Vísir - 07.03.1958, Blaðsíða 10

Vísir - 07.03.1958, Blaðsíða 10
Ýfsm Föstudaginn 7. marz 1&58 _ Ha, hæ hrópaði Pepe, — Eg er þegar orðinn fullur. Hann tók flöskuna fram einu sinn enn. Víntaumur rann niður höku hans. Hönd hans skalf. Hann heUti víninu niður eftir flöskunni. Ekki meira hugsaði hann, fyrr en eg er kominn lengra. En Pepe og freistingin voru gamlir kunningjar. Deilurnar milli þeirra voru stuttar og vingjarnlegar. Freistingin gekk alltaf með sigur af hólmi. Pepe dró flöskuna aftur fram og tók ekki eftir bréfinu, sem loddi við flöskuna vegna þykkra dropa vínsins. Þegar hann renndi höndinni niður eftir flöskunni, losnaði bréfið frá henni. Vindgustur feykti því burt. Pepe sá það fjúka burt. Hann kastaði burt flöskunni og þreifaði á bréfunum. Þau voru aöeins tvö. . Hann leit á skriftina. Annað þeirra var frá konu. — Eg hafði heppnina með mér, sagði hann, rámum rómi. — Húsbóndinn verður svo hamingjusamur vfir þessu eina bréfi, að hann mun ekki spyrja hvort þau hafi verið fleiri. Og eg mun sleppa skammlaust frá þessu. Hann reið áfram syngjandi. David og tvö frá Jo. Án þess að líta á þau, stakk Pepe þeim inn á sig, næst sveittum líkama sínum. Hann hafði fleira í huga en bréfin. Hann var með fullan poka af gullsandi og hræðilega löngun til að reyna heppni sína. Hann hafði lika nagandi löngun til að drekka sig fullan. Juana var orðin of ströng við hann. Hún var alltaf að bera hegðun hans saman við hegðun el Patrón. Húsbóndinn kernur ekki heim haugafullur. Húsbóndinn flaðrar ekki utan í kvenfólk. Húsbónd- inn spilar ekki fjárhættuspil. Húsbóndinn.... Pepe stanzaði, og unglegt andlitið geislaði af hlátri. E1 Patrón kann sannarlega ekki að lifa lífinu. Hann gekk glaður í bragði eftir götunni í áttina að spilavit- unum. En þegar hann kom að því fyrsta, var það lokað. Einnig það næsta. Hið þriðja. Jafnvel Blái Demanturinn var lokaður. Pepe hleypti brúnum. Hann nálgaðist skeggjaðan Ameríku- mann, sem var með riffil yfir öxlina, tvær skammbyssui við beltið og boginn hníf í beltinu. Pepe hægði á sér. Jafnvel í Kalíforníu var óvenjulegt, að menn gengju svo rnikið vopnaðii. Og maðurinn var reiðilegur á svipinn. Pepe yppti öxlum og hélt áfram. Næsti maður, sem hann mætti var einnig vopnaður eins : og sá fyrri, nema þessi hafði bara eina skammbyssu. Fimm aðrir menn komu gangandi eftir timburgangstéttinni. Allir höfðu þeir byssur. Pepe fitjaði upp á nefið. Sacramento, hugsaði hann, er svo- litið óheilnæm i dag. Eg ætla að yfirgefa hana. Þrátt fyrir hinn mikla þorsta minn. ..... Hann sá Mexikana nokkurn læðast hjá og gera eins lítiö ur sér og hægt var og kallaði til hans. — Hæ, Chico, hvað er um að vera? __Það er allt vitlaust, hvíslaði hinn. — Þeir hvítu berjast inn- byrðis. Það eru lítilmennin, sem húka á löndurn þeirra, er mega sín meira, sem standa fyrir því. Þeir segja, að samning- urinn, sem stjórn okkar gerði við senor Alvarez og af honum við Sutter, sé ógildur. Þeir neita að greiða fyrir landið. Hinir stóru ætla að reka smákarlana burt. Og smámennin hafa geysilega löngun til að drepa stórlaxana, ef þeir reyna það. Hvað mér viðvíkur, þá langar mig langmest að vera einhvers staðar annars staðar. __Og mig lika, sagði Pepe hlæjandi. — Korndu á bak fyrir aftan mig. __heir riðu í spretti út úr Sacramento. Pepe sleppti Mexik- ananum fyrir utan litla veitingastofu utan við borgina. Hún var opin. Pepe gekk inn, en skammaðist sín með sjálfum sér. Senor Bruce bíður eftir þessum bréfum frá hvítu konunni. En samt er hægt að tengja saman vinnu og skemmtun. Hann keypti flösku af víni og stakk henni innan á sig hjá bréfunum. Síðan reið hann burt og söng fjörlega við sjálfan sig. Við og við tók hann fram flöskuna og staupaði sig. Veröldin varð yndislegur staður. Milljónir lítilla fugla sungu í tijátopp- unum. Himininn og áin og hin fjarlægu fjöll dönsuðu saman hægt og tignarlega. Tveim vikum seinna, sá námumaður, sem kom upp stíginn í áttina til Marysville, eitthvað hvítt hanga á þyrnirunna. Hann fór og sótti það. Þetta var, sá hann, bréf. Blekið hafði þvegist af umslaginu af dögginni og sjálft umslagið var rifið af vindinum. Námumaðurinn opnaði bréfið og horfði forvitnislega á það. — skolli vel skrifað, sagði hann. — Stundum þykir mér leiðin- legt að kunna ekki að lesa. Hann vöðlaði þvi saman og fleygði því frá sér. Það sást að- eins efsta línan. Hún hljóðaði svo, ef einhver hefði getað lesið: „Eg mun koma i siðustu viku nóvembermánaðar. Ó, ástin mín, eg“ En þarna var enginn, sem gat lesið og næst þegar rigndi, máðist blekið út. Bruce Harkness sat ásamt Nate í salnum í Marysville. Hann setti niður glasið og hristi höfuðið þrjózkulega. — Nei, Nate, sagði hann. — Eg er ekki á sama máli. Ekkert getur hent mann nema það, sem maður vill sjálfur að hendi. Sannur maður á að geta ráðið örlögum sínum. Námumaður, sem var að fara út, cpnaði dyrnar. Þeii heyiðu, að farið var að hvessa og það var einkennilegt hláturhljóö í vindinum. NÍUNDI KAFLI. Bruce sat á hestinum sínurn og horfði yfir ekrurnar. Kornið var enn þá grænt og hveitið var ekki orðið nógu hátt. Hann horfði órór upp í fjöllin. Það var fariö að þykkna í lofti. Hann sneri sér að Pepe. Hinn ungi Mexikani yppti öxlum. — Ef við fáum tvær vikur enn, senor, ságði hann, — erum við hólpnir. En hvort við fáum gott veður svo lengi, má ham- ingjan vita. Fjöllin eru mjög hvít, finnst þér það ekki? — Jú, sagði Bruce. Hann hneppti efsta hnappnum á geitarskinnsjakkanum sín- um. Hann hafði þaö á tilfinningunni, að bráðum færi að frysta. En hann var ekki viss. í þeim hluta Suður-Karólína, þar sem Harkness-ekrurnar höfðu verið háfði aðeins tvisvar sinnum komið verulegt frost, sem hann mundi eftir. Honum hafði aldrei fundizt vera vont veður í Karolina. Hann horfði hugsandi á andlit Pepes. Mexikaninn yppti öxl- um aftur. — Við ættum að skera upp nú, senor, sagði Pepe. — En ef við gerum það missum við helming verðmætis uppskerunnar. Eg þori ekki að ráðleggja þér. Eg er alltof mikill áhættumaður til þess. Eg mundi heldur voga öllu. Bruce stakk hendinni í vasann. Það skrjáfaði í bréfinu. Hann þurfti ekki að taka það upp. Hann kunni það utan að. „Eg get ekki leyft þér,“ hafði Jo skrifað, „að senda mér far- gjald til Kaliforníu. Það er, hvort eð er, skylda Teds sem eigin- rnanns míns. Svo lengi, sem hann er eiginmaður minn, veröur hann að gera skyldu sína. En eg les það milli linanna í bréfi þínu, að þú efist um, að hann vilji það eða geti það. Hami hefur E. R. Burroughs - TARZAN - 257S Tarzan geklc skyndilega fram með tösku læknisins og rétti hana að trúboðanum og sagði: „Skylda yðar hr. læknir.“ Næsta augnablik var hlaðið spennu. Svo rétti trúboðinn fram hend- urnar eftir töskunni, brosti dauflega og sagði: „Já, auð- vitað.“ Og svo þegar hann var búinn að taka ákvörð- unina, hætti hann að leika hlutverk trúboðans og varð nú læknir af lífi og sál og doktor Durand framkvæmdi nú enn einu sinni vanda- saman uppskurð. kvölcivökunnt — Elskan, þú værir emn bezti dansherra sem ég þekki, ef ekki væru tveir hlutir. — Hvað er nú það? — Fæturnir á þér. ★ Kennslukonan var að segja frá konungi nokkrum, sem aldrei svo mikið sem brosti eft- ir að sonur hans dó. Ein stúlkan rétti hikandi upp höndina alvarleg á svip. — Hvað gerði hann þá ef hann var kitlaður? Flugmaður nokkur var að sýna konu nokkurri flugvélina sína. Konan spurði allt í einu: — Hvað gerist nú ef benzínið þrýtur allt í einu? Flugmaðurinn lét sér hvergi bregða og sagði grafalvarlegur: — Frú mín góð, trúið mér, að þúsundir manna, sem það kem- ur fyrir, eru þarna uppi — og hann benti til himins — og eru að smá deyja úr hungri af því að þeir komast ekki niður. ★ Maður nokkur var boðinn upp í flugbát og fékk að stýra, þar sem hann var gamall flugmað- ur. Allt gekk vel þangað til hann átti að fara að lenda. Hann flaug yfir flugvöllinn og var að því kominn að steypa sér niður, þegar flpgstjórinn minnti hann á að hánn væri í flugbát, og kvað betra að lenda á sjónum. Þá áttaði flugmaður- inn sig og lenti heilu og höldnu á sjónum, stóð upp og þakkaði fyrir sig, opnaði hurðina og gekk beint í sjóinn. ★ Drengurinn var að segja frá dráumi sem hann hafði dreymt um nóttina. — Pétur ,spurði móðir hans, — veiztu hvað draumur er í rauninni? — Já vissulega, svaraði drengurinn. — Bíó í svefni. Cim Áimi tia? .... Þessar klausur voru í Vísi þennan dag fyrir 45 árum. 1 Spákona ein hér í bæ, sem oft kvað hafa sagt fyrir um veðurlag, hefir spáð, að þegar snjórinn, sem nú er hér, er þiðnaður, komi engin hríð hér fram til hausts. Sigurður Slembir kom á , Ingólfi til bæjarins í gær. Hann fer tii útlanda til þess að undir- búa stofnan lyfjábúðar í Vest- mannaeyjum, er hann hefir í hyggju að reka þar. Pílagrímar drukkna. — f janúarmánuði var fór lest af pílagrímum frá Indlandi um Arabíu og ætluðu þeir til Me- dína. Þeir voru 400 saman. Þeg- ar minnst varði kom á þá stór- eflis vatnsfall ofan úr fjalli, er þeir fóru framhjá, og heitir el- Hama og reif með sér 350 þeirra, og fórust þeir allir. Að- eins 50 héldu lífi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.