Vísir - 25.03.1958, Side 1
43. árg,
Þríðjudaginn 25. marz 1958
68. tb?<
Björgunarflug þyrlunnar
átti að hefjast kl. 10.
Hún átti að fljúga frá
Grænlandi.
Klukkan tíu í morgun átti að
gera aðaltilraunina til að bjarga
siasaða manninum af norska sel-
veiðaranum Drott.
Eins og Vísir skýrði frá, var
stór þyrla af Sikorski-gerð flutt
í skrokki risaflugvélar af Globe-
mastergerð til Meistaravíkur og
þar átti að setja hana saman og
búa til flugs. Þegar til kom, vant
aði stóran krana I Meistaravík
svo að hægt væri að lyfta þyrl-
unni og setja undir hana hjól.
Sótti Globemaster-vélin krana til
Keflavíkur í nótt, og klukkan tíu
1 morgun átti allt að vera tilbúið
til.að senda þyrluna af stað.
Henni i til aðstoðar verða
tvær björgunarflugvélar frá
Keflavík af Skymastergerð og
fylgist önnur allan timann
með þyrlunni, en hin heldiu-
rakleiðist á þann stað, þar sem
Fornfræg brú
endurreisf.
Ein af mörgum fornfrægum
brúm yfir fljótið Amo í Flór-
ens hefir verið endurbyggð.
Brú þessa eyðilögðu Þjóð-
verjar á undanhaldi sínu norð-
ur Ítalíu 1944, og var talið ó-
gerningur að endurreisa hana í
sinni fornu mynd. Fyrir áhuga
borgarbúa hefir þetta þó tekizt,
en kostnaðurinn varð sem
svaraði 8 millj. ísl. kr. Brúin
var reist árið 1567—70.
Drott Iiggiu- í ísnum, og verð-
ur í sambandi við hina björg-
unarflugvélina, svo að liægt sé
að miða staðinn jíieð aðstoð
hennar.
Gizkað er á, að leiðin frá Meist
aravík til Drotts sé um 175 km.
Þyrlan mun ekki lenda, þegar
hún verður komin, heldur verða
tveir af 4ra manna áhöfn henn-
ar, hjúkrunarmenn, látnir siga
niður á ísinn, og er þeir hafa
gert vel að sárum mannsins og
búið hann undir ferðina, verður
honum lyft í þyrluna með stál-
vír og síðan flogið til lands.
Veður mun vera hagstætt norð
ur yfir ísbreiðunni, enda mundi
erfitt um björgun ella.
Gaiffard hótar
enn að fara.
Gaillard forsætisráðherra
Frakklands hefir endurtekið,
að liann biðist lausnar, ef
liægriflokkainir kippi ráðherr-
um sínum úr samsteypustjórn
Ihans.
Þeir frestuðu í fyrri viku að
taka ákvörðun sína í þessu efni,
en höfðu þá í hótunum að gera
það, ef Gaillard féllist á að
sleppa yfirráðum flugvalla í
Túnis, til þess að samkomulag
næðist í Túnisdeilunni.
Talið er, að hægri flokkarn-
ir muni taka ákvörðun sína í
dag.
„Innbrotsþjofnaður” í mis-
munandi stórum stíl.
Þjóðvlljlnn skHfar um gengislækkunar-
fyrirætlanir bandamanna.
Kommúnistar hamast nú ákaflega gegn gengislækkun,
að það er haft fyrir satt, að ríkisstjórnin sé alvarlega að
hugleiða þá leið út úr vandanum. Enn sem komið er, liefur
krötum og framsókn þó ekki tekizt að bjóða svo vel í
kommúnista, að þeir sé reiðubúnir til að fallast á þessa
leið, og kemur það fram í Þjóðviljanum í morgun, að betur
má bjóða, ef duga skal.
Þjóðviljinn birtir nefnilega áberandi ldausu, sem heitir
„Gengislækkun — innbrotsþjófnaður í stærsta stíl.“ Síðan
koma tvær sögur til að skýra þann málstað, sem kommún-
istar hafa enn í máli þessu (hvað sem síðar verður) og
heitir önnur: „Þeir, sem brjótast inn og stela,“ cn hin
„Þeir, sem stolið er frá.“
Gengislækkunin dulbúna, sem kommúnistar stóðu að
fyrir jólin 1956, er þá sennilega „innbrotsþjófnaður í ekki
of stórum stíl.“ Það er munur, þegar það er hægt að flokka
glæpina svona nákvæmlega.
Þessar myndir voru teknar á
jniðvikudaginn i Siglufirði, er
hinn hörmulegi bruni varð þar,
þegar Gísli Stefánsson iiótelstjóri
og sonur hans, Stefán, fórust af
völdum eldsins. Myndin hér til
hliðar gefur góða hugmynd um
það. liversu verður var stillt
Jienna morgun, en þar sést til
brunastaðarins úr um 500 inetra
fjarlægð. Stærri myndin sýnir
eldliafið aðeins um það bil 15
mínútum eftir að eldsins varð
vart. Myndin er tekin I.æk.jar-
götumegin frá suðri til norðu rs.
(Ljósm.: Hjörtur og Hinni).
Maður verður fyrir
riffilskoti.
Æðisgenginn eltingarleikur við mink
um Reykjavíkurgötur í morgun.
f gær barst lögreglunni tilkynn
ing um að skot hefði lent í mann
hér í bænum og myndi hann vera
taLsvert særður.
Við athugun málsins kom í
Ijós að tveir ungir menn höfðu
verið að leika sér eða fikta við
riffil inni í miðstöðvarklefa húss
eins hér í bænum, en vopnið var
hlaðið og áður en varði hljóp úr
því skot. Kúlan lenti í bakhluta
annars piltsins og sat þar föst.
Varð af talsvert sár og var pilt-
urinn fyrst fluttur í slysavarð-
stofuna til athugunar og síðan
lagður inn í sjúkrahús, þar sem
læknar ætla sér að skera eftir
kúluimi. Ekki er talið að piltur-
inn sé hættulega særður og má
það telja hreina mildi.
Minkur heimsækir
Reykjavík.
í morgun um níu leytið var
íögreglunni gert aðvart um
mink, sem hafði vsrið á moi-g-
ungöngu á Hallvsigarstígnum
og virtist vera í útvegunarleið-
angri eftir morgunverði, einkum
þótti hann líta dúfur óhýru auga
og einhverja tilburði mun hann
hafa haft í frammi til að
hremma þær, hvern árangur sem
það mun þó hafa borið.
En heimsókn minksins á Hall-
veigarstíginn var íbúunum þar
ekkert kærkomin og sýndu þeir
honum enga gestrisni. Safnaðist
hópur vegfarenda á eftir honum
og lét ófriðlega. Þar við bættist
svo að sveit lögreglumanna sner
ist á sveif með andstöðuflokki
minksins, og sá hann sér ekki
annað ráð vænna heldur en gsfa
morgunverðinn upp á bátinn
eins og sakir stóðu og leggja á
flótta. Hófst æðisgenginn elting-
arleikur um bæinn, en minkur-
inn var fótfrár og léttur á sér
og hvarf hann ofsóknarmönnum
sýnum.
Eftir nokkra stund bárust þó
enn fréttist af minkinum. Þá var
hann kominn í hóp annarra
vegfarenda á Laugaveginum,
móts við verzlunina Fálkann.
Ekki þótti hann heldur neinn
aufúsugestur þar og sízt konum,
svo að nú var'lögreglu enn gert
aðvart.
Hófst nú eltingarleikurinn að
: nýju, en óægfa minnksins varð
sú, að hann leitaði skjóls inni í j
húsi, skreið inn í felgugeymsl-
Vegir tii Akur-
eyrar ruddir.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri, í morgtin.
Búið er aft ryðja alla vegi í
nærsveitum Akureyrar og
streyma nú mjólkurbílar til
bæjarins úr öllum áttum nema
úr Höfðahverfi og Fnjóskadal.
j Vaðlaheiði verður ekki rudd
á næstunni, því þar er allt á
kafi í snjó. Hinsvegar verður
vegurinn til Grenivíkur rudd-
ur innan skamms. Erfið færð
er á götum Akureyrar síðan
hlákuna gerði um daginn, en í
morgun var þar 7 stiga frost
:og bjartviðri.
Hitabylgja í Japan
af völdum Rússa.
Plómutrén í Japan standa
í blóma mörgum vikum
f.vrr en venjulega, og það er
Sovétríkjunum að kenna,
sagði japanskur þingmaður
á þingfundi í vikunni. —
Astæðuna fyrir hitanum
kvað þingmaður vera þá, að
Rússar væru að' loka sund-
inu milli Síbiríu og Saka-
líneyjar, en eftir því rcnnur
jafnan kaldur straumur suð-
ur með vesturströnd Japans-
eyja. Væru þeir næstum
búnir að loka sundinu, svo
að loftslagið breyttist af
þeim sölcum. Ýmsir haffræð-
ingar viðurkenna, að sjáv-
arhiti er meiri en áður við
Japan, en vilja ekki kenna
það þessum aðgerðum
Rússa.
Churchill aftur á
bátavegi.
Sir Winston Churchill veikt-
ist aftur s.l. laugardag og var í
fyrstu fregnum talið, að har.n
hefði fengið snert af lungna-
bólgu, en seinustu fregnir
herma, að hann sé í afturbata.
Vetrarveðrin að undanförnu
eru talin hafa haft miður góð
áhrif á heilsu öldungsins, en
með batnandi, hlýnandi veðri
standa vonir til að hann nái
fullri heilsu.
Ræðan er komin.
Síðast liðinn þriðjudag flutti
Hans G. Andersen sendiherra
ræðu á landhelgisráðstefnunni í
Geneve.
Hefur Vísi nú borizt ræðan —
hún var send út frá utanríkis-
ráðuneytinu í gær — og verður
hennar getið nánar í blaðinu síð-
ar.
una við í’eiðhjólaverkstæði Fálks
ans og þar lokuðu lögreglumenn
sig inni ásamt dýrinu og skutu
það til bana. Dýrið var allstórt.