Alþýðublaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 6
AlJ»ý8nbla8I8 Föstudagur 7. - marz 1-958 ( Hver er madurínn ? ) órsson undirbúningsskóla og endur menntaskólans, „Pólitíski í HÓPI yngri leikara okkar er margt efnilegra karla og kvenna, sem líklegt er að eigi eftir að gera svip íslenzkrar leiklistar í framtíðinni glæsileg an og stórbrotinn og bygg.ia bar trúlega ofan á sem beir eldri lögðu grundvöllinn af einstæðri fórnfýsi og brautseigju. Þroska- ferill þeirra yngri er með n'okk- uð öðru móti en þeirra eldri flestra; yngri kynslóðin hefur átt völ góðra undirbúnings- skóla, erlendra og innlendra, sem auðvelda að mun sigurinn yfir byriunarörðugleikunum og hraða árangri, — þeir eldri hafa að mestu leyti orðið að láta sér nægia skóla reynslunn ar. Ekki þar fyrir, það vinnur enginn sigur á leiksviðinu án þess að hafa einnig stundað nám þar og það af hinni mestu kostgæfni. og vel dugaði hann mörgum þeim eldri, en hann verður beim vn<rri ekki iafn harður og seinfarinn fyrir und- irbúninginn. Margir hafa þeir og flutt með sér hressandi blæ og léttara andrúmsloft inn á sviðið, aukna tækni og víð- feðmari skilning þess sem víða hefur farið. FJÖLHÆFUR LEIKARI Baldvin Halldórsson er einn í hópi þeirra yngri, og án þess farið sé í nokkurn manniöfnuð er hann tvímælalaust einn af þeim f.iölhæfustu og efnileg- ustu. Hann hefur þegar náð þeim árangri, bæði sem leikari og leikst.ióri, er skipa honum framariega í röð beztu lista- manna okkar á því sviði, eldri og yngri, og enn er hann í harðri sókn til stærri sigra. Það er einkenni hans, að hann velur sér aldrei auðsóttustu leiðina að markinu, honum næg ir ekki nein yfirborðstækni, heldur verður hann að ná valdi á hlutverkinu fyrir að brióta það til mergjar, bygg.ja leik sinn á gagngerum skilningi. Sama máli gegnir um leikstjórn hans, hún einkennist fyrst og fremst af þaulhugsun og vinnu. Og það þarf ekki lengi að ræða við hann til þess að komast að raun \jm að hann er aldrei á- nægður með þann árangur sem hann nær, hvorki 1 leik né leik- stjórn; fyrir bragðið verður framsókn hans harðari og mark vísari. ÁFANGAR Fæddur er Baldvin 23. marz 1923, að Arngerðareyri við ísa- f.iarðardjúp. Foreldrar hans eru Steinunn Jónsdóttir og Ilalldór Jónsson. Hann stund- aði nám við gagnfræðaskóla ísafjarðar 1939—41. Að þeirri skólagöngu lokinni fluttist hann til Reykjavíkur, hóf prent nám í AlþýSuprentsmiðjunni 1941, og nám í leíkskóla Lárus- ar Pálssonar 1943, sem hann stundaði í þrjá vetur og lék jafnframt hjá Leikfél. Reykja- víkur. Var fyrsta hlutverk hans þar sem að kvað Graziano í „Kaupmanninum í Feneyjum" veturinn 1645. Loks kvaddi Baldvin prentverkið og hélt til Englands, stundaði þar fyrst Ieirkerasmiðurinn“ eftir Hol- leiklistarskólannlberg og leikrit eins og ”Æsk' leikiistarsKolann I an v-ð stýrið.<_ við „Kertaljós11 Konunglega brezka. Árið 1949 kom hann1 og „Þrír eiginmenn". En aðal- heim að loknu námi og tók þeg ' átökin við þá listgrein hefur leika í Þjóðleikhúsinu. Baldvin Halldórsson. Var fvrsta hlutverk hans í einu af vígsluleikritunum, „Nýárs- nóttinni“ eftir Indriða Einars- son. Tvö næstu sumur ferðaðist hann um landið í leikflokknum ,,Sex í bíl“, sem sýndi fyrra. sumarið sjónleikinn „Brúin til mánans“, en ,,Cavallo“ seinna í öllum helztu kaupstöðum og kauptúnum og víða í Sveit- um. -— í Þjóðleikhúsinu hafði hann og nóg að starfa; þau voru ekki mörg leikritin þar sem hann var ekki í hlutverki, minna eða stærra og hefur verið svo til þessa. Meðal hlut- verka hans þar má telja: Tóm- as Diafoirus í „Juno og páfugl- inn“, Robert í „Stefnumótið í Senlis“, John Buchanan í „Sumri hallar“, Valtýr Halls- son í „Valtýr á grænni treyju“ og Beckmann í „Lokaðar dyr“, — en ekki er þó nema fátt eitt talið. ATKVÆÐAMIKILL LEIKSTJÓRI Þá er það leikstjórn, sem hann hefur lagt stund . á og með mjög góðum árangri. — Þann feril byrjaði hann uppi á Akranesi, setti á svið leikritið ,,ÆrsIadraugúrínn“ éftir Nöéí Coward, fyrir leikfélagið þar. Síðan hefur hann haft með höndum leikstjórn fyrir nem- hann þó átt í Þjóðleikhúsinu Þar hefur hann annazt leik- stjórn og sviðsetningu „Anti- gone“ eftir Anouhil, „Ætlar konan að deyja“, eftir Fry, „Djúpið blátt“ eftir Rattigan og nú loks „Dagbók Önnu Frank“. Er Baldvin nú í röð færustu leikstjóra okkar fyrir vandvirkni og smekkvísi, en þó fyrst og fremst fyrir glöggan skilning á verkefnum og næma kennd fyrir heildarsvip og jafn vægi í leik. Að mínum dómi ber hæst stjórn hans á Antí- eone og Dagbók Önnu Frank, svo gerólík sem þau viðfangs- efni þó eru. Og ekki er það neinum vafa bundið að Baldvin Halldórsson á eftir að skrá nafn sitt í leiklistarsögu okkar sem leikstjóri ekki síður en leikari. Kvæntur er Baldvin Vigdísi Pálsdóttur og eiga þau tvö börn, — Pál Baldvin og Ingu Láru. Loftur Guðmundsson. fslenzk og erlend urvalsljóð: yrnar beið effir Þorgeir Sveinbjarnðrson. ÞAÐ FER ekki ofsögum af því, hvað gæfan er kenjótt; stundum í ágætis skapi, en oftar geðill. Hún kom til mín sem milljón króna seðill. Eg þóttist hafa himininn höndum tekið, sá allar stjörnur um óskabraut mína renna. Á festingu hugáns var hátíð, horfið til mungáts og kvenna. Krásir á borðum. Kyngi í .snertingu. Mögnun í draumi, en við dyrnar beið vaka. Ég greiddi með seðlinum föngin, en gleymdi að taka til baka. S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s i s s s s s s s s s s s s s s TIZKAN I TÉKKÓSLÓVAKÍU. TÉKKNESK TÍZKA fylgir ekki í miklu því sem ráðandi er í Vestur-Evrópu eða annars stað ar í heiminum. Hún er í senr íhaldssamari og. miðuð við þa£ sem hægt er að nota af eigin- framleiðslu landsins, sem. er rnik il á framleiðslu tízkuvarnings og þá sérstaklega skartgripa og hverskonar fataefna. Ekki er þó hægt að segja að tízkan í Tékkóslóvakíu sé poka- leg, eins og sagt er um hina nýju vestrænu pokatízku, þvert á j móti má finna í henni margt af því smekklegasta frá síðustu ár- um. Því virðist þarna vera um að ræða einskonar „neutral zo,ne,“ ,þar sem sigtað er úr hið klassíska, en stundarfyrirbrigðin látin lönd og leið. Allt þetta vitnar um að kyn- systur okkar í Tékkóslóvakíu, séu hyggnar konur, sem þó ég trúi vart öðru, en þær hafi vissa veikleika fyrir nýjungum, eins Söngur Árna Jónssonar ÁRNI JÓNSSON, tenórsöngv ari, hélt söngskemmtun í Gamla bíói á þriðjudagskvöld. Á söngskránni voru lög og aríur eftir innlenda og erlenda höf- unda. Rödd Árna er ekki ýkja- mikil, en yfirleitt fer hann smekklega með hana. Má segja, að þessi fyrsta söngskemmtun hans hafi tekizt vel, en með aukinni menntun í listinni á hann vafalaust eftir að komast lengra. Röddin virðist fremur bróttlítil á neðstu nótunum og hættir dálítið til að verða sár á .efstu nótunum. Annars er hún hreimfögur. Jafnbezt söng Árni skandí- navísku. lögin eítir Peterson- Berger, SÖberg og Grieg og hin íslenzku. Röddin er lýrísk og vel fallin til að syngja slík verk Söngvaranum var mjög vel tek- ið og varð hann að syngja nokk- ur aukalög. Honum barst fjöldi blómvanda. Fritz Weisshappel var við hljóðfærið og leysti sitt verk af höndum vel að vanda. G.G. og allar konur. Hitt er svo aftur annað mál, að þær hafa þrek til að velja það heppilega og eru í því efni sterkari á svellinu, en við sem vestan járntjalds taúum, því að jafnvel í sjálfu Rússlandi hefir gengið á ýmsu rneð tízku undanfarinna ára og er nú oft farið að halda þar tízkusýningar, sem virðast vel sóttar. Ilér á myndinni getur að líta smekklegan sumarkjól frá Tékkóslóvakíu, með léttum bol- srojakka hnepptum að aftan. Er þarna um léreftskjól að ræða og ekki þarf að taka fram, að það er tékkneskt. Á undanförnum árum höfum við haft svo mikil viðskipti við Tékkóslóvakíu að full ástæða er til, að við skyggnumst nánar inn í hagi og lífsvenjur þessarar við- skiptaþjóðar. Því hefi ég gert þeim hluta er að okkur konum veit nokkur skil hér í þessum þætti og mun gera það betur seinna, þá sérstaklega að því er viðkenzm' skartgripum. FEGURÐAS AMKEPPNI. Það þykir heldur en ekki mat ur í Danmörku, að framvegis munu fegurðardrottningar. þær er valdar verða á Marienlyst í júní ár hvert verða látnar taka þátt í samkeppninni ,um titilinn „Miss Universe“ í Californíu. Hingað til hefir aðeins verið heimil þátttaka í keppnum um titlana „Miss Europe“ og „Miss World“, en nú er alheimurinn opinn fyrir þær. Social-Demokraten segir frá þessu í kvennaþætti nýlega og þá er sagt að nú opnist tækifæii fyrir danskar regurðardísir til að vinna í þágu háleitara málefn is. Þá er þess og getið, að auk drottningarinnar verði á hverj- um tíma kosnar tvær prinsess- ur, sem fái að taka þátt í slagn- um um hina tvo lægri titla, ung frú Evrópa og ungfrú heimur. Alheimurinn stendur drottning- unni einni til boða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.