Vísir - 26.06.1958, Side 4
i
VISIB
Fimmtudagurinn 26. júní 1958.
ITKSIH.
D a (j tí L A fl
f l*tr iccmur út 300 daga á árl, ýmist 8 eOa 12 blaðsíður
Rltstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skriistofur blaðsins eru 1 Ingólfsstrætl 3
Ritstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00
Aðrar skrifstofur frá kl. 8,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 8,00—18,00
Sími: (11660 (fimm linur)
Visir kostar kr. 20.00 i áskrift á mánuðl.
kr. 1,50 eintakið i lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Almenna bókafélagið:
„Til framandi hnatta".
Bók Gísla Hallclórssoiiap verkfræð-
iiiijs iiiii eldflaugar o» yeiiiifferóir.
Út er komin júní-bók Almenna ' Sala fyrstu mánaðarbókanna
Moskvuför þingmanna.
Sex fulltrúar Alþingis íslend-
inga eru lagðir af stað til
Sovétríkjanna í boði Æðsta
ráðsins þar í landi, sem
sumir nefna í gamni „þing“.
Alþingi hefir birt tilkynn-
ingu um austurförina, þar
sem greint var frá aðdrag-
anda hennar. í tilkynning-
unni var þess getið, að þessir
þingmenn tækju þátt í för-
inni: Fyrir Alþýðubanda-
lagið: Alfreð Gíslason og
Karl Guðjónsson. Fyrir Al-
þýðuflokkinn: Emil Jónsson
og Pétur Pétursson. Fyrir
Framsóknarflokkinn: Karl
Kristjánsson og Sigurvin Ein
arsson. Jafnframt var þess
getið, að Sjálfstæðisflokkur-
inn myndi ekki senda þing-
menn í för þessa.
TJm það verður vart deiit, að
Moskvuför þess er í alla staði
hin ósmekklegasta, svo að
;•, ekki sé fastar að orði kveð-
ið. Almenningur í landinu
mun áreiðanlega líta svo á,
að eins og nú standa sakir,
eigi íslenzkir Alþingismenn
alls ekki að sækja Rússa
heim. Fyrir fáum dögum var
efnt til útifundar á Lækjar-
torgi í Reykjavík, fjölmenn-
asta útifundar, sem hér hefir
verið haldinn. Fundurinn
var, eins og kunnugt er,
haldinn til þess að láta í ljós
skelfing yfir morðunum i
Ungverjalandi, og þar var
lýst ábyrgð á hendur Sovét-
stjórninni vegna hinna hrylli
legu tíðinda. Að fundi þess-
um stóðu, meðal annarra að-
ila, fulltrúaráð hinna þriggja
lýðræðisflokka, Alþýðu-
flokksins, Framsóknarflokks
ins og Sjálfstæðdsflokksins.
Þann dag voru fánar dregnir i
hálfa stöng á opinberum
byggingum og hjá einstak-
lingum. Með þessum hætti
vildu íslendingar láta í ljós
innilega samúð sína meS
hinni kvöldu, ungversku
þjóð, sem nú stynur undir
járnhæl hins rússneska kom-
múnisma. Með þessum hætti
vildu íslendingar sýna, að
þeir muni aldrei viðurkenna
morð og hryðjuverk sem
röksemdir eða vinnubrögð á
stjórnmálasvæðinu. íslend-
ingar mótmæla ófrelsi, kúg-
un og morðum.
Þáttur stjórnarflokkanna.
Fáum mun hafa komið til hug-
ar, að íslenzkir alþingis-
menn myndu þiggja heim-
boð Rússa, eftir hina síðustu
atburði í Ungverjalandi.
Skiptir í þessu sambandi
engu máli, þótt förin hafi
verið ráðin áður. Hér bar
okkur allavega siðferðileg
skylda til þess að afþakka
boðið, sitja heima. Og menn
spyrja: Hvernig geta Al-
þýðuflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn lagt til
þingmenn í slíka för nú?
Hvernig er hægt að lýsa á-
byrgð á hendur einni ríkis-
stjórn fyrir morð og hryðju-
verk, en þiggja síðan veizlu-
boð hennar? í samskiptum
einstaklinga hlýtur það að
vera fátítt, að maður fari
hinum verstu orðum um
' mann, en sitji síðan að
sumbli með honum daginn
eftir. Svipað hlýtur að gilda
um samskipti þjóða, og raun-
ar er enn brýnni ástæða til
þess að vera sjálfum sér
samkvæmur í þeim efnum.
Ritstjóri Alþýðublaðsins, sem
jafnframt er formaður
menntamálaráðs, Helgi Sæ-
mundsson, var meðal ræðu-
manna í Lækjartorgsfundin-
um sem fyrr getur. Hann var
þar ómyrkur í máli, lýsti
yfir því, að aftökurnar í
Ungverjalandi væru morð og'
ekkert annað, og hann krafð-
ist þess, að aflýst yrði för ís-
lenzkra þingmanna til
Moskvu. Helgi Sæmundsson
er enginn áhrifamaður í
flokki sínum, og iiggja til
þess skiljanleg rök. En ýmsir
töldu þó, að þarna mælti
hann þó sannarlega fyrirj
munn flokksforustunnar. Svo
'
var þó ekki, því að einn af
þeim, sem er farinn austur á
vit þeirra Krúsévs og ann-
arra mannvina, er formaður
flokksins, Emil Jónsson.
Þá má segja, að lítið sé að
marka skrif Tímans undan-
farna daga um atburðina í
Ungverjalandi, er Fram-
sóknarflokkurinn leggur til
menn í austurför til þess að
heiðra þá, sem ábyrgð bera á
morðunum í Ungverjalandi.
Hins vegar undrast enginn,
þótt kommúnistar leggi tii
tvo menn í þessa för. Annað
hefði verið næsta óeðlilegt.
Framámenn íslenzkra kom-
múnista eru ekki öðruvísi en
starfsbræður þeirra erlendis,
eins og áður hefir verið að
vikið hér í blaðinu. Tilgang-
urinn helgar meðalið, munu
leiðtogar kommúnista segja
um atburðina í Ungverja-
bókafélagsins, og: nefnist hún ]
Til framandi linatta“, rituð af
Gísla Halldórssyni verkfræðingi.
Eins og nafn bókarinnar bend-
ir til, fjallar hún um eldflaugar
og geimferðir, en Gísli hefur um
langt skeið staðið fremstur
landsmanna í þekkingu á því
sviði. Þótt í bókinni sé fjaliað
um flókin fræði, eru þau sett
fram á svo skýran og aðgengi-
legan hátt fyrir almennan les-
anda, að enginn ætti að setja
sig úr færi við að kynna sér efni
hennar.
Erfitt er í stuttu máli að gera
grein fyrir þeim mikla og
skemmtilega fróðleik, sem þessi
bók hefur að geyma. Hún skipt-
ist í þrjá aðalkafla. Fjallar sá
fyrsti um „alla heima og geima“,
eins og höfundur kemst að orði
í formála, — undirbúning
mannsins undir ferðalög út fyr-
ir þyngdarsvið jarðar, heim-
sóknir til tunglsins og annarra
hnatta og lýsing á þeim hnött-
um, sem hugsanlegt væri að
heimsækja.
1 öðrum kaflanum er lýst þró-
un í smíði eldflauga og gerð
drifefna þeirra, er knýja þær
áfram. Síðan eru langir kaflar
með mörgum myndum um
gervitungl síðasta vetrar, hugs-
anleg samgöngutæki í geimn-
um og á öðrum hnöttum, og
loks er kafli um líkindi fyrir Íífi
á öðrum hnöttum.
í þriðja kafla gerir höfundur
á ljósan og einfaldan hátt grein
fyrir helztu skoðunum nútíma
eðlisfræðinga og heimspekinga
á tilverunni, — upphafi og endi
veraldar, vitrun Einsteins, stytt-
ingu tommustokksins við mjög
hraða hreyfingu, hægfara tíma
á ferðalögum um geiminn og úti
í geimnum, stærð alheifnsins o.
fl.
Að lokum er mjög ýtarlegt
hugtaka- og orðasafn.
í bókinni eru um 60 myndir
og uppdrættir, margar þeirra
heilsíðumyndir og nokkrar lit-
myndir. Stærð hennar er 208
bls. auk myndasíðna og er frá-
gangur með ágætum.
Bók Gísla Halldórssonar, Til
framandi bnat.ta, er þriðja „mán
aðarbók" Almenna bókafélags-
ins, en eins og kunnugt er, kem-
ur nú ein bók út á mánuði á veg-
um félagsins, og þurfa félags-
menn ekki að taka aðrar bækur
en þær, sem þeir girnast.
Reynslan af þessu fyrirkomu-
lagi er stutt, en bendir þó ein-
dregið til þess, að menn kunni
vel að meta hagkvæmni þess.
landi, og þeir munu ugglaust
bæta því við, að þeir hafi
verið söguleg nauðsyn, en sú
röksemd hefir jafnan þótt
handhæg til þess að breiða
yfir óhæfuverk.
Sjálfstæðismenn voru sjálfum
sér samkvæmir í þessu máli.
Þeir þiggja ekki boð Kreml-
manna, eftir það, sem á und-
an er gengið. Þjóðin mun
vafalaust veita þessu athygli,
um leið og hún fordæmir
leppmennsku þá, sem lýsir
sér í því að þiggja heimboð
til Moskvu nú.
hefur gengið mjög vel, og ekki
er síður ástæða til að vænta
þess, að næstu bækur fái góðar
viðtökur. Meðal þeirra eru:
„Netlurnar blómgast“ eftir
Harry Martinson, „Hlýjar hjarta-
rætur", gamanþættir og sögur
eftir Gísla Ástþórsson, ritstj.,
síðara bindi Islendingasögu dr.
Jóns Jóhannessonar og hin
fræga skáldsaga Dudintsjevs,
„Ekki af einu saman brauði“.
Þá hyggst félagið einnig
reyna að fylgjast með því bezta,
sem aðrir útgefendur senda frá
sér í þeim tilgangi að semja við
þá um að bókafélaginu verði
heimilað að bjóða félagsmönn-
um úrvalsverk, sem þeir kunna
að gefa út. Er rétt að undir*
strika það sérstaklega, að bók-
menntaverðlaun þau, sem Al-
manna bókafélagið hefur heitið,
eru ekki bundin við það, að fé-
lagið gefi viðkomandi bók út,
heldur aðeins að samningar ná-
ist um kaup ákveðins eintaka-
fjölda, sem boðin séu félags-
mönnum með hagkvæmum kjör-
um.
Nýr radíóviti tekinn í
notkun á Raufarhöfn.
Byrjar útsendingar í næsta mánuði. -
Ratsjárspeglar settir á Meðallands-
fjörur.
I næsta mánuði verður nýr
radíóviti tekinn í notkun á
Raufarhöfn. Búið er að byggja
vitahúsið, en þar voru fyrir
radíóstengur, sem Bretar not-
uðu á stríðsárunum og verða
þær notaðar framvegis.
Mikil bót ætti að vera að vit-
anum fyrir síldarskipin, þegar
þau eru að veiðum austur í hafi,
því þá ætti að vera hægt að fá
miðun af Dalatangavita og
Raufarhafnarvita, ságði Júlíus
Aðalsteinsson vitamálastjóri, er
Vísir ræddi við hann um helztu
framkvæmdir á vegum vita-
málastjórnarinnar í sumar.
A Rauðunúpum er einnig ver
ið að endurbyggja vitann, sem
þar var, en það var gamall járn-
grindarviti, sem var orðinn afar
hröriegur.
Nýr viti á að koma á Hlöðu,
úti fyrir Berufirði og kemur sá
viti í staðinn fyrir Streitisvit-
ann, sem verður lagður niður
og tækin úr honum flutt í
Hlöðuvitann, og gerð sjálfvirk.
Ljósdufl verða sett á Ólafs-
boða á Breiðafirði og á Skarfa-
sker.
Vestfirðingar hafa borið fram
óskir um endurbætur á vita-
kerfinu í Djúpinu og verða í
sumar gerðar athuganir, hvern-
ig bezt væri að haga þeim, svo
búazt má við því að fram-
Lítt gert tii
að afmá
„verstu glæpi sög-
unnar".
News Clironide birti í gæi'
liarðorða grein út af því, að
Vestur-Þýzkalandi liafa ýmsir
aðilar, seni urðu hart úti af völd-
um nazista engar bætur fengið.
Kröfum þeirra hafi jafnvel
verið tekið með fyrirlitningu af
einum ráðherranna og þess ekki
orðið vart, að Adenauer kanslari
hafi sett ofan í við hann, en ýms-
ir fyrrverandi nazistar hafi feng-
ið bætur og upphefð.
„Það er ógerlegt", segir News
Chronicle, að „dást að þjóð, sem
gert hefur lítið til að afmá
verstu glæpi sögunnar".
kvæmdir verði hafnar þar
vestra næsta sumar.
Rafljós verða sett í Stokksnes
vita, Knarrarósvita, Hólma
bergsvita og á Dalatanga, en
sem ijósmeti og fær sá viti því
það er eini vitinn sem notar oiiu
stóraukið ljósmagn, þegar raf-
magnið tekur við af olíunni.
Ratsjárspeglar
á Meðallandsfjörur.
í sumar verður gerð tilraun
með ratsjárspegta á Meðallands
fjörum, með því að setja upp
járnturna með ákveðnu milli-
bili. Það hefur sýnt sig að
ströndin sézt ekki í ratsjá, en
í stað þess birtist fjallahringur-
inn að baki. Af þessum ástæð-
um hafa orðið skipsströnd á
Meðallandsfjörum. Álitið er, að
turnar, með stórum járnfleti
geti sýnt nægilegt endurvarp
frá ströndinni.
Bókasafn Upplýsingaþjón-
ustu Bandaríkjanna breyt-
ir lokunartíma.
f sumar, eða frá 1. júlí til 15.
september næstkomandi, mun
bókasafn Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna, Laugaveg 13,
breyta lokunartíma sínum frá
því, sem verið hefur uiidau-
farna mánuði.
Á þessu tímabili mun safnið
verða opið 5 daga vikunnar,
mánudaga til föstudags, að báð-
um dögum meðtöldum, frá kl.
1 til 6 eftir hádegi, en á þriðju-
! dögum verður það auk þess op-
ið til kl. 9 e. h.
Éins og kunnugt er, hefur
bókasafn Upplýsingaþjónust-
unnar jafnan frammi mikinn
fjölda af amerískum bókum,
sem öllum er frjálst að fá að
láni, auk mikils fjölda af nýj-
ustu blöðum og tímaritum um
hverskonar efni, sem safngestir
geta lesið sér til ánægju á les-
stofu þess. Bókasafnið reynir
einnig eftir föngum að leysa úr
ýmsum fyrirspurnum, er því
berast um Bandaríkin og banda
rísk málefni, og veitir hvei'jum,
sem er, þá þjónustu og þær
upplýsingar, sem • tök eru á, ,