað við fyrra fjárhags- ár. Aðalorsökin er verðrýrnun á heimsmarkaðnum. 1 gærkvöldi voru miklar lóðn- ingar í Miðnessjó og gerðu menn sér vonir um mikla veiði, en það var eins og verið hefur í haust, lítið af sild í netunum. Tvílögðu margir og koma þeir bátar að mun seinna, en þeir sem voru í Grindavíkursjó, þótt þeir eigi skemmri leiði í land. Sex bátar Haraldar Böðvars- sonar á Akranesii voru í Grinda- víkursjó og voru þeir fyrstu væntanlegir til Akraness kl. 9,30 í morgun. Var afli þeirra áætlað- ur 900 tunnur samtals. Veðurspáin fyrir næsta sólar- hring er ekki hagstæð fyrir rek- netabátana. Kröpp lægð hefur myndazt út af Vestf jörðum, sem talið er að muni valda austan hvassviðri á síldarmiðunum. Er því ekki gert ráð fyrir að bátarn ir geti róið í kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.