Alþýðublaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. okt. 1957 AlþýgublaSI^ Þ'órður Einarsson: Kynþátlavandamálið í Bandaríkjimuin. - III. OHÆTT er að fullyrða, að ium miðja 19. öld hafi fá lönd vakið jafn mikla athygli með- al annarra þjóða og Bandaríki Norður-Ameríku. Hið unga lýðveldi var nú vaxið úr grasi og sú tilraun til stofnunar lýð- ræðis, sem gerð hafði verið irúmum 70 árum áður 05 vakið aðdáun allra frjálslyndra manna, eri aðrir höfðu spáð íllu, virtizt hafa tekizt. Dómar annarra þ.jóða í garð hins unga lýðveldis urðu æ vinsam- iegri. Verzlun og iðnaður hafði blómgast og dafnast, hver stór- borgin eftir aðra hafði sprott- ið upp úr auðninni. Umráðasvæði landsins teygði sig nú yfir þvert megmlandið, yfir skóga, akra, fjöll og enda- lausar slétturnar. Land þetta byggðu nú 23 milliónir manna. sem voru í bandalagi, er taldi 31 ríki eða fylki innan sinna vébanda. Þeir sem vestur komu um þessar mundir urðu brátt varir við hina miklu grózku í athafiialífi landsins. I . austlægum héuðum þess blómgaðist hvers konar iðja <og iðnaður. Landbúnaður gaf SÓðan arð í miðvesturhéruð- mnum og í suðurríkjunum. Járnbrautirnar færðu hin foyggðu héruð nær hvort öðru, og stöðugur straumur af gulli •úr námunum í Kaliforníu ran'.i. inn í verzlun og fjármálalíf þjóðarinnar. TVÆR ANDSTÆÐUR. Eigi að síður komust þessir ferðamenn brátt að raun um, að Randaríkjum Norður-Ame- riku var í raun og veru skipt í tvær andstæður: norður og suður. Og hraði framfaramia fól í sér dulda.hættu fyrir ein- ingu hinna andstæðu lands- Muta. í noi'ðucríkjunum var iðnvæðingin í algleymingi og Ibændur í þeim hluta landsins voru nú famir að taka stór- virkar vélar í þjónustu sína. Landbúnaður og akurykja tolómguðust einnig í suður-. fylkjunum. Þar var ræktað tóbak, hrísgrjón, sykurreir og indigó, en undirstaðan að auð- legð þeirra var baðmullar- íræktin, sem eftir uppfinningu ¦Whit'neys hafði vaxið hröðum skrefum, og ræktun baðmull- arinnar byggðist auovitað ein- göngu á þrælahaldi. Á . ör- skömmum tíma hafði baðmull- arræktin meir en tvöfaldast. Þrælarnir framleiddu baðm- tullina og brátt var svo komið, að hún var ekki aðeins orðin snikilvægasta framleiðsla suð- •iiim'kjanna, heldur var hún um aniðja öldina orðinn stærsti ein staki liðurinn í allri útflutn- ingsverzlun landsins og árið 1850 var flutt út baðmull og baðmullarafurðir fyrir 270 milljónir dollara. BÖL FYRIR BAÐA. Þrælahaldið var auðvitað böl og bölvun fyrir þrælana, en brátt fór það nú að koma í liós, að það var einnig böl fyrir þrælahaldarana. Er tímar liðu eyddi þessi ehiskorðaða ræktun öllu næringargildi úr jörðinni og gerði hana örmagna, auk þess sem regnvatnið náði að skola burtu miklu af dýrmæt- um jarðvegi, er það rann eftir þráðbeinum plógförunum milli endalausra raða af baðm- ullarplöntum. Með þessu skipu lagi á landbúnaði sínum — ræktun baðmullar sem megin- uppskerunnar og í mörgum til- fellum einu uppskerunnar, og notkun þræla, seni sáu honum fyrir vinnuafli og hann varð að halda, hafði bóndinn stöð- ugt þörf. fyrir handbært fé. Haan þurfti að kaupa allt, sem hann ekki ræktaði sjálfur, auk þess, sem þessi meðferð á jarð- veginum át upp allt það lausa- fé, sem afgangs kann að hafa verið. Þegar meðaluppskera baðmullarinnar fór að minnka, varð hann að yfirgefa það land sem hann hafði þegar mergsog- ið, og kaupa -nýtt land eða flytja vestur á bóginn, ef hann hafði efni á því. Þá vildi hann auðvitað flytja þræla síua með sér, sem þá varð til þess að vandamál þrælahaldsins varð enn útbreiddara. Annar kostur hans var sá, að kaupa dýran áburð, þegár 'nýtt jarð- Úrskurður hæstaréttar í máli strokuþrælsins Dred Scott vakti almenna og réttláta gremju. þeirri, sem liggur fyrir norðan baðmullarsvæðið, en tóbakið fór engu betur með jarðveg- inn. Eini markaðurinn, sem stóð bændunum opinn, var út- flutningsmarkaðurinn. í þess- „Ánauðin kæf ir allan vilja mannsins til þess að bæta afkomu sína og starf sgetu, eyðileggur sjálfsvirðingu hans, kúgar og afvegaleiðir metnað hans og eyðileggur eðlilega hvöt mannsins til þess að verða landi sínu að sem mestu gagni". næði var ekki lengur að fá. Ef I um héruðum bjó enginn veru- þetta tókst ekki, varð bóndinn I legur f jöldi vel launaðra verka fátækari eftir því sem hin þrautpínda jörð gaf minna af sér. JÖRDIN MERGSOGIN. Og nærrí eina Jeiðín fyrir bóndann í Suðurríkjunum til þess að afla sér þess fjár, s'em hann vanhagaði svo mjög um, var að halda áfram að rækta baðmull eða tóbak á landræmu Antlstöðuhreyfing norðanmanna skipulagði flótta svatra þræla Úv áiiiuiðiiini. Gömul skopmynd úr blaði sunnanmanna, sem j hæðist að þessari starfsemi. manna eða iðnaðarmanna, og þar var heldur enginn yeru- lengur fjöldi vel stæðra smá- bænda, eins og víðast hvar í norðurríkjunum. í suðurrikj- unum skiptust baividur í tvo hópa. Annars vegar voru smá- bændur, oft og einatt leigulið- ar, sem unnu sjálfir ásamt fjölskyldúm sínum að baðm- ullarræktinni á litlum skika lands, hins vegar stórbændur, plantekrueigendurnir, sem héldu þrælana, bjuggu í stór- hýsum og bárust mikið á. Scná- bæ'ndurnir voru miklu fjöl- mennari en stórbændurni'r, en þeir máttu sín lítils og lentu smátt og smátt í algerðri ör- birgð í samkeppni sinni við hið ódýra vinnuafl þrælahaldar- anna og drógu allan mátt úr jörðinni meðræktunaraðferðum sínum. Það er vert að hafa þessa aðstöðu bændanna í huga, því hún hefur skapað sterka andstoðu af þeirra hálfu gegn því að negrunum væri veitt frelsi og síðar aukið frjálsræði og réttindi, sem byggðist á hræðslu við að svsrtingjarnir myndu skapa efnahagslega samkeppni fyrir þá. VÍTISHRINGURINN. Þannig voru baðmullarbænd ur, jafnt stórir sem smáir, komnir í endalausan vítishring. Sífeld leit eftfe nýju og ó„ spilltu jarðnæði þokaði baðm- ullarræktinni stöðugt lengra vestur á bóginn til Texas og Oklahama, unz skortur á nægilegri úrkomu stöðvað; frekari útbreiðslu hennar. Eftir því sem árvn liðu, komu andstæðir hagsmunir norður- og suðurríkjanna æ b-atur í Hós. Þagar á árinu l'SSÖ'Voru ríkin farin að skipa sér iflokka vegna þrælahalds- ins VK fimm a.urn síðar var það. ytvímælalaust orðið erfið- astá-'"vándamálið'. í. amerískum stjóisnmálum. í. norðurfyikjun- um skapaðist stcrk hreyfing, sem barðist fyrir algeru afnámi þrælahaldsins. Um sama leyti var stornað til hreyfingar, sem b^-^ist af oddi 01. °«g sfeen því, að þrælahald yrði leyft í þeirh leruaum, sern enn voru lítt nurcin o^ ekki or-5in að ríkjum innan bandalags þeirra. í aufum surmanmanna yar '~vír>lah?3di'!s - "f''ifð. sem þeir áttu enga sök á fremur en oðr- oaaú lí-.gum arfleifðum þeirra, tvpgu þeirra, lýðfrjálsu . tiér:iskipu"gi. ásamt öðrum íornum siSum pg venjum. í 5'umum suðlægum- strandhér- •jðum haf;5i h'ce'ahald tíðkast í meir en 200 ár, þsgar hér var komi5 sögu. og í 15 suður- ríkjum var fiöldi negra jafn- «3iViii 0« hyitra manna. en í norðurríkjunum voru þeir ei'ff- ungis smavægilegt brot af hsildartölu íbúanna. SAMSTADA SUNNANMANNA. Suðurhéruð landsms mynd- »aff'i eim samfelkla heild í stjórnmálum, sem í öllum meg- in atriðum var sammála um stefnumál þau, er vörðuðu ræktun ¦ baómular og þræla- haM. Flestir plantekrueig- endur litu á þrælahaldið sem undirstöðuna undir hagkerfi þeirra, og stjórnmálaleiðtogar suðurríkjanna, allir embættis- menn og flestir prestar hættu nú öllum afsöku'num vegna þrælahaldsins, og eftir því sem^ andstaða norðanmanna harðhaði. gerðust þeir hinir traustustu talsmenn þess. Allt til ársins 1830 tíðkaðist sú venia, að eigándinn sjálfur hefði umsjón með þrælum sín- mvt) op stiórnaði vinnunni ' á baðmullarekrunum. Sýndi hann þá oftast allmikla föður- lega umhyggju fyrir þrækm- um, og vinnuharka var ekki mikil. Um þetta leyti varð táls verð breyting á í þessum efn- um. Þegar ræktun baðmullar hófst á hinum víðfeðmu akur- lendum í syðstu héruðum suð- urfylkjanna, hættu eigendurn^, ir sjálfir að hafa eftirlit með framkvæmd vinnunnar, en Framhald á 8. siðn. Harriet Beacher Stowe, höfundur bókarinnar Kofi Tómasar frænda. Eftir að bókin kom út, var útilokað að þagga niður umræðunar um vandamál þrælahaldsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.