Morgunblaðið - 16.11.1913, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1913, Blaðsíða 2
66 MORGUNBLAÐIÐ Hvernig á eiginmaður- inn að vera? Svar nr. 7. Hann á að vera blíðlegur, dökk- bláeygur, lítið eitt toginleítur, með dökkjarpt hár og skegg, stór, karl- mannlegur, hvatlegur, djarflegur, kurt- eis. Hann á að vera trúr konu sinni, taki ekki aðrar fram yfir hana. Hann á að vera viss í stöðu sinni, áreiðan- legur i viðskiftum, reglusamur og ábyggilegur. Hann á aldrei að segja eða spyrja konu sína hvað hann vill eða hvað hann gjörir, hann á að vera einráður og sjálfráður, þó hún hafi á móti einhverjum gjörðum hans, á hann ekki að snúast við það, mun hún þá smátt og smátt fallast á gjörðir hans og virðir hann þá mikið fyrir karlmensku og sjálfstæðí og verður honum þar af leiðandi sammála í öllu. Þessi eiginleiki gildir jafnt fyrir eiginkonur, sem eiginmenn. Breyti maðurinn eitthvað út af þvi ofan- nefnda, er sjálfsagt að konan geri það líka, því maðurinn er höfuð konunnar og gengur á undan með góðri eftirbreytni. Kona. Svar nr. 8. Eiginmaðurinn á að vera höfuð konunnar, en konan hálsinn, sem snýr höfðinu. Utan af landi. Maður af Vesturlandi skrifar rit- stjóra Mortrunblaðsins: »Gratulera með Morgunblaðið, sem egvonaað verði »succest. Má eg vera með á því ? Sendi 5 kr. — Þér látið mig vita þegar þær eru uppétnar. Vona að sending verði regluleg, enda þótt við »Jöklarar« getum varla búist við að fá blaðið með morgunkaffinu 1 ---------1 4»----------- Garnla Bíó sýndi i gærkvöldi í fyrsta skifti: »Fyrir ættjörðinac. Það er langur ófriðarleikur, sem fel- ur í sér sögu þriggja ungmenna. — Of langt mál yrði það, að ætla sér að segja hér frá efni leiksins, en geta má þess, að vel er leikið og margir viðburðir þannig, að áhorf- endur standa á öndinni af ótta. — Þeir, sem hafa ánægju af kvikmynd- um, ættu ekki að setja sig úr færi að sjá mynd þessa. Nyja Bfó. Það eru nú rúm 50 ár siðan Charles Dickens skrif- aði hina nafnkunnu skáldsögu sina »Borgir tværc., og enn þann dag i dag er hún einhver hin viðlesnasta saga í heimi. Þessar tvær borgir eru London og París, og þar gerist sagan á dögum stjórnarbyltingarinnar miklu. Leik- rit þetta hefir verið leikið á leikhús- um viðsvegar um heim, og vakið geysimikla eftirtekt. Nú gefst öll- um tækifæri á að sjá leikinn eins hann hefir verið bezt leikinn. Skríííur. Kammerjunkerfrúin mætir Kam- merherranum gamla, sem var kurteis- in sjálf. Hann : »Æ, kæra frú, þér gleymd- uð því sem þér lofuðuð, þegar litla barnið var á leiðinni, að eg skyldi fá að verða guðfaðir þessc. Hún: cÓ, hvað það var leiðin- legt. En næsta skifti, kammerherra, næsta skifti*........ Hann: «En kæra frú!, þér skulið ekkert ómaka yður mín vegnac. »Hvernig liður Strálberglautinantfc »0, svonal Hann hefir orðið fyrir smáslysum öðru hvoru. Fyrst hrapaði flngvél með hann í sjóinn, og svo sprakk neðansjávarbátur í loft upp með hannc. Hún: »Ef þú seldir hundinn þinn, þá gætum við gift okkurc. Hann: »Eg væri meirá en litill glópur, ef eg seldi svo ágætan hund, til þess að geta gift mig«. Læknirinn: »Maðurinn yðar verð- ur að hafa næðic. Frúin: »En eg skal segja yður læknir, það versta er að hann vill ekki hlýða á það sem eg segi«. Læknirinn: »Kærið yður ekkert um það. Það er góð byrjun, ágæt byrjunc. Hann: »Voru margir gestir hjá föður yðar í gærkvöldi ?« Hún: »Nei, það voru aðeins venzla- menn okkar. Þar var fyrri maður- inn minn og konan hans, maðurinn minn, konan hans fyrverandi og kærasti hennarc. Vinurinn: Eg óska þér til ham- ingju, félagi. Mér er sagt að þú sért giftur«. Pétur: (andvarpar) »fá — því mið- ur«. Vinurinn: »Hvað, segirðu þvi mið- ur? Hverri ertu þá giftur?« Pétur: »Önnu Jensen, móður henn- ar og stjúpu, tveimur systrum og þremur hálfbræðrum, ömmu, þrem- ur ógiftum frænkum og fjórum beztu vinkonum hennar«. Frú Möller sendi Stinu til þess að kaupa fyrir sig aðgöngumiða i leikhúsið. »Jæja Stina, fékstu svo miðann?* spyr frúin. »Nei eg fekk engan á átta krón- ur, eins og frúin bað um. En eg keypti fimm miða á eina krónu og sextíu aura, svo það kemur í sama stað niður*. 1=3 DAGBÓIJIN. C= Afmæli 15. nóv. Ásthildur Thorsteinsson húsfrú. Jóhanna Bjarnadóttir húsfrú. Jóhanna Gestsdóttir húsfrú. Maria Th. Ólafsdóttir húsfrú. Þorbjörg Pétnrsdóttir húsfrú. Ólafur Pinsson prestur 57 ára. Finnur Ó Thorlacius trésm. 30 ára. Kristján Benediktsson trésm. 29 ára. Veðrið var i gær með snjóúrkomu frost og um land alt, nema á Seyðisfirði. Þar var 1.1 stigs hiti. Hitastigin voru annars í Vest- mannaeyjum -j- 2,4, í Bvik -f- 2,0, á ísa- firði -r- 1,0 á Akureyri 2,0, á Grríms- stöðum -j- 2,0, Hvergi heiðskirt á landinu og hvergi mjög hvast. Háflóð er i dag kl. 6,32. Sólarupprás kl. 9,03. Sólarlag ki. 3,23. Séra Frlðrik Friðriksson, barnavinnr fór utan í gær á botnvörpungnum Eggert Ól- afssyni áleiðis til Vesturheims. Dvelur hann þar 2—3 misseri til þess að koma þar á stofn kristilegum unglingafélögum, meðal Vestur-íslendinga. En hvernig fara börnin hér að vera án Friðriks? Gísli gerlafræðlngur varð síra Friðriki samferða til útlanda í gær. Ferðinni heit- ið til Parisar á Pasteurstofnunina þar, Vinarborgar, Berllnar og Kbafnar. Árni Pálsson sagnfr. talar i dag kl. 5 í Iðnó um Verndun islenzkrar tungu i skólum. Sizt vanþörf á að brýna menn i því efni. Gliichsborgarættin. Um miðjan dag i gær sást alt i einu Dannehrog blakta á flaggstöng Stjórnarráðsins — skömmu sið- ar á Alþingishúsinu — þá sænska flaggið hjá Kristjáni. En úti á höfn skrýddust skipin ótal fánum. Enginn vissi hvaðan á sig stóð veðrið — fyr en einn sagn- fróður blaðamaður við Morgunblaðið mundi eftir, að 15. nóv. 1863, fyrir 50 ár- um, komst OHúchsborgarættin til valda i Danmörku. Þau tiðindi voru það, sem flöggin gerðu. Skipakoma: Hingað kom i gær þýzk- ur botnvörpungnr »Fro«, eign Kohlen- bergs & Putz í Geestemunde, með vélina i ólagi. Gerði Hansen vélasmiður við hana og skipið fór aftur að nokkrum stundum liðnum. Sterling er komin til Færeyja. Vænt- anleg hingað á þriðjudagsmorgun. Gestir í bænum. Gisli Jónsson faktor úr Borgarnesi. Sextugur verður Gunnar Gunnarsson kaupm. á þriðjudaginn. Kirkju eru Keflvikingar að koma sér upp Er um þessar mundir verið að leita samþykkis Njarðvikurhrepps um að leggja kirkjuna þar niður. Ef úr kirkjusmíðinni verður, hera þeir kostnaðinn Ó. Á, Ólafsson stórkaupm, og söfnuðurinn. Þannig, að móti 6000 kr. frá söfnuðinum leggur Ó. Á. Ó. 6000 kr., en ef kostnaðurinn verður meiri, hýðst Ó. Á. Ó. til að leggja i viðbót alt að 4000 kr. i kirkjusmíðina. Oansleik hélt Skautaféiagið á Hotel Eeykjavik i gærkvöldi. Var þar fjölmenni mikið, einkum yngra fólk bæjarins, og skemtu menn sér þar vel fram á rauða nótt. Yfirmaður Landakotsspitalans biður oss geta þess, að Eyjólfur Jónsson, maðurinn sem af eitri dó á miðvikudaginn, hafi ekki fengið eitrið i mat á spítalanum. Brlend tíðindi. Há sekt. Nýfallinn er dómur i máli því er hófst út af járnbraut- arslysinu við Malmslatten í fyrra. Fjórir menn voru dæmdir til sektar og fjárútláta. Einn verður að borga 450 krónur, annar 225 og þriðji 25 krónur. A. V. Kjellson skrifstofu- þjónn, sem valdur var að slysinu á þann hátt, að vanrækja skyldu sína, var fyrir það dæmdur í 5 mánaða betrunarhússvist og sektaður um 225 krónur. En auk þess var hann einn- ig dæmdur til að borga járnbrautar- félaginu skaðabætur, og nemur sú upphæð 172.574 krónum. Frá Mexikó. Eins og Morg- unblaðið hefir áður getið um, er alt landið í uppnámi. Blóðugar orustur eru háðar daglega og »bræðr berjast ok at bönum verða«. Huerta, hinn nýkjörni forseti, á i vök að verjast, en hefir þó enn meiri hluta land- lýðs að baki sér. Hinir fylgja Felix Diaz að málum, og er ekki gott að segja hvorum verður betur til liðs í framtíðinni, því hermennirnir eru flestir bófar og ræningjar, sem fylgja þeim er hæzt fé býður og bezta kosti. Diaz gamli hefir þó ekki haldist við í landinu,en flúið á náðir vina sinna, Bandamanna. Sóttu þeir hann til Veracruz 28. f. m. á fall- byssubátnum »Wheeling«. Stærð hafaldanna. Maður nokkur, Vaughan Cornish að nafni, hefir gert margar og itrekaðar til- raunir í þá átt, að fá vitneskju um hve háar úthafsöldurnar séu. Þykist hann þess fullviss að öldurnar á At- lanzhafinu norðanverðu séu aldrei hærri en 43 fet, nema því aðeins að þær mætist eða skelli á einhverju, þá geti þær orðið 59 fet. Hver alda er 400 fet á breidd, eftir þvi sem hann gizkar á, en aðrir staðhæfa að þær séu oft og tíðum 650 fet. Stærstu öldur sem menn hafa séð, eru í hafinu fyrir sunnan Afríku. Þær eru yfir 1100 fet á breidd og hæðin að sama skapi. Gripdeildir á gildaskál- um. í París var nýlega gripinn innbrotsþjófur, sem um 25 ára skeið hehr framið klæki sína á gestgjafa- húsum víðsvegar um heim. Hann heitir Marius Thaust og á heima í lystihöll nálægt París. Hann var áð- ur mjög í hávegum hafður, meðal annars var hann riddari heiðursfylk- ingarinnar og félagi í öllum fínustu klúbbum borgarinnar. Hann giftist árið 1895 og eiga þau hjón 5 börn. Eyðslufé Thaust voru 3—4000 fr. á mánuði, en aldrei grunaði konu hans né börn, hvaða atvinnuveg hann stundaði. — Lögreglan hafði þó haft einhvern grun um það, að hann mundi riðinn við þjófnað á gilda- skálum. Hann var gripinn á veitingahúsi í nánd við norður-járnbrautarstöðina í Paris. Hann nefndist þar Rolle frá Lugano. Lögregluþjónar urðu hans varir um nótt. Var hann þá klæddur frá hvirfli til ilja i prjóna- föt (trikot), með togleðurskó á fótum sér og fullkomnustu þjófaáhöld hafði hann meðferðis. Þegar hann varð þess vís að glæp- ur hans var kominn upp, reyndi hann að fyrirfara sér, eu lögreglan gat hindrað það og situr hann nú i myrkvastofu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.