Morgunblaðið - 19.11.1913, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1913, Blaðsíða 2
82 MORGUNBLAÐIÐ slíta sér alveg upp, — þvl að hann lifir enn. Einingarmenti á fundum sínum. Þeir hafa ávalt verið framlögufúsir, bæði til G. T. hússins og annara mála. Einu sinni gáfu þeir 300 kr. til útbreiðslusjóðs reglunnar, og kendi þar metnaðar Einingarmanna, að gefa mest af öllum stúkum á mann. Fjárins var aflað með töluverðu harð- fengi stundum, en aðrir höfðu ekki af þvi að segja. Stórstúkan sendi formann sinn og ritara með skraut- ritað þakkarskjal. Það mun hafa komið sér vel, því. stúkan setti það í glas og ramma, og hengdi það á vegginn hjá sér eins og aðals-skjald- armerki. • Einingarmenn hafa frá upphafi rætt fundarmál sin mjög rækilega. Hvergi á »sá síðasti heiðraði ræðu- maðurt í þrengri vök að verjast en þar. Þegar »sá síðasti heiðraði* hefir iokið máli sínu, standa stundum upp 6 eða 7 manns, sem hafa alveg gagnólíkar skoðanir »þeim síðasta heiðraða* og öllum öðrum á jörð- unni. Þetta er alt gjört til þess að fundurinn hafi eitthvað að velja úr þegar gengið er til atkvæða, og geti samþykt það bezta. Þvi Einingin á eefinlega að samþykkja beztu til- lögurnar. Þegar metnaður eða hagur Eining- arinnar er i veði á einhvern hátt, þá berjast Einingarmenn með kappi, samhug og dugnaði. Stúkuna hefir aldrei skort trú né von; ef eitthvað hefir vantað á að hún fylgdi kjörorði Reglunnar vel, þá gjöri eg mér í hugarlund að helst hafi eitthvað skort á að kærleikurinn væri nógur. Einingin hefir verið nokkuð lögstirf- in, og i landinu sem við byggjum, er kuldinn oft svo mikill, að hann leitar inn, svo hjá Goodtemlarstúkum, sem hjá örðum. Fáninn á pólnum. Einingin hefir næstum ávalt verið fjölmennasta stúkan á landinu. Hún hefir verið að verki heila tunglöld, það er svo langur timi að fæstar út- lendar stúkur ná þeim aldri. A heilli tunglöld hafa þessir 13 sem lögðu upp til að stinga niður fána reglunnar á norðurpólnum, og þeir sem slógust í förina, næstum farið alla þá torsóttu og löngu leið. Nú er ekki annað eftir en að halda hér um bil 60 fundi þangað til merk- ið stendur þar, það verður i.janúar 1915. Einingin hefir séð og lifað margt á næstum 1500 fundum, sem hún hefir starfað; hún hefir séð her manns koma og her manns fara; séð heila kynslóð líða undir lok, og fjölmennari kynslóð vaxa upp. Hún hefir séð fremur laklega klætt almúga- fólk mennast í klæðaburði, þangað til að manni fanst, að maður yrði að kalla það »Ladies and gentlemen«, þegar maður ávarpaði það. Hún hefir séð út um gluggana hjá sér, hvernig Reykjavik breyttist úr kot- bæja kerfi með fáeinum steinoliutýr- um, i borg með götuljósum, sem lýsa margar milur á braut. Hún hefir horft á útfluttu vöruna frá landinu verða 16 miljóna virði úr 3 miljóna virði (1888). Hún hefir séð fiskiflotann breytast í gufuskip úr 4 til 6 manna förum, og hún hefir — umfram alt — séð fána reglunnar borinn og hjálpað til að bera hann svo langt, að nú eru ekki nema fáir áfangar að markinu. Indr. Eínarsson. =3 D AGBÓF^IN. ------------------------- Afmœlf 19. nóv. J. M. Havateen amtmannsfrú. Margrét S. Ólafsdóttir, húsfrú. Gfunnar Gunnarsson kanpm. 60 úra. Árni Jónsson Holtsgötu 50 ára. Sig. Hjaltested bakari 39 ára. Stefán Runólfseon Frakkastíg 6. Frú Laura Finsen söng i gærkvöldi i Bárnbóð. Árni Tborsteinson ritar um söngskemtunina hér i blaðið á morgun. Stúdentafélagið heldur fund á föstudags- kvöldið og er þangað boðið ö 11 u m stúdentum i Rvik, með þvi að tala á um félagið sem félag allra stúdenta. Veðrið i gær var milt, hiti um land alt nema á Grímsstöðnm 4,5 st. frost. Hitinn var i Rvík 2.1, i Vestmanneyjum 1.5, á ísafirði 0.2, á Akureyri 0.0, á Seyðisfirði 5.3. Hægur vindur eða logn um land alt. Háflóð er í dag kl. 8,51 siðd. Sólarupprás kl. 9,11 árd. Sólarlag kl. 3,14 siðd. Sterling kom i gærmorgun. Meðal far- þega hingað voru: Guðm. Böðvarsson umboðssali. Kom hann frá Leith úr verzl- unarerindum. Frá Vestmanneyjum komu nokkrir farþegar: Jón Hinriksson verzl- unarBtjóri og kona hans, Jón skipstjóri Erlendsson, Sigriður Eyþórsdóttir ekkjufrú, Simon bóndi Jónssson frá Ásgerði 0. fl. En til Hafnarfjarðar flutti Sterling 60 Færeyinga. Sextugsafmæli á amtmannsfrú Havsteen I dag. Botnvörpungurinn Pavlova frá Grimsby braut nýlega skrúfusa skamt frá ísafirði. Komst skipið við illan leik þangað. Björgnnarskipið Geir fór vestur i gærkvöld. að sækja Pavlova og kemur með það hingað til Reykjavikur til viðgerðar. Fé á land. Ingólfur Arnarson seldi i gær fisk sinn i Hull fyrir nál. 9800 kr. Nýja Bfð, sýndi i gærkvöldi danska kvik- mynd sem heitir: »Þrir félagar«. Saga ástar og sorgar. Frú Ellen Aggerholm leikur aðahlutverkið, og henni mun það mikið að þakka, hve hugðnæmur blær er yfir allri myndinni. Leiknr hennarersvo blátt áfram og náttúrlegur, einkum þegar mest á reynir, að mönnum hlýtnr að renna til rifja forlög ungn, saklansu stúlkunnar, sem hún sýnir. Leiksviðið er fagurt hér- að i Danmörk og eykur það gildi mynd- arinnar. Aukamynd var einnig >sýnd þar. Chr. Schröder, hinn nafnkunni gamanleikari,leik- ur þar af sinni vanalegu snild og er eng- in hætta á að áhorfendur geti ekki bros- að þá stundina sem þeir horfa á hann. Ces. Myndirnar frá morðmálinu eru Linar fyrstu myndir af viðburðum.hér, sem bún- ar hafa verið til i bænnm. Tæki enn eigi nógu góð — en byrjun öll til bóta stendur Dansleikur stendnr til i Reykjavikur- klúbb i kvöld. Er þangað boðið foringj- um af Valnum. Leikhúsið. Hið nýja leikrit »Trú og heim- ili«, sem Leikfél. Rvlknr ætlar að hefja með leikárið — verður leikið fyrsta sinni á langardag. Áfloga-málið. Hnifstungu-áflogin er voru á Laugavegi milli Valmanns og Islend- ings, voru til rannsóknar hjá lögreglu- stjóra i gær frá hádegi og til kl. 8 — Höfðu engin fullnaðarúrslit fengist nm það i þessum prófum, hver upptökin átti. Þau mnnu nú send foringja Valsins. Dómur yfir hnifstungumanninum fellur nndir vald- svið Valsforingjans. Hvernig á eiginmaður- inn að vera? Svar nr. 11. Fagur eins og Benedikt Sveinsson. Sterkur eins og Sigurjón Pétursson. Mælskur eins og Ólafur frikirkju- prestur. Gáfaður eins og Einar Benediktsson. Hagmæltur eins og Hannes Hafstein. Söngmaður eins og Pétur Halldórs- son. Selskapsmaður eins og Ólafur Björns- son. Prúðmannlegur eins og Páll Sveins- son — og fær um að vera jafn- margra barna fáðir og Jakob Haga- línsson1). Tekjur eins og Morgan. L. H. ') Hann sótti nm verðlaun til siðasta þings fyrir að hafa átt 22 börn með sömu konunni Svar nr. 12. Góður eiginmaður er sá sem auðn- ast að gera þá konu sem hann hefir valið sér, svo hamingjusama, að hún geti talað við hann um alt; að hún finni að hún á þar sannan vin, sem skilur hana rétt, og að hún sé hon- um kærasti félaginn. Þá verður lífið bjart þó erfiðleikar mæti. 7—S- Erlend tíðindi. Framtakssamur bóndi. í Ryfylki i Noregi er bær sem heitir Háland. Þar býr sá bóndi er Guðmundur heitir. Á rennur fram hjá bænum i þröngu gili. Guðmundur hefir beizlað ána og lætur hana nú vinna fyrir sig alla mögulega hluti. Það kostaði 13.500 kr. og árlegt viðhald segir hann að kosti 1000 krónur og eru þar í taldir vextir og umsjónarkostnaður. En svo hefir hann líka nægilegt raf- magnsafl til þess að lýsa hibýli sín, knýja sögunarmyllu o. fl. — Raf- magnsljós eru þar í öllum herberg- jum, og einnig i hesthúsi, fjósi og fjárhúsi. Þreskivélin, kvörnin, strokk- arnir, skilvindurnar o. fl., er alt knúð rafmagni og í eldhúsi er það notað til allra skapaðra hluta. Hvert ein- asta herbergi er hitað með rafmagni. Og þrátt fyrir þetta alt getur hann miðlað nágrönnum sinum nokkru af því afli, sem í ánni leyndist. í kveld verður á fundi stúkunnar Eining- in nr. 14 flutt e r i n d i sem varðar alla félaga hennar. Allir félagar hennar þurfa þvi að mæta. Nýjir félagar velkomnir! Ökukarlarnir i Lundúnum ala mest- allan aldur sinn á vagnsætinu. Þeir borða þar, sofa og — deyja. Fyrir skömmu síðan tóku farþeg- arnir á einum vagninum eftir því, að ökumaðurinn var venju fremur fálát- ur. Hann tók ekki kveðju félaga sinna, bölvaði ekki þrönginni á göt- unni, og svaraði ekki þó að á hann væri yrt. Um síðir var grenslast ná- kvæmar eftir því, hverju þetta gengdi, og kom þá í ljós, að maðurinn var löngu dauður. Hestarnir höfðu af sjálfdáðum gengið hinar venjulegu götur, og hlýtt af venju þegar merki voru gefin á viðkomustöðunum. Það sem merkilegast var við þetta ferða- lag var það, að vagninum skyldi ekki hlekkjast á. En farþegunum brá ekki litið i brún, þegar þeir vissu að dauður vagnstjóri hafði ekið þeim fram og aftur um borgina. Utilegumenn. í Hvalvík i Noregi eru gömul hjón, sem hafa hvergi höfði sínu að að halla. I fyrravetur bjuggu þau í bát sem hvofdi niður við sjó. Hlóðu þau að honum torfi og grjóti og höfðu ekki stærri smug- una undir en það, að þau rétt gátu skriðið þar inn. í sumar bjuggu þau i helli. Nágrannarnir hafa hlegið að þeim og krakkarnir hrekkjað þau margvislega, svo nú eru þau orðin mannfælin, sumir segja ljónstygg. Einkennilegt ferðalag. Maður er nefndur Joseph Knowles og á heima í Boston. í byrjun ágústmánaðar lagði hann á stað í einkennilegt ferða- lag, inn í frumskógana hjá Rangley- vötnunum. Hann var alsnakinn þegar hann lagði stað, og hafði ekki svo mikið sem vasahníf né eld- spitur með sér. Eftir tveggja mánaða útivist kom hann fram úr skóginum á bökkum Megan- ticvatnsins, en það er yfir 100 ensk- ar mílur frá Rangleyvötnunum. Var hann nú i skinnklæðum frá hvirfli til ilja. Þegar inn i skóginn kom, gerði hann sér skýli úr tágum og sprekum og hafðist þar við um nætur. Hann er þaulvanur veiðimaður og snilling- ur í því að búa til snörur og gildr- ur, enda veiddi hann nóg dýr til matar sér. Úr skinnum þeirra gerði hann sér klæði, en það var þyngsta þrautin, því öll áhöld vantaði. Með dálitlum tinnusteini gerði hann sér beinnálar og sinar notaði hann fyrir saumþráð. Með þessari ráðabreytni hefir Knowles viljað sanna það, að mað- urinn getur engu miður nú á timum komist af án þess að hagnýta sér menningu þjóðanna heldur en vorir fyrstu forfeður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.