Morgunblaðið - 09.12.1913, Page 4
176
MORGUNBLAÐIÐ
Edinborgar
Jóíabazar
er rtú sá fuííkomnasíi í aííri borginni.
Hentugustu
jólagjafir
fyrir hvern sem er,
alt frá ómálga barni
til örvasa manns.
Verðið
a
jólavörunni
þolir
alla
samkeppni.
Smekklegasta
val á jólavöru
sem hingað til hefir
þekst.
Fjölskrúðugt
úrval
með afbrigðum.
Að telja hér upp, er hér um bil ógerningur, en samt skal
minnast á nokkuð.
Jianda börnum og ung/ingum:
Flugvélar, Herskip, Seglskip, Járnbrantir, Motorvagnar, Hestar,
Loftbyssur, Smiðatól, Hermenn svo sem: Fótgöngulið, Riddara-
lið og Stórskotalið, Trommur, Lúðrar, Brúður, Litakassar,
Kertí, Myndakubbar úr járni og tré, Dýragarðar, Heilar verzl-
anir, Lifandi mýs sem hlaupa um alt, o. fl.
Saumakassar,
Myndarammar, Album, Kaffi-
stell.
Jóíafrésskrauí
fádæma fjölskrúðugt.
Enginn
mun fara tómhentur út, eftir að
hann er búinn að líta á varning-
inn og kynnast verðinu.
Pappírs-servieffur,
allar mögulegar tégundir, með
öllu verði.
Spií
fleiri tegundir. Spilapeningar.
TJllir
skulu því koma sem fyrst, með-
an nógu er úr að velja, og áður
en jólaösin verður of mögnuð.
Egg! Egg!
Bezta varpfóðrið handa Hænsnum
eru Hafrar. Þeir fást beztir og
ódýrastir hjá
Verzl. Bdinborg’.
Cobden
er langbezti io aura vindillinn :
borginni.
Fæst hvergi nema hjá
H/f.
P. I. Thorsteinsson & Co.
(Godthaab).
OSTAR og PYLSUR áreiðanlega
bæjarins stærstu og beztu birgðir i
Matarverzlun Tómasar Jónssonar,
Bankastræti 10. Talsfmi 212.
Upphlutsmillnr, Beltispör o fl.
ódýrast hjá
Jóni Sigmundssyni
gullsmið. Laugaveg 8.
Trúlofunarliringar
vandaðir. með hvaða
lagi sem menn úska.
ern œtí?» ódýrastir hjá
frullsmih. Laupjnveg 8.
Jóni Sigmundssyni
Af sérstökum ástæðum
selur verzlunin Edinborg talsvert
af góðu Export-kaffi fyrir hálfvirði.
Komið sem fyrst.
Louise Biering
Laugaveg 6,
er nýbúin að fá mikið úrval af alls-
konar kortum.
Rauða akraliljan.
Skáldsaga frá
x stjórnarbyltingunni miklu
eftir
baronessu Orczy.
i. k a f 1 i.
Paris. Sepíember 1792.
Það var skömmu fyrir sólsetur.
Hjá vestur strætisvirkinu úði og grúði
af ótölulegum grúa manna og kvenna.
Og það virtist eins og allir hinir
verstu eiginleikar mannsins hefði náð
tökum á liði þessu. A hvers manns
svip mátti lesa óslökkvandi ’natur og
dýrslegan blóðþorsta.
Allan daginn hafði böðulsöxin unn-
ið í þágu stjórnarbyltingarinnar. Að-
alsmenn þjóðarinnar og ættir þær
sem aflað höfðu Frakklandi vegs og
heiðurs á liðnum öldum, urðu nú
að falla sem fórn á blóðstalla lýðsins,
sem heimtaði frelsi, jöfnuð og bróð-
erni. Og aftökunum var ekki hætt
vegna þess að svona var áliðið dag-
sins, heldur vegna hins að fólkið —
áhorfendurnir, sem ekki mátti án
vera, höfðu meira gaman af atburð-
um þeim er gerðust hjá strætisvirkj-
unum þegar kvölda tók.
Og svo ruddist lýðurinn burt frá
Place de la Gréve og út til strætis-
virkjanna, til þess að sjá það sem
þar fór fram.
A hverju kvöldi reyndu þeir sem
ekki voru óhultir um líf sitt í borg-
inni, að sleppa á brott í dulklæðum.
En í hverju borgarhliði voru verðir,
sem gættu þess að enginn kæmist
úr klóm hinnar nýju réttvísi.
Greifar, hertogar og aðalsmenn
reyndu að flýja land sitt og komast
til Englands eða annara landa. Klædd-
ust þeir kvenfötum, en konur bjugg-
ust sem karlmenn, og börn sem
betlarar.
Og nú vissi lýðurinn, þegar svona
var komið, að valdið var í hans
höndum. Og hver aðalsmaður var-
þjóðniðingur og átti hegningu skilið,
sem hver annar landráðamaður. Um
200 ára skeið hafði þjóðin verið kúg-
uð, hún hafði liðið sult og seyru og
sveizt blóðinu til þess að hirðin gæti
ifað í allskonar óhófi. Það var þvi
ekki nema eðlilegt, þótt synir og
dætur eyðsluseggjana og kúgaranna
reyndu á þessum dögum, að komast
undan öxinni, á flótta.
En fáir voru þeir sem undan kom-
ust; hinir voru allir handsamaðir hjá
strætavirkjunum og hinum minni
borgarhliðum. Sérstaklega var það
Bibot undirforingi, sem var leikinn
í því að gripa hamskiftinga þessa.
Og svo lék hann sér að þeim, eins
og köttur að mús.
Og það var vel til vinnandi að
slæpast æði lengi hjá vesturvirkinu,
til þess að sjá hann veiða einhvern
héfðingjann.
Stundum leyfði Bibot þeim að
sleppa, til þess að þeir gætu i nokkr-
ar mínútur glatt sig við þá tilhugs-
un, að vera lausir úr klóm byjting-
armanna. En svo sendi Bibot nokkra
menn sína á eftir þeim og lét flytja
þá aftur. Og svo voru þessir vesl-
ings píslarvottar afklæddir í allra aug-
sýn.
Stundum var það þá heldri kona
eða greifafrú, sem klæðst hafði karl-
mannafötum, eða það voru barónar og
hertogar i kvenfötum, — og skrillinn
ætlaði að ærast af fögnuði i hvert
skifti.
Bibot sat á tunnu skamt frá virkis-
Nýir ávextir,
svo sem:
Perur,
Bananar,
Yínber,
Epli,
nýkomið til
B. f. P. I. Thorsteinsson & Co,
(Godtbaab).
Kven-vetrarkápur
verða seldar nú i nokkra daga fyrir
hálfvirði.
Kápur sem kostuðu áður
30 kr. nú 15.
25 ---- 12,50.
— 18------9.
Notið tækifærið meðan það býðst.
Síurla Jónsson
Langaveg 11.
Epli og Yínber
nýkomin til
Jes Zimsen.
hliðinu. Nokkrir hermenn voru þar
hjá honum, og voru þnð hjálpar-
menn hans. Hann hafði átt ærið
að starfa nú um nokkurt skeið. —
Aðalmennirnir höfðu þyrpst í gildr-
una, ærir af ótta við þau forlög sem
biðu þeirra. Og á hverju kvöldi
gekk Bibot til hvíldar með þeirri
góðu samvizku, að hafa handtekið
marga menn og fengið þá Foucquis-
Tinville í hendur.
Robespierre og Danton höfðu báð-
ir hrósað Bibot fyrir dugnað hans.
Og Bibot hrósaði sér sjálfur fyrir
það að hafa komið rúmlega 50 mönn-
um á höggstokkinn.
En nú höfðu allir verðirnir hjá
borgarhliðunum fengið sérstakar og
strangari fyrirskipanir, því fyrir nokkr-
um dögum höfðu margir flóttamenn
komist á brott úr borginni og flúið
til Englands. Grospierre undirfor-
ingi hafði verið hálshöggvinn, vegna
þess að flóttamannafjölskylda hafði
komist klakklaust út um hlið það,
er hann átti að gæta.
Það var fullyrt að nokkrir Eng-
lendingar hjálpuðu flóttamönnunum
til þess að komast brott úr París.
Og að þeir gerðu það að eins að
gamni sínu, án þess að þeim kæmi
það nokkuð við, að ræna höggstokk-
inn þvi sem honum bar.