Vísir - 27.12.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 27.12.1957, Blaðsíða 4
'4 VÍSIR Föstudaginn 27. desember 195T WISI2R. D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. v Síml: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 1 áskrift á nánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölm Félagsprentsmiðjan h.f. Listi Sjálfstæðisflokksins. Fyrir um það bil mánuði efndi Sjálfstæðisflokkurinn hér í I bænum til prófkosningar, og var tilgangurinn að fá úr ; því skorið, hvernig óbreyttir j flokksmenn teldu bezt, að j listi flokksins yrði skipaður ; við bæjarstjórnarkosning- ; arnar eftir rúmar fjórar vik- j ur. Hefir listi sá, sem kjör- j nefnd flokksins samdi eftir J úrslit kosninganna, verið j lagður fram á fundi full- j trúaráðs Sjálfstæðisfélag- J ánna og samþykktur þar, j eins og skýrt var frá í Vísi á j mánudaginn, og var hann j fyrsti framboðslistinn, sem i fram kom vegna kosning- anna. Almenningur man væntanlega eftir því, hvernig blöð and- j stæðinga Sjálfstæðisflokks- ! ins snerust við fregnunum af prófkosningunni. Þeim j var öllurn meinilla við kosn- • ingu þessa — eins og við var j að búast — því að þarna var j verið að leita álits almenn- j ings, en slíkt kemur hinum leitazt við að rýra áhrif þétt- býlisins, sem hann vill gera i með öllu áhrifalaust. Ei.ik- hefir fjandskapurinn insi ah Sfakkahiíi um 9 millj- króna. Áætlað að taki um þrjú ár að Ijúka við götuna á þessnan kafla. um við Reykjavík verið áber-' andi, og' hann.náði hámarki, I þegar fenginn var hingað suður — að Tímanum —! ritstjóri Dags á Akureyri, sem hafði það að aðalstefnu állan sinn starfstíma þar að níða Reykjavík með öllum hugsanlegum hætti og ráð- um. ! I Skiljanlegt er, að kratar vilji ekki efna til -prófkosningar, því að þeir hafa ekki svo! mikið fylgi, að það taki því. Og sakir þess, hvað fylgis- menn flokks þeirra eru fáir, er ekki úr svo mörgum að velja, sem boðlegir eru á lista fyrir flokkinn. Val flokksstjórnarinnar er því tiltölulega auðvelt, en aftur á móti fylgir því sú hætia, að menn, sem kunna að vera liðtækir, komi ekki frarn í * dagsljósið. En á það v;ll flokksstjórnin hætta. v i»-v,iiíwí inuuin j flokkunum ekki til hugar. Kommúnistar mega hinsvegar j Þess vegna höfðu þau allt á ekki hætta á það, að aðrir ] hornum sér í sambandi við j þetta framtak Sjálfstæðis- I flokksins, en óskynsam- {. astur var Tíminn, eins og j hans var von og vísa, því að þar haldast í hendur hrein- ; leiki hjartans og sérstök góðvild, eins og allir vita!! Tíminn komst svo að orði, að þeim mun verr gæfust ; „heimskra manna ráð“, sem fleiri kæmu saman. Sam- kvæmt þeirri kenningu verða kosningar á íslandi þeim j mun fráleitari og heimsku- legra tiltæki sem þeim fjölg- ar, sem kosningarrétt hafa. ; í rauninni eru þessi um- rnæli mjög í samræmi við ; stefnu framsóknarfokksins, því að hann hefir ævinlega menn komist í örugg sæti á lista þeirra en þeir, sem flokksstjórnin hefir mætur á, og því er ekkert eðlilegra en að venjulegt lýðræði ríkti innan þess flokks, þegar ætlunin er að velja handlangarana. Hann hef- ir því góðar og gildar á- stæður — eins og hinir — þegar hann hirðir ekki um að leita álits óbreyttra kjós- enda. .Og það er ekki nema eðlilegt, að þeir reyni allir að gera sem minnst úr próf- kosningu Sjálfstæðisflokks- ins, því.að um leið eru þeir að verja það, að þeir skuli ekki sjálfir — þrátt fyrir lýðræðisástina — efna til slíkra kosninga. Innlimaðir endanlega. Það hefir einnig gerzt síðustu dagana, að svonefnt Alþýðu- ; bandalag hefir opnað kosn- • ingaskrifstofu. Ekki er hún : við Hafnarstræti að þessu : sinni eins og sú, sem banda- lagið hafði opna fyrir al- þingiskosningarnar 1956, en staðsetning hennar þar átti að vera sönnun þess, að Al- 1 þýðubandalagið væri engan veginn sama fyrirtæki og Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkúrinn — ,með öðrum orðum kommúnista- flokkurinn. Kosningaskrifstofan, sem opnuð var fyrir jólin, er í húsa- kynnum kommúnistaflokks- ins, og mun mörgum þykja vel við eigandi, að „banda- lagið“ allt sýni lit. Almenn- ingur hefir lengi vitað, hverjum bandalagið þjónaði, en hingað til hefir ekki feng- izt staðfesting á því. Nú er hún fengin, og ætti þá eng- inn maður að efast framar, og væntanlega hættir banda- lagið þá að stinga hausnum í sandinn í von um, að eng- inn viti, hvar það er eða hvað það ætlast fyrir, úr því sem komið er. Aætlað er að gerð Miklu- brautarinnar á því svæði, sem framkvæmdir eru hafnar á, eða frá Rauðarárstíg að Stakkahlíð, kosti um 9 milljónir króna, en í því er falið skipti á undir- stöðuefni götunnar, malbikun og liellulögðum gangstéttum. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið sumarið 1960. Hér fer á eftir greinargerð bæjarverkfræðings Reykjavík- ur fyrir þessari gatnagerð 04 seg'ir þar svo: Umferfurbraut. Á skipulagsuppdráttum af j úthvérfum Reykjavíkur. sem gerðir eru á árunum 1935—37, er gert ráð fyrir 25 metra j breiðri umferðarbraut í beinu framhaldi af Hringbraut til austurs. Braut þessi, sem er núverandi Miklabraut, var lát- in takmarka Norðurmýra- byggðina að sunnanverðu á skipulagsuppdrætti árið 1936. Brautin var fyrst ráðgerð bein að Grensásvegi en átti síðan að sveigja til norðausturs og tengjast Suðurlandsbraut ná- lægt þeim stað þar sem Skeið- arvogur kemur að Suðurlands- braut nú. Skömmu síðar var þessari áætlun þó breytt og brautin dregin bein að brúnum yfir Elliðaárnar. Hugmyndin var sú, að skapa beina og greiða umferðarbraut alveg vestan frá sjó og inn að Elliðaám. Annað einkenni viö legu Hringbrautar og- Mik.u- brautar er það, að þær liggja sem næst því á miðju nesinu, sem Reykjavík hefur bygg/.t á. Að þessu leyti er lega braut- anna sem umferðaræð hin á- kjósanlegasta. Breytt aðstaða. Á fyrrgreindum skipulag's- uppdráttum er gerð grein fyr- ir því að Miklabraut liggi sums staðar yfir svæði, þar sem djúpt er á fast. Menn hafa þó vænt- anlega ekki búizt við erfiðleik- um, að því ér snertir undir- stöðu brautarinnar. Þess ber að gæta, að fyrir 20 árum var um- ferð lítil, samanborið við það sem nú er, og einkum var þó þungi bifreiða lítill. Þeir munu vera fáir, sem á þeim tíma spáðu rétt um þær stórfelldu breytingar á flutningatækni, sem síðán hafa orðið hér á landi. Af sömu ástæðu mun heldur ekki hafa þótt athuga- vert að reisa íbúðarhús við Hringbraut og Miklubraut. Síðan þetta var, hefur orðið mikil og ör þróun. Reykjavík hefur tvöfaldazt að ibúatölu. Umferðarmagnið hefur marg- faldazt. Þungi vörabifreiða, sem áður komst í 6 tonn, kemst nú í 25 tonn. Nú þarf að flytja vinnuvélar um bæinn, sem vega 70 tonn, og algengt er að heil hús séu flutt. Af þessu sést, að gerðar eru mjög auknar kröfur til burðar- þols gatna. Það er ekkert eins- dæmi hér, hið sama skeður um allan heim. Jafnframt því er ætlazt til þess að göturnar mis- sígi sem minnst m. a. vegna þess hve umferðin er orðin hröð. Ónothæf undirstaða. Ao því er Miklubraut snertir, mega menn gera sér það ljóst nú, að hún þarf að fullnægja miklum kröfum í þessum efnum í framtíðinni. Rannsóknir hafa verið gerðar á jarðveginum í götustæðinu, sérstaklega í Hlíðahverfi og í Kringlumýri. Auk verkfræðinga bæjarins hafa fjallað um það mál dr. Sigurður Þórarinsson, jarð- fræðingur, og Dr. Ing. Hans Leussink nú prófessor í gerð á undirstöðum mannvirkja við tækniháskólann í Karlsruhe í Vestur-Þýzkalandi. Jarðvegur í Hlíðahverfi er mómýrarjörð, þykkt hans í götustæði Miklubrautar er frá 0 til 3 m. Vatnsinnihald jarð- vegsins er frá 200% til 700%, þ. e. þyngd vatnsins í jarðveg- inum er tvisvar til sjö sinnum meiri en þyngd föstu efnanna. Af föstu efnunum eru ca. 50— 70% lífræn efni, plöntuleifar. Ef vatn er ræst burt úr mýr- arjarðveginum, þá sígur hann. Þegar jarðvegurinn þornar þá flýtir það ennfremur mjög fyr- ir rotnun hinna lífrænu efna. Þá minnkar rúmmál hans, en það þýðdr enn aukið sig. Að því er vitað er, þá er það skoðun allra þeirra verkfræð- inga, sem um gatnagerð Miklu- brautar hafa fjallað, að þessi jarðvegur sé ekki nothæfur sem undirstaða götunnar, þeg- ar tekið er tillit til þess, hverj- ar kröfur verður að géra til Miklubrautar sem umferðar- götu. Hefur því verið tekinn sá kostur, að í'yðja mýrarjarð- veginum burtu úr götustæðinu en flytja að malarkennt efni í staðinn. Framkvæmdir Siafnar. Framkvæmdir þessar byrj- uðu á síðastliðnu sumri og voru unnar í samhengi við lögn hita-j veitu í Hlíðahverfi. Mýrarjarð- veginum var dreift á Klambra- tún. Þar þornar hann og rýrnar, svo að rúmmál hans verður ekki nema lítið brot af því sem áð- ur var. Þá er hann góð gróður- mold. Fyllingarefnið í staðinn var sótt að mestu í hinar gömlu malargryfjur austur af Golf- skálanum. Á þennan hátt var tekin fyrir á sumrinu sú ak- braut Miklubrautar, sem næst er íbúðarhúsunum, frá Rauð- arárstíg að Stakkahlíð. Á síð- asta hluta þessa verks hafa orð- ið miklar tafir í sumar og haust vegna þess, að ekki hefur enn verið gengið frá lögn ir.itaveit- unnar í Miklubraut. Vegna aðalæðar hitavéitunn- ar í Lönguhlíð þurfti samtimis að ganga frá uiidirstöðu vest- ur-akbrautar Löhguhlíðai' sunnan Miklubrautar. Það var gert á sama hátt og voru fyrir því að mestu hinar sömu for- sendur og í Miklubraut. Gatan breikkuð í 30 metra. Svo sem að framan greinir, er nú talið, að umferðarálagið á Miklubraut verði í framtíðinni meira en menn álitu fyrir 20 árum, er gatan var fyrst teikn- uð, og er þá bæði átt við bif- reiðafjölda, bifreiðaþunga og aksturshraða. Götunni er því ætlað rúm fyrir 30 metra breidd austan Stakkahlíðar í stað 25 metra áður. Jafnframt verða ekki framar reist hús við Miklubraut, er hafa beinan að- gang að götunni. Á kaflanum milli Rauðarárstígs og Löngu- hlíðar er hægt að gera þre- falda akbraut og yrði þá sú brautin, sem næst er íbúðar- húsunum fyrst og fremst notuð til aksturs að húsunum. Kostar 9 millj. kr. Með þeirri tilhögun, sem hér hefur verið lýst, er áætlað að gatnagerð Miklubrautar, með malbikun og hellulögðum gang- stéttum frá Rauðarárstíg að Stakkahlíð, muni kosta um 9 millj. krónur. Þar af er áætlað að skipting á undirstöðuefni götunnar muni kosta um 3.5 millj. krónur. Til samanburðar skal þess getið, að brunabóta- mat þeirra 14 húsa, sem standa við þennan hluta Miklubrautar er nú um 50 millj. krónur. Heppilegast mun vera að haga framkvæmdum þannig, að á árinu 1958 verði lokið við að skipta um undirstöðuefni Miklu brautar frá Rauðarárstíg að Stakkahlíð,' en sumarið 1959 verði gatan malbikuð frá Rauð- arárstíg að Lönguhlíð og geng- ið frá gangstéttum. Sumarið 1960 verði svo gatan malbikuð frá Lönguhlíð að Stakkahlíð. ■^- Útflutningsverzlun Vestur- Þýzkalands fer nú aftur minnkandi. Verð á liráefn- um hefir lækkað og sumar beztu v i í‘5 k i p t a ]) j ó ð i r n a r búa þar af leiðandi við minni tekjur. I Japan, Ind- landi og Frakklandi eru og komnar til sögunnar liöml- ur sem bitna á vestur-þýzk- um innflutningi. Þetta gæti leitt til aukinna viðskipta Þjóðverja við löndin austan tjalds. Hafnað Kreml- forustu Framkvæmdastjórn Komm- únistaflokks Bandaríkjanna hefur samþykkt að hafna sam- þykkt kommúnistaráðstefnunn ar í Moskvu, þar sem svo var að orði komizt að forysta komm únista skyldi áfram í liöndum Sovétríkjnna. Jafnframt var samþykkt að hætta útgáfu blaðsins „The Daily Worker“, sem hefur verið að veslast upp smám sam- an á undangengnum tíma, og hefur nú aðeins 5500 áskrifend ur, en það þykir að vonum lít- ið í 170 milljóna landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.