Morgunblaðið - 14.11.1913, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.1913, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ >8 Tombólu heldur Kvenfélag Fríkirkjnsafnaðarms á laugardag og sunnudag næstkomandi, í Bárubúð. Nánar á götu- auglýsingum. Hvernig á eiginmaður- inn að vera? Svar nr. 4. Góður eiginmaður á að vera eins og konan vill hafa hann. Svar nr. 5. 1. Samráði konu sinnar, sé það mögulegt. 2. Láta hana ekki vanta það sem hiin þarf til heimilisins. 3. Ef bæði eru sammála, ráðdeildar- söm og starfandi, fer alt vel. 4. En hleypa konunni ekki einni rim upp fyrir sig, því þá mun hdn fljótt vilja verða 4 til 5 rimum hærri en bóndi hennar, og þá er henni gerð vanvirða óafvitandi. Svar frá sama. 1. Klæddur pelli og purpura dag- lega, með því að snikja út fé af öðrum, án þess að afla þess sjálfur. 2. Vera konunni þakklátur fyrir að hún ekkert starfar annað en að skemta sér. 3. Láta hana öllu ráða, en ráða engu sjálfur. 4. Vera mikili í orði, en ekkert á borði. 5. Hrósa henni fyrir að hafa boðið á uppboði í þá hluti sem þau aldrei hafa neitt við að gera, 6. og seinast og ekki sízt, vera sammála henni, ef hún vill ala börn þeirra — ef nokkur eru — upp í leti, iðjuleysi og ómensku. Smávegis viðsvegar að. Lengsta skáldsaga heimsins er eft- ir Japana nokkurn, Kiong Te Bakin að nafni. Fyrsta bindi sögunnar kom út 1852 en síðasta bindið i ár. Hefir því útgáfa bókarinnar staðið yfir í 61 ár. Höfundurinn gerði samning við útgáfumanninn, um leið og fyrsta bindið kom út, á þá leið, að hinn siðarnefndi skuldbatt sig til þess að gefa út alla söguna í heild sinni. Bókin er í 106 bindum og er hvert bindi 1000 blaðsíður. Á hverri blaðsíðu eru 30 línur og hver lína hér um bil 10 orð. 31.800.000 orð eru því samtals í bókinni. ÖIl bindin til samans, vega hátt á ann- að hundrað pund. Aftaka. Ameríkumaðurinn Eugen Field, sem er nafnkunnur fyrir gam- anyrði sín og sögur, var eitt sinn í samkvæmi í London og var þar minst á þann sið í Bandaríkjunum, að taka menn af lífi án dóms og laga. Field lagði þar ekkert orð í belg, unz húsfreyja spyr hann hvort hann hafi aldrei verið sjónarvottur að þess háttar aftöku. »Jú, sjálfsagt hundrað sinnum«, svaraði Field. Nú lángaði gestina til að heyra ger sagt frá og sagði Field þeim þá sögu þessa: »Það var kvöldið áður en eg fór til Englands. Nokkrir vinir mínir héldu mér þá samsæti, og meðan við sátum undir borðum, helti einn þjónninn fullri súpuskál ofan á eina af konum þeim sem þar voru, og eyðiiagði með því kjólinn hennar, sem var bæði skrautlegur og afardýr. Áður en varði greip einn gestanna þjóninn og smeygði snöru um háls hans. Konan gaf honum bendingu og á sama augabragði hékk maður- inn í lausu lofti og dinglaði öllum öngum*. »Þetta er voðalegt« sagði húsfreyja og fór hrollur um hana. »Og þér stóðuð hjá og höfðust ekk- ert að?* »Nei, neic svaraði Field mjög rólega. »Meðan þeir hengdu þrælinn, hljóp eg niður í ddhúsið til þess að drepa eldamanninn, fyrir það að láta of mikið sinnep í mat- inn«. Einkennilegmálverk. ÍLondonhefir nýlega verið haldin málverkasýning til ágóða fyrir »Hið konunglega Bethlehems-geðveikrahæli*. Það sem er einkennilegt við sýningu þessa er það, að málverkin eru öll eftir geð- veika menn, og hefir hún því vakið geysimikla eítirtekt. Það hefir kom- ið i ljós að jafnvel þeir sem eru ólæknandi geðveikir, geta oft og tiðum málað myndir, sem bæði að efni og frágangi eru listaverk. En það sem mesta furðu vekur, er það, að ýmsir sjúklingar, sem hafa verið geðveikir frá blautu barnsbeini, hafa gert bæði teikningar og myndir af talsverðri nákvæmni. Carol Rúmeniukonungur er nú sem stendur annar elzti ríkisstjóri í Ev- rópu. Hann er nú í miklum met- um hafður af þegnum sínum, en sú var tíðin að hann átti ekki sjö dag- ana sæla. Var honum gert alt til skapraunar. Það var meðal annars, einn góðan veðurdag, þegar hallar- þjónarnir komu á fætur, að á hall- ardyrunum stóð með stórum stöf- um: »Til leiguc. Ráðsmanni kon- ungs var sagt frá þessu og skipaði hann þegar að rífa auglýsinguna nið- ur. En konungurinn, sem þá bar að vísu að eins fursta nafn, bannaði það«. Það er ekki til annars en þess, að næstu nótt verður önnur límd á hurðina. Látið þið auglýsinguna vera kyrra en skrifið að eins undir: Ekki fyrir Rúmena*. Þetta var gert, en næsta morgun var auglýsingin horfin. Mesti kvenskörungur Ameríku. Kona er nefnd Jane Adams og á heima í Chicago. Hún er nú nær sextugu og hefir aldrei verið við karlmann kend. Þegar hún var 26 ára að aldri nam hún læknisfræði. Síðan hefir hún meðal annars stofn- að matreiðsluskóla fyrir fátækt fólk, hæli fyrir kvenfólk, sem ekki getur unnið, barnagarða, leikfimishús fyrir börn og fullorðna og lestrarstofur. Auk þess hefir hún komið á fót sýn- ingum á heimilisiðnaði og skrifstofu, sem leiðbeinir fátækum innflytjend- um og þeim sem ekki kunna málið né þekkja landslög. Hún hefir komið á fót atvinnuskrifstofu fyrir þá sem eru atvinnulausir, og skrifstofu, þar sem öllum eru gefnar ráðleggingar þær er þeir þarfnast. Hún hefir fengið því framgengt, að borgin hefir tekið að sér umsjón mjólkursölu og framleiðslu sóttkveikjulausrar mjólkur. Hún hefir áorkað því, að fá staðfest lög sem banna unglingum innan 14 ára aldurs að vinna í verksmiðjum, og fyrir hennar tilstilli hefir venð settur á fót nýr dómstóll í borginni, sem hefir með höndum þau mál er snerta verkakonur og börn, og reynir að hindra verkföll. Það sér ekki á að aldurinn sé her.ni að meini, því hún er enn jafn ötul í baráttu sinni gegn kúgun og illri meðferð á fátæklingum. Liku likt. Málari nokkur í Miinchen skuldaði húsmóður sinni 40 aura. Kerling vildi fá peningana og skrif- aði honum því skammarbréf, og hafði í hótunum við hann ef hann greiddi ekki skuldina áður en þrjár sólir væru af lofti. Málarinn varð fokvondur þegar hann fekk bréfið og hugði að gjalda kellu rauðan belg fyrir gráan Nokkrum dögum síðar varð konunni reikað fram hjá listaverzlun þar í borginni. Sér hún þá bréfið þar í glugganum og skrifað við: »Skemti- legt bréf frá húsmóður til leigjanda» Götudrengir og nágrannar hennar gerðu sér gaman að þessu og endir- inn varð sá að hún keypti bréfið miklu hærra verði en skuld málar- ans nam. Embættismenn í St. Louis. Tutt- ugu og fjórir embættismenn í St. Louis hafa verið kærðir fyrir tilraun í þá átt að hafa fé af bæjarsjóði. Meðal hinna kærðu er fyrverandi borgarstjóri. Hann »stakk af«. Kauphallarmið- ill nokkur frá Lyon, Grivinon að nafni, hvarf skyndilega fyrir skömmu síðan. Reikningar hans voru þá at- hugaðir, og kom upp úr kafinu, að skuldirnar voru 2 miljónir franka. Aumingja blaðamennirnir. Kjör þeirra eru ekki ætíð sem glæsilegust. Ritstjóri »The Punchwille East« hefir skýrt frá högum sínum á þessa leið: »Ef eg ætti að lifa af blaðinu, þá mundu dagar mínir skjótt taldir. Eg verð bví að hafa úti allar klær, til þess að svelta ekki. Konan mín leig- ir herbergi, skreytir hatta. og hefir teveitingar á sumrin, þegar ferða- menn eru hér. Auk þess sauínar hún hingað og þangað í bænum, hjá öllum sem hafa vilja. Eg geri við reiðhjól og lækna hesta. Eg á mörg hæns og hefi talsverðan hag af því, og svo er eg umboðsmaður fyrir fjögur verzlunarhús. Eg er einnig skjalavaldsmaður, friðdómari og um- boðsmaður fyrir brunavátryggingar- félög. Auk þess geri eg við regn- hlífar og á þennan hátt get eg haldið líflnu í mér og blaðinu. Bretar. Það er í ráði að koma á beinum gufuskipaferðum milli Gautaborgar og Harwich á Englandi. Búast Sví- ar þá við að öll verzluti Vestur-Rúss- lands íari í gegnum hendur þeirra. Síðan er í ráði að leggja járnbraut frá Stokkhólmi til Kapelskær í Upp- löndum, sem er næsti bær við'Ábo á Finnlandi. Síðan á að koma á gufuferju milli þessara bæja. Eins og ferðum hagar nú, er 8 klukkustunda sigling milli Stokk- hólms og Hangö á Finnlandi og milli Pétursborgar og Stokkhólms 24 stunda ferð. En gufuferjan er 5—6 stundir milli Kapelskær og Ábo og þaðan er farið á 7V2 kl.tima til Pétursborgar. Nú er þó sá hængur á að járn- brautarteinar Rússa eru gleiðari en hjá öðrum þjóðum. Búast þó Svíar við því að Rússar munileyfaað á þess- um brautum séu notaðir vagnar með hreyfanlegum hjólum, þannig að þeir geri runnið á brautum með mismun* andi breidd. Lotterí. Maður nokkur í Khöfn sendir Morqunblaðinu prentað skjal mikið, þess efnis, að fá menn til þess að »spila í lotterínu« danska. Getur hann þess í lok skjalsins, að hér hafi einhver íslenzkur maður unnið1 70.000 franka þ. 12. sept. Hafi númer miðans verið 11250 og mað- urinn undir eins fengið upphæðina útborgaða. Hver er hinn hamingjusami maður?: Eða er þetta auglýsingabrella ? Carol. ----------------------- Námuslys í New-Mexiko. Símað er frá Dawson, að spreng- ing í kolanámu þar, hafi byrgt inni 130—180 verkamenn. 23 hefirver- ið bjargað. Fjöldi manns er önn- um kafinn við það að reyna að kom- ast niður í námuna. Er búist við að mennirnir hafi nóg loft, og því von um að fá bjargað þeim lifandi. Börn og konur þeirra sem innibyrgð- ir eru, hýma við námumunnann yf- irkomin af sorg. Fjórtán lik hafa fundist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.