Morgunblaðið - 19.11.1913, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.1913, Blaðsíða 1
Miðvikud. 19. nóv. 1913 H0R6UNBLADID 1. árgangr 18. tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusimi nr. 48 I. 0. O. F. 9511219 Bio Biografteater Rin Reykjavíkur. | P'U Fyrsta ástin. Fórnin hennar. Sjónleikur i 3 þáttum. Aðalhlutverkið leikur: Frú Lilli Beck. Bio~kaffif)úsið (inngangur frá Bröttugötu) mælir með sínum a la carte réttum, smurðu brauði og miðdegismat, Nokkrir menn geta fengið fult fæði. Jiarívig ffieísen Talsimi 349. Nýja Bíó Þrir fólagar. Norræn listmynd. Leikin af jrú Aqqerholm, herrum Aggerholm og Henry Seemann. Jleukið Godfrey Phillips tókbak og cigarettur sem fyrir gæði sín hlaut á sýningu ' London 1908 sjö gullmedaliur og tvær silfurmedalíur. Fæst í tóbaksverzlun H. P. Leví. 5p=ll==Ill=Jl=S' \ Sælgætis og tóbaksbúuin j LANDSTJARNAN L á Hótel Island. J Skrífsfofa Eimskipaféíags íslands Austurstræti 7 Opin kl._ 5—7. Talsimi 409. LrxjxixixtjrjgrrxfTi m n 1C H. Benediktsson. Umboðsverzlun. — Heildsala. Tmrmiii»»TnTTrrrt Hvar verzla monn helzt? Þar sem vörnr eru vandaðastar! Þar sem úr mestu er aB velja! Þar sem verð er bezt eftir gæðnm! Hver uppfyllir bezt þessi skilyrði? óefað Vöruhúsið Reykjavík. Erlendar símíregnir Hirðhneyxlið i Svíþjóð. Khöýn 18. nóv. H. 8 síðd. *Alexander Savinsky, sendiherra Rússa i Stockhólmt, hefir verið látinn skifta um embatti o? taka við sendiherraembatti i Serbiu. Konunqsfölkið sanska synjar Jyrir, að skilnaðurinn milli Vilhjálms konunqs- sonar 0% Maríu Povlowne standi í sambandi við njósnarmdlin. Eifurmorðið. í gær gerðist ekkert nýtt i því máli. Engin próf haldin, með því að lögreglustjóri var önnum kafinn í öðru réttarhaldi. Júlíana kvað bera sig sí og æ hálf- illa, setur að henni grátköst altaf við og við. En Jón er samur og jafn. Jarðarför Eyjólfs er ráðgerð á morg- un. Stúlan Eíningin nr. 14 í Rvík 1885 17. nóv. 1913. / óndð veraldar. Tunglöld er liðin frá því Ólafur Rósenkranz stofnaði stúkuna Eininq- in nr. 14. Flestum var það uppá- tæki fremur á móti skapi. Menn höfðu kaldan ýmugust á Reglunni i þá daga, ef þeir voru utan við hana sjálfir. Þeir álitu einhvern háska stafa af þeim félagsskap. Á vestur- landi var talað um galdra í sam- bandi við hann, guðhræddar konur héldu að félagsmenn yrðu trúníðing- ai, og sumir héldu því fram, að hver sem gengi í félagsskapinn yrði að vinna eið að þvi að gjöra ein- hverja óhæfu. Stúkurnar sem fyrir voru í bænum, Verðandi og Fram- tiðin, gáfu stofnuninni hornauga, þvi það var á margra vitorði, að nýja stúkan ætlaði að framfylgja lögum og venjum Reglunnar betur en þær, og fátt er harðara dæmt, en ef ein- hver ætlar að gjöra betur en mað- ur sjálfur. Einingin er orðin til í ónáð ver- aldar. Skeleqqir stoýnendur. En stofnendurnir voru skeleggir, og margir félagsmenn, sem bættust við hópinn siðar, smittuðust af þeim. Af hinum fámenna stofnendahóp vil eg nefna Guðlaug Guðmundsson bæjarfógeta, Jón Ólafsson alþingis- mann, sira Þórð Ólafsson prófast i Vestur-ísaf. og sira Magnús Bjarna- son prófast á Prestsbakka. Þeir voru 13 alls, eins og skipshöfnin á Fram, og með þessu fólki átti Einingin að ná Norðurpólnum, og setja þar nið- ur fánann, sem skrifað er á: Algjört áfengisbann fyrir land og lýð. A köldum klaka. Einingin hélt fyrstu fundina sína á »Hermesc, sem var samkomusalur í húsi Þorláks O. Johnssons kaup- manns hér í bænum. Um það leyt- ið hófst kaffihúsalifið hér í borg- inni. Áður sátu allir menn í veit- ingahúsunum. En húsnæðið varð brátt alt of lítið, og stúkan vaknaði einn daginn á köldum klaka, eða húsnæðislaus. Þá tóku sig til átján manns úr stúkunni og leigðu mest- an hlutann af Glasgow fyrir 500 kr., og buðu stúkunni húsnæði þar borg- unarlaust. — Borgunarlaust sýndist þeim að það þyrfti að vera, þvi Verðandi og Framtíðin fengu fund- arsal ókeypis hjá bænum og leik- fimishúsi barnaskólans, en þriðja stúkan gat ekki verið þar í þá daga vegna þess, að þá þótti óhugsandi að hafa fundi á öðrum dögum en sunnudögum. Þeir 18 sem leigðu Glasgow, tóku upp á sig að leika langalengi fyrir ekkert, til þess að hafa saman fé upp i húsaleiguna. Ekkert ómak var of mikið, og eng- in byrði of þung, ef hún var borin fyrir Regluna. *Hinir almáttuqu templarari.. Samt urðu bæði húsnæðin óþægi- leg og illa viðunandi. Einingin sam- þykti fyrst allra stúknanna að byggja fundarhús fyrir mörg þús. kr. Hin- ar stúkurnar samþyktu síðar að byggja annað hás fyrir enn fleiri þús. kr. og úr steini atti það að vera. Ein- ingin fekk á sama fundinum, sem hennar samþykt var gjörð, loforð um 3200 kr. í efnivið og smiða- launum, og samt ábyrgðarloforð frá einstökum mönnum; það var 27. janúar 1887. Húsið var bygt í hug- anum, og sett niður úti i tjörninni, sem þá var, og útmælingin var tek- in tveim dögum síðar þar á isnum. Um vorið var byrjað að byggja. Þá sýndist mörgum vera komið í óefni í hinum stúkunum, svo þær gengu inn í húsbygginguna með stúkunni Einingin. Húsið var vígt 2. októ- ber 1887. Landshöfðingi og flest stórmenni var við vigsluathöfnina, sem flestum án efa .þjótti fögur, prúð og hátiðleg. Húsið var fullborgað á fám árum,. og næst þegar stúk- urnar báðu um lán í Landsbankan- um til að bæta við það, þá var aðal- mótbáran þar sii, að þær hefðu borg- að fyrsta lánið alt of fljótt aftur. — Slíkt fólk þyrfti ekki lán. Húsbyggingin varð meiri sigur fyrir Regluna, en nokkur af prakt- isku mönnunum hafði gjört sér i hugarlund. Nii stóð hún á jarð- föstum múrgrunni með merki sin 1 miir og naglahaldi. Alment hafði enginn triiað því, að þetta væri unt að gjöra, og i danskt blað skrifaði einhver danskur maður, sem ekki var templurum sem vinveittastur, en hafði verið hér í Rvík, að slíkt gæti enginn á íslandi nema »hinir al- máttugu Templararc. Eininqarmenn á alpimji. Á alþingi hafa Einingarmenn lát- ið til sín taka frá þvi 1887. Jón Ólafsson kom í gegnum alþingi lög- unum 10. febr. 1888, og vita fæstir hvílikt kraftaverk það var. Stjórnin hefði getað látið þingið synja lögun- um staðfestingar, en lagði til að þau yrðu staðfest, svo ekki verður sagt að hún væri starfinu andstæð. Eftir þann dag hefir aldrei skrikað á svell- inu i þvi máli, eða brugðið út af stefnunni. Stjórnin lagði sjálf fyrir þingið lögin nr. 26, 11. nóv. 1899, um verzlun og veitingar áfengra drykkja, en Guðl. Guðmundsson, (upphaflega Einingarmaður, þótt hann væri það ekki þá) herti ýms ákvæði i frumvarpinu. Að siðustu samdi Guðm. Björnsson landlæknir nefnd- arálitið um atkvæðagreiðsluna, sem fór fram árið 1909, á alþingi 1905, og eftir því sem mér er frekast kunn- ugt, vakti það nefndarálit stórmikla eftirtekt um nærliggjandi lönd. — Regian gerði auðvitað sitt til að halda því á lofti. Eininqarmenn i stórstúkunni. Eins og geta má nærri, hafa full- trúar Einingarinnar, svo fjölmennrar stiiku sem hún er, og með svo fjöl- hæfa menn sem hún hefir haft, ekki farið varhluta af virðingunum í stór- stúkunni. Jón Ólafsson var formað- ur reglunnar hér á landi, og þýddi þá öll lög og flest önnur aðalrit hennar á ágæta íslenzku. Guðlaug- ur Guðmundsson var formaður henn- ar eftir hann. Borgþór Jósefsson var ritari stórstúkunnar í 16 ár, og gegndi starfinu með dæmafárri elju og árvekni, og starfið var mjög mikið, og svo illa launað, að það er skömm að því. Svo sýndist, sem Borgþór þyrfti hvorki hvíld né svefn, því þó að hann fengi hvorugt stundum, þá gafst hann aidrei upp. Þegar mikið var að gera, hátt- aði hann ekki fyr en kl. 4 á morgn- ana, og fór þó á tætur kl. 7 til að standa í búðinni framt að 12 timum, næsta dag og þann þriðja var það eins, en svo varð auðvitað hlé með köflum. Af öllum sem eg þekki vel, sýnist mér að hann hafi orðið mest fyrir þvi að hafa að gjöra alveg út af við sjálfan sig, og að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.