Vísir - 27.12.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 27.12.1957, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Yísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-lC-GO. Föstudaginn 27. desember 1957 Munið, að l>eir, sem gerast áskrifeíndiœr Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blað'ið ókeypis íil mánaðamóta. Sími 1-18-60. Menn þurfa að þroska með sér hngrekki og sigra kvíðann Jólaboðskapur Elísabetar II. Elísabet Bretadroítning kvað s ', o að orði í jólaboðskap sínum í útvarpi og sjónvarpi frá Sandringhamhöll á jóladag. að áa^eim breyttu tímum, sem nú væru, þyrftu menn að þroska i ieð sér hugrekki með nýjum Isætti og forðast kvíða um íramtíðina. Hún vék og að nauðsvn þess, a'ð berjast fyrir hinu sanna, öllu, sem væri rétt og heiðar- legt. Hún kvaðst ekki geta leit.t þjóð sína til orustu sem kon- imgar fyrri tíma, en hug sinn og hjarta gæfi hún þjóð sinni cig þessu gamla eylandi, eins og hón kvað að orði, og öllum þjóðum samveldisins, og hvatti ílI sama bræðralags milli allra þjóða sem þeirrai í boðskap sínum vék hón einnig að því, að Ghana og Malajaríkín hefðu á árinu fangið fullt sjálfstæði, friðsam lega og vinsamlega, og þjóðir þe’irra sjjálfra óskað að vera á- f ram í brezka samveldinu. Ferða sinna á þessu ári íránntist drottning, til Kanada, þar sem hón setti sambands- þingið, en það hefur enginn brezkur konungur eða drottn- ingu áður gert, — Bandaríkj- •anna, Portógal, Hollands og Banmerkur. Drottningin las ávarp sitt í lestrarsalnum í Sandringham- höll, þar sem faðir hennar, Ge- org VI., og afi, Georg V., fluttu ,'jólaávörp sín. Þetta var 25. siíkt jólaávarp, en nó var sjón- varpað í fyrsta skipti. Ávarp drottningar heyrðist vel, jafnvel í fjarlægum lönd- tí.m samveldisins, eins og Nýja Sjáland'i, Ástralíu og Suður- Afríku, þar sem liú er sumar, og menn fögnuðu jólum við sumarskilyrði. Einnig þar skreyta menn jólatré, oft und- ir beru lofti, en jólaferðalög eru til gróðurríkra staða eða bað- staða. Kirkjusókn. — Pílagrímar. Boðskapur páfa. Um-3000 manns hlýddu jóia messu í Westminster Abbey og í St: Páls kirkju var hvert sæti skipað. Var kirkjusókn mikil um land allt. Páfi flutti jólaboðskap að venju og gekk fram á svalir Péturskirkjunnar og blessaði mannfjöldann, sem safnast hafði saman á torginu. Þósundir pílagríma, margfalt fleiri en í fyrra, komu til Lands ins helga. og lögðu pílagrímar leið sína að vanda til Jerósal- em og Betlehem. Á iandamærum ísraels og Sýrlands var jólahelgin rofin með skothríð. Heyrðist þaðan skammbyssuskothríð og að hand sprengjjum var varpað. Ekki hefur frétzt um manntjón. IVIacinlSlafi miðlar málum Harold Macmillan og Soek- arno forseti Indonesiu ínuiui laittast á Indlandi innan tíðar. Talið er, að Bretland og Bandaríkin beiti sér fyrir því, að sættir takist með Hollend- ingum og Indonesiumönnum, og er áformaður fundur þeii’ra Macmillan og Soekarno íil þess að greiða fyrir þeim. Forsætis- ráðherra Indonesiu mun einnig sitja fundinn. Soekarno heimsækir mörg önnur lönd, Indland, Ceylon, Burma og Japan. Eisenhower avarpar þingið 7. jan. Eisenhower forseti fer í dag til búgarðs síns við Getíysburg. Þar hyggst hann dveljast í kyrrð og ró fram yfir nýár og vinna að boðskap ’sínum eða ársskýrslu til þjóðþingsins, er kemur saman 7. janúar. Jólaútvarp land- stjórans á Kýpur Sir Hugíli Foot, landstjóri Breta á Kýpur, flutti jólaávarp í útvarp ;þar á eynni. Hann kvað horfur mæta góðar á bættri sambúð tyrkn- esku- og grískumælandi manna á eynni og samkomulagi, en svo gæti farið að reynt yrði að spilla því. Þótt áhætta væri bundin við samkomulagstil- raun mætti það ekki aftra mönnum frá að reyna að ná samkomulagi. Hann talaði einnig við menn, sem kyrrsettir hafa verið af stjórnmálaástæðum. Hann kvaðst bera velferð þeirra fyr- ir brjósti og’ mundu taka til at- hugunar, að þeir fengju frelsi sitt. Fyrir jólin var yfir 100 Kýp- urbúum sleppt úr haldi. Áróðursráðstefna rauðliða í Kairo í Kairo var sett í gær komni únistisk áróðursráðstefna, svo nefnd Afríku- og Asíuráð- stefna. Tilgangurinn er sagður verá að vinna gegn nýlendukúgun og efla friðinn. Fulltróar eru um 500, fjöl- mennastar sendinefndir frá Ráðstjórnarríkjunum og Kína og leppríkjum Róssa. Nefnd er frá skilnaðai mönnum í Alsír og 5 manna nefnd frá grískumæl- andi mönnuni. á Kýpur, og er það eina sendinefndin frá landi utan Asíu og Afríku. — Landstjórnin í Kenya neitaði nefnd frá Zansibar og Kenya um leyfi til að fara á ráðstefn- una. Veðrfð um Jéiin Frá því á aðfangadags- kvökl jóla hefur verið vest- an hvassviðri og éljaveður um land allt, en því hefur nú slotað norðanlands og á Austur- og Suðausturlandi. Hér suðvestanlands er enn vestan stinningskaldi og élja- veður. Hægviðri er nú norð- anlands og bjart og stillt veður austan og suðaustan- lands. f morgun ld. 8 var átt VSV í Rvík, og frost -r-0 stig. Loftþrýstingur var 988 millibarar. Mest frost í nótt 2 st. Úrkoma 2.2. mm. Yfirlit: Djúp lægð og nærri kyrrstæð norðaustur af íslandi. Horfur, Faxaflói: Vestan kaldi eða stinnings kaldi. Éljaveður. liiiininerskjöld » heimieið Hammarskjöld ræddi við Nas- ser í gær í Kairo. Áður ræddi hann við dr. Fawsi utanríkisráðherra um vandamálin almennt. Hammer- skjöld heldur heimleiðis í dag til New York um Beyrut. Fuchs og Hiilary hittast hrátt á suðurskauti För beggfa hefir tafizt, eo biú siiifer betur Samkvæmt seinustu fregniun er búist við, að leiðangrar þeirra dr, Fucbs »g Sir Ed- munds Hillary’s Mítist á sjálfu suðurskauíinu eftir nokkrar vikur, en ekki í allmikilli fjar- Iægð frá því, eins og áformað hefur verið. Leiðangursmönnum hefur gengið allþunglega á köflum að undanförnu, en nú miðar betur. Hefur verið loftskeyta- samband við þá, en einnig fylgst með þeim úr flugvél, Dr. Fuchs er nú í um 800 km. fjar- lægð frá suðurskautinu, en Sir Edmund Hillary um 480. Fuchs og hans menn eru nú lagðir af stað aftur, eftir að hafa tafist nokkuð. Þeir gera sér jafnvel vonir um, að kom- ast á suðurskeutið innan þriggja vikna. Leiðangri Hillary’s hefur einkum gengið erfiðlega vegna þess, að þeir hafa orðið að kafa mjúkan, djúpan snjó. Ðrukkinn maiur gerónýtir bíl i árekstri Lögreglaii upplýsir 3 árekstra, þar sem ökumennirnír „stungu af * Hjá lögreglimni í Reykjavík hefur verið 'fremur tíðiud^lít- ið um jólin, enda þótt ailmikið liafi verið að gera, ekki sízt vegnaliinnar gifuiiegu uin- ferðar bæði á aðfangadag og á Þorláksméssu. Lögreglan hefur tjáð Vísi, að þá daga hafi umferðin verið með eindæmum mikil, en gekk þó slvsalaust fyrir sig. í þremur tilfellum náðl lög- reglan í ökumenn. sem. lent höfðu í árekstrum, en fárið brott af árekstrarstað án þess að’ tiíkynna áreksturinn eða skemmdir, sém þeir höfðu or- sakað. Einn þessara árekstra varð á Miklatórgi á Þorláks- niessu. Sá, sem valdur var að honum, ók þegar brott og reyndi að komast undan, en var eltur og náðisí. Kom í ijós, að hann var áberandi ölvaður. Nóttina eftir var ekið á fjögurra manna fólksbifreið, sem stóð mannlaus á Langholts vegi. Áreksturinn var það harður að fólksbifréiðin þeytt- ist um 8 metra leið og virtist gerónýt eftir áreksturinn. Síð- an hafði annar bíll orðið fyrir snertingu af þessum safna á- rekstri en skemmst minna. Sá sem valdur var að árekstrinum ók burt án þess að tilkynna eiganda eða lögreglu tjónið. — Lögreglan sá við athugun að þarna myndi hafa verið um stóran bíl að ræða, sennilega ,,trukk“ og hóf strax rann- sókn í málinu, auk þess sem hón kom á framfæri.í útvarp- 'inu beiðni um upplýsingar varðandi áreksturinn. Um það levti, sem jólahald byrjaði, eða um sexleytið um kvóldið gaf lögreglan fært eiganda fólks- bifreiðarinnar, sem ekið' hafði verið á. þau tíðindi að maður- inn. sem valdur hefði verið að tjóninu væri fundinn. Hafði hann verið þarna drukkinn á ferð og í bíl, sem hann ók fyr- ir stofnun hér í bænum. Rétt áður hafði lögreglan upplýst þriðja áreksturinn, er bíll hafði rekist á annan bíl, og Skrapað málninguna af ann- arrihlið hans, en ekið að því bónu brott. Kvaðst hann ekki hafa orðið var við áreksturinn. í gær bar nokkuð á ölvun í bænurn og í gærkveldi var lög- reglunni tilkynnt um tvo frakkaþjófnaði úr veitingáhus- um, og úlpuþjófnaði úr heima- húsi. Síðasttaldi þjófurinn mun hafa náðzt. Aðfaranótt jóladags var brot ist inn í bílaverzlun að Hverf- isgötu 4 og stolið þaðan nýiju reiðhjóli af Herkulesgerð. Gat lögreglan rakið spor mannsins og för eftir hjól'ið nokkurn spöl en missti þá sjónar af þeim. í gær rétt fyrir hádegið var ekið á steinveggg við Þórodds- staði og veggurinn brotinn. Þykir líklegt, að bíll sem ekið hefur verið af Reykjanesbraut og inn í Hlíðarhverfið hafi runnið til á hálku og lent á veggnum. Má búast við að skemmdir hafi orðið á bílnum við jafn harðan árekstur. — Rannsóknarlögreglan óskar að tala við manninn, sem ók bíln- um. ■jir Útflutnipgur Vrestur-Þýzka- lands nemur 3 milljörðum og 60 millj. stpd. frá áramót- um s.l. — Útflutningur er 340 millj. sípd. umfram innflutning. Yfir iðO naans hafa farizt, 300 þús. húsviSIt á Ceybn Þar éru mestu flóð í manna Mestu úrkomur í manna mmmum og fíóð af völdum þeirra hafa orðið á Ceylon. Á ammað hundrað manns hafa farízt, en yfir 300.000 orðið að flýja heimili sín. Feikna úrkoma hefur verið í norðvesturhéruðunum frá því á aðfangadagskvöld án þess nokkurt lát hafi orðið á og allar líkur til að áfram rigni í að minnsta kosti sólarhring til. Flóðið er svo gífurlegt, þar sem mest hefur rignt, að varn- argarðar hafa brostið og flætt yfir stór svæði, og bæir og þorp einangrast. Jarðhrun hef- ur orðið víða og flætt yfir stór minnum svæði, og bæir og þorp einangr- ast. Brúm hefur skolað burtu og jarðvegi undan járnbrautar- teinum, þjóðvegir spillzt og símalínur og rafleiðslur eyði- lagzt. Ceylonskar flugvélar og flugvélar úr brezka flughern- um eru byrjaðar að varpa birgðum lyfja og matvæla nið- ur, þar sem þörfin er mest. Bandaranaika forsætisráð- herra hefur útvarpað ávarpi til Indlands og beðið um flugvélar og kopta og hverja þá nðstoð, sem unnt er að láta í té. Víðtæk hjálpar: i.aríseini er hafin á eynni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.