Alþýðublaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 6
Alþýðu bla cH ð Miðvikudagur 30. okt. 1957 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Helgi Sæmundsson Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson Jlaðamenn: Björgvin Guðmundsscn og Loftur Guðmundsson tuglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902 Augiýsingasími: 14906 Afgreiðslusími: 14900 Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10 Nýtt fyrirkomíilag í JAÍNÚARMÁNUÐI næst komandi fara fram bæjar- og sweitarstjórnarkosningar í kaupstöðum landsins og kauptúnum, og kemur und- irbúningur þeirra senn tií sögu af hálfu stjórnmála- flokkanna. Hér verður ekki rætt um þá hlið málsins að þessu sinni. Hins vegar skal á það bent, að fyrirkomulagi bæjarstjórnai'kosninganna í Reykjavík þarf að breyta. Það hefur dregizt allt of lengi. Kosningum í Reykjavík er haldið áfram langt fram á nátt. Bílar þjóta eftir götun- um, kappsfullir mannaveiðar ar ryðjast inn í híbýli fólks á náttarþeli til að fá það á kjörstað og láta það kjósa, og þessi hvimleiðu læti halda áfram, meðan flokk- arnir hafa enn nokkra von um atkvæði. Þetta setur ó- menningarsvip á kosninga- athöfnina og er hneyksli, sem ekki má líðast. Yfirleitt er smalamennska flokkanna fjarri lagi. Vissulega væri tímabært að setja einhverjar reglur um bílanotkun og fjár austur í sambandi við kosn- ingar og löngu tímabær í að krefjast slíks, enda oft á það minnzt opinberlega í ræðu og riti. Hitt er lágmarks- -krafa, að nætursmöiuninni sé hætt og fólk fái að váða þvi hvort það kemur á kjör- stað eða ekki. Ofríkið, sem nú er 1 frammi haft, minnir allt of mikið á einræðisrík- in, þar sem höfuðáherzla er lögð á að ná sömu eða helzt hærri þátttökutölu og síð- ast, svo að valdhafarnir geti vel við unað. Vinnubrögðín eiga harla lítið skylt við anda og hugsjón lýðræðis- ins. Smöluninni er heldur ekki ætlað það hlutverk að þjóna því. Tilgangurinn er fyrst og fremst barátta Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík við að halda völdunum. Og hún skal háð með þeim hætti að draga fólk nauðugt vilj- ugt að kjörborðinu á náttar- þeli, ef það fæst ekki til að koma á réttum tíma og greiða atkvæði. Slíkt og því- líkt nær engri átt, og stjórn- arvöldin eiga skilyrðislaust að afnema þennan ósóma í eitt skipti fyrir öll. Þessum málum á að koma í það horf, að kosn- ingar hefjist og hætti á til- skildum tíma. Þeir, sem ekki mæta á kjörstað fvrir lokunartíma, verða að sætta si-g við að bíða fram að næstu kosningum, enda munu þeir þá vafalaust mæta réttstundis, ef áhugi er fyrir hendi. Þar með myndi þessi ómenningar- bragur úr sögunni. íslend- ingar gengju þá til kosn- inga af sama virðuíeik og sömu alvöru og þjóðir ann arra Vesturlanda, sem ráð- stafa atkvæðum sínum frjálsar og meta kosninga- réttinn mikils. Og því fyrr, sem þetta verður, því bctra. Omenningin hefur liði/.t allt of lengi. Sennilega finnst . Sjálf- stæðisflokknum gengio á hlut sinn. með þessari breyt- ingu á framkvæmd kosning- anna. Hann virðist áiíta, að honum eigi að vera heimilt að veria takmarkalausum fjármunum í bílakost, smöl- un og hvers konar aðgangs- semi við kjósendur. En slíkt er auðvitað misskilnmgur. Engum flokki á að vera það kappsmál, að kosningaathöfn in fái á sig ómenningarsvip. Og vilji einhver flokkur slíkt áf ofríki eða hræðslu um völd sín og áhrif, þá á það alls ekki að líðast. Reykvíkingar myndu á- reiðanlega fagna þeirri brevt ingu, sem hér er bent á og mælzt til. Og að stuttum tíma liðnum myndi enginn vilja taka upp gamla fvrir- komulagið. Þetta eiga stjórn arvöldin að gera sér ljóst og breyta samkvæmt því. Það er til þess ætlazt af þeim, að kosningar á íslandi fari fram af alvöru og virðuleik, en séu ekki gerðar að skrípa- leik hneykslanlegra manna- veiða á náttarþeli. Hér þarf að setja reglur og framfylgja beim undantekningalaust. Og af því á skilyrðislaust að verða fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í vetur. Áskriftasímar blaðsins eru 14900 og 14901. SKÁKÞÁITUR . Ritstjóri: Ingvar Ásmundsson. . ÁE>UR hefur verið getið úr- ! slita tveggja svæðismóta hér í , þættinum. Sigurvegarar á mót- | um þessum voru tékkarnir Paek man og Filip. Nú er nýlokið í Argentínu svæðismóti Suður-Ameríku. Hlutskarpastur varð argen- tinski stórmeistarinn Panno með 13 vinninga af 15 möguleg um, en næstir honum kom.u Rosetto og Stanguinetti með 11%. Þessir þrír hafa með ár- angri sínum öðlast rétt til þátt- töku í næsta millisvæðamóti. Fjórði var svo hinn heimsfrægi stórmeistari Najdorf með 11 vinninga. í fyrri viku hófst í Hoiiandi svæðismót sem líklegt er að menn veiti athygli hér heima. Þar er eflaust um að ræða sterk asta svæðismótið, þegár Sovét- meistaramótið er frátalið. Auk fulltrúa íslands, Friðriks Ólafs- sonar er vitað um stórmeist- arana eBnt Larsen frá Dan- mörku, Stáhlberg frá Svíþjóð, Szabo frá Ungverjalandi, Ivkov og Trifunovic frá Júgóslavíu. Að öðrum þátttakendum iná nefna Kolaroff, Búlgaríu, Troi- anescu, Rúmeníu og Dr. Alst- er, Tékkóslóvakíu. Af öllum þessum sæg mikilla meistara komast aðeins þrír á milli- svæðamótið. Má því búast við harðri og skemmtilegri keppni. Friðrik er meðal erlendra skák meistara í einna mestu áliti þeirra er þana keppa, enda þótt hann hafi enn ekki hlotið stór- meistaranafnbót alþj óðaskák- sambandsins. Hann er nú í af- bragðs þjálfun, hefur teflt um 50 kappskákir á þessu ári, og er að flestu leyti vel undir mót- ið búinn. Þáð er trú mín að Friðrik sé nú hæfari skákmað- ur en nokkru sinni fyrr. Hann. ætti þvi ef gæfan verður hon- um hliðholl að geta náð einu hinna þriggja eftirsóttu sæta er veita rétt til þátttöku í næstu millisvæðakeppni. Á meðan við bíðum eftir skákum frá Friðriki langar mig að birta gamla gildru, sem margur kappinn hefur fallið í um dagana, meðal annarra Guð mundur Ágústsson. Mig minnir það hafi verið á hraðskákmóti íslands 1946 að Guðmundur tap | aði fyrir óþekktum manni af Suðurnesjum, er lagði fyrir hann þessa lvmskulegu giidru. Það skaðar ekki að geta þess, i að Guðmundur vann mótið engu að síður. Ekki veit ég hvar né hvenær þessi skák var fyrst tefld. En hana getur aö líta í skáktímaritinu „I upp- námi“ er út kom um aldamót- in. Fjalakötturinn. í. e4, e5. 2. Rf3, Re6. 3. Bc4, Rd4?! 4. Rxe5? Dg5! (Núer hvít ur með tapað tafl!) 5. Rxf7, (Hér eru maðkar í mysunni). 5. — Dxg2. 6. Hfl, Dxe4t 7. Be2, Rf3 mát! (Yæri vonandi að sem allra flestir dyttu í hana þessa á næstunni). Líklega eru flestir sannfærð- ir um að skák hafi upp á fleira að bjóða en tvo þaulsætna svita skalla er reyna eftir fremsta megni að murka líftóruna hvor úr öðrum. Nægir í því sambandi að nefna hjálparmátið. F.n þar reynir fórnardýrið af öl ium mætti að létta undir með árásar manninum með því að iiggja sem bezt við höggi. Hér er svo að lokum dæmi um fegurð fórnarlundarinnar. Hjálparmát. Dr. G. Páros, Ungverjalandi. i Éf V ys "/',■/ ' CO jjp A S ' I> \"m 9 é'ÉÉ co jig s % pf I LQ 11 m Má ms f|j 3t' co 'ÍH/M SÉ §|§ <N Ww é$. wí il? ^ 11 r—I A B c D E F G H Hjálparmát í 3 leikjum. Svart ur á leik. Tvær lausnir: a) 1. Bd5, Hdl. 2, Bf3, Bd2. 3. Kxd6, Bf4 mát. b) 1. He5!, Bh2. 2. He2, Hg3. 3. Kxd6, Hd3 mát. Bréfakassinn: Hljómsveit blóðrauða hersins Herra ritstjóri. ÉG vildi gjarnan segja nokk- ur orð um hljómlistina í ís- ■ lenzka útvarpinu, ekki al- mennt, heldur um hina sérstöku hrifningu, sem virðist hafa grip ið um sig í tónlistardeildinni á kór og hljómsveit blóðrauða hersins rússneska. Það skal strax viðurkennt, að fyrir þá, sem hafa mjög gaman af karla- kórsöng, er þetta sennilega all- góð skemmtun, þó að manni kunni að virðast leiðigjarnt að hlusta hvað eftir annað á sömu plötumar, sömu lögin. Virðist svo sem söngskrá þessa kórs sé ekki ýkja mikið meiri en venju legs hreppakórs hér á landi, þó að þetta þyki vafalaust fínna, af því að það er útlent. 'Ég er ekki í sjálfu sér á móti því að heyra rússneska hljóm- list eða hljómlist annarra þjóða framda af rússneskum lista- mönnum, en mér finnst undar- legt, ef ekki má finna einhverja rússneska listamenn, sem ekki skilja eftir það óbragð í munn.- inum (eða eyrunum) á manni, eins og þessir glöðu riddarar kommúnismans, er nefnast víst blóðrauði herinn. Það má vel vera, að þeir vaði ,,syngjandi sælir og glaðir“ til baráttu fyr- ir þann þokkalega málstað, sem þeim er borgað fyrir að berjast fyrir, en að vera að þröngva þessum fjára inn í eyri íslend- inga með tæplega mánaðar fresti finnst mér of langt geng- ið. Nú má vera, að útvarpinu hafi verið gefið safn af „pró- dúktum“ listamanna blóðrauða hersins, en þá finnst mér, að vi.t urlegra hefði verið að afþakka Framhald á 8. síðu.! KVENNAÞÁTIUR ..... Ritstjóri Torfhildur Stelngrímsdóttir .. RÁÐLEGGINGAR FÍRIR TENGDAMÆÐUR. Bezta leiðin fyrir tengdamæð- ur til að vinna hylli tengda- dætra sinna er að hæla þeim svo sonur þeirra heyrir, segir kona ein er hefir skrifað mé? um þessi mál. Segja má að þarna hitti hún naglann á höfuðið, ef svo má að orði komast, en hól- ið eða viðurkenningin má alls ekki vera yfirdrifin eða koma út á þvingaðan hátt. Þegar tengdamóðurinni er boð ið að borða getur hún gjarnan beðið um uppskrift að einhverj- um réttinum, því að slíkt hljóm ar mun bs-tur, en að koma með of áberandi viðurkenningu, eins og t. d. „Þetta er afskaplega gott hjá þér, en það hlýtur að hafa kostað heilmikið. Þegar þú ert búin að hafa heimili eins lengi og ég munt þú komast að raun um að hægt er að hafa það mun ódýrara.“ Þegar tengdamömmu er sýnt nýtt húsgagn á hún vitanlega að dást að því, en ekki að koma ’ með athugasemd eins og þessa: „Ég hefi persónulega aldrei ver- ið mjög hrifin af nýtízkuhús- gögnum, en ég býst við að það sé þetta sem unga fólkið vill.“ Það er auðvelt fyrir tengda- mæður að endurtaka ýmsar við- urkenningar er hún hefir heyrt, við tengdadóttur sína og sé hún hyggin kona, þá endurtekur hún þær þegar sonurinn heyrir til og mun þá fljótt finna að hún fær þakklæti að launum. Það er nefnilega engu að síður auðvelt að endurtaka viðurkenningar- orð, en ákúrur. SNYRTING. Það gera víst fæstar konur sér ljóst, að oft má komast ó- dýrt af með hverekonar fegrun- armeðul, sem eru engu að síðri, þótt ekki standi einhver ólæsi- leg nöfn á vörumerkinu. Sítrónur: Séu olnbogarnir ekki það fallegir að yður finnist þér geta verið í ermalausum kjól, þá skerið sítrónu í tvennt og nuddið skinnið á olnboganum með henni. Ef þér gerið þetta í tíu mínútur í hverri viku munúð þér brátt komast að raun um að þér getið auðveldlega verið í ermalausum kjól. Að fá sér sitr- ónudrykk á morgnana er hress- andi og hefir ótrúlega mikið að segja fyrir útlitið. Þá má einnig nota safann úr sítrónum til að hreinsa hárið með, hann hreinsar alla sápu úr hárinu betur en nokkurt vatn og gefur því fagran gljáa. Edik: Séuð þér rauðhærð eða brúnhærð getur edik gert sama gagn og sítróna við hreinsun hársins. Salt: Þá má ekki gleyma því, að vanti ýður tannkrem, er salt engu verra til að bursta tenn- urnar upp úr. Setjið lítið eitt af salti í lófann og bleytið tann- burstann, nuddið örlitlu af salti í hárin og burstið svo tennurnar. Salt er að vísu ekki sérlega þægilegt á bragðið en áhrifin eru síst minni en af tannkremi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.