Morgunblaðið - 20.04.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1915, Blaðsíða 2
2 ;morgunblaðið Gullfoss í Hafnarfirði. í fyrradag litu Hafnarf]arðarbúar »skipið okkar* í fyrsta skifti. Stjórn- in gaf Reykvíkingum kost á, að fara með skipinu til Hafnarfjarðar og urðu um 500 manns til þess að nota þetta. Bátur eftir bát lagði á stað út að skipinu og þegar Gullfoss létti hér á höfninni var alstaðar fult af fólki. Lítið eitt bar á sjóveiki suður eftir, enda var hvast. Og i Hafn- arfirði var alt á öðrum endanum. Bryggjan fánum skreytt, svo sem ástæða var til fyrir fyrstu íslenzku bryggjuna, sem Gullfoss lagðist að. Bæjarstjóri Hafnfirðinga og Sveinn Björnssón, formaður félagsins, töluðu, en kvæði var sungsð eftir Finnboga Jóhannsson og er það svc látandi: fÚ er hamingjustund fyrir hali og sprund, nú er hugsjónum feðranna komið í verk. Heyrið fossanna söng djúpt i fjallgljúfra þröng; það er fagnaðarlag, heyr hve röddin er sterk! Rofna dáðleysis ský, lifnar land vort á ný, fara lífsstraumar heitir um fjöll þess og strönd. Eftir aldanna fár rætist ósk sú og spár, að hin íslenzka þjóð muni sprengja sín bönd. Kom þú heill yfir dröfn; aldrei átti vor höfn svona ástfólgnum vini að heilsa hér fyr. Ljómi, Gullfoss, þitt nafn, eins og geislstafa safn, veiti gæfan þér hvarvetna hagsæld og byr. Vefur höfnin þig arm, ströndin býður þér barm, þú ert barnið, sem þær hafa’ um aldirnar þráð. Sértu velkominn hér, því að vonin, með þér, um hið vaxandi þrek, hefir fyllingu náð. Síðan tóku menn að heimyækja kunningjana í bænum en Hafnfirð- ingar að skoða skipið. Var troðningur nokkur stundum, sem von var til, því þarna munu stundum hafa verið staddir alt að 800 manns, meðan skipið stóð við. Þó fór alt fram með friði og spekt. Skipið kom aftur hingað kl. 9 í gærkveldi. Og flestum fanst, sem að þeir væru einhverju ríkari, þegar þeir komu aftur, en þegar þeir fóru. Þeir höfðu ferðast á íslenzkri eign á sjónum. frá Kaupmannahöfn 6.—7. jiiní aust- ur og norður um land hingað. Smíði á því skipi hefir og tafist dálítið vegna striðsins. Goðafoss fær loft- skeytatæki fyrstu ferðina og er ann- ars nákvæmlega eins útbúinn sem Gullfoss — aðeins dálítið minni. — Var það ekki einstök hepni að samningar um smíði á skipum fé- lagsins voru fullgerðir áður ófriður- inn hófst? — Jú, það var það sannarlega. Það mundi vera auðvelt að selja skipin miklu hærra verði en smíði þeirra hefir kostað. Eg skal t. d. segja yður, að vér hefðum getað grætt 200 þús. kr. á því að selja Gullfoss nú, því »Flydedokken« bauð oss það i skip- ið. Bæðiskipiueru þvi^oo þús. kr. meira virði nú en smiði þeirra hefirkostað. Það hefir verið sérlega gott að eiga skifti við Flydedokken. Verk- smiðjan hefir afskaplega annrikt nú, en lætur samt vera auð tvö bygg- ingarpláss fyrir strandferðaskip fé- lagsins þangað til fastákveðið verður hvort þau verði bygð eða ekki. — Farið þér til New York með Gullfossi ? — Nei, eg held til Khafnar með Botniu næst til þess að líta eftir smíðinni á Goðafossi og kem með því skipi aftur hingað til lands i júní. Viðtalið var nú á enda. En um leið og vér fórum, gengum vér að glugganum og litum út. Útsjón það- an er mjög fögur yfir glitrandi Fló- ann með fannhvíl fjöllin í baksýn. Á höfninni fyrir utan Battariisgarð- inn lá Gullfoss og vaggaði fyrir hægum norðanandvaranum. Vér spurðum þá framkvæmdarstjórann hvenær Gullfoss mundi halda út Flóann á leið til Vestfjarða. — Viljið þér gera svo vel að taka það fram, að eg álít það hneiksli að »Islands Falk« sem ekkert hefir hér að gera, skuli leggjast á bezta stað- inn á höfninni og gera þeim skipum erfitt fyrir sem hér þurfa að afferma vörur. Ef Gullfoss hefði getað lagst þar sem Fálkinn liggur nú, hefði skipið ef til orðið tilbúið að fara til Vestfjarða í kvöld. Það tefur ákaf- lega mikið fyrir affermingunni að þurfa að liggja svo fjarri landi. Hér vantar tilfinnanlega eftirlit með því hvar skip leggjast á höfnina. — Annars býzt eg við að Gull- foss muni halda til Vestfjarða á morgun (þriðjudag). Skotið á brezkt herflntningaskip. London, 18. apríl. Flotamálastjórnin tilkynnir að tyrk- neskur tundurbátur hafi skotið á her- flutningaskipið Maniton í gærmorg- un. Það var þá statt í Grikkiands- hafi og flutti brezkt lið. Tundur- báturinn skaut þremur tundurskeyt- um á skipið en hitti ekki. Hann lagði siðan frá og eltu hann beiti- skipið Minerva og tundurspillar. Ráku þau bátinn að lokum í land í Kalamuti-flóa á Chios. Bátshöfnin var handtekin. Erl. símfregnir. Opinber tilkynning frá brezkn ntanríkisstjórninni i London, (Eftirprentun bönnuð). London, 18. apríl. Indlandsráðherra birtir svolátandi skýrslu: Orustur stóðu í grend við Shaiba 13. og 14. þ. mánaðar og lauk þeim með fullkomnum sigri vorum. Eng- inn óvinur er nú lengur í Basrah, Zobeir, Barjisiyeh né Shwebda. Óvinirnir hörfa undan hjá Nah- hailah. Þann 14. tókum vér 200 menn höndum og náðum nokkrum velbyssum. Tyrkir hörfuðu undan -af þeirri skyndingu, að þeir gáfu sér ekki tíma til að flytja með sér farangur sinn. Skildu þeir eftir mikið af tjöldum, Hæðnaði og skotfærum, þar á meðal 700.000 skothylki og 450 kassa af fallbyssuskot- um. Óvinirnir höfðu tvær herdeildir reglulegs fótgönguliðs, með 32 fall- byssum, auk Arabaliðs. Erl. simfregnir frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn, 18. apríl. Þjóðverjar hertóku 3 fiskiskip frá Esbjerg og fluttu þau til Cuxhaven. Tóku þeir þar úr þeim farminn en sleptu skipunum án þess að bæta þeim nokkru. Simskeyti frá Central News. London, 19. apríl. Brezki kafbáturinn »E. 15«, sem var með flotanum suður i Hellu- sundi, strandaði hjá Kephez. Allir mennirnir voru handteknir. Tyrkneskur tundurbátur réðist á brezkt flutningaskip án þess þó að geta sökt þvi. 51 maður beið bana við það að koma bátum fyrir borð. Tundurbáturinn var rekinn á land i Kalamuti-flóa og honum eytt. Skips- höfnin var hnept í varðhald. Petrograd: Orustur halda áfram í Karpatafjöllum og veitir Rússum betur. Þeir hafa náð hæð skamt frá þorpinu Polen. ‘Paris: Alt með kyrrum kjörum, nema hvað smáskærur verða hingað'* og þangað. r—■—1 IJ A « U O K i N. C=3 Afrnæli í dag: ólafur Jónsson, skósmiður. Þorleifur Jónsson, póstafgr.m. 60 ára. Afmæliskort selur Friðfinnur Guð- jónsson, Laugaveg 43 B. Sólarupprás kl. 4.45 f. h. Sólarlag — 8.11 síðd. Háflóð er í dag kl. 9.17 f. h. og í nótt — 9.41 Veðrið í gær: Vm. v. andvari, frost 2.0. Rv. n.n.a. sn. vindur, snjór, frost 4.5. ísaf. n.v. kaldi, frost 8.8. Ak. s.s.a. andvari, frost 7.0. Gr. n.v. stinnings gola, frost 8.5. Sf. logn, frost 6.0. Þórsh., F. v. stinnings gola, hiti 3.0. Tannlækning ókeypis kl. 2—3 í Austurstræti 22. Þjóðmenjasafnið opið kl. 12— 2. Borgarstjóri og bæjarstjórn hafa sent Margrótu Björnsdóttur, móður Jóns Póturssonar sem druknaði í Vestmann- eyjum, 100 krónur af bæjarfó í viður- kenningarskyni fyrir starf hennar í þágu fátækranefndar bæjarins. Auk þess hefir Hoydahl og frú hans sent Margróti 500 krónur, sem þau segja að sóu að sumu leyti kaup Jóns en að sumu leyti viðurkenning fyrir dugn- að og trúmensku hans. Eimskipafélagið. Fyrir skömmu fluíti »Vestri« grein um það að fólög landsins ættu að hefjast handa og kaupa hluti í Eimskipafélaginu. Varð þetta til þess að skriður hefir komist á ýms fólög á ísafirði. T. d. heíir kvenfólagið »Ósk« ákveðið að verja 500 krónum til hlutakaupa. Hafnarnefnd ísafjarðar hefir og n/' lega keypt hluti í Eimskipafólaginu fyrir 2000 krónur. Látin er hór í bænum ekkja11 frú Marie Heilmann, í hárri elli. Mesb* sóma- og rausnarkona. Sumarkort með áletruðu »Gleðile^t sumar« og mynd af fjögra laufa smar® í horninu, hafa Morgunblaðinu vefl send til sýnis. Þau eru mjög snotur’ Columbus kom hingað í gær ^ Kaupmannahöfn. Flora fór í gær norður um lft0^ útlanda. Gullfoss fer hóðan í dag Þ*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.