Alþýðublaðið - 20.11.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.11.1928, Blaðsíða 2
ALPÝÐUbLAÐIÐ •f ' Sogs virkjuiil Andsiror „Mgbl.“ og Snúts. Hámark SltaMspPoska ©g ihaldsritEnenska. Nú greiða bæjarmenn árlega um 820 þús. kr. fyrir rafmagn.. Svarar það til 585 kró’na meðalverðs fyrir árskílkílówatt. Rafmagn um h;mla kasíar 75 krónum meira eða 660 krónur kílövattið. Verðið er langt um hærra en þörf er á til þesís að stöðin beri sig. Rafmagnið er selt Hvona dýrt í þeini tilgangi aðal- lega að draga úr notkun þess. Mönnum er beinlínis hegnt fyrir að nota mikið rafmagn. Reikn- ingar rafmagnsveitunnaT sanna þet'a. Árið 1927 var tekjuafgang- ur hennar um 355 þús. krónur eða 43o/o af tekjunum. Á síðasta fundi bæjarstjórnar báru jafnaðarmenn fram tillögu um, að Reykjavíkurbær léti virkja Sogið og byrja á næsta ári, ef vatnsréttindin og lán til virkjun- nrinnar fengist með þeim kjörum, sem .bæjarstjórn teldi aðgengilteg. íhaldið drap þessa tillögu, þö ekki hreinlega með atkvæða- greiðslu, til þess skorti það bæiði kjark og hreinskilni, heldur með meiningarlausri dagskrárómynd. Samkvæmt áætlunum um virkj- un Sogsins, er gert ráð fyrir, að árskílówatiið myndi kosta þaðan 174 krónur, ef ekki væru notuð nema 7800 kw. af þeim 15 þús. hestöflum, sem sfööin þar gæti framleitt. Ef þau væru öli not- uð þyrfti ekki að selja árskílö- wattið nema 125 krónur, eða lið- lega i/i hluta þess, sem það nú kostar, Til samanburðar hefir verið gerb áætlun um fullnaðarvirkjun Elliðaánna. Til þess að sú stöð geti borið sig, þarf aÖ selja árs- kílówattið af rafmagni þaðan á 315 krónur,,og fullvíist er, að hún yrði innan skamms alt of lítil, Með lækkuðu rafmagnsverði myndi notkun þess aukast alveg nfskaplega, Hafnarfjörður og fleiri héröð myndu vilja kaupa rafmagn af bænum og ótal iðn- aðarfyrirtæki, sem nú sumpart ekki geta fengið rafmagn og sum- part ekki keypt það við því verði, sem það nú er selt, myndu þá nota það til alls ko;nar iðju. Alt bendir til þess, að 7800 kílóvöttisn yröu fullnotuð strax og stöðin kæmist upp. Hér er um þrent að ræða: 1) að láta sitja við það, sem er, takmarka notkunina og selja árs- kílów;attið á 585 krónur og þaðan af hærra, 2) að leggja milljónir í viðbót- arvfrkjun EHiðaánna, sem að eins dugir örfá ár og ekki getur látið bæjarmönnum í té ódýrara raf- magn en á 315 kr. árskílówattið, eða 3) að virkja So'gið strax, svo að bæúanenn geti fengið rafmagnið fyrir 174 kr. árskilówattið og þaðan af lægra verð, eftir því sem notkunin eykst. Jafnaðarmenn vilja hið síðast talda. BorgarstjSri og halarófan hans ekki, Pað sýna athafnir þeirra og aíhafnaleysi. I vor samþykti bæjarstjórnin: 1) að láta gera nokkrar viðbót- armælingar við Sogið, 2) að gera ráðstafanir til að tryggja bænum eignarhald á vatmsréttindum í Soginu, 3) að leita fyrir sér um ait að 6 millj. króna lán til virkjunar- innar. Þessi síðasta ályktun var sVo ítrekuð í haust áður en borgar- stjöri fór u'an í lántökuerindum, Viðbótarmælingarnar Eafa verið gerðar, en útreikningar allir eru ökomnir og ónotum og illyrðum svarað af borgarstjöm, þegar int er eftir þeim. Ekkert hefir verið gert til þess að tryggja bænum eignarhald. á vatosréttindum í Soginu. Og heldur ekkert gert af hálfu borgarstjöra og liðsmanna hans tii að útvega fé til virkjxtoar- ininar. Sé harnn spurður, hvað hanin hafi gert til að framkvæma ályktun bæjarstjörnar,um að leita fyrir sér um útvegun lánsfjár, ýmist neitar hainn að svara eða svarar með skætingi á götusíráka- fvísu. Og í skjöli líiimensku liðs- manna sinna heist honum þetta athæfi uppi. Borgarstjöri er á móti virkjun Sogsins og þá þarf auðvitað ekki að spyrja um flokksmenn hans, Prátt fyrir það, þótt borgar- stjóri hafi svo hrapallega vanrækt að gera skyidu sína í þessu máli, er þó orbið víst, að.fé er fáanlegt til virkjunariintoar, Að svo er kom- ið, er fyrst og fremst að þakka Sigurði Jónassyni bæjarfulltrúa. Fyrir hans tilstilli hefir stærsta iiafvirkjunarfélag heimsins tjáð s g reiðubúið til að útvega eða leggja fram fé til byggingar stöðvarinn- ar, ef samið væri við það um að koma henni upp. Hver eru nú svör ífialdsinis ? Hingað til hefir það afsakað að- gerðaleysi sitt með því, að fé fengist ekki, • Svörin eru toú þessi: „Loddaraleikur jafnaðai’ma!ntoa.“ „Má (aka Sigurð Jönassoto alvar- lega.“ „Aldrei hefir það heyrst um Sigurð Jönasson, að hann stigi í viti'ð, En — fíflinu skal á foraöið etja.“ — Svonjá tekur fyr- irferðarmesta íhaldsmáítgagnið undir þetta .toauðsynjamál. Pað nefnir ekki eiinu einasta orði aðal- atriði málsins: skortinn og hið óhæfilega verð á rafmagni nú og það, að hægt er að lækka verðið úr 585 krönum niðuir í 174 með því að virkja Sogið. Nei, ónet. Um það þegir „Mgbl.“ vandlega. Jon og Valtýr, þessir alþektu gáfnavargar(!i), kaila Sigurð fífl pg gefa í skyn, að hann sé ekki með öilum mjalla. Og Pétur llall- dórsson gefur hið sama í skyn, segir, að það ,,sé engu líkara en að Sigurður Jönassoni hafi fengið |rafmagn í heilanto.“ Knátur sing- úr svo í sarna tón og bætir miútu- dylgjum við. Pessir kumpánar kalla það loddaraskap, vitleysu, snakk, þvætting, buli, brjálsemi og öðrum ámö'a nöfnum, að vilja útvega bæjarmönnum nægilegt og ódýrt rafmagn, — Svoina eru þeirra rök. Af hverju stafar þetta? Sumir ætla, að þessir íhaids- broddar og -hjú ryöji úr sér þess- um illlyrðum, dreifi út þessum svfvirbilegu dyigjum og rógsög- um sér til hugarhægðar og geð- fróurar og voni jafnframt, að með þessum lubbaskap lánist þeirn að draga hug almennings frá efni málsins: rafmagnisskortinum og ckrinu á rafmagninu. — Aðrlr ætia, að þetta stafi af því, að þeirra andlega ástaind sé svo bág- borið, að þeir fái ekki skilið, að sá maður sé með öllum mjalla, isem í alvöru vill beita sér fyrir því, að hrinda í fremkvæmd nauð- synja og framfaramáli bæjarins, án þess sjálfur að hafa af því peningalegan hagnað. — Sumir halda, að hvort tveggja valdi, og líklega komast þeir næst saninleikanum. Má segja, að það sé hámark íhaldsþroska, að álíta hvern þann jbrjálaðlin, sem án gröðavonar beitir sér fyrir bxeytingum til böta fyrir almiennt-: ing, framförum. Eins og það mun teljast hámark íhaldsritmensku að hrúga saman fúkyroum, dylgjum lygum og svívirðingum uim ein- staka menn, en forðast réttar frá- sagnir og alla viðleitni á að beita rökum. Eitt er rétt hjá „MgbL“ og borgarstjöra. Sogsvirkjuniin er pólitískt mál í bæjarstjóminrii. Pað sýnir afstaða flokkiainna þar til málsins. Aiþýðuflokkurinn vill að Reykjavíkurbær láti viríkja Sogið. ihaldsbroddarnir ekki. Það ætla þeir einkaframtakiinu. En borgarstjórinn veit, að hann og hans liðar eru í þessu máli í fullri andstöðu við alian þorra bæjarmamna. Þess vegna þora þeir ektó að skjóla því undir dóm kjösenda með því að leggja niður umboð sín sem bæjarfuiltrúar og láta kjösa um málið, eins og Ste- fán Jóhaan bauð og stakk upp á. Þeir viía sem er, að bæjarmenm vilja heldur kaupa rafmagnið frá Soginu fyrir 174 kr. kílówattið! en frá Elliðaárstöðimni fyrir 585 og alt upp í 660 kr„ eða enm hærra. Föðursystir Charley’s verður ieikin annað kvöld. Þakkarávarp. Hjartanlega þakkia ég cand. pbiL Laufeyju Valdimarsdóttur fyiir framúrskarandi hjálpfýsi og drenglyndi í minn garð í sjúk- dómsneyð. Stokkhólmi, 30/9. —28. Unnur VilhjálmsdóttiF. Verðlag 128% hærra en fyrir stríð. Samkvæmt skýrslum Hagstof- unnar um smásöluverð í Reykja- vík hefir jafniaðarvísitalan fyrir 57 vörutegundir, 33 útlendar,, 5 út- iendar og innlendar og 19 inn- lendar, lækkað úr 230 hiður i 228, eða um tæplega 1 af hund- xaði, frá því í oktöber í fyrrai Má því heita að dýrtíðin sé hin sama nú og í fyrra. Ekki hefir hún þó haldist óbreytt allain tím- ann. Vísitalan hækkaði um mið- bik ársins, varð hæst í ágúst, þá komst vísitalan upp í 238, efl hefir svo farið lækkandi síðain, Verðlagið á þessum vörutegund- um er nú 128°/o eða liðlega 2 sinmum hærra en fyrir stríð, að því er þessar skýrslur Hagstof- unnar segja. Verðbreytingar var- anna eru mjög misjafnlega þýð- ingarmiklar fyhir aimenniing eft- ir því, hvort um er að gera nauð- synjavöru, sem mikið er notað af, eða vöru, sem sáralítið er not- uð. Þetta má taka til gieina me,ð því að athuga, hve útgjöld til á- kveðinna vörukaupa breytast eftir verðlaginu. Gerir Hagstofan ár- lega skýrslu yfir útgjöld 5 mannæ fjölskyldu hér í Reykjavík og miðar hana við sams konar út- gjöld fyrir stríð. Samkvæmt hennl þarf 5 manma fjölskylda, sem not- aði 1800 kr. til heimílisþarfa fyr- ir stríð, nú að hafa 4060 krórr- ur til að fullnægja sömu þörfum,1 Lækkunin frá því í fyrra er svo að segja hin siama og á verð- lagsvísitölunmi, 1%, og hækkun- in frá því fyrir stríð einnig þv| nær hin sama, 126%. Dýrtíðaruppbót opinberra emb- ættismanna og starfsmanna er aftur á móti reiknuð út eftir verð- Iagi á að eins 8 vöruíegundum, sem virðast teknar af algerðu handahöfi. Vísitala þessara fáist vörutegunda hefir lækkað langt- um meira en verðlagsvísitalan yf- irleitt, eða úr 160 niður í 15 L Lækkar því dýrtíðarupphótin úr 40% niður í 34% af lauuum, sem ektó fara yfir 4500 kr. á ári, eða um 15%. Er sú lækkun á engu viti byggð, því að embættismenn þurfa vissulega fleira sér tiíl lífs- viðurhalds en rúgmjöl, hveiti, smjör, nýmjólk, kindakjöt, salt- fisk, kaffi og sykur, en þetta eru vörutegundimar, sem miðað er við verðlag á, þegar dýrtíðarupp- bótin er ákveðin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.