Vísir - 14.12.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 14.12.1957, Blaðsíða 10
10 VISIR Laugardaginn 14. desember 1957 > * o vvwvwvvvvv ^borotlihj ji s Quentín: !< K |: r\( A \ || CJour N N !: l 22 A i| ÁSTARSAG A ;! ^vwwwww SKILNAÐARSTUNDIN. Það var þungbært að skilja við Pietro. Bianca var hrifin af þvi að Colette ætti að fara til ríkrár ömmu sinnar. Hún hlakkaöi til að fá marga stóra böggla í pósti, og gerði sér von um að hægðarleikur yrði að standa uppi í hárinu á Francescu, að minnsta kosti fyrstu mánuðina, meðan hún væri nýgift. En þaö var meiri vandi að hugga Pietro. — Eg vil ekki að Colette fari, sagði hann einbeittur. — Þú skalt fá bátinn minn, caro, hafði hún sagt til að hugga hann. — En læknirinn segir að eg megi ekki róa, langa-lengi. Pietro var alls ekkert þakklátur John, sem hafði bjargað lífi hans. Þegar maður er tíu ára er það aðeins líðandi stund sem gildir, og þó að Pietro félli mætavel við Englendinginn, fannst honum að John legði ýmiskonar hömlur á hann. — Hvaða gagn er aö því að eiga bát þegar maður má ekki róa. — Emilio fer með þig í veiði, fyrst í stað, svaraði Colette. Og þegar frá líður getur þú farið einn. Lízt þér ekki vel á það? Pietro kinkaði kolli og augun gljáðu. — Jú, eg meinti þaö ekki svoleiðis. Víst er það gaman. Eg hef lengi óskað að eg ætti bát. En eg vil komast út og hlaupa og róa og veiða, en ekki kúra hérna eins og einhver karlfauskur. John brosti. Hann skildi það mikið í ítölsku að hann þóttist vita hvað drengurinn sagði. Hann fann að það var ekki nema eðlilegt að Pietro væri orðinn óþolinmóður, og að það var merki um að hann væri að verða albata. Það var engin von að barnið skildi, að það hefði verið i dauöans greipum. — Heyrðu drengur minn, það er aðeins af því að mig langar að þú getir gert þetta allt, sem þú verður að vera þolinmóður dálitla stund enn, sagði hann með áherzlu. — Þú hefur verið einstaklega þægur. En þú mátt ekki láta Colette veröa hrædda um að þú farir þér að voða þegar hún er farin. — En eg vil ekki að Colette fari. Þær eru svo leiðinlegar þessar John hafði áhyggjur af drengnum. Honum var illa við að hann yrði angurvær, því að það gat spillt batanum. Svo sagði hann hugsunarlaust: — Pietro, við veiðum kynstrin öll í Eng- landi líka. Langar þig til að koma til Castleton seinna í sumar, áður en þú byrjar í skólanum? Breytingin sem varö á andliti drengsins var nægilega skýrt .svar. En Colette leit við og augun gljáðu: — Æ, John, heldurðu að hann fái leyfi til þess? Heldurðu að hún amma amist ekki við því? Drengurinn tók fast í höndina á John, en hann sagði glað- lega: — Ef hún amast við því getur Pietro verið hjá mér. Það er ekki langt frá Osterley House og miklu nær sjónum. — Hjartans þakkir, hvíslaði Pietro á ensku. Augu Colette þökkuðu John án orða og hann fann að hann yrði að taka við Pietro í sumar, þó aö hann yrði önnum kafinn á spítalanum. — En þá verður þú að gegna því, sem eg hef sagt, sagði John og stóð upp. — Og gera nákvæmlega það, sem dr. Adler segir þér, líka. — Si, si. Bianca vill sjálfsagt koma líka, en stelpur gera ekki annað en þvælast fyrir þegar karlmenn fara í veiði. — Bianca hefur ekki verið veik, sagði John og brosti. Þú færð að koma einn í þetta sinn. En næsta sumar getur verið að við bjóðum Bíöncu líka. Pietro hafði lagst út af í rúminu aftur. Hann hafði fengið nóg að hugsa um að dreyma um. Þegar þau voru komin út á ganginn hvíslaði Colette. — Er hann ekki of ungur til að ferð- ast einn? En John hristi höfuðið. — Nei, lestanærðirnir líta eftir honum. Þá loksins að þau lögðu upp frá Albergo Fionetti voru allir vel ánægðir. En Lucia var með tárin í augunum er hún faðmaði þau, og Bianca fór að gráta þegar Colette steig ofan í bátinn. Emilio hefði helzt viljað kveðja fóstursystur sína á brautar- stöðinni upp á ekta ítalska vísu — með tárum og gjöfum og blómum og veifingum, en Colette hafði þvertekið fyrir það. — Viljið þið að eg heimski mig á að skæla fyrir augunum á fólkinu, sem fer með sömu lestinni? spurði hún reið. — Eg ætla að kveðja ykkur öll hérna heima — og eg ætla að hugsa til ykkar allra hérna, þangað til eg kem aftur. Þá finnst mér að eg sé ekki að kveðja ykkur fyrir fullt og allt. Þau höfðu fallizt á þetta nauðug viljug, en það var Emilio, sem flutti þau yfir vatnið á „Pegasus". Colette kvaddi hann og Francescu á bryggjunni. — Farðu nú vel með hann, carrissima, sagði hún á ítölsku við stúlkuna, eftir að hún hafði kysst hann á báðar kinnar. Francesca hafði lofað því, að hún virtist svo hamingjusöm að Colette var sannfærð um, að framtíð Emilios væri í góðum höndum. Farangurinn hafði verið sendur á undan, beint á Victoria Station í London — Colette þótti þaö býsna undravert fyrirkomulag að farangurinn skyldi rata fylgdarlaust. — Segir þú að við sjáum ekki farangurinn okkar fyrr en við komum til London? Getur hann ekki týnzt — og hvað gera tollmennirnir? hafði hún spurt. — Hann týnist ekki, og tollskoðunin verður á Victoria Station. Hann brosti og sýndi henni kvittanamiðana fyrir farangrinum. En hún var ekki sannfærð samt. — Þiv sendir ekki töskuna með verkfærunum þínum? — Nei, þau gætu skemmst. — Það getur tágakoffortið rnitt líka, sagði hún, en loks féllst hún samt á að afhenda það. Þáð hafði lengi verið þyrnir í auga Johns, og honurn þótt gott að losna við þaö um stund. Þetta var stórt, ferhyrnt tágakoffort með loki. í lokið voru festar tvær ólar, sem hægt var að girða um koffortið. Colette hafði fundið ^þennan grip á skranloftinu i Albergo Fionetti, þegar John hafði hana hvort hana vantaði ekki koffort. — María frænka gí& mér þetta, sagði hún. — Það víkkar út og rúmar miklu meira en venjuleg koffort. Sem betur fór gat hann afgreitt það sem ferðagóss og keypti svo litla tösku handa Colette, undir það sem hún þurfti að hafa uppi við á leiðinni. En hafi hann þurft að skammast sín fyrir koffortið þurfti hann ekki að skammast sín fyrir samferðakonuna, hugsaði hann með sér. Colette hagaði sér eins og háttvís dama, — Þú sómir þér prýðilega í þessum ferðafötum, Colette, sagði hann. — Þú ert ekkert lík litlu villidýri núna. Og ekki lík svölunni minni heldur, bætti hann við i huganum. LEYFINU LOKIÐ. Þau sátu í matvagninum í Basel-hraðlestinni og voru að snæða úrvals miödegisverð. Og Colette hagaði sér eins og hún hefði ekki gert annað um æfina en að ferðast á fyrsta farrými. Nýju fötin höfðu gert kraftaverk á henni. Þó að enn stafaði frá henni æskuljómi, var hún ekki eins barnaleg og áður. — í fyrra skiptið sem eg fór yfir fjallið lágum við mamma niðri í heyhlassi á vagni hjá einhverjum bónda, sagði hún lágt. — Við vorum þrjár vikur að komast á burt úr Frakklandi. Við vorum uppgefnar og skítugar þegar við komum yfir landamærin, og heyið var krökt af fló. — Reyndu að gleyma því Colette. Hann lagði hendina á hand- arbakið á henni á borðinu. — Þetta er upphaf nýs æfintýris hjá þér, og hún móðir þín mundi gleðjast af því. hjúkrunarkonur. Það er Colette ein, sem nennir að le'sa fyrir mig, kjökraði Pietro. — Eg held að hún mamma viti það, og eg held að hún sé glöð, svaraði Colette. — Hún er með honum pabba núna, og þau | vilja að eg verði kurteis við hana ömmu mina. E» R. Burroughs — TAPlZ/IW — 2513 . Tarzan og aðrir, sem í ' salnum voru, sáu nú viður- t eign Remus og drottningar- innar, sem bar að með svo skjótum hætti að ekki var tími til að hlaupa á milli. Remu stökk með. spjótið til Leeru og keyrði það á hol. Drottningin féll dauð til jarðar. kvöldvökunni Mamma, eg auglýsti undir öðru nafni að mig langaði til að kynnast vel stæðum manni með kunningsskap fyrir aug- um. Og fékkstu svar? Já, eitt — frá pabba. ★ Hann: Er eg nógu góður fyr- ir þig? Hún: Nei, en þú er of góður fyrir aðrar stúlkur. it Elskan mín. Eg gæti dáið fyrir þig'. Þú ert alltaf að tala um þetta, en lætur aldrei verða neitt úr því. ★ Manstu eftir hjónunum, sem við mættum á skipinu og buð- um heim? Já. Jæja, þau héldu að við meint um það og koma í næstu viku. ★ Frændi getur ekki ákveðið hvort hann eigi að fá sér kýr eða reiðhjól. Hann mundi sannarlega verða til athlægis, ef hann riði um á belju. Já, en verra væri að rnjólka reiðhjól. ★ Það stal einhver kúnni minni, en það kemur honum ekki að neinu gagni. Af því að eg tók alla mjólk- Nú hvers vegna ekki? ina úr henni í gær. ★ Það er skrýtið þetta með kjúklingana. Nú, hvað þá? Þú veizt, að kjúklingar eru einu skepnurnar, sem þú getur borðað áður en þeir fæðast. ★ Eg ætla að kaupa hana. Hvers vegna? Svo að eg fái lituð páskaegg. Haninn hlýtur að verpa lituð- um eggjum. -------•------- JóSahátíi Nor- rænafélagsins. Jólaliátíð Norræna félagsins verðnr lialdin í Tjamarcaffé á morg'un. Jólahátðin er fastur liður í samkonuihaldi félagsins og- hefur jafnan verið fjölmennt á þeirri skemmtun. I Hátiðin hefst með því að Thorolf Smith, fréttamaður, flyt ur ávarp, þá segir Jón Púlma- son, alþingismaður, frá íslenzk- um jólasiðum og Þuríður Páls- dóttir óperusöngkona syngur nokkur lög við undirleik Jórunn ar Viðar. Einnig verður haldið talnahappdrættj, öðru nafn(j| ,.Bingo“ og að lokum verður dansað. Er þetta annað skemmtikvöld- ið, sem Norræna félagið efnir til í vetur. Kvöldvökur félagsins eru mjög vel sóttar og þykja hinar skemmtilegustu og var hin fyrsta á vetrinum haldin í október. Aðgangur er ókeypis fyrir fé- lagsmenn og gesti þeirra, en ný- ! ir félagar geta látið skrá sig við I innganginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.