Vísir - 07.03.1958, Blaðsíða 7

Vísir - 07.03.1958, Blaðsíða 7
Föstudaginn 7. marz 1958 VfSIB Brynleifur Tobíasson Minninfgarorð. I dag verður gerð frá Dóm- kirkjunni útför hjónanna Guð- rúnar Guðnadóttur og Brynleifs Tobíassonar, áfengisráðunautar og fyrrv. menntaskólakennara, en þau önduðust bæði aðfaranótt h. 27. f.m. svo sem frá hefur verið skýrt í fréttum útvarps og blaða. Brynleifur Tobíasson var fædd- xir að Geldingaholti í Skagafirði 20. apríl 1890, sonur hjónanna Tobíasar Eirikssonar, bónda þar, og Sigþrúðar Helgadóttur. Hann lauk búfræðinámi við bændaskól- ann á Hólum árið 1907, kennara- prófi i Reykjavík 1909 og stúd- entsprófi 1918. Árín 1909-14. var hann barna- og unglingakennari í Skagafirði og fór einnig um -skeið með verkstjórn við Reykj- arhóJsgarða. Hann var settur kennari við Gagnfræðaskólann, siðar Menntaskólann, á Akureyri * 1918 og skipaður 1919 og gegndi því starfi nær óslitið til ársins 1951, að undanskildu árinu 1922- 23, er hann stundaði fi-amhalds- Bám við háskólana í Kaupmanna- höfn og Leipzig, og nokkrum vetrum eða vetrarköflum, sem hann fékk fri frá kennslu til f ræðiiðkana og starfa fyrir Góð- templararegluna. Auk kennslunar gegndi Bryn- leifur fjölda opinberra starfa fyr- ir bæjarfélagið þar sem hann var lengst búsettur. Hann var í "bæjarstjórn Akureyrar mörg ár •g forseti hennar um skeið. Amtsbókavöður var hann 1918- 20 og formaður amtsbókasáfns- ins síðar. Hann var tvivegis for- jnaður Stúdentafélags Akureyrar •g átti lengi sæti í Matthíasar- nefnd þess félags. Ritstjóri og eigandi blaðsins íslendings var hann og um eitt skeið. Svo sem kunnugt er vann Tírynleifur mikið og gott starf í þágu íslenzkra bindindismála. Hann gekk ungur í Reglu Góð- templara og var brátt valinn þar til forystu. Hann gegndi lengst af einhverju af ábyrgðarmestu störfum reglunnar, var tvisvar stórtemplar, umboðsmaður Há- stúkunnar um hríð, mætti á al- þjóðaþingum bindindismanna og noiTfenum bindindisþingum og átti sæti sem fulltrúi Islands í miðstjórn norrænna bindindis- þinga frá 1926. Ritstjóri Templ- arans var hann um þriggja ára skeið, og 1953 var hann skipaður ráðunautur ríkisstjórnarinnar í áfengisvamarmálum og gegndi því starfi til dauðadags. - . Af því sem að framan greinir má augljóst vera, að hér er mik- ill starfsmaður genginn. Enn er þó ótalið eitt áhugamál hans, sem hann helgaði mikinn tíma og vinnu, en það eru fræðistörf- in. Hann hafði mikið yndi af ætt- fræði ög sagnfræði, einkum ís- lenzkri, og ritaði fjölda greina um þau efni auk alls, sem eftir hann liggur um bindindismálin. Stærsta ritverk hans er bókin Hver er maðurinn?, sem kom út 1944. Brynleifur Tobíasson var einn þeirra manna, sem vekja virð- ingu og traust þegar við fyrstu sýn og staðfesta það við kynni. Það var einhver sérstæður virðu- iéiki yfir öllu fasi hans og fram- gSngu, sem m.a. veldur því, að hann verður nemendum sínum minnisstæðari en flestir aðrir kennarar. Hann kenndi með þeirri festu og kostgæfni, sem einnig einkenndi öll önnur störf hans^ og þótt hann hefði flestum kennurum öruggari stjórn á nemendum, undu þeir flestir því valdi vel. Allir vissu hve annt hon um var um veg skólans og að nemendur hans yrðu nýtir menn. Tókst góð vinátta með honum og mörgum þeirra, sem hélst æ síð- an, enda var hann vinfastur mjög, hollráður og hjartahlýr. Þótt Brynleifur væri alvöru- maður í störfum og fjallaði með festu og nákvæmni um hvert mál, var hann í vinahópi og- á gleðifundum gamansamur og ræðinn. Hann var margfróður, sagði vel frá og kunni manna bezt að beita græskulausri 'kýmiii, Hann var hófsamur í orðum eins og öðru, notaði hvorki gífuryrði né misþyrmdi hástigum lýsingarorða. Á mál- þingunl flutti hann ræður sinar með sömu prúðmennsku og einkenndi allt dagfar hans. Allar persónulegar ádeilur í málflutn- ingi voru honum fjarri skapi, hann bei'tti rökum, en aldrei rætni. Hann bar mikla virðingu fyrir íslenzkri tungu, talaði hreint og fagurt mál og hafði jafnan óskipta athygli þeiiTa er á hann hlýddu. Brynleifur var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Sigurlaug Hallgrímsdóttir frá Akureyri. Hana missti hann eftir tæpra tveggja ára sambúð. Þau áttu einn son, Siguriaug, sem nú er bókavörður á Akureyri. Eftir lát konu sinnar bjó Brynleifur með tengdaforeldrum sinum og veitti tengdamóðir hans heimilinu fór- stöðu með mikilli prýði meðan I henni entist heilsa. Var haft á orði hve annt hann lét sér um líðan gömlu hjónanna, enda ríkti á heimilinu gagnkvæm virðing og þakklátssemi. Árið 1952 kvæntist Brynleifur siðari konu sinni, Guðrúnu Guðnadóttur, kaupkonu frá Skarði á Landi, hinni mætustu konu. Eignaðist hann þar lífsförunaut, sem bjó honum gott og friðsælt heimili og veitti honum þá lifshamingju, sem hann hafði farið á mis við svo lengi. Hann horfði því björt- um augum til framtíðarinnar og þráði þá stund er hann gæti los- að sig að fullu við öll opinber störf og snúið sér óskiptur að hugðarefnum sínum, ættfræðinni og sagnfræðinni, sem hann ætl- aði að helga sig í ellinni. Mun hann hafa' haft þar ýms merki- leg áform og jafnvel hafa horf- ið frá hálfnuðum verkum, sem honum hefði verið kært að mega liúka. Hann var sífellt að viða að sér fróðleik um þessi efni, og líklegt má telja, að í fórum hans finnist ýmislegt, sem orðið gæti öðrum fræðimönnum að miklu gagni. Andlát Brynleifs kom öllum mjög á óvart. Hann var á fundi með áfengisvarnaráði kvöldið áður en hann lézt og kenndi ekki meins svo vitað væri. Veikindi og fyrirsjáanlegur dauði konu hans hefir að sjálfsögðu reynt mjög þrek hans, því þar sá hann allar sínar fegurstu framtíðar- vonir bresta með skjótum og ó- vænt'um, hætti. Ef til vill hefur þvi dauðinn, eins og komið var, verið honum velkominn gestur, þrátt fyrir öll fyrri áform hans um lífið. Með Brynleifi Tobíassyni er horfinn svipmikill og sérstæður persónuleiki, sem mikill sjónar- sviptir er að. En mynd hans máist ekki úr hugum þeirra, sem þekktu hann, og í verkum sínum mun hann lengi lifa. Víg'lundiir Möller. Varað vio kynþátta- uppþotum. Fregnir frá Suður-Afríku herma, að dr. Richard Ambrose Reeves erkibiskup, hafi varað við afleiðingum ofsók'nar gegn þeldökkum mönnum. Hann kvað vaxandi ólgu meðal þeirra og hún gæti brot- izt út í nýjum uppþotum. Kom biskupinn nýlega á fund borg- arráðsins í Jóhannesarborg, er rætt var um uppþotin í Dube skammt frá, en í þeim létu margir menn lífið. Mest illt leiddi af því, að skipta mönn- um í flokka eftir litarhætti, Bantu'-fræðslulögunum, sem hindruðu þeldökka menn í að njóta sömu menntunar og hvíta, og loks að krafizt er, að þel- dökkir menn beri á sér per- sónuskírteini. Ekkert hafi þó vakið eins mikla gremju og að neyða konur til þess að bera jafnan á sér persónuskír- teinL Umferðarlagin, unglingar eg akstur dráttarvéla* Hvaða ákvæði á að setja til verndar börnum og unglingum gegn slysa- hættunni ? Það er kunnara en frá þnrfi að segja, að alvarleg slys ¦— jafnvel banaslys — hafa orðið við notkun dráttarvéla. Slík slys hafa orðið bæði, er fullorðnir menn stýrðu dráttar- vélum, og unglingar. Nú á, sam- kvæmt hinu nýja- frumvarpi til umferðarlaga, að vera óheimilt að stýra dráttarvél, áh þess að hafa til þess löglegt leyfi. Þetta er þarft og sjálfsagt, og er þess að vœnta, að ekki verði slakað á ákvœðum frumvarpsins, í meðförum þingsins, en um það, sem hér um ræðir, segir í 28. grein: Eigi yngri en 16 ára. „Enginn má stýra dráttarvél, nema hann hafi fengið skírteini til bifreiðaaksturs eða sérstakt skírteini til aksturs dráttarvéla. Slík skírteini má ekki veita yngri mönnum en 16 ára. Eigi þarf ökuskírteini til aksturs dráttarvéla, þegar þær eru not- aðar við jarðyrkju eða hey- j skaparstörf utan alfaravega. — j Enginn má stýra vinnuvél fyrr j en hann er orðinn 17 ára. Sé , vinnuvél ekið um vegi, skal ökumaður þó hafa skírteini til bifreiðaaksturs. Enginn má stýra reiðhjóli með hjálparvél, nema hann sé orðinn 15" ára. (Samkvæmt 277. gr. getur lög- reglustjóri hvenær sem er, svipt mann ökuskírteini, ef það vitn- ast, að hann fullnægi ekki sett- úm skilyrðum o. s. frv.). Dóms- málaráðherra setur reglur um skilyrði til að öðlast réttindi til aksturs dráttarvéla og reið- hjóla með hjálparvél, og ákveð- ur gjald fyrir". Er það full- nœgjandi? Þetta er allt 'gott, það, sem það nær, en mér er spurn — í dýpstu alvöru: Býður þessi setning „eigi þarf ökuskírteini til aksturs dráttarvéla, þegar þær eru notaðar við jarðyrkju- eða heyskaparstörf utan alfara- vega" — ekki heim alvarlegri hættu, þeirri, að í skjóli henn- ar verði ekki aðeins unglingum 14—17 ára látnir aka dráttar- vélum við allskonar störf í sveitum, heldur og 9—14 ára börnum? Og ég vil spyrja, hvort ekki sé brýn nauðsyn, að sett ver-ði í lögin eða væntanlega reglugerð, sem komi í veg fyrir þetta hættu, slysahættuna, sem er því samfara, að börn séu lát- in stýra dráttarvélum, þótt ut- an alfaravega sé? Þarf ekki einnig hér ákveðið aldurstak- mark, og skírteini, að undan- genginni þjálfun og prófun? Viðhorf bœnda. virðist því miður vera — sumra að minnsta kosti —- að þeir geti verið að kalla einráðir í þessu efni, þ. e. að láta börn stýra dráttarvélum heima við. Eg efa ekki, að gætir bænd- ur.muni sjá, er þeir hugsa sig um, að það sé ekki „tilgangs- laust" að setja hér nein bann- ákvæði. I nýkomnum Frey er greinar- korn, sem talar sínu máli um þetta. Höfundur hennar er Ólafur Þ. Kristjánsson, Lund- um, Stafholtstungum. Birti ég hana í heild, til þess að menn. geti séð, hvernig a.m.k. sumir. líta á þetta í sveit. (Leturbreyt- ingar eru mínar): Akstur viðvaninga á dráttarvélum? „Við lifum á tímum örrar tækniþróunar. Fleiri og fleiri vélar bætast við búvélahópinn, sem létta bóndanum erfiði, og afköst eru stóraukin. En um leið skapast það vandamál, að * fá fólk, sem fært er að stjórna þessum vélum. Vegna fólksfœð- ar í sveitwium eru nú börnin látin aka dráttarválunum og ?þeim tœkjum, sem við þœr eru, 11—12 ára barn er farið að geta afkastað .með dráttarvél full- orðins verki. Þetta fer þó eftir hæfni þess og eftir því hve vel það hefur verið búið undir þetta straf. En því miður er það lítil eða engin kennsla, sem það fær sumstaðar, því að þekking bænda á vélum er auðvitað misjöfnv og þá er það hæfni barnsins, sem allt á veltur. Sura börn vinna það vel, að fullorð- inn gæti ekki betur gert, ea það eru líka önnur, sem virvna. j þannig, að það er ekki þeim né aðstandendum þeirra að þakka* að stórslés hlýzt ekki af. Börn geta vel lært létta vél- fræði og meðferð dráttarvéla, eins. og þau geta lært stærð- fræði og fleira. Það auðveldasta af dráttarvélarakstri læra "þau það fljótt, að, hætta er á, að hæfni þeirra sé ofmetin. 9—19 ára byrja þauað fá að stýra, jafnvel aka ein, þess vegria þyrftu þau að vera búin að fá kennslu í undirstöðuatriðunum í skólanum. „Tilgangslaust að setja bann —". „Það er tilgangslaust, að setja bœndum bann með lögum vift þessu. Þeir verða, margir hverj- ir, vegna fólksleysis, að láta börnin aka dráttarvélunum.Það er ekkert við þessu að segja, ef börnin væru búin betur und- ir starfið. Það er vel hægt að gera lé'tta bók um vélfræði pg meðferð dráttarvéla, og syo getur námið verið að einhver^u leyti verklegt, t. d. hæfnis- . keppni milli barna, og þá mætti veita smáverðlaun. Þannig mundu þau fá meiri áhuga fyr- ir þessu námi. Þau verða að læra það, að dráttarvélin er ekki leikfang, heldur stórhœttu legt tæki, ef illa er að verið, Því vil ég skora á ykkur, bænd- ur, að þið hrindið þessu í fram- kvæmd sem fyrset, því að þetta er það, sem koma á." Hver er sá? Það verður að játa, að höf- undur viðurkennir hættuna, og að kennsla og þjálfu sé nauð- synleg, en það er að mínu vjti alveg fráleitt, að byrja á syo ungum aldri sem höf. gerir r|ið fyrir, og hugmyndin um að kenna þetta í barnaskólum, er vægast sagt hæpin. Því ekki að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.