Vísir - 14.04.1958, Blaðsíða 2

Vísir - 14.04.1958, Blaðsíða 2
3L ^ÍSIB M;ánudaginn 14. agríl. 1953, W^WWVWVWWWW> ^tvarpið í kvöíd: 20.20 Um daginn og veginn (Andrés Kristjánsson blaSa- maðuj). 20.40 Einsöngur: Eandaríska söngkonan Cam illa Williams syngur; Boris- lav leikur undir á píanó. (Hljóðr. á söngskemmtun í Austurbæjarbíói 11. maí í fyrra). 21.20 Tónleikar (plöí ur). 21.35 Skáldið og ljóðið: Hannes Pétursson (Knútur Bruun stud. jur. og Njörður Njarðvík stud. mag. sjá um þáttinn. Með þeim les Kristín Anna Þórarinsdóttir leik- kona). 22.00 Fréttir og veð- urfregnir. 22.10 Ur heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). — 22.40 Kammertónleikar (plötur) til 23.20. Barnaverndarfélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 8,30 og verður þar m. a. kvikmyndasýning. Fundur- inn verður haldinn í fyrstu kennslustofu Háskólans. Veðrið í morgun: Grunn lægð fyrir norðaust- an ísland á hreyfingu norð- austur eftir. Horfur: Allhvass vestan eða norðvestan. Snjó eða slydduél. í morgun var V 6 og 9 stig í Rvík. Minnstur hiti í nótt -f-1. Úrkoma 2 mm. Sólskin í gær mældist 1 klst. 36 mín. Isfregn: Skip statt á 66 gr. 30 mín. N. og 25 gr. 10 mín. V. til kynnir: Kl. 9 í morgun sást ísspöng um 2 mílur á lengd með 3 litlum borgarísjökum. Hiti erlendis í morgun: London 6, París 3, New York 11, Hamborg 0, Khöfn 3, Oslo 2, Stokkhólmur 4, Þórshöfn í Færeyjum 7. Kirkjuritið, marzhefti þessa árgangs er nýkomið út. Efni: Trú og kristilegt siðgæði, viðtal við Kristin Ármannsson rektor. Hvernig getur Jesú Kristur orðið mér lifandi veruleiki? eftir Dr. John Mott, Kirkjan og unga fólkið, eftir séra Árelíus Níelsson, Vísitasía biskups, eftir séra Gísla Brynjólfsson o. m. fl. AÖalfundur Félags búsáhalda- og járn- vörukaupmanna var haldinn 9. apríl. Björn Guðmunds- son var kosinn formaður og meðstjórnendur Páll Jó- hannesson og Sigurður Sig- urðsson. í varastjórn voru kosnir Hannes Þ'orsteinsson og Jón Þórðarson. Aðalfull- trúi í stjórn Sambands smá- söluverzlana var kjörinn Eggert Gíslason og Jón Guð- mundsson til vara. Tímarit Verkfræðingafél. íslands er nýkomið út. Efni þess er: Minningargreinar um Bjarna Jósefsson eftir Trausta Ól- afsson og Bolla Thoroddsen. Edvarð Árnason ritar Snjó- flóð og snjóflóðavarnir og Sveinn S. Einarsson ritar skýrslu um starfsemi V.F.Í. 1956—7. Einnig er nefndar- álit varðandi frumvarp til laga um eftirlit með bygg-i ingarefnum, Launakjör, sænskra verkfræðinga og loks taldir nýir félagsmenn. Félag bitreiðasmiða 20 ára. Aðalfundur félags bifreiða- smiða var haldinn 1. marz 1958. Formaður gerði grein fyrir störfum stjórnarinnar á árinu og gjaldkeri las upp rcikninga og gerði grein fyrir þeim. Voru þeir samþ. samhljóða. I stjórninni voru: Gunnar Björnsson, íorm., Magnús Gíslason, ritai’i, Hjálmar Hafliðason, gjald- keri. Haraldur Þórðarson, varaformaður, og Egill Jóns- son, fjármálaritari. í vara- stjórn voru Eysteinn Guð- mundsson og Guðmundur Ágústsgon. Stjórnin var öll endurkosin. í tilefni af því að félagið var að verða 20. ára (7. marz) var samþykkt á fundinum að gera Gísla Jónsson að heiðursfélaga fyrir margra ára óeigingjörn og góð störf í þágu félagsins. Þann 8. marz minntist félagið afmælisins með hófi í Tjarnarkaffi og sátu það á annað hundrað manns. Fé- lagið var stofnað 7. marz 1938 af 22 mönnum. í fyrstu stjórn þess voru þessir menn: Tryggvi Árnason form., Þórir Kristinsson ritari og Guðjón Guðmundsson gjaldkeri. — Fjórum árum seinna var bif- reiðasmíði viðurkennd sem sérstök iðngrein og fengu þá allir stofnendur félagsins meistararéttindi í iðninni. Nú eru um 70 manns með iðnréttindum í bifreiðasmíði og milli 20 og 30 iðnnemar. KROSSGATA NR. 3475 Lárétt: 1 landi, 6 . .berg, 7 einkennisstafir, 8 aðalsmaður, 10 sérhljóðar, 11 árhluta, 12 minni, 14 ás, 15 svæði, 17 vegur. Lóðrétt: 1 manna, 2 leit, 3 nafni, 4 keisari, 5 þekking, 8 vélarhluti, 9 hálshluti, 10 sér- hljóðar, 12 hlýt, 13 sveitarnafn, 16 ósamstæðir. Lausn á krossgátu nr. 3474: Lárétt: 1 bygging, 6 ös, 7 Án, 8 otrar, 10 ár, 11 ill, 12 haft, 14 la, 15 III, 17 aðlar. Lóðrétt: 1 Bör, 2 ys, 3 gát, 4 INRI, 5 gerlar, 8 orfið, 9 all, 10 áa, 12 hæ, 13 til 16 ia. Sjómannablaðið Víkingur, marzheftið er nýkomið út. Efni m. a.: Út á hafið eftir síld, eftir Guðmund Jensson. Skagastrandarhöfn, eftir Jón Eiríksson skipstjóra, Þórður Jónsson frá Látrum skrifar athyglisverða grein um lifið um borð í gömlu togurunum. Þátttaka íslands í Genfar- ráðstefnunni eftir dr. Gunn- laug Þórðarson. Skuttogar- inn Sagitta og verksmiðju- togarar. Landhelgisgæzlan 1957. Verknám og vélkennsla eftir Örn Steinsson vélstjóra. Skattarnir fæla sjómennina í land eftir Garðar Pálsson stýrimann. Franska útlend- ingahersveitin (frásögn). Nýr þáttur: Farmennska og fiskveiðar, stutt yfirlit frá ýmsum þjóðum. Frívaktin o. m. fl. Freyr, 7.—9. hefti þessa árgangs er nýkomið út. Forsíðumyndin er af Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Af Öðru efni má nefna: Bústærð og tekjur bænda, eftir Sverri Gíslason, Áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi, eftir Hjálmar Finnsson, Garðyrkjuþáttur, Fjármörk, eftir Halldór Pálsson o. m. fl. í janúar komu 41.500 erlend- ir ferðamenn til Bretlands eða nokkru fleiri en í fyrra, en þá voru þeir 38.800. Aulrn- ingin nemur 7%. 58 af hverj- um 100 komu loftleiðis. IftlÍMUbtai atwM/'HýJ wwwwwwwwm Árdegisháflæðin kl. 1,39. Slöltkvistöðin befur sima moo. Nasturvövður Laugavegsapótek, sími 2-40-47. Lögregluvarðstofan hefur síma 11166. Slysavarðstofa Reykjavíkur i Heilsuverndarstöðinnl er op- lir. allan sólarhringinn. Lækna- vðrður L. R. (fyrir vitjanir) er á isama stað kl. 18 til kl. 8. — Simi 15080. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja I lögsagnarúmbæmi Reykjavík- ur verður kl. 20,40—4,20. Landsbókasafnið cr opið alla virka daga frá kl 10—12, 13—19 og 20—22. nema laugardaga. þá frá kl. 10—12 og 13—19. Tæknibókasafn IJV1.S.I. i Iðnskólanum er opin frá kl. 1—6 e. h. alla vlrka daga nema laugardaga. Listasafn Einars Jónssonar er lokað um óákveðlnn tíma. ÞJóðmlnjasafnið er opið á þriðjud., Fimmtud. og laugard. kl. 1—3 e. h. og á sunnu dögum kL 1—4 e h. Mánudagur. 104. dagur ársins. Bæjarbókasafn Beykjavíkur, Þingholtsstræti 29A. Sími 12308 Útlán opið virka daga kl. 2—10, laugardaga 2—7, sunnud 5—7. Lesstofa opin kl. 10—12 og 1— 10. laugardaga 10—12 og 1—7. sunnud. 2—7. Útlbú Hólmgarðl 34, opið mánud. 5—7 (fyrir börn), 5—9 (fyrir fullorðna) þriðjud., mið- vikudaga, fimmtudaga og föstud. 5—7. — HofsvaUagötu 16 opið virka daga nema laugard kl. 6—7. — Efstasundi 26, opið mánud., miðvikud. og föstudaga kL 5—7. Biblíulestur: Kor. 15,12—19. Kristur er upprisinn. Óiafur NoregskoBuagur helm- sækir Dani aS hausfl. Veröur við vigsiu Hákonarkirkju Vil, sem er þjóðar- gjöf til minningar um föður hans. Ffá fréttariíara Vísis. — Oslo í fyrradag. Samkvæmt tilkynningu frá konungshöllinni í Gsló, fer ÓI- afur konungur V. í heimsókn til Danmerkur £ september n.k. og stendur heimsóknin dagana 11.—13. Enginn vafi er á því, segir í norskum blöðum, að Ólafi konungi verður fagnað ' af mikilli alúð og innileik, þar sem meðal Dana ríkir mikil vinsemd í garð norsku þjóðar- innar, og norska konungsfjöl- skyldan ávallt verið í mikl- um metum meðal Dana, ekki aðeins vegna þess, að Hákon konungur VII. var danskur prins, heldur og vegna dáð- ríkrar framkomu þeirra feðga, og mannkosta allra í konungs- ættinni. Hin látna drottning Ólafs konungs V., er var sænsk prinsessa, var mjög dáð af allri dönsku þjóðinni. Ekkert hefur enn verið til- kynnt opinberlega um tilhögun heimsóknarinnar, en fullvíst má telja, að hún verði svipuð og við aðrar konunglegar heimsóknir. Ólafur konungur mun fara sjóleiðis til Danmerk- ur í konungsskipinu ,,Norge“. Konungshjónin dönsku munu fara um borð í Norge á Eyrar- sundi og standa við hlið Ólafi konungi á þilfari, er skipið leggur að, og verða þar þá Þróttur og þrek tsí starfa og leiks í SÓL GRjÓNUM Ungir og aldnir fá krafta og þol með neyzlu heilsusamlegra og nærandi SÓLGRJÓNA, hafragrjp- na sem eru glóðuð og smásöxuð. Eorðið þau á hverjum morgni og þérfáið eggjahvítuefni.kalk.fosfór og járn. auk B-fjörefna, ailt nauð synleg efni likamanum, þýðingar* rnikil fyrir heil- suna og fyrir ,________ fyrir dönsku prinsessurnar, annað konunglegt fólk og ríkis- stjórnin og annað stórmenni. ; Þá mun verða ekið í opnum j vögnum gegnum blómskrýdda Kaupmannahöfn til Amalíu- bcrgar, þar sem Ólafur kon- ungur býr í höll Kristjáns VII meðan hann dvelst í borginni. Menn vona, að Hákonar kirkja VII verði tilbúin, svo’að Ólaf- ur konungur geti verið við- staddur kirkjuvígsluna. Hann. lagði, sem kunnugt er horn- steininn að þessari þjóðargjöx til minningar um föður hans. I A SEianikalluti 3Co[iiem$ n I GEVAF0T0J LÆK3ARTORGI starfsþrekið og [ borðið starfsgieðina. Barnaverndarfélag Reykjayíkur heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 8,30 í fyrstu kennslustofu Háskólans. Auk lögmættra aðalfundar- starfa verður kvikmynda- sýning, sem hefst kl. 9,30. Stjórnin. Bomsur Karlmannabomsur, barnabomsur, unglingabomsur, kvonbo— Tilboð óskast í að Kleppsveg 52 og 54 að utan. Verklýsing og nánari upplýs- ingar hjá Erlendi Stefánssyni KJeppsvcg 52 eftir klukkan 9 á kvöldin. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð óskast sent honum eða afgr. blaðsins merkt: „Múrhúðun — 480“ fyrir 1. maí 1958. /•« •'✓»> ♦*/»*» • V/4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.