Morgunblaðið - 16.11.1913, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.11.1913, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ 69 13 Ö >+H <D vcð *o o (3 S FATAEFNI 1= Mikið úrval. Klæðaverzlun H. Andersen & Sön. Aðalstræti 16. 13 td p3 M P P 0 Frakkaeíni r= ID Jólamerki til ágóða fyrir barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins, eru nýútkomin og fást á Bazar Thorvaldsensfélagsins og viðar þar sem frímerki og kort eru seld. Thorvaldsensfélagið hefir einkarétt í næstu 10»,ár til^þess að gefa út jólamerki. Styðjið gott fyrirtöbki! Það kom hik ájgimsteinasalann. »Eg bið yður margfaldlega að virða mér til vorkunar ... En það hafa svo margir komið við svikum, þeg- ar maður hefir sent þeim svona dýr- gripi heim til þeirra ... Eg bið yður að reiðast mér ekki, en setja yður í mín spor . . »Er það þannig?*, svaraði gestur- inn kuldalega. »Við skulum þá al- veg sleppa því. En eg læt yður vita það, að enginn hefir fyr sýnt mér svona ókurteisi«. Hann bauð konu sinni handlegg- inn og þau snerust til brottferðar. »Heyrið þér!« hrópaði kaupmað- urinn í örvæntingu sinni. »Þér verð- ið þó að skilja við hvað eg á . . .«. »Já, við skiljum vel við hvað þér eigið. Þér vænið okkur þess að við séum glæpamenn. Glæpamenn!* endurtók hann og lagði áherzlu á orðin. »Jæja Erna, þarna hefir þú nokkuð fyrir snúð þinn«, mælti hann svo við konu sína og gat nú ekki varist hlátri. »Eg viðurkenni það, samt sem áður, að verzlunarmenn fara aldrei of varlega. Og átta þúsund og sex hundruð mörk er ekkert lít- ilræði. Nei,|hér er ekki við lambið að leika sér«, og hann hélt áfram að hlæja. »Eg veit alls ekki hvernig við eig- um að fara að þessu. Eg hefði get- að farið heim og komið aftur siðar í dag með féð og sótt pakkann, ef við hefðum ekki þurft að fara úr bænum innan stundar. Og við þurf- um meira að segja að hafa hraðan á, því það er áliðið dagsins*. Hann leit á úrið sitt. »Nú dettur mér ráð í hug«, sagði hann hvatlega. »Megið þér við því að sóa svo sem hálftíma, hr. kaup- maður!« Hinn varð hálf-forviða, en játaði því þó. »Það er ágætt! Við búum hjá ættingjum okkar í X-götu. Vagn- inn okkar biður hérna við dyrnar. Ef þér viljið koma með okkur, þá erum við ekki lengur en tíu mínútur heim, ef við ökum hratt. Og eftir hálftima hafið þér fengið peninga yðar. Eruð þér ekki ánægður með það? Þér álitið okkur ekki neina bófa........ Svona, svona«, hélt hann áfram, þegar kaupmaðurinn ætlaði aftur að afsaka sig. »Við ná- um ekki í lestina nema þér flýtið yður«. Kaupmaðurinn lét nú tilleiðast. Hanti gaf þjóni smum nokkrar fyr- irskipanir og síðan héldu þau á stað. Kaupmaðurinn sat í aftara vangsæt- inu og hélt pakkanum dauðahaldi undir hendi sér. Og þó hann sýnd- ist í slæmu skapi, þá iðaði hann þó í skinninu af ánægju, þvi svona góða verzlun hafði hann ekki gert langa lengi. Þegar vagninn beygði inn í X-stræti, sagði ókunni maðurinn við kaup- manninn: »Sjáið þér til, nú erum við komin heim. Ökumaðurinn bíður hér eftir yður, og þér getið svo þegar í stað snúið heimleiðis«. Húsið var stórt og ríkmannlegt eins og vera bar. Þykkir rauðir gólf- dúkar voru þar i stiganum, og i stuttu máli benti alt á að húsráð- ráðandi væri vellauðugur. »Hamingjan góða hjálpi mér!« riir.^jrvrTr^ r^ r^;r^ r^ir'vr^ r^ kJ kJ ki k.J k.4 ki ki kJ k.J k.J r^ r^ r^ r^ r^ rvr'vr^ r^lr^ r-vrvr^ ki kJ ki'ki k.J k.J k.J,k.J ±J KJ k.J:k.J\KJ Fólk vill helzt leirvöru, glervöru, postulin og busáhöld frá verzlun Jóns ÞórSarsonar, því þar er það áreiðanlega fallegast, ódýrast og bezt, og úr mestu að velja. ’ Lr^ rVrvr^ r^ r* rv r^, l.rvrv r^ r^ir^ rV rvj rv rvrv r.^.ii UUU V. J k;j ki | ki\i ki kiiki ki k j \ Wii kikij kjji Árni Eiríksson Austurstræti 6. Með E/s »Ceres« og »NörrejylIa.nd« eru komnar nýjar birgðir af alls konar Vefnaðarvöru og Prjónavöru og öðrum vörum sem verzlunin ávalt hefir. Ennfremur er verið að taka upp Jólavörurnar: Jóla- gjafir, Nýjársgjafir, Leikföng, og jólatrésskraut, sem alt fæst á Jólabazarnum, sem opnaður verður í vikunni. Jólatrén koma með næstu skipum. hrópaði frúin þegar þau voru komin upp í stigann. »Taskan mín hefir orðið eftir í vagninum. Eg vildi að ökumaðurinn hefði ekki þotið á stað með hana«, og hún sneri við eins og elding. Kaupmaðurinn bauðst til að sækja töskuna. »Nei, neil Þakka yður fyrir. Eg skal sjálf sækja hana. Þið getið af- lokið málum ykkar á meðan*. Ókunni maðurinn hringdi nú dyra- bjöllu. A hurðinni stóð: Dr. Ober- lánder tannlæknir. »Það er ættingi konu minnar. Gerið þér svo vel! Gangið þér bara inn«. Þeir gengu itin í herbergi læknis- ins. Hann tók þar sjálfur á móti þeim. »Er þetta maðurinn?« »Já«. Aðstoðarmennirnir þrír umkringdu nú kaupmanninn. Honum fór ekki að verða um sel. »Svona. Nú gerið þér svo vel og fáið yður sæti hérna á stólnum«. Kaupmaðurinn leit á þá til skiftis- »Hvað! Hvað á þetta að þýða, herrar mínirl Eg — eg! Eg sem á að fá hér peninga*. »Og svo gerið þér svo vel og leggið frá yður þennan böggul á með- an«, sagði einn þeirra og þreif af honum pakkann. Nú misti kaupmaðurinn vald á sjálfum sér. > Hjálp 1 hjálp!« hrópaði hann. »Gimsteinarnir mínirl Sleppið þér mér! Sleppið þér mér, segi eg—!« Doktorinn og ókunni maðurinn litu hvor á annan. »Gimsteinarnir! Ha, ha. Þá er ekki á verra von. Við skulum taka til óspiltra málanna piltar*. Og áður en gimsteinasalann varði, höfðu aðstoðarmennirnir gripið hann og komið honum fyrir í stólnum. »Hjálp! hjálp! Gimsteinarnir mín- irl« æpti hann án afláts. »Eg get ekki hlustað á þessi harma- kvein«, sagði ókunni maðurinn, og vék sér fram í biðherbergið. Nú var gengið svo frá kaupmann- inum að hann gat ekki lengur hrópað. Aðstoðarmennirnir tveir höfðu gripið heljartökum um hendur hans og fæt- ur, en sá þriðji opnaði á honum munninn. Dr. Oberlander athugaði tennurn- ar i honum. »Þær eru hver annari verri«, taut- aði hann við sjálfan sig; »en það er þó líklega þessi sem tannpínunni veldur*. Maðurinn reyndi af öllum kröft- um að losa sig, en það tókst ekki. Lænkirinn rykti nú úr honum þeirri tönninni sem verst var á að sjá. »Við ættum ef til vill að taka þessa líka«, sagði hann. í sama bili sleit kaupmaðurinn sig lausan. »Hjálpl — Gimsteinarnir mínirU Hann þaut að borðinu, þar sem pakk- inn hafði verið látinn. »Horfinn 1« grenjaði hann. »Hann er horfinn«. Og ókunni maðurinn var einnig horfinn, og spurðist til hvorugs síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.