Vísir - 01.02.1958, Blaðsíða 7

Vísir - 01.02.1958, Blaðsíða 7
Laugardaginn 1. febrúar 1958 vísm 7 Jrahk 2/efíij: 9 einkennilega viss. um, að Mead sé kominn fyrir borð, King. Það virðist enginn vera eins sannfærður um það og þér. Nema kannske eg. Eg held líka, að hann sé kominn fyrir borð og eg held, ef skipstjórinn léti rannsaka klefa ykkar að þá komi í ljós, að taska full af bankaseðlum sé horfin lika.... Skipstjórinn og stýrimaðurinn sneru sér við og horfðu á King. — Þorpari! sagði King. — Þó að þér séuð mér gramur þurfið þér ekki að ákæra mig fyrir.... — Morð og rán? Nei, þaö ætla eg ekki að gera. Sem málaflutn- ingsmaður er eg hyggnari en svo, að eg beri fram þvílíka ákæru. Allt og sumt, sem eg sagði, yar það, að gaman væri að vita, hvort taskan væri enn á sínum stað. — Hvaða taska? hrópaði King, — Eg hef verið í klefa með Mead allan tímann og hef ekki orðið var við slíka tösku. En ef til vill gætuð þér, Burke málaflutningsmaður, sagt skipstjóran- um, hvaðan þér hafi upplýsingar yðar. Bruce tók nú til máls. — Munið þér eftir atburðinum í sambandi við káetudrenginn? spurði hann stýrimanninn. — Fannst yður það ekki undarlegt, hversu æstar Mead var út af því. að drengurinn hafði komiö inn í klefann. Annars virtist þetta vera hinn gæflyndasti maður. En hann var mjög æstur í þetta sinn. En Winters skipstjóri lét ekki hróíla við sér. — Þér ættuð að segja okkurý hvað þér vitið um töskuna, herra Burke, sagði hann liógværlega. Eg heyrði einhyem af skipshöfninni segja frá þvi. Hann sagði að drengurinn hefði komið inn, þegar Mea,d hefði verið að telja peningana.... Æ, hver skollinn. Eg ætlaði ekki að blanda pilt- inum í þetta. — Honum hefur þegar verið blandað í þetta, herra Burke, sagði stýrimaðurinn. — Einmitt! sagði King. — Hann hefur ef til vill vitað um það, en ekki eg. Hafi Mead haft einhverja þess konar tösku, hefur hann haldið innihaldi hermar vandlega leyndu fyrir mér. Mér virðist því, að ef yfirheyrsla á að fara fram, verði káetuþjónn- inn yfirheyrður. Leitið hjá honum. Já, og leitið hjá mér líka. Eg fullvissa ■ ykkur um, ao þið finnið ekkert þar. Og það ætti e.5 vera dálítið erfitt aö fela íerðatösku fulla af peningum. Skipstjórinn horíði á Bruee, og Hailey. — Eg held þið verðio að köma með mér, báðir, sagði hann. Káetuþjónninn var sofandi. En einkennisbúningur hans, sokk- ar og skór voru þurrir og Eruce benti strax á þá staðreynd. Þeirj leituðu í hirzlum hans, en fundu ekkc-rt. Þeir fóru með -hann upy | i kleía Kings og Meads og leituðu þar vandlega. í vörzlu Méáds íundu þeir þrjú þúsund dollara. — Fjandi er hann slóttugur, hvislaði Hailey að Bruce. — Hann hefur verið nógu skynngur til að sfcilja þetta eftir. Skipstjórinn yfirhéyrði nú káetuþjóninn. Káetuþjónninn varð cðara hræddur og fcr þá aö tala spönsku. Bruce túlkaði. — Það er viðvíkjandi töskunni m'eð seðlunúm, sagði hann við piltinn. — Er það satt, að þú haíir séð peningana? Pilturinn náfölnaði af skelfingu. — Eg er ekki viss, hvíslaði hamr, — ekki hárviss. Eg sá hann vera að fcelja eitthvað. En þao var dirnrnt, þér skiljiö, Senor eg flýtti mér burt, þegar eg sá, að herranum var illa við nærveru mina. — Heilaga einfeldni! sagði Bruce. — Því segirðu ekki sann- leikann Chico? Þér verður ekkert gert — því lofa eg þér. — Eg er hræddur, hvíslaði pilturinn. Hann getur drepið»mig líka. Bruce sneri sér að hinum. — Hann segist ekki vera viss um, að það hafi verio peningar, sem hann sá, sagöi hann. — Við höfum engar sannanir. En ^kip- stjóri! Væri ekki hægt að flytja piltinn á eitthvert annað far- rými. Hann virðist vera mjög hræddur við King. — Hann hefur enga ástæðu til að vera það, sagði King. — Eg held, að þessi taska hafi einungis verið til í hans eigin ímj'ndun, eða hann hafi séð Mead vera að telja þá peninga, sem við höfum fundið hér. En mér finnst þér verðið að biðja mig afsökunar, Burke.... — Þá það, sagði Hailey. — Eg bið afsökunar með -fyxirvara. Eg get ekki sannað, að eg hafi séð yður fleygja John Mead fyrir borð, en eg fullyrði, að þér séuö liklegur til að hafa gert það. — Herra Burke, sagði Winters skipstjóri. Eg er skipstjóri hér og banna yður að koma með ásakanir á hendur. herra King. Skoðanir yðar eru einkamál yðar og þær skuluð þér geyma með sjálfum yður, og eg skipa ykkur að halda ykkur i hæfilegri fjar- lægð hvor frá öðrum og ef ykkur lendir saman set eg ykfcur báða í járn. Skiljið þið það? — Já, herra, sagði Hailey. — Þá það, sagði King. — Ágætt, sagði skipstjórinn. — Þá er bezt að þið farið hvor til síns klefa og verðið þar, þangað til leit er lokið. En eg vil •ekki að neinar grunsemdir vakni hjá farþegunum. Lofið þið því, að segja ekkert? Þeir kinkuðu allir kolli. Bruce og Hailey fóru aftur til klefa sína — Fjandinn sjálfur, sagði Kailey. — Eg hef stundað mála- flutning í tíu ár, Bruce Harkeness, og eg þekki menn. Þessi bölvaður þrjótur er sekur. — Eg efast ekki um það; sagði Bruce. 3. KAFLI. Bruce hallaði sér yfir öldustokkinn á Flugfiskinum og horfði á strönd Kaliforníu. Og kvölin, sem hafði hrjáð hann, var nú minni en áður. Hún Iiafði rénað á þessum níutíu og níu dögum sem siglingin hafði tekið. Sérhver maour á sína Kaliforníu, hugsaði hann, en hann getur ekki fest hana á landabréf. Þá sá hann Hailey koma í áttina til sín og þræddi milli far- þeganna, sem sváfu á þilfarinu og höfðu sveipað sig ábreiðum til varnar gegn desemberkuldanum. Þeir höfðu komið um borð! í Panama City og rifizt um að fá far, jafnvel þótt þeir yrðu að hýrast á þilfari. Hundruð þeirra höfðu valið hið hræðilega ferða- lag yfir eiðið í þeirri fánýtu von, að þeir myndu flýta fyrir sér. En hið græna víti, fenskógurinn, hlíðar Culebrafjallanna og gljúfur Chagres-árinnar geymdu nú bein marga þeirra, sem höfðú gefizt upp í hitunum eða orðið fyrir slöngubiti. Og þeir, sem komust til Panama Cjty, urðu að bíða þar í þrjá mánuði eftir skipi, sem væri að íara norður á bóginn. Þegar skipstjóx-anum var ljós örvænting þeirra, tók hann svo marga sem rúm var fyrir undir þiljum, en hinir höfðu komið um borð, þótt þeir fexxgju þar engin þægindi. Skipið var troð- fuilt af þessu fólki. Br.uce hafði harðneítað að taka fleiri i klef- axxn sinn en Hailey Eurke. Desember 1849, hugsaði hann. Hálf öldin er liðin. Hvernig skyldi seinni helmingurinn verða? Hailey brosti. — Þá er þessu ferðalagi að verða lokið, Bruce! sagði hann. — Við munum sjá P’risco eftir klukkutíma. Eg hef það frá fyrstu hendi. Skipstjórinn sagði mér það sjálfur. Bruce horfoi rólega á Hailey. — Þá ertu víst glaður, sagði hann. — Glacur! sagði Hailey. — Þegar eg sé Gullna hlið’ð sko.l eg reka. upp fagnaðaröskur. Hann þagnaði og horfði fast á Bruee. — Ert þú elcki glaðúr? E. R, Burroughs T ARZ A 5243 - . . . ■ . SioS e.pans var nú fúnditij og nú va'r allt undirbúið fyi'ir myhdátöku. Tarzan j sldpaCi mönmún r.3 búa til! tjald úr greinujn qg svo var. : nyndavélinni komið fyrir á i bak vxð. Rp. var r.llt tilbúið aö byrja myndatökuna, þeg- ar Bolgani leti sjá sig. En alít í einu heyrði Tarzan veikt óp úr rjóörinu þar sem læknirinn gætti farangura- ms. kvölslvökunni bókum í safninu var aldi'ei lánað út eingöngu af því að titl- ar þeiri’a voru svo þungir og hátíðlegir og engin ástæða væri til að láta þær standa í skáp- unym. Yfirbókavöi'ðurinn . safnaði þá saman öllum ,.leiðinlegu“ bókunum saman á eina hillu og skrifaði þar; — Bækurnar á þessari hillu eru þungar af- lestrar og krefjast góðrar skóla- menntunar. Nokkrum dcgum sejnna var búi_ð að taka allar bækurnar að láni. eigmmenn, sem unnu allan daginn. Einn kennari þeirra var mjög' hrifinn af hópnum og sagði eitt sinn: — Eg segi dagnemendum mínum oft frá því hvernig nemendurnir á kvöldnámskeiðinu séu miklu duglegri en þeir þrátt fyrir at- vinnu sína á daginn. — O, eg myndi nú ekki halda því fast fram, svaraði rödd úr bekknum. Munið að þau geta farið með einkunnar- bækurnai’ til 'skilningsríkra foreldra. En við verðum að horfast í augu við börnin okk- Mjólkurpóstur i Los Angeles fann morgunn einn miða með eftirfarandi á: — Vilduð þér vera svo góður að hleypa undinum út, setja upp tau- snúruna og hengja tauið í bal- anum til þerris og kveikja á olíukyndingunni. Þökk fyrir. Enga mjólk í dag. a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.