Morgunblaðið - 08.02.1915, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
COBRA
ágæta skósverta og skóáburður fæst hjá kaupmönn-
um. í heildsölu hjá
G. Eiríkss, Reykjavík.
Einkasali fyrir ísland.
„Friður á jörðu“.
Nýtt lag eftir Árna Thorsteinssson við kvæði Guðm. Guðmunds-
sonar, sem birtist i Jólablaði Morgunblaðsins, ei komið út í sérprentun
og fæst i Bókverzlun ísafoldar, Bókverzlun Sigfúsar Eymundssonar og
Thorvaldsensbazarnum og kostar 50 aura.
Upplagið er sárlitið.
SAUÐAGERÐISHÚSIÐ
(steinhúsið nýja)
er af sérstökum ástæðum laust til íbúðar nú þegar og fæst leigt með
óvanalega góðum kjörum, til x. maí.
Nánari upplýsingar gefa konsúll Kr. Ó. Þorgrímsson eða Garðar
Gíslason kaupmaður.
Piiðnrsoðlð
Golden Mustard
frá Beauvais
heitir
þykir bezt á ferðalagi.
heimsins bezti mustarður.
DOGMBNN
Sveinn Bjðrnsson yfird.lögm.
Frfklrkjuveg 19 (Staðastað). Sfmi 202.
Skrifstofutimi kl. io—2 og 4—6.
Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6.
Eggert Claessen, yfirréttarmála-
flutningsmaður Pósthússtr. 17.
Venjulega heima 10—11 eg 4—5. Sfmi 16.
Olafur Lárusson yfird.lögm.
Pósthússtr. 19. Sími 215.
Venjulega heima n—12 og 4—5.
Jón Asbjörnsson yfid.lögm.
Austurstr. 5. Sími 435.
Venjulega heima kl. 4—s1/^.
Hjðrtur Hjartarson yfirdóms-
lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28.
Venjul. heima i2‘/2—2 og 4—51/,.
YÁTí^YGGINOAR
Vátryggið hjá:
Magdeborgar brunaböcafélagi
Den Kjöbenhavnske Söassurance .
Forening limit Aðalumboðsmen0,
O. Johnson & Kaaber-
Det kgl octr. Brandassurance Co.
Kaupmannahöfn
vátryggir: hns, husgögn,
konar vðruforða o. s. frv. ge?n
eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.
Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h.
í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen)-
N. B. Nlelsen.
Carl Finsen Austurstr. 1, (UPP^
Brunatryggingar.
Heima 6 V4—7 V*. Talsimi??1,
Ouðm. Olafsson yfirdómslögm.
Miðstr. 8. Sími 488.
Heima kl. 6—8.
Bjarni Þ. Johnson
yfirréttarmálaflutningsmaður,
Lækjarg. 6 Á.
Heima 12—1 og 4—5. Sími 263.
A. V. Tulinius
Miðstræti 6. Talsími 254.
Eldsvoðaábyrgð hvergi ódýraP-
Sæábyrgðarfél. Kgl. oktr.
Skrifstofutími 10—n og 12—-I*
Beauvais
Leverposte]
£e iga
Hnsnæði
óskast 14. mai, eldhns og geymsla.
er bezt.
Báhncke’s edik
er bezt.
Ritstj. visar á.
Biðjið
ætíð um
bað I
TbreRRiÓ: „Saniías“ Ijúffenga Sitrón og fJlampavin. Simi 190.
Gullæðin.
Saga
æflntýpamannsins.
42 eftir
Övre Richter Frich.
(Framh.)
Höggin dundu á báða bóga, en
engin mælti orð frá vörum. Það
var um að gera að vera þögull og
hafa hljótt um sig til hins ítrasta.
Allir héldu að þeir berðust fyrir
lög og þjógfélag. Óg þessi göfuga
hugsun jók afl þeirra um helming.
Hvorki Jack Johnson né JefFrie hefðu
þurft að skammast sín fyrir höggin,
sem þar voru greidd. Augu sukku,
nef brotnuðu og lausar tennur skröltu
í blóðugum munnunum.
Lengi mátti ekki á milli sjá. En
að lokum raknaði sá við er sleginn
hafði verið í óvit. Hann helti úr
fullri vatnskönnu yfir höfuð sitt. Og
á næsta augabragði vatt hann sér
inn i þvöguna og gaf fulltrúum
O’Kelly svo ósvikna ráðningu að
þeir ultu um gólfið eins og leik-
soppur.
Voru hinir þá ekki lengi að setja
þá í járn, og settust siðan másandi
og blásandi niður og reyndu að lag-
færa ásjónur sinar eins vel og þeir
gátu.
Þá gægðist lítið höfuð inn úr dyr-
unum.
— Hafið þið náð honum ? hvísl-
aði O’Kelly.
— Við höfum náð í þá báða,
svaraði elzti gistihússvörðurinn og
hafði reifað höfnðið með votum
þerridúk. Það voru ljótu áfloga-
hundarnir. — — —
írlendingurinn litli stóð mállaus
af undrun. Þarna lágu tveir beztu
menn hans, þaulvanir áflogagarpar,
froðu- og blóði fellandi, og yfir
þeim stóðu varðliðsmenn gistihúss-
ins, hálfsprungnir af mæði. Og hvar
var Stone.
— Hver andskotinn sjálfur er
þetta? grenjaði hann.
— Það eru tveir þjófar, herra
minn, svaraði sá sem fyrir var.
Gesturinn kærði þá. — — Guð
minn góður, en þeir hnefar. Maður
gæti næstum ætlað — —
Enginn maður fékk nokkru sinni
að vita hver ætlan mannsins var,
því skammaryrðin dundu á honum,
eins og blindbylur. Og O’Kelly
þaut út á ganginn.
— Hvar er gesturinn, sem á
heima á 489-herberginu ? Handsamið
hann dauðan eða lifandi. Það er
hann, sem við eigum að ná i. —
En gesturinn kom ekki aftur.
Hann var við hjónavígslu i þýzku
kirkjunni, og kysti þar á enni brúð-
urinnar og hvarf til vinar síns um
leið og hann kvaddi hann. Svo
keypti hann sér ferðakistu og nokk-
uð af nauðsynlegum farangri, sendi
skeyti til Ilmari Erko i Kristjaníu
og ók svo i bifreið niður að höfn-
inni, þangað sem »Kristjaniafjord*
lá búið til brottsiglingar.
Á farþegaskrána reit hann nafn
sitt: Dr. Jónas Fjeld frá Kristjanía.
En á Valdorf-Astoriagistihúsinu í
New-York er enn þann dag í dag
geymd lagleg leðurtaska, með nokkr-
um skyrtum, hálslini og nærfötufti
og stórri nagant marghleypu, sem
virðist hafa verið notuð talsvert
mikið. Annað er ekki í töskunni.
Hana hefir átt hættulegasti glæpa-
maður heimsins, segir O’Kelly. Og
forstjóri gistihússins lítur á hana
með lotningu í hvert skifti, seU1
hann gengur inn í hið allra helgas13
á skrifstofu sinni, til þess að fá sér
Wisky og Soda.
XVIII.
Hátíðisdagur Ilmari Erkos.
Það var mikið um dýrðir hjá gðW
strákunum í Kristjánssand. Fyfs|
og fremst hafði Dons liðsforing1
komið þangað í rafmagnsloftfarh
fljúgandi yfir Öxneyjarvitann
lenti skamt frá íþróttahöllinni. Hin11
áræðni flugmaður kom beint
Skaganum, og hafði náð með þv*
nýju heimshámarki í flugi.
Nýtt timabil var hafið i sögu
rafmagnsins. Það sem Edison hafð1
ekki tekist, hafði annar maður oá&
að framkvæma — á heillastundu $
uppgötva hina litlu rafmagnshreyí1'
vél. Orðstýr Ilmari Erkos flaug
víða veröld, og Dons kom fljúga0^1
frá Skaganum með nýju uppgðtv'
unina.
En hver var Ilmari Erko?