Vísir - 14.12.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 14.12.1957, Blaðsíða 6
VtSIR Laugardaginn 14. desember 1957. Wl’SlSS. D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritsfejóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Eiís 'tijjís atf irúmtíi: Rödd úr svartholi. BEítt er brosað. Búlganin hefir sett upp eins- konar jólabros, þegar hann settist síðast við bréfaskrift- ir til stjórnmálamanna hjá iýðræðisþjóðunum fyrir nokkrum dögum. En hann hefir ekki haft þá góðu, gömlu jólavenju að bjóða upp á nýmeti — hann hefir sannarlega ekki nagað penna stöngina, meðan hann hefir velt því fyrir sér, hvað hann gæti sagt nýtt í bréfum sín- um. Það eru gömlu lumm- urnar, sem komnar eru á borðið rétt einu sinni, og það eru harla litlar líkur til þess, að þær þyki fallegri eða renni betur niður að þessu sinni en áður. Tillögurnar eru hinar sömu og áður: Sovétríkin skuli flytja á brott hersveitir sínar frá iöndunum með fram járn- tjaldinu, ef Bandaríkin vilji á móti fallast á að flytja 1 hersveitir sínar frá, V.- Þýzkalandi og öðrum lönd- 1 um Atlantshafsbandalagsins. Alltaf er það aðalatriðið, að dregið sé úr vörnum í V.- Evrópu, því að þótt rúss- neskar hersveitir verði flutt- ar eitthvað austur á bóginn, þá tekur það þær fáeinar stundir að' komast aftur í somu varðstöðvar og áður. Árangurinn yrði því í raun- inni óbreytt aðstaða Rússa gegn stórhættulega veikri aðstöðu allra Evrópuþjóða vestan járntjalds — miðað við það, sem nú er. Kommúnistar eru jafnan hættu- legastir, þegar þeir brosa blíðlegast. Það hefir oft komið á daginn, að þeg- ar þeir látast vera til- búnir til samninga, sitja þeir á svikráðum við þá, sem þeir segjast reiðubúnir til að semja við eins og jafningja. Þannig fóru þeir að gagn- vart Pal Maleter og öðrum foringjum ungversku þjóð- arinnar fyrir þrettán mán- uðum og rúmlega það, þegar þeir létust vera fúsir til að semja um það,að sovc.herinn skyldi fluttur úr Ungverja- landi. Síðan hafa Maleter og félagar hans ekki sézt og hafa jaínvel fallið fyrir morðingjahendi. Imre Nagy taldi, að hægt væri að treysta loforðum gamalla baráttufélaga sinna, þegar hann hafði leynzt um skeið í sendiráði Júgóslavíu í Budapest, og ráðstjórnarfull- trúar samþykktu, að hann fengi að fara úr landi. Síðan hefir enginn séð Nagy og fé- laga hans, eða fjölskyldur þeirra, konur og börn — og enginn getur sagt með vissu, hvort þetta fólk sé lifandi eða einnig fallið fyrir morð- ingjahendi, Og hvernig var ekki farið með pólsku stjórn- málamennina, sem ginntir voru til Moskvu til viðræðna um framtíð Póllands? Jú, þeir voru þegar handteknir, og veit enginn hvort þeir voru skotnir tafarlaust, eða hvort þeim leyfist að svelta og þræla austur í Síbiríu eða á öðrum slíkum stöðum. Þannig er ferill mannúðar- stefnunnar, sem þykist hafa forustu í að koma á friði í heiminum. Þessi er fortíðin, sem menn eiga ekki að láta sér úr minni líða, því að eng- inn má láta þá blekkingu ná tökum á sér, að kommúnistar hugsi og hegði sér eins og venjulegt, heiðvirt fólk. Kommúnistum er ekki sjálf- rátt, ef þeir gera það, og raunar má segja, að maður geti ekki í senn verið kom- múnisti og heiðvirður dreng- skaparmaður. Það á alveg eins við hér á landi og annars staðar. Setið á svtkráðum. Engan þarf að undra, þótt kom- múnistar hvarvetna sitji á svikráðum við lýðræðissinna og lýðræðisþjóðirnar, þegar á það er litið, hvernig á- standið er á hinu mikla „heimili“ þeirra. Þar er hver höndin upp á móti annari, og sá, sem sigrar i-dag, veit það eitt, að hann hefir eignazt enn fleiri óvildarmenn en áður en hann sigraði. For- ingjarnir sitja á svikráðum hver við annan, eins og allt- af kemur í ljós við og við, enda þótt sigurvegarinn þori ekki ævinlega að gera alla höfðinu styttri, eins og gert var við Beria til hátíða- brigða um jólaleytið fyrir fjórum árum. Hinn frjálsi heimur kveður sjálfur upp dauðadóminn yfir sér, ef hann treystir fag- urgala og loforðum komm- únista skilyrðislaust. Til- gangurinn hjá kommúnistum er að svæfa hinn írjálsa Á morgun koma skilaboð frá manni, sem er í fangelsi. Hvernig ætli það sé að vera í fangelsi? Það er misjafnt og fer aðallega eftir þvi, hvað menn hafa með sér inn i fangaklef- ann. Hafa með sér? Menn fá ekkert að hafa með sér. Allt er tekið af þeim, meira að segja fötin. Þeir eru auk heldur svipt- ir mannorði sínu, nema svo vel takist til, að þeir verði sýknaðir fyrir dómi. Og þó mun ýmsum þykja blettur á þeim allt að einu. En eitt er ekki tekið af þeim: Samvizkan. Og sá, sem er í fangelsi með góða samvizku er áreiðanlega betur farinn en hinn, sem gengur laus með vonda samvizku. Maðurinn, sem skilaboðin koma frá á morgun, er í vondu fangolsi. Hann situr í mýrkum kiefa. Fúl siepja af byrgðum j sagga ð veggjum, gólfið bert og þvalt. Ek’ ort rúmstæði, ekkert ! brekárt. Á rammiegri hurð er | ofurlít'l rauf. Inn um hána er f’eyvt i haT,n mátarbita og lögg af vat'-’i í skítugri skál. Fangelsið er í kjallara mikils líastala. Uppi yfir er dýrindis ! öll. Þar er hvers kyns yndi: Skartmunir, listaverk, öll hugs- anleg hægindi. Þjónar ganga um tugum saman. Hvern dag er eitthvað til fagnaðar og hverja nótt fyllast hinir ginnfögru sal- ir af angan dýrra veiga og kostu legra ilmvatna, af ómi hörpu- strengja og dúnmjúkum fóta- burði fagurra dansmeyja. Þá situr glæsilegt mannval að krás- um og vel er orðum hagað og hvergi ber skugga á. í öndvegi er kóngurinn Heródes og drottn- ing hans, frjálslynt fólk, sem fer ekki að smáborgaralegum sið- venjum og gömlum; kreddum varðandi hjúskaparmál og aðra smámuni. Drottning þessi var áður gift bróður konungs, en skildi við hann og tók saman við Heródes, sem var hressilegri og heppnari í pólitíkinni. Verst, að hann var farinn að renna hýru auga til dóttur hennar, munað- arseggurinn sá arna! En svo sannarlega sem hún hét Heró- días og var klók drottning skyldi hún sjá til þess, að hún missti ekki karlflykkið í greip- arnar á þeirri lostugu flennu, dótturnefnunni! Villidýrið í dýflissunni skyldi hjálpa henni til þess, óbeinlínis. Með hann að agni skyldi hún ginna þau til þess að vinna verk, sem drægi eitthvað úr lyst þeirra hvoru á öðru, alltent i svipinn. „Villidýrið" í dýflissunni hét Jóhannes, nefndur skírari. Hann var þröngsýnn maður. Því að hann hafði næma, óbilgjarna samvizku og lotningu fyrir einu aðeins: Guði og sannleik hans. Hann var furðu djarfur, hafði sagt við sjálfan kónginn: „Þú mátt ekki eiga konu bróður þíns“. Var ekki eðlilegt, að kon- ungur reiddist? Var ekki sjálf- sagt að loka svo óskammfeiln- um munni í eitt skipti fyrir öll? Bara maður þyrði að drepa Eimskip. hann! En það var varla óhætt. Dettifoss fór frá Ríga 11. des. Fólkið hélt, að þessi tannhvassi ti! og Rvk. Fjall foss fór frá Seyðisfirði í gær til Akureyrar og Siglufjarð- ar, og þaðan til Liverpool, London og Rotterdam. Goða- foss fór frá Rvk. 11. des. til eitt skammarvíg í viðbót. i K.höfn. Lagarfoss fór frá heim, svo að hægt verði að vinna á honum sofandi. Kommúnista munar ekki um \ kreddupési talaði Guðs orð. Það kynni að snúast á sveif með hættulegum, pólitískum keppi- nautum og rægja völdin af hon- um, Heródesi. Rétt að fara var- lega. Það var enda algengast, að þeir, sem unnu til þess að lenda í svartholinu yrðu sjálfdauðir. Sagði fátt af flestum, sem þang- að fóru. En einu sinni auðnaðist Jó- hannesi að koma orðum til vina sinr.a gegnum raufina á kleía- hurðinni. Og hvað lá honum á hjarta? Hann notaði ekki þetta dýrmæta tækifæri til þess að biðja fyrir skilaboð til Heródes- ar og taka orð sín aftur ogæskja vægð’ar. 1 einveru, myrkri, dauni og ógn dýflisunnar var hann ennþá vissari en nokkru sinni fyrr, að það var aðeins eitt, sem skipti máli. Fyrir alla. Alla-, sem höfðu hlustað á boð- skap hans, alla, sem höfðu ekki heyrt hann. Og þetta eina var Jesús Kristur. Jóhannes hafði varið lifi sínu til þess að benda á hann, vitna um komu hans, boða, að frelsarinn væri í nánd, hinn fyrirheitni lausnari og konungur mannshjartans. Þeirri köllun skyldi hann vera trúr til síðasta andvarps. Þess vegna sendi hann vini sína beint til Jesús sjálfs, til þess að þeir fengju að heyra af vörum hans þann vitnisburð, sem skæri úr. Og vinir hans fóru og spurðu Jesúm: „Ert þú þá sá, sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars?“ Jesús svarar, óbeint en ótví- rætt. Enginn gat verið í efa um, að hann svaraði játandi. Jó- hannes var hálshöggvinn skömmu siðar, höfuð hans borið á fati inn í veizlusal hallarinnar eitt kvöldið, þegar gleðin var venju fremur konungleg og hinni glæsilegu drottningu hafði ennþá einu sinni tekizt ao' sýna svart á hvítu, hver var snjöllust í djörfum leik. En svo undar- legur ertu, lesandi sæll, að þú lýtur hinu blóðga, óhreina höfði þröngsýnismannsins lotningar- fullum huga, en allir hinir, sem fyrir ber í höllinni, eru skuggar viðbjóðs og afskræmis. Mætti ég aðeins spyrja: Er afstaða þín öldungis eins gagnvart veruleik líðandi stundar og viðhorfum lífsin.s i dag? Ég spyr þig af því ég spyr sjálfan mig. En annað er það þó, sem varðar ennþá meiru: Skilaboðin. Hver er Jesús Kristur? Er hann sá, sem koma skal, eða áttu að vænta annars? Er hann sá, sem hefur lausnina á vanda þínum er hann eina hjálpin? Er hann sá, sem þú leitar að innst inni, lífgjöf frá Guði handa sálu þinni? Skilaboðin eru í spúrnar- formi. En þau vísa til hans, sem einn getur svarað, Jesú Krists sjálfs. Þau eru í rauninni leit hans að þér, spurning hans: Hvar ertu, barnið mitt?, kall hans: Komdu til mín! í Viðey fyrir ttæpri ýld. 1 Minningum Jóns Jónssonar, er birtar voru í Tímariti Þjóð- ræknisfélags Islendinga 1934, nú endurprentuðum í nýútkomnum Frey, er sagt frá daglegu lífi „á sunnlenzku höfuðbóli fyrir tæpri öld“, en Jón gerðist vinnu- maður í Viðey 1862. Húsbóndi þar var þá Ólafur Magnússon Stephensen, en hann var sonur Magnúsar konferenzráðs Step- hensen. Fer hér á eftir dálitill kafli úr minningum J. J. Á vetrum lét frúin allar sinar stúlkur vinna við ullarvinnu og sauma- skap alla rúmhelga daga. Ólaf- ur smiður var alla daga í prent- smiðjunni að smíða og gera við það, sem þurfti. Mikið þurfti af meisum og misjafnir voru þeir að stærð. Stundum var hann úti í smiðju að smiða Ijái. Þá þurfti marga, því að hver sláttu maður hafði þrjá ljái yfir dag- inn. Dengdi smiðurinn alla ljái fyrir alla. Á kveldin óf Ólafur oft. Á piltaloftinu héldu vinnumennirnir til, er útiverkum var lokið. Sumir að vinna hrosshár og flétta reipi, og einn, sem kunni að spinna, spann hamp í hrognkelsanet. Um heustið, þegar húsbóndinn var að raða niður þessum verk- um, sagði hann mér að konan sín vildi eiga vökuvinnu mína. Frúin (Sigríður. Hún var ekkja síra Tómasar Sæmundssonar) kom svo til mín og sagði, að ég ætti að kemba fyrir þær. Eg sagðizt hafa kembt, en sá væri gallinn á, að ég sé svo kvöldsvæf ur, að ekki sé mögulegt fyrir mig að vaka við jafn leiðinlega vinnu. Hún brosti við og sagðist ekki trúa því, að jafn stór og fallegur stúlknahópur gæti ekki haldið mér vakandi. Fór ég síð- an að kemba fyrir Valgerði þjónustu mína. Fékk ég lof fyr- ir, að ég kembdi vel, en strax fór að svífa á mig svefn og hrökk ég upp við það, að annar kamburinn féll á gólfið. Eg bjóst við, að frúin mundi reiðast, en hún brosti að og sagðist hafa heyrt, að ég væri vel lesandi, og því hafi hún hér bók, sem mundi vekja mig og hressa upp stúlk- urnar, ef ég læsi í henni stund- ar korn. Það voru fornaldarsög- ur Norðurlanda. Fór brátt af mér allur svefn, og ekki nóg með það, stúlkurnar unnu nú af meira kappi en fyrr. v Kveldlestur. Fór það nú svo, að ég kembdi dálitla stund á hverju kvöldi en las svo sögur þangað til stúlk- urnar fóru að mjólka, en er það var búið var lesinn kveld- lestur og gerði Magnús það, og sat við dyrnar milli herbergj- anna, svo að húsbóndinn gæti heyrt .... húsbóndinn byrjaði, því að hann var raddmaður mik- ill, og allir sungu, sem gátu, því að nógar bækur voru til. Eftir lesturinn kom kveldskatturinn og allir áttu að fara að hátta kl. 10,30, en allir fóru ætíð snemma á fætur. Vestm.eyjum 12. des. til Ríga og Ventspils. Reykja- foss kom til Rvk. 7. des. frá Rotterdam. Tröllafoss kom til New York 11. des. frá Rvk. Tungufoss fór frá ísa- firði 12. des. til Húsavíkur, Siglufjarðar og Akureyrar. Drangajökull fór frá K.höfn New York. Gullfoss kom til Rvk. í gær frá Leith og 10. des. til Rvk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.