Morgunblaðið - 20.06.1915, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Verzlun Breta.
Verð á innfluttri vöru til Bretlands
í maímánuði var 71,644,966 pund
sterling eða 12,545,676 sterlings-
pundum meira en í maimán. í fyrra.
Verð á útfluttri vöru var 33,618,992
pund sterl. eða 8,432,198 pundum
mitnaa en í sama mánuði í fyrra.
Hefir þó aldrei verið flutt jafnmikið
út á einum mánuði síðan ófriðurinn
Eófst.
Á aðfluttri vöru var aukningin
mest á matvöru, drykkjarvöru og
tóbaki. Einnig jókst mikið innflutn-
ingur á bómull og ull, en innflutn-
ingur á unnu járni og stáli minkaði
mikið.
h
A útfluttri vöru var rýrnunin mest
í unninni bómull, vélum, kolum og
öðru eldsneyti.
Við þessar tölur er það að athuga
að nú eru allar vörur miklu dýrari
en í fyrra. Munurinn á innfluttri
vöru er því ekki jafn mikill og í
fljótu bragði virðist, en útfluttar vör-
ur hafa verið miklu minni heldur en
töiurnar sýna samborið við úttíutn-
inginn í fyrra.
De Wet ftjrir
rétfi.
Réttarhöldin í máli De Wet, upp-
reistarforingjans i Suður-Afríku, hóf-
ust 10. þ. mán. í Bloemfontein.
De Wet var fyrst yfirheyrður,
eftir að fulltrúi hins opinbera hafði
komið fram með ákæruna á hendur
honum. Hann er ákærður fyrir
landráð, en sjálfur kvaðst hann ekki
hafa gert sig sekan í landráðum,
heldur í uppreist. En fulltrúi stjórn-
arinnar krafðist þess, að De Wet
yrði dæmdur fyrir landráð. Senni-
legt þykir að hann verði dæmdur
sekur landráðamaður.
þjóðYerjar greiða skaðabætur.
Snegima i vetur sökti þýzkur kaf-
bátur grizka gufuskipinu Helles-
pontor í Norðursjónum, eins og þá
var getið um i Morgunblaðinu. Var
það gert í skyndi, án þess að skip-
verjar hefðu hefðu verið aðvaraðir
áður eða þeim gefið tækifæri á þvi,
að komast i skipsbátana. — Grizka
stjórnin gerði þegar skaðabótarkröfu
á hendur þýzku stjórninni fyrir skip-
ið' og farminn, sem vátrygður var í
grízku félagi. Eftir margra mánaða
þvarg, hefir þýzka stjórnin nú geng-
ið inn á að greiða tjónið að fullu.
Hafa tveir menn verið valdir til
þess að virða það, annar þýzkur en
hinn grízkur.
Húsmæðraskólinn
á Isafirði.
Hann var stofnaður 1912 og
tók til starfa þá um haustið í
september. Var það kvenfélagið
»Osk« á ísafirði, sem fyrir því
gekst, og er tilgangur skólans sá,
»að gera stúlkur þær, er sækja
hann, að dugandi húsmæðraefnum
og auka þekkingu þeii’ra í öllum
þeim störfum, er fyrir koma á
almennu heimili<
Eigi leyfði þá húsrúm stærri
skóla en fyrir 12 meyjar og
þurftu þær þó að fá sér vist
úti í bænum. Var vetrinum skift
niður í tvö námsskeið, 4 mánuði
hvort, svo 24 stúlkur útskrifuðust
það árið. Sóttu þó miklu fleiri,
en hægt var að taka á móti.
Kent var þar bæði til munns
og handa. Kenslan verklega var:
Matreiðsla, bökun, niðursuða, þvott-
ur og meðferð hans, ræsting her-
bergja, saumur o. fi. Munnleg
kensla: Næringarefnafræði, hjúkr-
unarfræði, búreikningar, útreikn-
ingur fæðis (reiknuð. hlutföll nær-
ingarefna) 0. s. frv. Stóð kensla
þessi yfir frá því kl. 8 á morgn-
ana og þangað til kl. 8 á kvöldin.
Skift var verkum þannig, að
námsmeyjum var skipað í 6 fiokka,
tveimur í hvern. Var þeim ætl-
að sitt verkið hverjum. Sumar
unnu húsmæðrastörf, aðrar elduðu
mat o. s. frv.
Dögunum var skift þannig nið-
ur, að kl. 8 að morgni voru all-
ar klæddar og snæddu morgun-
verð. Síðan voru herbergi ræst
og því lokið kl. 9. Klukkan 9
—10 fór fram munnleg kensla og
kl. 10—12 eldhússtörf (eldaður
miðdegisverður 0. s. frv.) og kl.
hálf eitt var miðdegisverði lokið.
Klukkan 3 var drukkið kaffi, en
kl. 4—6 fór fram munnleg kensla.
Kl. 7 var etinn kvöldverður og
húsið síðan ræst hátt og lágt.
Með þessu fyrirkomulagi hefir
nú skólinn staðið í þrjú ár, nema
að því leyti, að í fyrra fékk liann
betri húsakynni en áður, svo nú
hafa allar stúlkurnar heimavist.
Var hann þá fiuttur í bæjarfó-
geta-húsið og verður þar fram-
vegis. Eru þar húsakynni ágæt:
stór borðstofa, stór setustofa, eld-
hús, búr, þvottakjallari, geymsla,
herbergi 0g svefnherbergi.
Húspiæðraskóli þessi hefir feng-
ið á sig ágætt orð, sem meðal
annars sést á þvi, að hann nýtur
styrks, eigi einungis úr sýslusjóð-
um V.-ísafjarðarsýslu og ísafjarð-
arkaupstaðar heldur einnig úr
landsjóði. Keppast og stúlkur og
konur um það að komast á hann
og sækja alt af miklu fleiri en
að geta komist. Alt kapp er lagt
á það, að stúlkunum verði sem
mest og bezt not af veru sinni
þar og þvi er þar ekki seldur
matur, eins og víða tíðkast á slík-
um skólum.
Próf er haldið að loknu hverju
námsskeiði og eru þar við hafðir
prófdómarar, svo sem í öðrum
skólum. Hafa nú útskrifast það-
an 72 húsmæðraefni (58 úr Isa-
fjarðarsýslu, 5 úr Strandasýslu,
3 úr Húnavatnssýslu, 1 úr Reykja-
vík, 1 úr Eyjafirði, 1 úr Árnes-
sýslu og 3 úr Þingeyjarsýslu).
Forstöðukona skólans er jung-
frú Fjóla Stefánsdóttir og tók
hún við honum þegar í öndverðu.
Hún hefir numið húsmæðrafræði
á Ankershus á Sorö í Danmörku
og var síðan kennari um skeið
á hússtjórnarskóla í Kolding og
víðsvegar á Borgundarhólmi. Er
hún eini fasti kennarinn við
skólann, en auk hennar eru tveir
timakennarar, jungfrú Lovísa
Markúsdóttir (kennir sauma) og
jungfrú Guðrún Tómasdóttir ljós-
móðir (kennir hjúkrunarfræði).
Skólinn hefir áður byrjað 1.
september, sem fyr er sagt, en
nú er því breytt þannig, að hann
byrjar eigi fyr en 16. sept. Stend-
ur fyrra námsskeiðið yfir til 14.
janúar, en hið síðara frá 16. jan-
úar til 14. maí. Þykir þetta
þægilegri tími og hentugri fyrir
nemendur. — Þær sem sækja um |
skólann, eiga að snúa sér til frú
Andreu Filippusdóttur á Isafirði,
sem er formaður skólastjórnar-
innar. Ungum konum er það
eigi síður nauðsynlegt að kunna
vel öll húsmóðurstörf heldur en
kunna að lesa og skrifa. Þessi
skóli er því hinn þarfasti og bæði
ísafjarðarkaupstað og kvenfélag-
inu »Osk« til hins mesta sóma.
■ ■ -- —..............
Studentafundur.
»Det nordiske Studenterfor-
bund« heitir félag studenta á
Norðurlöndum og eru í því Dan-
ir, Svíar, Norðmenn og íslend-
ingar.
Félag þetta heldur fund á Eiðs-
velli í Noregi 15.—19. júlí næst-
komandi. Verða þar haldnir
margir fyrirlestrar. Meðal ann-
ara fyrirlesara verða: Ellen Key
rithöfundur frá Svíþjóð, I. C.
Christensen fyrv. forsætisráðlierra
Dana, Henrik Pontoppidan rit-
höfundur, Finnur Jónsson pró-
fessor dr„ Sigfús Blöndal bóka-
vörður, Johan Castberg óðalþings-
forseti, Halvdan Koht rithöfund-
ur og Hulda Garborg rithöfundur,
kona Arne Garborgs. Frú Berg-
ljót Ibsen, dóttir Björnst.jerne
Björnssons, mun syngja nokkuð
af ljóðum föður síns.
í stjórn þessa stúdentafélags
eru þeir íslendingarnir Sigfús
Blöndal bókav. og Björn Oddsson
stud. mag., en þeir íslenzkir stúd-
entar, sem vildu taka þátt í mót-
inu á Eiðsvelli, eiga að gefa sig
fram við Helga Hermann stud.
polyt, Franckesvej 1, Kaupm.-
höfn.
Eftir fundinn er svo til ætlast
að farið verði til Finse og geng-
ið á Harðangursjökul, ef nógu
margir fást til þeirrar farar.
Dómkirkjan i liiano í tiasttn,
—-y
Þjóðverjar hafa látið það boð
út ganga, að ítalir hafi látið gera
loftskeytastöð í turninum á dóm-
kirkjúnni í Milano og komið þar
fyrir fallbyssum til þess að skjóta
niður loftför. Segja þýzk blöð
að uppgötvun þessi réttlæti árás
á dómkirkjuna með austurrískum
loftförum og jafnvel hvetja banda-
menn sína til þess.
Blöðum Breta þykir ekki ósenni-
legt, að þetta sé fyrirboði þess, að
Austurríkismenn fljúgi yfir borg-
ina og leggi kirkjuna í eyði —
alveg eins og þeir eyddu dóm-
kirkjunni í Rheims að ástæðu-
lausu.
Dómkirkjan í Milano er fræg
mjög fyrir fegurð sína og er með-
al hinna elztu þar í landi.
Klæddnr sem matreiðslnmaður.
8. þ. m. handtóku Bretar ungan
Þjóðverja um borð i ítölsku kaup-
fari, er það kom að Gibraltarsundi
á leið frá New-York til Genua.
Þeim hafði áður verið tilkynt opin-
berlega, að skipstjórinn, sem var á
Prinz Eitel Friedenich, hefði fyrir
skömmu strokið frá Norfolk í Vest-
urheimi, en þar var hann í haldi
hjá stjórn Bandaríkjanna eftir að
skipið var kyrsett i Newport News,
eins og áður hefir verið getið um.
Hafði skipstjórinn, auðvitað með
hjálp landa sinna vestin hafs, ráðið
sig sem matreiðslumaður á ítalska
skipið, og skipstjórinn á skipinu
hafði enga hugmynd um hver hann
var. Var það áform strokumanns-
ins að komast frá Genua til Austur-
ríkis og þaðan heim. En nú situr
hann í varðhaldi hjá Bretum i
Gíbraltarviginu og kemst hvergi.
Rússneskir kaíbatar
sökkva þýzkum skipum.
í brezkum blöðum frá 11. þ. m.
er þess getið í opinberu skeyti, að
tveir rússneskir kafbátar hafi hitt
þýzka flotadeild í Eystrasalti skamt
fyrir norðan Windau. Skutu þeir
þegar tundurskeytum á skipin og
fóru leikar svo að þrir tundurbátar
þýzkir sukku og einn skemdist.
Ennfremur söktu Rússar einu her-
flutningsskipi og einu þýzku kola-
skipi.