Vísir - 30.12.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 30.12.1957, Blaðsíða 4
’4 visir Mánudaginn 30. desember 1957? vélar: og heyþiurrkunartæki hafa verið tekin í notkuh. Full- kominn nýtízku búskapur hef- ur rutt sér til rúms. Til móts hefur verið gengið við bænd- ur landsins með alls konar styrkjum og verðuppbótum á afurðum þeirra. Þó eru bænd- urnir í dag sízt ánægðari en aldamótabændurnir. Þeir gera sífelldar kröfur um meiri styrki, meiri hagnað af búrekstri sínum. Allt á rík- ið að borga. — Hvað er ríkið? Það er fólkið, sem í landinu býr. Lítum á hlut kaupstaðanna. Fólkinu líður vel: vel borguð Vinna, allir hafa áreiðanlega 100 % betra lífsviðurværi en kaupstaðafólkið hafði fyrir 50 árum — sem þá var oft svangt, klæðlítið og kalt? Er það á- nægðara nú? Nei, síður en Svo. 'Það heimtar meira kaup, styttri vinnudag, meira skemmt analíf, meiri peninga, — tekjur, miklar tekjur — og helzt al- gjört skattfrelsi. Þessar eru kröfur fólksins í dag bæði til sjávar og sveita. — Er þetta hægt? Nei. Hér verður að kom- ast á gagngerð breýting. Og það er fólkið í landinu, sem verður að þekkja sinn vitjun- artíma, án þess er ekki hægt að breyta því vandræðabraski, sem þjóðin er komin í og for- kólfar hennar hafa látið leiða sig . útí áf brjálaðri pólitík flokksþaffanna. Nú er verið að afgreiða f jár- lög á Alþingi. Þau eru látin líta út hallalaus!! Þið forystumenn þjóðarinn- ar, viljið þið nú ekki í alvöru rumska. Þið hljótið að sjá, í hvert óéfni komið er. Mér er nákvæmlega sama hvaða pólitíSkum flokki þið er- uð háðir.. Rumskið og horfizt í augu við veruleikann. Það er hið eina, sem þið getið gert til þess að bjarga þjóðinni frá fjár- hagslegu hruni og iiiðurlæg- ingu. Hvern’ig eigum við að gera það? munuð þið spyraj. Ég er enginn hagfræðingur, enda vafasamt, að mín ráð reyndust betri, þó að svo væri. Mín ráð eru þessi, og þau eru ófrávíkjanleg skoðun mín eft- ir þrauthugsaða athugun: Hættið öllum niðurgreiðsl- um til atvinnuveganna. Strikið yfir óviðráðanlegar. skuldir at- vinnutækjanna, þær verða hvort sem er aldr.ei greiddar. Fáið svo þessum atvinnufyrir- tækpum hvort sem þau eru út- gerðarfyrirtæki eða önnur at- vinnufyrirtæki til lands eða sjávar, tæki sín með viðráð- anlegum skuldabagga. Ef fyr- irsvarsmönnum atvinnutækj- anna tekst ekki að reka þau hallalaust, verða þeir að sætta sig við að missa þau, og aðrir verða að taka við,sem betur eru hæfir. Þetta lögmál gilti fyrir 50 árum og dugði þá vel. Þetta lögmál verður ávallt að gilda, — annars fer illa. Búskuss- arnir verða að gjalda ónytjungs háttar síns og flosna upp. Hin- ir, sem sjá hag sínum borgið og eru ráðdeildarmenn, munu á- valt halda fjöreggi þjóðarinn- ar óbrotnu. Þjóðin verður að horfast í augu við veruleikann. Geri hún það ekki, mun hún áður en var- ir glata sjálfstæðri tilveru sinni. Framh. á 9. sfðu. iteat ^ eóilecjL nýar. Asg. G. Gtmnlaugsson & Co. iíeat ^ cóilefii nyar, Asbjörn Ólafsson, heildverzlun, Grettisgötu 2. ileat f eóuecjL ntjar. Samband ísl. samvinnufélaga. giÁL •<jS nijari Óskum við öllurn okkar viðskiptavinum R. Jóhanhesson h.f. Hafnarstræti 8. (jtekLjt mjár. Vega. Gildaskálinn. Breiðfirðingabúð. (jle&líetjt nijár! Ferðaskrifstofa rikisins. itejt njár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Verzlun Guðmi Guðjónssonar, Skólavörðustíg21 A. iietjt n jár ! ^éÍoMprwéðm&Ían w s-A'míw » QtekLjt mjár ! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Vélaverkstæði Björgvins Frederiksen. Qtekíecjt ntjár ! Þökk fyrir viðskiptin á tiðna árinu. Offsetprent h.f. Hrólfur. Benediktsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.