Vísir - 17.12.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 17.12.1957, Blaðsíða 10
10 VISIR Þriðjudaginn 17. desember 1957 Lestin brunaði í sífeldum krókum yfir fjallið. Snæþaktir tind- arnir voru rauðgullnir í bjarma sólarlagsins, og ljósin sáust í gluggunum í kofunum uppi í brekkunum. John starði hugfanginn á landslagið. Hann hugsaði með sér: Eg hef verið í Sviss í sex vikur og ekki stigið fæti út fyrir Lugano. Eflaust mun mörgum finnast að eg hafi verið býsna athafnalítill! En hann hafði ekki langað til að fara neitt. Hon- um hafði liðið svo vel í Albergo Fionetti. — Þú ert eflaust þreytt, sagði John. — Þú getur lagst fyrir undir eins og við komum í frönsku lestina. Colette brosti. — Þú ert svo nærgætinn, John. En eg býst ekki við að eg sofi í nótt. Það er svo mikið hérna inni.... hún lagði höndina á brjóstið. — Mér finnst eg mundi aldrei sofna framar.... Hann maldaði ekki í móinn. Hann var viss um að hún mundi steinsofna undir eins og hún kæmi í svefnvagninn. Hún hélt áfram, hugsandi: — Líklega hefur það verið rangt að vera svona ósvífin við njósnarann. Pater Angeli skammaði mig fyrir það á eftir. Hann sagði að stoltið væri ein af stór- syndunum og að maður ætti alltaf að vera góður við gamalt fólk. Henni ömmu finnst eg sjálfsagt vera hræðileg mann- eskja.... John skildi hve mikið þessi játning hafði kostað hana. En hann gat hughreyst hana í fullri einlægni. — Ef hún hefði ekki skilið hvernig þér leið mundi hún ekki hafa skrifað þér eins og hún gerði. Eg hugsa að þú verðir hissa þegar þú hittir Helen Stannisford, Colette. Hún hefur liðið of mikið fyrir meinleysi sitt og auðsveipni — fyrir að láta manninn sinn kúga sig. Eg held að hana langi til að láta þig skilja það. En hún er sam- vizkusöm og vafalaust segir hún ekki eitt misjafnt orð um manninn sinn. Hún mun gera ráð fyrir að þú sért of ung til að skilja sjónarmið hennar. Eg er ekkert barn, sagði Colette lágt, og nú langaði John ekk- ert til að erta hana. Hann sagði vingjarnlega: Aldurinn skiptir svo litlu máli. Þegar maður er barn finnst manni þrjátíu ár mikill aldur, og þegar maður er sjötugur finnst manni tuttugu og tvö ár enginn aldur. Colette hló. Það var í fyrsta skiptið sem hún hló síðan lestin íór frá Lugano. — Eftir átta ár er eg þrítug, sagði hún. — Eg held það sé ekki aldurinn sem-skiptir máli, heldur hjartað. Svo bætti hún við, alvarleg: — Eg hef verið fullorðin síðan eg var tólf ára. — Eftir átta ár er eg fjörutíu og fimm og líklega leiðinlegur og rykfallinn — kannske með ístru líka. Hann hripaði teikn- ingu aftan á matseðilinn og gladdist er hann sá að alvörusvip- tirinn hvarf af henni. Og eg verð líklega enn óvinsælli á spítal- anum en eg er nú. — Ó-óvinsæll? í fyrsta skipti skildi hún ekki hvað í enska orðinu lá. — Hvað áttu við með því? — Það er maður, sem engum fellur vel við. Leiðinlegur maður. Hann brosti. — Undirmönnum mínum finnst eg vera harðstjóri. — Þú ert ekki leiðinlegur! sagði liún með ákefð og svo hátt að ýmsir gestirnir í vagninum litu við og brostu. — Þú er hygg- inn og góður og þú hlær að öllu, sem er skemmtilegt. — Þú þekkir mig ekki nema sem gest í sumarleyfi, svaraði hann þurrlega. — Þegar eg er að vinna er eg allur annar maður. Meðal annars óþolinmóður. Eg verö nefnilega að vinna hratt, og þoli ekki neitt slugs og seinagang kringum mig á stofunni. — Það er skiljanlegt í jafn áríðandi starfi og þínu. Það er gott að eg er ekki hjúkrunarkona hjá þér, Hann brosti aftur. — Það finnst mér líka. Eg kann betur við þig sem listkonu. En nú er bezt að við förum inn í klefann okkar. í klefanum var aðeins einn farþegi auk þeirra, fullorðinn mað- ur, sem svaf í sætinu sínu. Þau hættu að tala saman til að ónáða ekki manninn sem svaf. Nú var ekki hægt að sjá lands- lagið fyrir myrkri, og dregið var úr Ijósunum í klefunum, svo að bláir náttlamparnir vörpuðu draugalegum blæ frá sér. Colette tók af sér hattinn og hnipraði sig inn í hornið sitt, og þegar hún var sofnuð lagði John væröarvoð yfir hana. Hún, sem hélt að hún mundi ekki sofna í nótt, var steinsofnuð strax. Þetta hafði verið erfið vika hjá þeim báðum, hugsaði John með sér er hann fór út í ganginn til að reykja síðasta vindling- inn. Það hafði hrært hann innilega að sjá hana sofandi, og hann vonaði af heilum hug að þau — hann sjálfur, Steve frændi, Bella frænka og amma Solette — hefðu ráðið vel, er þau fengu barnið heim til sín til Englands. Hún virtist svo saklaus og varnarlaus þarna sem hún kúrði sig í horninu, en svefninn hafði þegar afmáð þreytuna úr andlit hennar. Hann minntist þegar hann hafði horft á Luciu gömlu sofandi og varð hugsi og starði út í myrkrið. Hvað var það sem Lucia hafði sagt: — Veit ekki maðurinn að augun eru spegill sálarinnar? En skurðlæknirinn, sem hafði séð svo mörg meðvitundarlaus andlit, gat ekki séð að sálina vantaði í andlit Colette þarna sem hún svaf — þarna var barnssál, róleg og með trúnaðar- trausti. Nú hékk myndin af Luciu á eldhúsþilinu, og þó að hún urraði og yppti öxum hvenær sem einhver hafði orð á að það væri líkt henni, vissi hann samt að henni þótti undurvænt um myndina. Sér til mikillar furðu fann John að hann langaði að hverfa aftur til Albergo Fionetti. Það var alveg eins og hann hefði skilið þar eftir einhvern hluta af sjálfum sér — John sem var í fríi sem var frjáls og sæll.... Hann var ekki vanur angurblíðu- hugleiðingum, en þarna stóð hann lengi í ganginum og var að hugsa um þetta. Kannske hafði honum þótt vænt um staðinn og Luciu og Fionetti fjölskylduna af því að hann sá þetta allt með augum Colette, og af því að honum hafði verið svo vel tekið. Þessi undarlega þrá var svo gerólík þeim hug sem maöur er í þegar maður flytur á burt frá gistihúsi eða kunningjum, sem maður hefur dvalið hjá. HVAÐ GEYMIR FRAMTÍÐIN? Colette vaknaði skömmu eftir að John var seztur í hornið á móti henni. Hann hafði sofnað og hún sætti sig vel við að horfa á hann sofandi. Bláa ljósið frá lömpunum gerði klefann svo óraunverulegan, og gamli maðurinn sem var með þeim í klefan- um hraut hátt. Colette hafði dreymt að hún væri á leiðinni upp að San Salvatore, og hún var nokkrar sekúndur að átta sig á hvar hún var. Það hlaut að vera orðið framorðið, því að ekki heyrðist mannamál úti á ganginum, og hvergi sást Ijós úr glugga úti í myrkrinu. Þau áttu að koma til Basel um miðnætti. Colette reyndi að bægja frá sér öllum hugsunum um fjöl- skylduna sína og Albergo Fionetti. Hún reyndi að hugsa um »John. Allt var svo óvirkilegt í þessu bláa ljósi, en óvirkilegast var þó að hún, Colette Berenger, skyldi vera á leið til Englands, á heimilið sem hún hafði heitstrengt að sjá aldrei. Stundum sagði skynsemin henni að hún hefði breytt rétt. en annað veifið fannst henni hún hata John fyrir að hann hafði komið henni til að gleyma andúðinni á ömmu sinni. En fyrst og fremst var hún. hrædd. Hún var hrædd við það ókomna. Hvað vissi hún um ömmu sína annað en það að hún hafði látið það líðast að dóttir hennar sætti illri meðferð — og að hún var nú orðin gömul og hrörleg kona, sem langaði til að bæta fyrir gamlar syndir? Allt það lallega, sem hún hafði heyrt um Helen Stannisford, höfðu John og Steve frændi hans sagt henni, og karlmenn trúðu alltaf öllu góðu um alla — sérstaklega góðir og gæfir karlmenn.... E. R. Burroughs — TARZAW — 2514 Þegar Remu hafði myrt l drottninguna, æpti hann ) fram í salinn: Berjist, berj- ist fyrir hinn nýja stjórn- anda. í sama vettfangi var allt í uppnámi í salnum og fylgismenn Remus réðust á þá, sem haldið höfðu tryggð við Leeru og svo var barist lengi af mikilli heift. kvöldvökunni — Pappír er góður til að verjast kulda. — Já, eg held eg muni eftir þriggja mánaða víxlinum sem hélt mér í svitabaði í hálft ár. * — Hvaða mánuður hefir 28 daga? — Allir. ★ — Þegar snjóar er miklu meiri snjór í garði nágranna okkar en í okkar garði. — Hvernig stendur á þvi? Þeirra garður er stærri. ★ Náttúran er yndisleg. Löngu áður en hún vissi að við mund- um nota gleraugu lét hún á okkur eyru. ★ — Hann hélt að venju góða borðræðu. — Hvað sagði hann? — Þjónn, færið mér reikning- inn. * — Eruð þér ánægður með líf- ið, að ganga um og betla? — Nei, alls ekki, eg hef oft óskað þess að eg ætti bíl. ★ Hann: Hvað kemur fyrir stúlkur á svörtum sokkum? Hún: Það veit eg ekki. Hann: Ekkert. -----♦------ Jólabækur unglinganna. Anton Mohr: Ævintýrið á Asíu. Árni os' Berit II. ög' Ævintýralok. Árni og Berit í Ameriku. III. Ferðalok. Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku. Þýð. Stef- án Jónsson námstjóri: ttg.: Isafoldarpretsmiðja. Reykja vík 1957. Anton Mohr hefur ritað þrjár bækur um stórfenglegt ferða- ævintýri systkinanna, Árna og Berit, sem eru norsk í móður- ætt, en skozk í föðurætt. í fyrra gaf ísafoldarprentsmiðja út fyrsta bindi þessa verks, og náði strax hinum mestu vinsapld um æskulýðsins, en sannast að segja eru bækurnar engu siður ritaðar fyrir fullorðið fólk. Með- al annars hafa þær það til síns ágætis að byggt er á staðreynd- um allt sem sagt er um lönd, þjóðir, gróður og dýralif. Þetta eru því menntandi bækur, full- ar af staðgóðum fróðleik um ieið og þær lýsa hinum háska- legustu ævintýrum systkinanna tveggja. Þau eru farþegar á hafskipinu Titanic, þegar það ferst á ísjaka i Atlantshafi 1912. Eftir að þeim er bjargað, lénda þau í höndum misindismanns, sem gabbar þau til að leggja í ferðalag um þvera Afriku. Ann- að óhapp verður því valdandi að þau flækjast austur eftir allri Asiu, lenda í fangelsi og öllu mögulegu. En loksins komast þau auðvitað heim til Ameríku, þangað sem ferðinni var upp- haflega heitið, og allt fer vel. Margar myndir eru í bókunum og auk þess landakort, sem sýn- ir slóð söguhetjanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.