Alþýðublaðið - 30.11.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.11.1928, Blaðsíða 2
B AEPÝÐUbliAÐIÐ Enska lánið. Rannvernlegir vextir verða nærrl 7o/o. Bærinn á að skuldbinda sig til að verðsetja ekkert af eignunum sinum án samþykkis lánveitanda. „Enska Iáníð“, sem Magnns Gnðmundsson tók 1921, gerir erfiðara að ná hagfeldnm lánskjðrnm. Fnndar á morgun laugardag 1. n. m. kl. 81/s í fundarsaí Templara við Bröttugötu (áður Gamla Bió). Dngskrá: 1. Félagsmál. 2. Erling Ólafsson: Einsöngur. Bjarni Þórðarson við hljóðfæríð, 3. Framhaldsumiæður um fyrirspurn viðvikjandí niðuijöfnunarnefnd Reykjavíkur. 4. Önnur mál. Sfjérnin. Eins og kunnugt er, hefir niöur- jöfnunarnefnd og borgarstjóii tek- ið sér bessaleyfi til þess að jafna iniður á bæjarmenn á 6 'siðustu ár- um um 720 þús. kr. meiru en hagsáætlunum þessara ára. Þessu fé hefir svo borgarstjöri ráðstafað án þess að nokkur á- kvæði hafi verið sett í fjárhags- áætlun um það, hvernig því skyldi Varið. Ef að bæjarstjórn hefði gert ráð fyrir þessunr tekjuin, þ. e. haft útsvörin þeim mun hærri í áætiuninini, engu hærri í reynd- inni, hefði hún auðvitað jafnframt sagt fyrir um til hvers fjárhæðin skyldi notuð. Sennilegt er, að hún hefði ákveðið að leggja féð til t. d. barnaskóiabyggingariinnar, sundhallarinnar, hitaveiíunnar eða annara slíkra framkvæmda. Það er að segja, til þeirra frarn- kvæmda, sem nú á að taka alt að 1 millj. kr. lán til að gera. Ef bæjarstjórn héfði haft fé þetta til ráðstöfunar og gengið rfkt eftir því, að borgarstjóri fylgdi ná- kvæmlega fjárhagsáætluninni, hefði óefað á þessum áium verið áætlað svo mikið fé til þessara framkvæmda, að lítið eða ekkert hefði nú þurft að taka að láni. Það er alt af neyðar- úrræði að taka fé að láni til að greiða með venjuleg útgjöld bæj- aiins eða koma upp óarðberandi fyrirtækjum, þótt nauðsynleg séu. SlíkaT framkvæmdir er eðlileg- ast að greiddar séu af árlegum tekjum bæjarins. Hinsvegar er sjálfsagt að nota Iánstraustið, þeg- ar um það er að ræða að koma upp arðberandi fyrirtækjum, eins og t. d. rafmagnsstöð fyrir bæ- inn o. þ. h. En nú er komið sem komið er. Framkvæmdir þessar ntega ekki bíða lengur; þær hafa þegar beð- ið alt of lengi. Þó að auðveldlega hefði mátt fá nægilegt fé til þeirra með útsvörum, með því að taka það t. d. á 5—6 árum, þá er tæp- lega hægt að hækka útsvörin um alt að 1 millj. króna á 1 ári vegna þéssara framkvæmda ein- göngu. , Er því nú ekki, um annað að gera en að taka féð að láni að xneiru eða minnu leyti. En fjárhagur bæjarinis er ekki svo þröngur, þrátt fyrir ait, að hann þurfi að sætta sig við htvaða ökjör sem er. Tilboð það um 45 þús„ stpd. Mn (um 1 millj. kr.), sem borgar- stjöri útvegaði í utanför siuni, er vægast sagt þannig, að það er lítt aðgengilegt. Raunverulegri vextir verða hhrtnær 7%, eða pvi nær hinir sðmu og forvextir Landsbank- ans eru nú af smávíxlum, sem hann kaupir af Pétri og Páli. Auk pess á bærinn að skuld- bínda sig til að veðsetja ekki eignir sinar án sampykkis lán- veitanda. Þegar borgarstjóri var spurður að því á bæjarstjórnarfundi í gær, hverjar ástæður væru til þess, að honum hefði eigi lánast að fá hagfeldara lánstilboð, af- sakaði hann sig með því, auk annars, að „Enska lánið“, sem Nagnús Guðmundsson tók fyrir rikissjóð 1921, hefði gert sér miklu erfiðara fyrir um að fá hagstæð lánskjðr. Allir muna ókjörin á „Eniska láninu '. Afföllin voru svo gífur- Zeg og umboðsþóknunin svo ríf- leg, að ríkið fékk ekki nema lið- iega 4/5 hluta lánisinis útborgað, Vextirnir eru samt 7«/o af láns- upphæðinni allri. Auk þess eru tolltekjur ríkissjóðsins veðsetíar fyrir láninu. Lán þetta var samrrarlega dýrt og fór mest í íshradsbanka. En nú er það komiö ^ daginn, að dýrleiki þess er enn ekki fuil- metintn, og verður- líklega seint metinn til fulLs. Enginn geíur reiknað út, hve mikið fé íslend- ingar verða að gneiöa vegna óhag- stæðra lánskjara erlendis, sem eru bein afleiðing þessa óhappa- láns. Ef að bæjarstjórnin samþykkir að ganga að þeim.hörðu lániskjör- um, sem sett eru fyrir þessu „Enska láni‘‘ borgarstjórans, er hætt við, að það verði einaaig til að spilla lánstrausti ilandsins og Reykjavikurbæjar erlendis, og er það vondur ábætir ofan á háa vexti og kvaðir á eignir bæjanins. Nú er fjármálaráðherra erlendis að leita lánstilboða fyrir ríkiissjóð. Getur það haft áhrif til ills á þau lánistilboð, ef Reykjavíkurbær nú samþykkir að taka þessu nijög svo óaðgengilega tilboði. Hinsveg- ar er mjög líklegt, ef ráðherran- um lánast að fá hagfeldara tilboð, að þá verði það til þess, að bær- inn geti á eftir eða um leið fengið svipuð kjör. Borgarstjóri lét þess getið í umræðum um' lánið, að sjálfsagt hefði mátt fá betra lánstilboð, ef um hærra lán hefði verið að ræða, t. d. 1 millj. dollara eða meira. Nú stendur fyrir dyrum að taka lán tii Sogsvirkjunariinnar, því að um aðra leið til að bætá tád fram- búðar úr rafmagnsskortinum og lækka rafmagnsverðið, er ekki að ræða. Virðist því sjálfsagt að leáta fyrir sér um stærra lán, t. d. 6—8 miilj. króna. Á næst síðasta bæjarstjórnar- fundi var samþykt tillaga Haraids um að fresta til næsta fundar að taka ákvörðun um það, bvort gengið skyldi að láiístilboðiinu. I gærkveldi var svo enn frestað að taka ákvörðtm um málið, og nqt- ar fjárhagsnefnd væntainlega þann frest til að leita fyrir sér um sæmilegra tilboð. Hátaðaholdiia 1. desember. Stúdentar halda árlega 1. des. hátíðiegan bæði í minniingu dags- ins og til stuðnings áhugamáli 1 sínu, byggingu Stúdentagarðsins. Að þessu sinni er dagurimn 10' ára afnræii fuflveldis íslands og því sérstakt tilefni til hátiðar. Stúdentaráðið gen-gst ■ fyrir há- tíðahöldum, er hefjast kl. I mið- degis með því, að stúdentar, eldri og yngri, ga-nga í skrúðfylkingu með Lúðrasveit Reykjavíkur i if'aK- arbroddi frá Mensa academica að alþingishúsinu. Er þangað kemur, stígur forsætisráöherra, Tryggvi Þörhallsson, fram á svalirn-ar og ávarpar mannfjöldann, er vænt- anlega safnast sarnan við Austur- völl. Að ræðu forsætisráðherra lokinni leLkur Lúðrasveitin þjóð- sönginm og síðain nokkur fleiri lög, ef veður leyfir, Meðan þessu fer fram, liggur is- lendingabók hin nýja eður Sel- skinna, er svo nefnist, framrni í anddyri Háskólans. E;ga menn kost á að rita í hana möfn sín og varðveita þau þannig um aldir frá gleymsku og glötun, gegn endurgjaldi, er renmur i Stúdenta- garðssjóð. Kl. 4 síðdegis verða skemtanir opnar almenningi í báðum kvik- myndahúsum bæjarins. Verður fjölbreytt skemtiskrá á báðum stöðum og ætti enginn, er við get- ur komið, að setja sig úr færi- að njöta svo góðrar og ódýrrar skemtunaí, sem þar er á boðstól- um. Prófessorarnir Ágúst H. Bjarnason og Sig. Nordal halda ræður sinn í hvoru Bíói, Guðm. Björnsom landlæknir les upp í Nýja Bíö, en noikkrir ungir stú- dentar lesa kvæði sín í Gamla Bíó. Emil Thoroddsen ieikur á piano og Garðar Þorsteinsson Samtökin. Kvöldskemtun F. U. J. ' í Hafnarfirði. Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði efnir til kvöldskemt- unar í Bíöhúsínu þar an'nað kvöld, og hefst hún kl. 9 stundvíslega. Félagið hefir aldrei fyr haldiö op~ inbera skemtun, enda er það mjog ungt, stofnað í febrúarmánuði sL Nú telur félagið tæpa 30 meúlimi, en búist er við miiki'lli fjölgun í því í vetur; ætlar það að haida- fund í samkoinmsal bæjarims á sunnudaginn, og er því gott tæki- færi fyrir unga Hafnfir^nga að| láta innrita sig í féiagið á skemt- uninni og sækja svo fundiinn dag- inn eftir. Til skemtunar verður annað kvöld ýmislegt það, semi ungt fólk sækir mest eftir; þaxi flytur Grétar Fells ræðu, ilesið verður upp o. fl. o. fl. — Þegar ungir jafnaðarmenn halda skemt- anir, verða allir ungi'r jafnaðar- menn að vera til taks ,sem á annað horð ætla sér að sækja skemtun á sama tíma. Margir ung- ir jafnaðarmenn héðan úr bænuni ætla sér „suður í Fjörð“ annað kvöld. Skemtilegast er, að þeir fari allir í einum höp, eru þéir því beð/nir að mæta í Alþýðuhús- inu stundvísiega kl. 8 annað kvöld. stud. theol. syngur einsöng i Gamia Bió, en strokkvartett og Óskar Norðmann láta til sín heyra í Nýja Bíó. Loks syngur Stúdenta- kórinn nokkur iög í báðum Bíó- unum. Kl. 7 u-m kvöldið hefst veizla Stúdentafélags Reykjavík- ur á Hótel Island. Þar verða ræðuhöld yfir borðum. Rektor magnificus flytur aðalræðuna, ett auk hans tala fulltrúar fyrir ail'lá 4t j órn má Laf lokka í iafndinu. Að borðhaldi loknu verður stiginn danz fram eftir nóttu. KI. 9 hefst danzleikur stúdenta í Iðnö. Þar mun verða gleði og gaman, æska og yndi, og runninx* dagur áður heim verði haldið. Þá er loks að minnast Stúdenta-/ blaðsins, er út kemur þennan dag og verður seit á götunum allan daginn. Á því hefir orðið sú bneyt- ing, að það kemur eftirleiðiis út; mánaðarlega og hefst 2. árgamgur þess um næstu áramót. Áskrifta- listi fyrir nýja kaupendur mun liggja frammi í anddyri Hásfcól- ans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.