Morgunblaðið - 16.11.1913, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.1913, Blaðsíða 4
68 MORGUNBLAÐIÐ Námuslysið mikla h. 14. okt. er hið mesta i mörg ár á Bretlandi. Tala hinna látnu er enn eigi kunn með öllu, en menn vita um 435 vinnumenn, sem fórust. Slysið skeði í námu í nánd við Cardiff á Suður-Bretlandi og orsakað- ist af eldi; hafði verið illa gengið frá lömpum í námunni og kviknað í gasi, en af því er mikið í öllum kolanámum. Myndirnar hér að ofan eru af námunni sjálfri, lílfgunartilraun á námu- manni og nokkrum konum mannanna sem íórust. Slys á höíninni. Maður verður undir kolum og meiðist á höfði. Það bar við hér á höfninni í gær, að maður varð undir kolahruni, er verið var að afferma kolabarkinn Mark Twaiu. Maðurinn heitir Andrés Þorleifsson, til heimilis að Syðstabergi við Grundarstíg. Hafði hann eigi varast kolahrunið, sem kom á höfuð honum, svo hann féll. Var hann undir eins fluttur í land og ekið heim til sín. Ólafur læknir Þorsteinsson, sem sóttur var til mannsins, sagði Morqunblaðinu í gær- kvöld, að Andrés væri eigi þungt haldinn. Hafði hann þó fengið sár mörg á höfuðið og verið með óráði lengi. Kvað hann lífi hans enga hættu búna. + Guðjón Bjarnason frá Bjarnabæ. Fæddur 14. febr. 1870. Druknaði 15. okt. 1913. Minningarorð frá vini. Hetjudáð og hugarprýði, Hrausta mund að banastundu, Sál, er hrönn ei hræðast kunni, Hjarta gott þér veitti Drottinn. Oft var líf þitt likt og hafið, Löður svall með öldufalli Stormum hrjáð og hrannakliður Hetju slinga æddi kringum. Engi manna á þér finna Æðru mátti nokkurs háttar, Stóðst þú fast á fleyi’, er æstust Fellibylja drif um þiljur. Trygg var lund sem traust var mundin,. Trútt og bjart var vinarhjarta, Vist þú þínum vildir reynast Vinum góður eins og bróðir. Orðin gröf þín er nú hafið Ólgudjúp þinn líkam hjúpar; Sæmdi þér að svaðilfarir Svona skyldu enda tryldar: Þú varst Ránar reyndur vinur Raufst ei trygð við hennar bygðir^ Margri gjöf þér miðlað hefur Mar, og nú þér sæng upp búið. Blómsveig skyldi’ eg velja valdan,. Vinur kæri, þér að færa Fyrir þina trygð og trúnað, Tárum vættan ef eg mætti. í þess stað i litlu ljóði Letra’ eg þökk og hugarklökkur Þig eg kveð og þreyi glaður Þar til mætar vonir rætast. hann hálfu ruglaðri en hann var áð- ur. Þrátt fyrir alt, þá þykir okkur þó svo vænt um manninn, að við getum ekki vitað að hann líði þess- ar kvalir. En eg hefi litla trú á tannlæknum þeim, sem starfa við geðveikrahælin, því eg veit, að þeir hafa enga þekkingu á starfa sínum. Þess vegna kem eg til yðar, því eg veit, að þér eruð bezti læknirinn í borginni, og leyfi mér að spyrja yð- ur hvort þér viljið gjöra svo vel og reyna að lækna sjúklinginn. Eg held að verkurinn sé að eins í einni tönn, en það sjáið þér miklu betur sjálf- urc. »Látið þér manninn koma hing- að«, sagði dr. Oberlánder. »Eg þakka yður kærlega fyrir, herra doktor. En eg er hræddur um að þér álítið málið auðveldara en það er í raun og veru. Sjúk- lingurinn er bæði þverúðugur og tortrygginn. Eg má alls ekki geta þess við hann, að það eigi að fara með hann til tannlæknis, held- ur verð eg að koma honum hingað með brögðum. Það getur vel verið að hann verði fokvondur þegar hingað kemur og reyni að verja sig fyrir yður. Þér þyrftuð helzt að hafa hér tvo sterka menn, sem gætu haldið honum meðan þér dragið úr honum tönnina. Haldið þér að það mundi ekki vera hægt«? »Jú, júl Enginn hlutur er auð- veldaric, svaraði læknirinn. »Eg hefi hér 3 aðstoðarmenn, og það hlýtur að nægja. Þér skuluð að eins til- taka einhvern vissan tíma þegar þér komið, svo eg geti haft piltana hér við. Og það er sjálfsagt að við reynum að velja þann tíma þegar aðrir sjúklingar eru ekki hér við. Þér skiljið það víst sjálfur, að eg vil ekki hafa vitni að þvi, ef til þess kæmi að það lenti í rysking- um.« »Það er alveg rétt hjá yður. — Hvaða tími mundi bezt valinn, ef eg mætti spyrja ?« »Við skulum segja að þér komið á morgun um þetta leyti, því þá er hér minst að gera. Eg skal reyna að sjá svo um að þá verði hér eng- inn ókunnugur viðstaddurc. Gesturinn reis nú á fætur. »Eg er yður mjög þakklátur, hr. lækriir, og skal koma hér um þetta leyti á morgunc. Hann andvarp- aði. »Það getur vel verið að hann þykist finna gimsteina hjá yður. — Auðvitað kemur hann einnig með gimsteinana sína hingað. Eg mundi hlæja að þessu öllu saman, ef það væri ekki eins sorglegt og það er í raun og veruc. Hann tók upp bréfaveski sitt. »Leyfið mér, hr. læknir, að borga yður ómakið fyrir fram. Það getur vel verið að maður gleymi því í ósköpunum á morgun*. »Eg skal segja yður . . . mér er ómögulegt að ákveða fjárhæðina, því eg veit ekki enn hve margartennur eg þarf að draga úr manninumc. »Eg ætla þó samt sem áður að borga yður lítilræði eitt«, sagði gest- urinn og lagði tuttugu marka seðil á borðið. »Og nú ætla eg ekki að tefja yður lengur. Við höfum það þá svona. Eg kem með sjúklinginn hingað á morgun og þér -sjáið um að menn yðar verði við því búnir að grípa hann, áður en hann grunar nokkuð hvað er á seyðic. »Það er svo sem sjálfsagt. Eg skal hafa alt undir búið«. Gesturinn þakkaði enn einu sinni fyrir sig og kvaddi síðan læknirinn. Daginn eftir, klukkan tólf á há- degi, kom karlmaður og kona inn í gimsteinaverzlun í borginni. í sama mund fóru tveir verzlunarþjónarnir heim til að borða, en sá þriðji var eftir. Eigandi verzlunarinnar, sem var nokkuð við aldur, var þar og í búðinni og spurði hjónin kurteislega hvað þeim þóknaðist. »Konuna mína langar til þess að kaupa sér nokkra dýrgripi, áður en við förum frá Berlín. Þér vilduð ef til vill gera svo vel að sýna okkur eitthvað af því sem þér hafið á boð- stólum, ef það er ekki alt of dýrt. Konan mín má naumast gimsteina sjá . . .«. Hann hló. »Þér hafið ljómandi fallegt háls- skraut hérna í glugganum* sagði konan. »Hvað kostar það?«. »Eigið þér við þetta hérna? . . . Það kostar níu þúsund mörk«. Já, hún vildi gjarnan eignast það. Verzlunarþjónninn flýtti sér að ná í kjörgripinn. »Þú steypir mér á höfuðið, Erna« sagði maður hennar hlæjandi. »Þetta er ait of mikið, góða mín I Níu þúsund mörk I — Það er svei mér álitlig upphæð«, «Það er líka mikið gefandi fyrir það sem fallegt er«, sagði konan og stundi við. »Eg hefi hér annað dálítið ódýr- ara. Viljið þér líta á, náðuga frú 1 Sex þúsund mörk«. Nú var borið saman og bollalagt. Að lokum urðu þau ásátt um það, að kaupa það ódýrara. »Nú er víst nóg komið, Erna. Ef þú mætlir ráða, keyptir þú alt sem er í búðinni, það er eg viss um. Þú ætlar ef til vill að kaupa þér eyrnahringa líka . . .«. Hann hló og ógnaði henni með fingrinum. Þjónninn hljóp til og sótti eyrna- hringa og sýndi þeim. »Nei, sjáðu hvað þeir glitra I Og það er ekki satt að eg vilji ekki spara ... En þessir eru hæfilegir og fara vel með því skrauti sem eg á fyrir. Og þeir eru lika ódýrir. Sögðuð þér ekki að þeir kostuðu átta hundruð mörk ?« »Eruð þér giftur, herra gimsteina- sali ?«, spurði maðurinn og andvarp- aði. »Já, náttúrlega. En eg skal ráða yður til þess, að láta ekki konu yðar vefja yður eins um fingur sér, eins og min kona gerir við mig. Ef þú heldur svona áfram, Erna, þá verð eg bráðum tíu þúsund mörk- um fátækari en eg er nú«. En orð hans höfðu ekkert að segja. Að lokum þóttist þó konan hafa fengið nægju sína. Þá var búið nákvæmlega um hvern hlut, og síðan alt vafið saman í einn böggul og bundið um. »Hvað kostar þetta alt?«. »Átta þúsund og sex hundruð rnörk*. »Ójál það er ekki svo óálitleg fúlga. En eg hefi ekki svo mikið fé á mér. Það er bezt að þér send- ið það heim til okkar og kvittaðan reikning með. En það verður að gerast fljótt, þvi við erum á förum> úr bænum«.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.