Morgunblaðið - 18.11.1913, Blaðsíða 4
8o
MORGUNBLAÐIÐ
Axa-hafralímfóður
er bezta og ódýrasta fóðurnijól banda kúm.
Prófessor dr. Schmidt i Stockhólm.i,
eiðsvarinn næringaefnafræðingnr sænska
TÍkisins, hefir gert efnarannsókn á þessu
fóðurmjöli og maisfóðurmjöli og er
samanbnrðurinn þannig:
Axa-hafralimfóður Maísmjöl.
Eg^jahvita 8,90 »/0 9-05%
Fita. 4,00°/o 3.94°/0
Kolavatnseldi 73,10°/o 69,22°/0
Yatn 8,50°/o 16,57 »/„
Aska 5,50»/0 1.22 °/,
ioo,oo°/0 100,00o/o
Tekið á móti pðntunum
i verzluninni »Von*
Talsimi 353.
Sýnishorn fyrirliggjandi.
Alnavara
Það er í dag
sem við byrjum að selja
800 hluti fyrir að eins 50 aura stk.
Mjög hentugir fyrir efnaminna fólk til jólagjafa.
t
....Agœtir fyrir alla. -
Notið nú tækifærið!
C. A. HEMMERT.
Hafnarstræti. (Thomsenshús).
DÆIJNA^
Gunnlaugur Claessen læknir
Bókhlöðustíg xo. Talsími 77.
Heima kl. 1—2.
TTt. magnús læknir
sérfr. í húðsjiikd. Kirkjustr. 12.
Heima 11—x og é1/^—8. Tals. 410.
fORVALDUR PALSSON
Spec. meltingarsjúkd. Laugaveg 18.
Viðtalst. 10—ii. Sími 334 og 178.
Massage læknir Guðm. PéturSSOn.
Heima kl. 6—7 e. m.
Spitalastig 9 (niðri). — Simi 894.
ÓLi. GUNNARS8UN læknir
Lækjarg. 12 A (uppi). Tals. 434.
Liða- og beinasjúkdómar (Orthopædisk Kir-
urgi) Massage Mekanotherapi. Heima 10—12.
YÁTI^YGGINGA^
landsins stærsta, bezta og
ódýrasta úrval.
Að eins ein vika. Fljótir nú! Vikan er ekki lengi að líða.
A. V. TULINIUS, Miðstræti 6,
vátryggir alt.
Heima kl. 12— 3 e. h.
Sturla Jónsson
Laugaveg 11.
Trúlofunarhringar
vandaðir. með hvaða
lagi sem menn óska.
em ætih ódýrastir hjá
gullsmið. Laugaveg 8.
Jóni Sigmundssyni
Ails konar
ísl. frímerki
ný og gðmul
kaupir ætið
hæsta verði
Helgi Helgason, hjá Zimsen.
Upphlutsmillnr, Beltispör o fl.
ódýrast hjá
Jóni Sigmundssyni
gullsmið. Laugaveg 8.
OSTAR og PYLSUR áreiðanlega
bæjarins stærstu og beztu birgðir í
Matarverzlun Tómasar Jónssonar,
Bankastræti 10. Talsfmi 212.
■E =1 FATABFNI 1= um 171
0 • r-H Ö U__J Mikið úrval. 0 tö
© £
M
Klæðaverzlun P
‘Cð
M <0 H. Andersen & Sön. ®
O P
(11 Aðalstræti 16. h-J. 111
■E=i Frakkaeíni r=\m
ELDUR!
Vátryggið í »General«. Umboðsm.
SIG. THORODDSEN
Fríkirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsími 227.
Carl Finsen Austurstr. 5, Reykjavik.
Brunatryggingar. Heima 6 J/4—71/4.
Talsími 331.
TrrrmiiiiiminT^|iiY
Mannheimer vátryggingarfélag
C. Trolle Reykjavík
Landshankanum (npjpi). Tals. 235.
Allskonar sjóvatryggingar
Lækjartorg 2. Tals. 399.
Havari Bureau.
mnumiULHa
IfÖGMENN
Sveinn Björnsson yfirdómslögm.
Hafnarstræti 22. Sími 202.
Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6.
Sjálfur við kl. 11—12 og 4-5.
EGGERT CLAESSEN yfirréttarmála-
flutDÍngsmaður Pósthússtr. 17.
Venjulega heima 10—11 og 4—5. Sfmi 16.
Svörtu gammarnir.
17 Skáldsaga
eftir
Ovre Richter Frich.
~~~~ (Prh.)
Á miðri sléttunni sat afarstór og
kynlegur fugl, með útþanda vængi
úr gulu lérefti, en smiðir negldu hann
saman, skrúfuðu og hnoðuðu nagla
hver í kapp við annan, eins og þeir
ættu lífið að leysa. Ekki hamlaði
myrkrið vinnu þeirra, því þrjú afar-
stór stormblys brugðu birtu yfir slétt-
una, svo þar var eins bjart og um
dag væri.
Litli grænleiti mótorinn hansllm-
ari Erkos var settur á sinn stað í
loftfarinu og tvær óvenjustórar loft-
skrúfur framan á og uppi yfir sjálfu
skipinu. Beint niður undan efri skrúf-
unni var bygt dálítið skýli og voru
þar sæti fyrir þrjá menn. Stórar
glerrúður voru á hverri hlið skýlis-
ins svo hægt væri að sjá þaðan í
allar áttir. Loftfarinu var stýrt með
tveimur stýrissveifum.
Að ytra útliti var loftfarið líkast
fugli með tveimur löngum stélfjöðr-
um úr gulu lérefti. Vængirnir voru
bognir og oddmyndaðir eins og á
fálka og mátti leggja þá saman upp
með farinu og varð það þá að bifreið.
Hjólin undir því voru fjögur og nægi-
lega sterkleg til þass að þola vonda
vegu.
En það sem einkendi mest þetta
loftfar frá öðrum, voru óteljandi kop-
arþræðir sem lágu út í allar áttir eins
og fálmstengur á skordýri. Þræðir
þessir allir lágu úr litlum málmkassa
sem var hjá aftasta sætinu. —
Smíðinni var lokið, og ljósin voru
slökt. Yfir Ekebergaasen sást fölri
birtu bregða á loftið. Það var hin
bjarta maínótt, sem sveipaði landið
töfrablæju og lét ljós og skugga leika
feluleik í skógunum. Inst á firðin-
um leið bátur yfir lognsléttan sjóinn
og í Norðurstrandarskóginum heyrð-
ist skrölta í dráttarvél. —
Yfirsmiðurinn frá Akershus gekk
til Ilmari Erkos og tók ofan húfuna.
— Við höfum lokið verkinu, mælti
hann. Klukkan er hálf tvö.
— Það er ágætt Johnsen, svaraði
dvergurinn. Þér ábyrgist smíðið?
Já. Við höfum farið nákvæmlega
eftir fyrirsögn yðar. — En mér er
óskiljanlegt hvernig svona litil vél á
að geta knúð þetta stóra loftfar. —
— Það er leyndarmál, sem eg einn
þekki, svaraði Erkos drýgindalega.
Rafmagnsgeymirinn er nú hlaðinn
eins og frekast er unt, og hann veit-
ir fuglinum 22!/2 klukkutíma flugþol.
Það eru víst fáir fuglar, sem vildu
keppa við hann. Fyrsta loftfarið, sem
eg smíðaði, er barnaglingur í saman-
burði við þetta. — Þér eruð gæfu-
samur maður Johnsen.
— Nú, hvernig víkur þvi við?
— Þér og félagar yðar verðið þeir
einu, sem sjá okkur fljúga á stað út
í geyminn og hverfa. Og sú er
spá min, að þér getið ekki haft aug-
un af þessum gula fugli, sem svífur
um loftið hina ljósu sumarnótt. Hing-
að til hafið þið aðeins séð dreka og
skorkvikindi, en nú fáið þið að sjá
fugl, sem svífur á hraustum vængj-
um inn i haf ljósvakans, — fugl sem
er konungur í stærsta heimsveldinu.
' 10. k a p i t u 1 i.
Til suðurs.
— Hér fer eins vel um mann eins
og maður sæti í skauti Abrahams,
sagði Burns og hagræddi sér i mið-
sæti loftfarsins. — Nú skulum við
þegar leggja á stað, góðir hálsar.
Jónas Féld sat við stjórn. Það
var blæjalogn og sólin var að rísa
upp bak við ásana í austri. Hann
virti fyrir sér náttúrufegurðina, og
teygaði loftið eins og þyrstur mað-
ur svaladrykk.
— Fögur er hlíðin, mælti hann og
andvarpaði.
Þeir sátu nokkra hrið þegjandi.
Það var eins og þeim þætti fyrir því
að þurfa að yfirgefa þennan unaðs-
reit sem laðaði að sér hugi þeirra
með töfrabliðu sinni.
— Um hvað eruð þér að hugsa
Burns, mælti Fjcld að lokum.
Englendingurinn ypti öxlnm svo
það brakaði i togleðurskápunni hans.
Hann leit með alvörusvip á vin sinn
og mælti:
— Eg er að hugsa um Helenu
systur. Áður en eg fór, spurði eg
hana hvort hún vildi verða konan
mín ef eg kæmi óskaddur heim aft-
ur. Viljið þér vita hverju húnsvar-
aði ? — Hún fór að gráta og sagði nei.